Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Síða 19
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. 19 Fréttir Reglugerð frá dómsmálaráðuneyti um fasteignasala: að sækja um löggildingu Verða „Lögin tóku gildi á sínum tíma en í raun má segia að þau hafi ekki komið til framkvæmda fyrr en reglugerðin kemur,“ sagði Þor- steinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, þegar hann var spurður hvort lög um fasteignasölu frá því í maí 1986 hefðu nokkurn tímann komið til framkvæmda. Nú hiliir samt sem áður undir að lögin komist í framkvæmd því ný reglugerð er varðar löggildingu og tryggingarskyldu fasteigna- og skipasala er væntanleg innan mjög skamms tíma, að sögn Þorsteins. Reglugerð er varðar sömu atriði og sú reglugerö sem nú er í burðar- liðnum var gefin út í maí á þessu ári. í henni var kveðið á um að fast- eignasalar yrðu að kaupa 10 milljón króna tryggingu hjá viðurkenndu vátryggingarfélagi sem ætti að bæta fjárhagslegt tjón sem fas- teignasah kynni að vera valdur að í starfi sínu, en tryggingarfélögn neituðu. „Það var eðlilegt að það tæki þau tíma að komast að niðurstöðu um hvernig tryggingarskilmálar yrðu,“ sagði Þorsteinn um þetta atriði. - Verður ríkið skaðabótaskylt ef upp kunna að koma einhver mál á þessu tímabili er varða íjárhagslegt tjón af völdum fasteignasala? „Við teljum að svo sé ekki en sjálfsagt verður að reyna á slíkt fyrir dómstólum." - Það segir í lögunum frá 1986 að fasteignasali megi aðeins hafa eina starfsstöð á sama stað og fasteigna- sala er rekin. Hefur dómsmála- ráðuneytið kannað hvort þetta ákvæði laganna er brotið? „Það hefur ekki verið gerð nein könnun á því. Við höfum ekki talið eðlilegt að fara út í neina slíka rass- íu þar sem von var á þessari nýju reglugerð en samkvæmt henni verða allir fasteignasalar að sækja um löggildingu til dómsmálaráðu- neytisins upp á nýtt um leið og þeir skila inn til dómsmálaráðu- neytisins gögnum um vátryggingu. Þegar menn hafa skilað inn þeim gögnum kemur í ijós hvort fas- teignasalan uppfyllir öll skilyrði lagannna. Geri hún það ekki fá menn ekki endurnýjað leyfi.“ - Nú segir líka í lögunum frá 1986 að dómsmálaráðherra skuli stofna með hæfilegum fresti til námskeiða fyrir þá sem vilja öðlast réttindi til fasteignasölu en hafa ekki lokið prófi í viðskipta- eða lögfræði. Hvenær eru fyrstu námskeiðin fyr- irhuguð? „Við vinnum nú að undirbúningi þessara námskeiða í samvinnu við Háskóla íslands. Fyrstu námskeið- in verða haldin seinni partinn í vetur ef næg þátttaka fæst,“ sagði Þorsteinn að lokum. -J.Mar Nám í fiskeldi: Kennt við tvo skóla Bændaskólarnir á Hólum og á Hvanneyri kenna báðir fiskeldi. Á Hólum hefur fiskeldi verið kennt sem sérstök fiskeldisbraut frá árinu 1984. Áður var fiskeldi kennt sem valgrein. Aðsókn að náminu hefur verið góð. í vetur eru 14 nemendur á öðru ári og sex á fyrra ári. Aö Hólum fer kennslan fram í skól- anum og í ám og vötnum í nágrenn- inu og í húsnæði Hólalax. Skólinn hefur gert samning við eldisstöðvar um land allt. í þeim stöðvum eru nemendur í verknámi í eina önn. Námið er í stöðugri endurskoðun. Þaö hefur tekið breytingum með þró- un fiskeldis í landinu. Meðal nýjunga eru áfangar í slátrun og meðferð og sölu matfisks og neta- og nótafræði. Við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri hefur fiskeldi og fisk- rækt verið kennd í 30 til 35 ár. Við bændadeildina á Hvanneyri hófst kennsla í fræðunum fyrir nokkrum árum. Námið er valgrein við skól- ann. Tekist hefur samkomulag milh skólans, búnaðarsamtaka Vestur- lands og Veiðimálastofnunar um að ráðinn verði maður sem jafnframt því að annast kennslu í fiskeldi við skólann sinni ráðgjöf til bænda. Þeir nemendur, sem lokið hafa námi í þessum fræðum, eru almennt eftirsóttir til vinnu í laxeldisstöðvum um aht land. Hólaskóh hefur haldið kynningar- námskeið í fiskeldi og í silungsveið- um. Ætlunin er að auka þessa starfsemi og bjóða jafnvel starfs- mönnum eldisstöðva að sækja tiltek- inn fjölda námskeiða sem myndu veita þeim einhver ákveðin réttindi. -sme #"|j ITL IT FYRIR JÓL ■ ■ ALLT AÐ 20% afsláttur til 20. des. FLISAR KORKUR PARKET MÚRSTEINSFLÍSAR INNIMÁLNING ® SliPPFElAGID MAfíKAÐURINN MYRARGATA2. REYKJAVlK. SIMAR G22 422 OG 10123. ISUZU ISUZU rnrnn ISUZU Verð: Trooper - bensín 2,3 Itr. Kr.1.096.000,- Trooper — diesel 2,8 Itr. turb. Kr.1.358.000,- ISUZU TROOPER er framleiddur af fyrsta og elsta bílaframleiðanda Japans. ISUZU TROOPER er fjölhæfur og sterkbyggður ferðabíll með gnægð rýmis fyrir farþega og farangur, þægilegur og sparneytinn fólksbíll í borg og bæ. ISUZU TROOPER er orðinn einn vinsælasti innflutti jeppinn í Bandaríkjunum og valinn einn af 10 bestu fjórhjóladrifsbílum þar í landi. er án efa einn sá traustasti á markaðinum í dag, enda framleiddur af QEI Styttri gerðir fáanlegar um áramót. ðí BÍLVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.