Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 20
20 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. Fréttir Vmnslustöðin í Vestmannaeyjum: Dagvistarstofnun opnuð fyiir böm starfsfólcs Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjuin; Nýtt dagvistarheimili verður tekið í notkun í Vestmannaeyjum í næstu viku. Dagvistarheimilið verður ætlað bömum starfsfólks Vinnslustöðvarinnar hf. Forsvarsmenn Vinnslustöðvar- innar, sem er ein þriggia stærstu fiskverkunarstöðvanna í Vest- mannaeyjum, ákvað seinni partinn í sumar að hefja rekstur bama- heimihs fyrir starfsfólk sitt. Tóku þeir hús á leigu og réðu tvær fóstr- ur sem sjá munu um reksturinn. Opnunartími dagheimilisins, sem tekur allt að tuttugu börn, verður miðaður við þarfir starfsfólksins sem oft þarf að vinna fram eftir kvöldi. Vinnslustöðin mun nota gjaldskrá bæjarins við gjaldtöku vegna dagvistarnotkunar starfs- fólksins. Þetta framtak forráðamanna Vinnslustöðvarinnar hefur mælst mjög vel fyrir hjá starfsfólkinu. Húsiö sem Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum hefur tekið á leigu og ætlar að reka sem dagvistarstofnun fyrir börn starfsfólksins. DV-mynd Ómar Garðarsson Samfelld kennsla Þyrla Landhelgisgæslunnar viö æfingar hjá Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi. DV-mynd Kristján Einarsson Þyrlupallur á Selfossi Kristján Eijiarsson, DV, Selfossi: Búið er að ákveða stað fyrir þyrlu- pall við Sjúkrahús Suðurlands, en til hefur staðið í nokkur ár að koma slíkum palfi fyrir þar. Starfsmenn Flugmálastjórnar og Landhelgis- gæslu komu til Selfoss á þyrlu og gerðu út um málið eftir að hafa kann- að aðstæður. Með þyrlupallinum eykst mjög ör- yggi Sunnlendinga ef eitthvað alvar- legt gerist og hraði skiptir sköpum. Egilsstaðir: „Okkar á milli“ og „Agla“ flytja Aima Ingólfedóttir, DV, Egifestööum; Það þykir alltaf tíðindum sæta þegar verslanir á landsbyggðinni flytja sig til. Það gerðist þó eigi alls fyrir löngu hér á Egilsstöðum að verslanirnar Okkar á milfi og Agla fluttu sig á aðra hæð hússins að Lagarási. Við þetta breyttust aðstæöur búð- anna til muna því húsakynni þessi eru mun bjartari en þau fyrri. Að sögn Sigrúnar Einarsdóttur, eiganda verslananna, verða þær reknar með svipuöu sniði og hing- að til. Lagt verður upp úr góðum vörumerkjum í tískufatnaði, bæði fyrir dömur og herra, raunar flesta aldurshópa. Ennfremur verður áfram á boð- stólum vefnaðarvara ýmiss konar og það sem henni tilheyrir, svo og prjónagarn. Sigrún segir að góð verslun hafi verið síðan búðimar fluttu og að viðskiptavinirnir hafi verið ánægð- ir með breytingarnar. Sigrún Einarsdóttir verslunareigandi i verslun sinni. DV-mynd Anna Ingólfsdóttir í Trékyllisvðc Regína Thorarensen, Gjögri; Bamaskólinn á Finnbogastöðum í Trékylfisvík í Strandasýslu var sett- ur í byijun október að viðstöddu íjölmenni að vanda. Veitt var af mik- illi rausn eftir að skófinn var settur. Matráðskona er Petrína Eyjólfsdóttir en hún var fiórði hæsti skattgreið- andi í Ámeshreppi á síðasta vori. Tuttugu og eitt barn er skólaskylt og nú er farið að taka sjö ára böm í skólann. Þau eru hálfan mánuð í skólanum, sem er heimavistarskóli, en fá svo að vera hálfan mánuð heima. Bömin em skólaskyld til þrettán ára aldurs. Flest börnin fara heim til sín á fóstudögum eftir klukk- an flögur og koma síðan aftur í skólann á mánudagsmorgnum. í Ámeshreppi hefur aldrei þekkst að ríkið kostaði akstur skólabarna til og frá skóla því foreldrarnir koma með börnin og sækja þau, bæði sjó- leiðis og með bílum. Skólastjórinn, sem er mjög vel kynntur bæði af foreldmm og nem- endum, heitir Gunnar Finnsson. Þetta er sjöunda árið hans sem skóla- sfióra. Nú fá öll böm í Árneshreppi í fyrsta skipti samfellda kennslu því til skól- ans hefur verið ráðin Sigrún G. Bjömsdóttir, prestfrú í Ámesi. Sig- rún var búin að kenna samfellt í 20 ár í Reykjavík. Petrína Eyjólfsdóttir kennir handavinnu og matreiðslu og Bjarnveig Fossdal kennir leikfimi. Eitt barn verður fermt í vor en ekkert var fermt síðastliðið vor. Mik- ið er búið að gera við barnaskólann bæði að utan og innan og stækka íbúð skólastjórahjónanna. Já, eftir því sem börnunum fækkar í Árnes- hreppi þarf að stækka skólann og bæta við húsrými. Ragnheiður Sigjónsdóttir aðstoðar Gisla Arason við kattidrykkjuna í leikrit- inu og fylgist Sigrún Eiríksdóttir vel með hvernig fer. DV-mynd Ragnar Imsland Leikfélag Homafjarðar: Vanir menn á sviðinu Júlía Imsfend, DV, Höfri: Meðal leikenda í 19. júní sem Leik- félag Homafiarðar frumsýndi fyrir skömmu em þau Gísli Arason og Sigrún Eiríksdóttir sem fiklega eiga lengstan leikferil allra Hornfirðinga. Gísli byijaði að leika fyrir 60 árum og Sigrún tók fyrst þátt í leiksýningu á barnaskólaárunum. Óhætt er að segja að þau standi fyrir sínu og gefi ekkert eftir þeim sem lært hafa ieik- listina. Stóð 2: Nýr sendir í Hrísey Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: íbúar á Dalvík og Grenivík hafa nú bæst í hóp þeirra landsmanna sem ná útsendingum Stöðvar 2. Undanfama daga hefur verið unnið að uppsetningu sjónvarps- sendis í Hrísey. Það er Eyfirska sjónvarpsfélagiö sem lætur setja þennan sendi upp en fyrirtækiö sendir út efni Stöðvar 2 samdæg- urs. Nýi sjónvarpssendirinn í Hrísey endursendir merki frá öðr- um sendi sem er á Vaðlaheiði og Dalvíkingar og Grenvíkingar þurfa að kaupa lítinn aukabúnaö sem settur er á loftnet þeirra til þess að ná sendingunni. Með hinum nýja sendi í Hrísey er talið líklegt að útsending Stöðvar 2 sjáist einnig í Svarfaðardal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.