Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Side 11
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987.
11
Utlönd
Efnt var til mikilla mótmæla gegn Bandarikjunum I Teheran i síðustu viku og þá mátti sjá þessa bandarísku sjóliða
og kistur með bandaríska fánanum á vegatálma. Simamynd Reuter
Eldflaugaárás
á Bagdad
Iranar skutu í gær tveimur eldflaug-
um að Bagdad í hefndarskyni fyrir
auknar árásir íraka undanfarið að
því er þeir tilkynntu. Var árásin gerð
rétt áður en toppfundur Bandalags
arabaríkja hófst í Amman í Jórdaníu
í gær.
Var flaugunum beint að útvarps-
og sjónvarpsbyggingu og samgöngu-
miðstöð. Að sögn heryfirvalda í írak
hitti ein eldflauganna í mark og var
tilkynnt að nokkrir hefðu fallið eða
særst.
í útvarpinu í Teheran var því hald-
ið fram að írakar hefðu að undan-
fórnu aukið árásir á íran til þess að
sýna þátttakendum toppfundarins að
írakar væru ekki veiki aðihnn í
Persaflóastríðinu. íranar hefðu
ákveðið að láta ekki íraka komast
uþp með shk brögð.
írakar og bandamenn þess vonast
til þess að toppfundurinn þrýsti á
írana til þess að ganga að vopnahlé-
sályktun öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna.
Þrjú þúsund í
veislu Gorbatsjovs
Hátíðahöldin í Moskvu í tilefni sjötíu
ára afmælis byltingarinnar náðu
hámarki á laugardaginn
hersýning var haldin á Rauða torg-
inu. Báru sumir hermannanna
búninga frá árunum 1917 til 1922 og
frá seinni heimsstyijöldinnni.
Meðal þeirra sem virtu fyrir sér
hersýninguna var Castro Kúbuleið-
togi sem ekki hefur verið alls kostar
hrifinn af umbótastefnu Gorbatsjovs.
Hann var samt við hlið þeirra hæst
settu í Sovétríkjunum er sýningin fór
fram.
Og á laugardagskvöldið var kvöld-
verðarboð fyrir þrjú þúsund manns
og var fjöldi erlendra gesta viðstadd-
ur. Til vinstri við Gorbatsjov sat
Castro og til hægri við Sovétleið-
togann sat Jaruzelski, leiðtogi Pól-
lands. Við sama borð sátu leiötogar
og flokksforingjar frá öðrum komm-
únistaríkjum. Meðal þeirra var
Yasser Arafat, leiðtogi Frelsishreyf-
ingar Palestínumanna.
Þetta var veisla Gorbatsjovs og
þótti hún frábrugðin fyrri veislum
að því leyti að ekki var boðiö upp á
vodka og koníak. Ávaxtasafi var
framreiddur með matnum og einnig
hvítvín og kampavín.
Gorbatsjov ræddi við gesti og þótti
Hersýning og fjöldaganga settu svip sinn á Moskvu á laugardaginn en þá
lauk hátiöahöldunum vegna byltingarafmælisins. Simamynd Reuter
stjórnarerindrekum ekki fara á milli
mála aö hann meinti það sem hann
sagði, ekki væri um aö ræða neina
uppgerð.
Á Rauða torginu fyrr um daginn
hvatti Sovétleiðtoginn landa sína til
þess að leggja sig fram til þess að
halda mætti upp á framtíðina eins
og nú væri verið að halda upp á bylt-
ingarafmæli.
Mayor fékk mlkiitn mebfhluta
Tilnefning spænska lífefnafræö-
ingsins Federico Mayor Zaragoza í
embætti aðalframkvæmdastjóra
menningarmálastofnunar Samein-
uðu þjóðanna, UNESCO, var á
laugardag samþykkt með miklum
meirihluta á þingi stofnunarinnar
í París.
Mayor tekur því nú viö embætti
af Amadou Mahtar M’Bow frá
Senegal. M’Bow var framkvæmda-
stjóri UNESCO í þrettán ár og mjög
umdeildur i starfi. Bandaríkin,
Bretland og Singapore hættu öll
aöild aö stofnuninni vegna
óánægju með stjómarhætti hans.
Tamilar fa aukna sjáKsstjónt
Hæstiréttur Sri Lanka hefur
samþykkt tvær mjög umdeildar
lagasetningar sem kveða á um
stofnun sérstakra svæöastjóma á
eyjunni til þess að veita tamilum
þar aukna sjálfsstjóm.
í tilkynningu frá skrifstofu for-
seta Sri Lanka segir að þessi nýju
lög skaði ekki einingu landsins né
Sjálfstæði þess.
Mikill fiöldi stjómarandstöðuflokka, samtaka búddatrúarmanna og ein-
staklinga, hefur undanfariö reynt að fá hæstarétt landsins til aö hafna
lagasetningum þessum. Lögin eiga enn eftir að hljóta samþykki þings Sri
Lanka áður en þau ganga í gildi.
Réðust Inn í fangelsi
Belgíska lögreglan réðst á fóstudagskvöld inn i fangelsi í Brussel og
batt enda á óeirðir liðlega hundrað fanga sem héldu fjórum fangavörðum
í gíslingu.
Að sögn talsmanna lögreglunnar voru allir gíslanna heilir á húfi.
Óstaöfestar fregnir herma að óeiröirnar hafi brotist út þegar fangaverð-
ir neituöu fóngum um að horfa á sjónvarp. Fangamir réðust þá til atlögu
við verðina, tóku fióra þeirra og kveiktu síðan í húsgögnum í hluta fang-
elsisins.
Að sögn fangelsisstjómarinnar unnu fangamir miklar skemmdir á fang-
elsisbyggingimni.
Sovétríkin heimsvaldasinnuð
Caspar Weinberger, fráfarandi
vamarmálaráöherra Bandaríkj-
anna, sakaði í gær Sovétríkin um
að hyggja á heimsyfirráð og reyna
að koma sér upp vömum gegn
kjamorkuvopnum.
í viðtali viö bandarísku sjón-
varpsstöðina NBC sagði Weinberg-
er ennfremur að Gorbatsjov,
aðalritari sovéska kommúnista-
flokksins, væri ósanngjam og bætti
við að efnahagur Sovétríkjanna
væri f hræöilegu ástandi.
Weinberger fullyrti í viðtalinu að Sovétraenn ynnu að hönnun og upp-
setningu vamarkerfis gegn kjamorkuvopnum, bæði á landi og úti í
geimnum. Sagöi hann Sovétmenn viija stöðva geimvamaáætlun Banda-
ríkjamanna til þess að geta unnið í friöi aö sínum eigin áætlunum.
Sagði Weinberger að þaö væri nauösynlegt að Bandaríkjamenn kæmu
sér upp geimvamakerfi eins fijótt og mögulegt væri.
Weinberger sagði af sér í síöustu viku. Hann mun þó gegna embætti
áfram meöan öldungadeild bandaríska þingsins fiallar ura tilnefiidan eftir-
mann hans, Frank Carlucci.
AS E A Cylinda
þvottavélar*sænskar og sérstakar
Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir
þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind-
ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu-
og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein-
kenna ASEA. Gerðar til að endast.
jfo nix
Hátúni 6A SÍMI (91)24420
jFOmx
ábyrgð
SÉRTILBOÐ
ASEA Cylinda 11000
Verðáður kr. 44.990
Afsláttur kr. 7.000
Nú staðgr. kr. 37.990
Ath. tilboðið gildir
aðeins í stuttan tíma.