Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Nýr formaður
Athyglin hefur beinst að landsfundi Alþýðubandalags-
ins um þess helgi. Slagurinn um formannssætið var bæði
harðvítugur og spennandi og fjölmiðlar komust inn á gafl
í frásögnum og lýsingum á þeim innanflokksátökum sem
voru að baki þess uppgjörs. Það er reyndar tímanna tákn
að stjórnmálaflokkarnir hafa svipt hulunni af erjum og
ágreiningi innan sinna raða og fjölmiðlamenn fá leyfi til
að sitja í innsta hring þegar atburðirnar sjálfir gerast
eins og á fyrrgreindum landsfundi Alþýðubandalagsins.
Áður fyrr þótti það veikleikamerki ef slíkur ágreiningur
komst í hámæh og fjölmiðlar og almenningur fengu htla
vitneskju um þá hluti. Það þótti kappsmál að hafa allt
slétt og blúndulagt á yfirborðinu til að sýna og segja frá
samstöðunni út í frá.
En þeir tímar eru breyttir og enda þótt sumum kunni
að finnast það óvinafagnaður þegar menn berast á bana-
spjótum í æðstu valdastöðum í Alþýðubandalaginu þá er
hitt alveg eins líklegt að Alþýðubandalagið hagnist á öllu
umtalinu og athyglinni sem flokkurinn fær um þessar
mundir. Framboð tveggja einstaklinga til formanns er
hður í lýðræðinu og þarf ekki að bera vott um klofning
ef baráttan fer drengilega og heiðarlega fram.
Hins vegar verður ekki framhjá því litið að uppdráttar-
sýkin hefur verið á háu stigi í Alþýðubandalaginu að
undanfórnu. Svavar Gestsson, fráfarandi formaður, hefur
upplýst að ekki hafi verið vinnufriður í flokknum um
langan tíma. Hann og varaformaðurinn töluðust ekki við
og aðrir áhrifamenn í flokknum voru á bakinu á
Svavari, tilbúnir með rýtinginn þegar færi gafst. Þessum
köldu kveðjum var fyrst og fremst beint að Ólafi Ragnari
Grímssyni, sem Svavar og flokkseigendafélagið barðist
hatrammlega á móti í formannsslagnum.
Þrátt fyrir þá andstöðu bar Ólafur Ragnar sigurorð af
keppinaut sínum og fékk góða kosningu til formennsk-
unnar. Það er nokkurt afrek hjá Ólafi og víst er að hann
mun áreiðanlega mæta til leiks með fítonskrafti og fyrir-
gangi. Ólafur er æfður og lærður stjórnmálamaður og
vel til forystu fahinn.
En björninn er ekki unninn. Allt bendir til að Ólafur
Ragnar hafi meirihlutann á móti sér í framkvæmdastjórn
flokksins og þingflokkurinn er yfirgnæfandi andvígur
forystuhlutverki hans. Persónuleg og illvíg andstaða fjöl-
margra áhrifamanna gagnvart Ólafi Ragnari getur orðið
honum fjötur um fót og það á eftir að koma í ljós hvern-
ig Ólafur tekur á þeim málum. Úrslitum ræður hvernig
honum tekst að ná til kjósenda, því ef skoðanakannanir
og úrslit næstu kosninga sýna vaxandi fylgi við Alþýðu-
bandalagið geta óvildarmenn Ólafs innan flokksins lítt
eða ekki stuggað við honum. Það er á þeim vígvelli sem
Ólafur Ragnar verður að berjast.
Alþýðubandalagið hefur smám saman verið að missa
fótfestuna sem fjöldaflokkur til vinstri. Hann hefur virk-
að þreyttur og staðnaður og hann er með mörg lík í
lestinni að því er varðar úreltar kennisetningar sem eru
arfur kommúnískra trúarbragða í Alþýðubandalaginu.
Enginn vafi er á því að Ólafur Ragnar og hans fylgismenn
hafa áhuga á að breyta áherslum, stefnumálum og ímynd
flokksins í átt til frjálslegra viðhorfa. Þar er mikið verk
að vinna. Ný forysta í Alþýðubandalaginu verður bæði
að yfirstíga fjandskapinn í eigin röðum og brjóta á bak
aftur sögulega ímynd gamals kommúnistaflokks. Hinn
nýi formaður hefur ekki efni á að misstíga sig í þeirri
endurhæfmgu.
Ellert B. Schram
Versnuðu kjör al-
mennings við iðnbylt-
inguna?
Það er alkunna, að stjórnmála-
skoðanir einstaklinga ráðast að
miklu leyti af sögulegum viðhorf-
um þeirra. Ef reynslan sýnir, að
kenning hafi slæmar afleiðingar,
þá eru fáir auðvitað líklegir til að
aðhyllast hana. Með sama hætti
hlýtur stjómmálastefna aukið
fylgi, haldi menn yfirleitt, að hún
hafi gefist vel. En því segi ég þetta,
að til er þrálát goðsaga, sem hefur
áreiðanlega valdið miklu um
hversu margir hafa á liðnum ára-
tugum hneigst til félagshyggju.
Hún er, að kjör almennings hafl
stórlega versnað við iðnbylting-
una. Eftir því sem atvinnufrelsi í
anda Adams Smiths hafi aukist,
hafi hinir ríkari orðið ríkari og hin-
ir fátæku fátækari. Ríkið eða
verkalýðsfélög hafi þvi orðið að
jafna metin.
Karl gamli Marx trúði þessari
kenningu og taldi raunar ekkert
geta ráðið bót á ófremdarástandinu
nema byltingu öreiganna. Og eftir
daga Marx hefur þessi goösaga um
iðnbyltinguna gengiö ljósum log-
Eymd félagshyggjunnar
KjaUaiinn
Dr. Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
stjórnmálafræðingur
iðnbyltingunni og að þeim hefur
þótt ásýnd hinnar nýju verk-
smiðjualdar ljót. En okkur hættir
því miður stundum til að gleyma
öllum þeim skara, sem áður fyrr
dró annaðhvort fram lífið eða féll
úr hor. Venjulegir alþýöumenn
gátu auövitaö ekki skrifað nöfn sín
á spjöld sögunnar eins og höföingj-
amir með listaverkakaupum eða
smíði myndarlegra sveitasetra.
Nefna má tvennt í viðbót, sem
kann að hafa að einhverju leyti
ráðið goðsögunni um versnandi
kjör almennings af völdum iðn-
byltingarinnar. Tveir áhrifamiklir
hagsmunahópar græddu á því að
mikla fyrir sér og öðrum slæmar
afleiðingar atvinnufrelsis og einka-
framtaks: annars vegar íhaldsamir
landeigendur, sem héldu fram sér-
réttindum sínum gegn kröfunni
um opið skipulag, og hins vegar
ýmsir róttækir og stjórnlyndir
menntamenn, sem töldu sig sjálf-
kjörna leiðtoga verkalýðsins, en
um í flestum kennslubókum og
yfirlitsritum, ekki síður í verkum
virtra íslenskra fræðimanna en
yfirlýsts félagshyggjufólks. Hér
ætla ég hins vegar að freista þess
að varpa nokkru ljósi á málið.
Fátækt minnkaði og lífskjör
bötnuðu
í þessu sambandi er alltaf vísaö
til Bretlands á fyrri hluta nítjándu
aldar. Og vissulega var þaö óskap-
leg fátækt. En rannsóknir Sir
Johns Claphams í Cambridge, T.S.
Ashtons og W.H. Hutts í Lundúna-
háskóla, R.M. Hartwells í Oxford
og margra fleiri fræöimanna sýna
þó ótvírætt, að fátækt minnkaði
þar mjög á þessu tímabili og lífs-
kjör almennings bötnuðu óðum.
voru þó engin verkalýðsfélög kom-
in þá til sögu, og ríkisafskipti af
tekjuskiptingunni voru einnig
óveruleg. Ef til vill er það skýrasti
vitnisburðurinn um þessa þróun,
hversu ört fólki fjölgaði á tímabil-
inu, en áður hafði hungurvofan
með aðstoð óviðráðanlegra farsótta
haldið aftur af fólksfjölgun.
Þótt lífskjör flestra atvinnustétta
hafi þannig batnað á fyrri hluta
nítjándu aldar, er því ekki að leyna,
aö kjör sumra bötnuðu miklu hæg-
ar en annarra og að kjör nokkurra
atvinnustétta versnuðu beinlínis,
einkum vegna þess að þörfm fyrir
þjónustu þeirra hvarf vegna tækni-
framfara. Um það er ekki heldur
deilt, að margir bjuggu viö vesöld.
En hversu margir þeirra, sem
hafa séð myndir í sögubókum af
stritandi konum i breskum kola-
„Til er þrálát goðsaga, sem hefur áreið-
anlega valdið miklu um, hversu margir
hafa á liðnum áratugum hneigst til fé-
lagshyggju.“
námum, vita, að samkvæmt
manntali frá árinu 1841 voru aðeins
2% þeirra, sem störfuðu þar neðan
jarðar, konur eða ungar stúlkur?
Og hversu margir þeirra, sem hafa
lesið um illa meðferð ríkisins á
breskum fátæklingum, vita, aö
frjáls líknarfélög lögðu á þessu
tímabili allt að tíu sinnum meira
fé fram til fátækrahjálpar en ríkið?
Hvers vegna hafa menn látið
blekkjast?
Ýmsar ástæður kunna að vera til
þess, að heiðarlegir fræðimenn
hafa látið blekkjast. Ein er, aö fá-
tækt var af völdum iðnbyltingar-
innar að breytast úr reglu í
undantekningu á nítjándu öld. Þess
vegna bar meira á henni, en áður
haíði hún ekki þótt í frásögur fær-
andi. Um leið breyttist fátæktar-
hugtakið. Áður hafði það skírskot-
að til skorts á lífsnauðsynjum, en
nú varð það miklu frekar andstæða
velmegunar.
Önnur ástæða er ugglaust, að fag-
urkerar, eins og hinn áhrifamikli
rithöfundur Charles Dickens, hafi
ahð með sér óraunhæfa sveita-
sæludrauma um tímabiliö á undan
þurftu að æsa hann upp til and-
stöðu við atvinnurekendur, ef þeir
áttu að gera sér vonir um að ná
markmiðum sínum.
Hitt er, að okkur hættir til að
leggja mæhkvarða samtíöarinnar á
söguna. En það, sem okkur finnst
sjálfsagt í dag, var óhugsandi mun-
aður í gær. Okkur hryllir við allri
eymdinni á nítjándu öld, og við
gerum okkur þess vegna enga grein
fyrir, að kjör manna voru þá yfir-
leitt þrátt fyrir allt miklu betri en
þau höfðu nokkru sinni verið áður.
Fólk fékk nýja von
Einar Benediktsson yrkir á ein-
um stað um frelsisins eilífu, eggj-
andi von, og vissulega fékk allur
almenningur - forfeður mínir og
þínir, lesandi góður - nýja von, eft-
ir að iðnbyltingin gekk í garð (en
hér á landi tók hún á sig mynd
vélvæðingar í sjávarútvegi). Hvað
sem öllum sögulegum bábiljum fé-
lagshyggjufólks líður, er markaðs-
kerfið mikilvirkasta tækið sem
mannkynið hefur fundið til að
breyta fátækt í bjargálnir.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson