Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. Neytendur Útfarir og greftranir 1986 Á sl. ári fóru fram 856 útfarir og gieftranir í Reykjavíkurprófasts- dæmi. Skipting á milli safnaða var eftirfarandi: Aðventkirkja 7 Áskirkja 10 Bústaðakirkja 42 Dómkirkja 155 Fossvogskirkja 332 Fossvogskapella 153 Fríkirkjan 29 HaUgrímskirkja 19 Háteigskirkja 19 Kirkjubær 2 Krists kirkja 4 Kópavogskirkja 22 Langholtskirkja 26 Laugameskirkja 10 Neskirkja 20 Fíladelfla 4 Vottar Jehóva 2 Kirkjugarðar Reykjavíkurprófasts- dæmis önnuðust 1759 athafnir og Líkkistuvinnustofa Eyvindar Áma- sonar 356 athafnir. Þær skiptust þannig: Bálfarir 100 Fossvogsgarður, teknar grafir 329 Gufunesgarður, " " 367 Suðurgötugarður, " " 34 Duftreitur, * " 41 Landakotsgarður, "," 2 Kirkjugarðar Reykjav. 819 bænir Líkkistuvinnustofa Eyvindar 169 bænir Bessastaðir 3 athafnir Garðabær 8 " Hafnarfj. Lágafell út á land 243 " -A.BJ. STOFNUN FYRIRTÆKIS ERTU VISS UM RÉTT ÞINN ? Upplýsinqabæklinqar oq ráðqjöf á skrifstofu okkar. Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen William Thomas Möller • Kristján Ólafsson Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnadóttir iPll Lögfræöiþjónustan hf Verkfræöingahúsinu, Engjateigi 9 105 Reykjavík, sími (91 )-689940 Tvær útfarar- stofnanir Tvær útfararstofnanir eru starf- andi í höfuðborginni, Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis og Lík- kistuvinnustofa Eyvindar Ámason- ar. Kirkjugarðarnir em sjálfseignar- stofnun, rekin af 19 söfnuðum í prófastsdæminu sem nær yfir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópa- vog. Að sögn stjómarformanns kirkjugarðanna, Helga Elíassonar, og rekstrarstjórans, Guðmundar Guðjónssonar, sem ræddu við blm. DV í íjarveru forstjóra kirkjugarð- Simon Konráðsson er að gylla gifsskreytingar sem eru utan á kistunum hjá Líkkistuverkstæði Eyvindar Árnasonar. DV-myndir Brynjar Gauti anna, Ásbjörns Björnssonar, eru þeir þjónustuaðilar sem þjónusta í raun allt landið ef því er að skipta. Á tré- smíðaverkstæði kirkjugarðanna eru smíðaðar líkkistur sem seldar eru á kostnaðarverði. Eina líkgeymsla borgarinnar er hjá kirkjugörðunum í Fossvogi og er verið að bæta þá aðstöðu verulega. Þrír líkbílar eru á vegum stofnunarinnar og auk þess einn líkflutningabíll. Líkflutningar eru ókeypis fyrir íbúa prófastsdæmisins, sömuleiðis grafartaka eða líkbrennsla og afnot af kapellu og kirkju í Fossvogi. Þeir sem búsettir eru utan prófasts- dæmisins verða að greiða lágmarks- gjald fyrir þessa þjónustu. Við spurðum þá Helga og Guð- mund hvemig þeim málum væri háttað á landsbyggðinni. Sögðu þeir að í stærri bæjum væri grafartaka yílrleitt framkvæmd á vegum kirkj- unnar en að öðra leyti bæru aðstand- endur sjálfir kostnað af grafartök- unni. Við spurðum þá um dýmstu gröfina sem heyrst hefur um er verk- taki í Hveragerði tók nærri 40 þúsund kr. fyrir aö taka gröf í Kot- strandarkirkjugarði á dögunum. Guðmundur sagði að það hefði verið algjört hneyksh. Eins og áður sagði eru söfnuðimir, sem standa að rekstri kirkjugarð- anna, 19 talsins. Nokkuð er mismun- andi hvort greiða þarf fyrir afnot af kirkjunum undir jarðarfarir en aö sögn er það eins mismunandi og kirkjurnar em margar. Sumar kirkj- ur taka ekkert gjald er sóknarbörn eru jarðsungin. Dómkirkjan í Reykjavík tekur hins vegar gjald fyrir jarðarfarir og er það nú 2.300 kr. Einnig virðist mismun- andi hvað prestamir taka fyrir athöfnina en við emm með tvenns konar verð, sitt frá hvorri útfarar- stofnuninni. í öðm tilvikinu kostaði prestsþjónustan 5.100 kr. en í hinu 6.780 kr. Þá er innifalinn akstur fyrir prestinn. Á Akureyri kostaði prests- þjónustan 5 þúsund kr. (1.090 kr. ef aðeins er um kistulagningu að ræða). Líkkfsturnar Á verkstæði kirkjugarðanna vinna sex menn, þar af tveir við málningu og bólstmn á kistunum. Sölusvæði verkstæðisins er aht landið og á sl. ári vom smíðaöar 1200 kistur á verkstæðinu. Þær em smíð- aðar úr novapanplötum og fum. Ásmundur Þorkelsson verkstjóri sagði að árið 1974 hefði laginu á kist- unum verið breytt og þær gerðar einfaldari í sniðum og jafnframt traustari. Þær kistur, sem framleiddar em á verkstæðinu, duga að minnsta kosti í 20 ár, að sögn þeirra verkstæðis- manna. í Danmörku eru smíðaðar kistur sem duga ekki nema í 3-5 ár. Þeir höfðu ennfremur haft spumir af norskum líkkistum sem duga ekki nema 3-4 daga í jörðinni. Það er hins vegar spuming hve Helgi Elíasson, stjórnarformaður Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, stendur þarna við fullbúna kistu. Allur umbúnaðurinn er bæði smekklegur og látlaus. lengi er nauðsynlegt að líkkistur endist og væntanlega koma þær aldr- ei aftur fyrir augu fólks eftir að þær eru komnar í jörðina. Að sögn starfs- manna verkstæöisins leggur borgar- læknir áherslu á að hkkistur séu gerðar úr efni sem eyðist sem fyrst í náttúrunni. Grafarhelgi á íslandi er nú 75 ár en jörðin varðveitir hér aht miklu betur en í þeim löndum, sem sunnar eru á hnettinum, þannig að grafar- helgi er hér lengri en annars staðar. Ef flytja á lík út á land verður það að gerast í blikkfóðruðum kistum sem síðan em bólstraðar og klæddar að innan eins og aðrar kistur. Á báöum verkstæðunum er hægt að fá kistur frá 60 og upp í 210 cm á lengd og einnig í mismunandi breidd- um. Fullbúin líkkista frá verkstæði kirkjugarðanna kostar 22.919 kr. með söluskatti. Kista frá Líkkistuverkstæði Ey- vindar Ámasonar er dýrari en hún kostar fullbúin 27.887,50 kr. með söluskatti. Á Akureyri kostar sam- svarandi kista 24.600 kr. Gullskreyttar kistur Á Líkkistuverkstæði Eyvindar Árnasonar vinna tveir menn. Símon Konráðsson hafði orð fyrir þeim en er okkur bar að garði var hann aö vinna við skreytingu á kistu; mála með gulli gifsskreytingar á hhðum kistunnar. Hann sagði að þegar shk guh- skreyting hefði verið tekin upp hefðu þeir verið smeykir um að fólki þætti þetta of mikið skraut á kistunum en skreytingin hefði líkað mjög vel. Símon sagði að þeir hefðu rétt undan eftirspuminni en í fyrra voru smíð- aðar 192 kistur á verkstæðinu. Þessar kistur em úr 22ja mm þykk- um spónaplötum sem fluttar em inn frá Svíþjóð. Neðan á kistunum er 12 cm þykkur sökkuh. Símon sagði að þeir lykju við eina og hálfa kistu á dag ef þeir væm ekki í öðm en oft hafa þeir verið th aðstoðar við út- farir. Símon sagði að á undanfórnum ámm hefði ekki verið dregið úr gæð- um þeirra klstna sem smíðaðar væra á verkstæðinu. Ef eitthvað væri þá væm gæðin meiri nú í dag. Fyrirtækið stendur á gömlum merg, var stofnað í kringum alda- mótin. Sonarsonur Eyvindar Áma- sonar, stofnandans, Davíð Ósvalds- son, rekur fyrirtækið í dag. Hann sagðist vhja halda sig við gamla lagið hans afa síns í hkkistusmíðinni. Fyr- irtækið rekrn: einn líkbh sem hefur það virðulega númer R-14. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.