Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 9. NÖVEMBER 1987.
15
dv_________________Neytendur
Jarðarförin getur kostað á
annað hundrað þúsund kr.
Eitt af því fáa sem er öruggt í þess-
um heimi er að við eigum öll eftir
að deyja. Sem betur fer vitum við
ekki hvenær það gerist en máltækið
segir: ungur má en gamaU skal.
DauðsfaU í íjölskyldunni er erfiö
reynsla og fólk oft ekki í stakk búið
að spyijast fyrir um ýmislegt er
varðar útfarir og kostnað við þær
þegar það þarfnast þeirra upplýs-
inga. Við leituðum því eftir upplýs-
ingum um útfararkostnað hjá þeim
tveimur útfararstofnunum sem
starfa í Reykjavík. Úti á landsbyggð-
inni er engin slík þjónusta enn sem
komið er sem okkur er kunnugt um.
Á Akureyri starfar einn líkkistu-
smiður og fékk fréttaritari okkar á
Akureyri, Gylfi Kristjánsson, upp-
lýsingar um útfararkostnað þar.
Ýmsir verðflokkar
Segja má að jarðarfarir megi fá í
ýmsum veröflokkum. Okkur reUcn-
ast til að meðalkostnaður við jarðar-
för, með söng og organleik, geti verið
rúmlega 50 þúsund kr. en kostnaður-
inn getur hæglega farið upp í 80
þúsund kr. ef um er að ræða útfór í
Reykjavík með miklum íburði. Á
Akureyri kostar venjuleg jarðarför
rúmlega 42 þúsund kr.
Þá er eftir að reikna með auglýsing-
um í útvarpi og a.m.k. í einu dag-
blaði, kistuskreytingu og jarðarfar-
arkaffi sem oftast er boðið upp á.
Allur útfararkostnaðvuinn getur
hæglega farið allt upp í 130 þúsund
kr. Er þá reiknað með 90 manns í
jarðarfararkaffi og það á meðalveit-
ingahúsaverði, sjá annars staðar hér
á síðunni.
Það er því meira en að segja það
að jarða sína nánustu með „stæl“.
Hins vegar er ekki, strangt til tekið,
nauðsynlegt að eiga sjálfur fyrir út-
fórinrn. Félagsmálastofnun Reykja-
víkurborgar hleypur undir bagga og
greiðir reikninginn ef um er að ræða
íbúa í Reykjavík. Úti á landi verða
viðkomandi sveitarfélög að greiða
útfararkostnað þeirra sem ekki eiga
fyrir útfórinni sinni. Hins vegar eru
engar reglur sem segja til um að slík-
ar jarðarfarir skuli vera íburðar-
minni en aðrar þótt eflaust sé borgin
ekki tilbúin að greiða erfidrykkju á
veitingastað eftir útfórina.
Heildarkostnaður gæti hugsanlega
litið svona út:
Meðalkostnaður við útfor, 50.000
Kaffi á veitingastað, 90 manns,
62.000
Auglýsingar í útvarpi 5.100
Auglýsingar í einu dagblaði, 4.350
Kistuskreyting, 6.000
-A.BJ.
Beinn kostnaður við jarðarför
Á meðfylgjandi töflu er tilgreindur
kostnaðurinn við jarðarför en þó án
söngsins og orgelleiks. Tónlistin er
gífurlega mikið atriði í jarðarför og
nú á seinni tímum eru jarðarfarir
orðnar eins og merkustu tónleikar
því boðið er upp á dásamlega tónlist
í einu orði sagt.
Er hér átt við Ljóðakórinn sem öll-
um kemur saman um að sé frábær-
lega góður. Hafa menn haft á orði að
þegar Ljóðakórinn syngur Faðirvor-
ið sé það einna líkast opinberun.
Kostnaðurinn við söng og organ-
leik fer nokkuð eftir því hve íburðar-
mikill söngurinn er. Organleikur,
söngur Ljóðakórs, einleikur á selló
(eða einsöngur) og stefgjald getur
farið upp í tæplega 20 þúsund.
Á Akureyri kostar organleikurinn
2.500 kr. en 3.650 ef leikið er undir
einsöng og hver söngmaður í kórrn
um fær 850 kr. Geta aðstandendur'
ráðið hve marga söngmenn þeir
velja.
-A.BJ.
Kirkjug. Rvk. Likkvst. Eyvindar Akureyri
Kista 13.750 17.750
í kistu 2.145 2.810 24.600
Likklæði 770 1.750
Söiuskattur 25% 4.331 5.805 (m/sölusk.)
Prestur 5.100 * 6.780 5.000
Umsjónargjald 2.357 1.950
Bill f. prest, organista og söngf. 3.086
Likvagn 2.050
Samtals.: 31.539 38.890 29.600
* Bíll innlfallnn.
Jarðarfararkaffið ómissandi
Mörgum finnst jarðarfararkaffið
ómissandi hluti af jarðarförinni
sjálfri. Verður að viðurkennast að
það er einkar smekklegt að bjóða
þeim sem sækja jarðarförina upp á
einhveria hressingu, einkum ef um
er að ræða roskna þjóðfélagsþegna
sem eru aö kveðja eftir langt líf. Ef
um yngra fólk er að ræða, sem jafn-
vel hefur farist af slysförum, getur
það e.t.v. orðið aðstandendum um
megn tilfmningalega að standa fyrir
jarðarfararkaffi. En sitt sýnist hverj-
um í þessu efni.
Margir kjósa að bjóða heim til sín
eftir jarðarförina en aðrir hafa ekki
tök á því. Nú er algengt að boðið sé
upp á veitingar eftir jarðarförina í
veitingasölum, þá jafnvel í nágrenni
við kirkjuna. Einnig er oft boðið upp
á slíkar veitingar í samkomusal
kirkjunnar ef hann er fyrir hendi.
Aðstandendur sjá þá sjálfir um
veitingarnar og er ekki nokkur leið
að geta sér til um kostnað vegna
þeirra.
Hins vegar höfðum við samband
við þrjú veitingahús sem bjóða upp
á útfararkaffi, þeir vpru: Hótel Loft-
leiðir, Hótel Holt og í kvosinni.
Á Hótel Loftleiðum er boðið upp á
2 snittur á mann, marsípantertu,
riómatertu, fjórar tegundir af þurr-
kökum, flatbrauð með hangikjöti og
pönnukökur með sykri. Verð 550 kr.
á manninn.
Á Hótel Holti er boðið upp á þrenns
lags kaffiborð: Pönnukökur og epla-
tertur, verð 595 kr. á mann. Þá er
boðið upp á snittur, eplatertur og
súkkulaðitertu og kostar það 725 kr.
á mann og loks er kaffiborð sem þeir
kalla brúðarkaffi á Holti. Þaö eru
allar tegundirnar sem áður eru
nefndar og að auki rjómaterta. Slíkt
kaffiborð kostar 895 kr. á mann.
í kvosinni er boðið upp á hlaðborð,
þar sem er að finna rjómatertur ,
brauðtertur, jólakökur, pönnukök-
ur, hvort sem heldur er með rjóma
eða sykri, eða þá að aðstandendur
geta ráðið hvað þeir vilja bjóða upp
á. Verð á mann er 700 kr.
Á öllum stöðunum ganga þjónar
um beina, borð eru dúkuð og kerta-
ljós skreytir sali.
Ekki er gott að vita fyrirfram hve
margir gestir koma í útförina því að
gestum er ekki boðið sérstaklega.
Veitingastaðirnir eru undir það bún-
ir að taka á móti mismunandi stórum
hópum og geta auðveldlega bætt við
veitingarnar ef fleiri koma en gert
var ráð fyrir. Á Holtinu sögðu þeir
okkur að um daginn hefði verið pant-
að fyrir 50 manns en gestirnir
reyndust 90 talsins. Slíkt skapar ekki
vandræði á veitingastað en gæti gert
það í heimahúsi.
Þannig má sjá að verulegur kostn-
aður getur bæst við útfararkostnað-
inn með kaffinu. Ef við gerum ráð
fyrir 90 manna jarðarför og reiknum
með meðaltali af kostnaðinum á áð-
urnefndum veitingahúsum er
upphæðin komin upp í rúmlega 62
þúsund kr.!
HÖRPU-
SILKI//X
HINN SÍGILDI TÓNN
Styrkleiki 30 ára þróunar
HÖRPUSILKI, þessi
einstaka inni- og
útimálning, vakti
verðskuldaða athygli
fyrst þegar hún kom á
markaðinn, fyrir
slitþol og óvenju
mikla þekjueiginleika.
HÖRPUSILKI er þó
ekki sama málningin pUiirrviinmg r*wd Mbem* o"**1
kétt i notkun jalnt utMSCm mr»
nú og hún varfyrir30
árum. Hún hefur
þróast í takt við
tímann og kröfuharða HÖRPUSILKI
neytendur. - láttu reynsluna ráða.
HÖRPUSILKI er
akrýlbundin,
p vatnsþynnanleg
plastmálning með
5% gljástigi, auðveld
í notkun og þrifum og
litamöguleikarnir nær
óteljandi.
HARPA lífinu lit.
A.BJ.
AUKhl. 111,6/StA