Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Side 22
22 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. Erlend myndsjá Vilja bandarísku herstöðvarnar burt Undanfarnar helgar hafa spænskir herstöðvaandstæðingar efnt til mik- illa mótmæla á Spáni. Um síðustu helgi tóku allt að sjötíu þúsund manns þátt í aðgerðum í Madrid þar sem þess var krafist aö varnarsamningar Spánar og Bandaríkjanna verði aflagöir og Bandaríkjamönnum gert að verða á brott með herstöðvar sínar í landinu. Varnarsamningar þessir eru nú til endurskoðunar. Meira en fjörutíu þúsund manns komu saman til þögullar göngu og messu í Asuncion í Paraguay um helgina. Bæði gangan og messan voru haldin til þess að hvetja til friðar. Aðgerðirnar voru skipulagðar af samtökum al- mennra borgara í landinu sem láta sig heimsfriðinn skipta. Hugaður hótel- haldari Japanski hótelhaldarinn Hiro- nori Kato er hugaður maður. Hann hefur jafnframt trú á þeirri þjón- ustu sem hann býöur, svo mikla trú að hann setur ekki upp neitt verð fyrir gesti sína heldur fer þess á leit að þeir greiði það sem þeim fxnnst sanngjarnt. Hótel hans mun vera mjög vin- sælt. Ur Irfi og starfi skæruliða Skæruliðar kontrahreyfingarinnar eiga nú í vök að verjast og fáir telja þá eiga nokkra sigurvon í baráttunni við stjórnarher Nicaragua. Þeir reyna að halda opnum birgöa- leiðum (t.v.) og viðhalda vopnum sínum eftir getu (t.h.). Þeir verða aö vinna ýmis störf sín við frumstæðar aðstæður, svo sem læknir sá er hér sést framkvæma skurðaðgerð á höfði (neðst t.v.) í bambusskýli. Um helgina skiluðu þeir aftur Bandaríkjamanni sem þeir höfðu rænt (mynd að neöan) og haldið um hríð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.