Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Page 23
MÁNUDAGUR 9. NÖVEMBER 1987.
•35
Fréttir
Steingrímur ræðir við aðaHramkvæmdastjóra Efnahagsbandalagsins í desember:
Eigum vonlausa framtíð nema
við getum hamið verðbólguna
„Númer eitt, tvö, þrú og fjögur
er verðbólgan og efnahagslífið. Ef
við ætlum að vera sullandi hér
áfr§m í verðbólgu sem er 25 af
hundraði, ég tala nú ekki um 30 af
hundraði eða hvað, þá er þetta von-
laust mál, þá lendum við á köldum
klaka,“ segir Steingrímur Her-
mannsson utanríkisráðherra.
Einar Benediktsson sendiherra
undirbýr nú fund hans meö de
Clercq aðalframkvæmdastjóra
Efnahagsbandalags Evrópu.
Þessi fundur er á dagskrá í des-
ember og þar mun utanríkisráð-
herra kynna viðhorf íslendinga til
samskipta við bandalagið. Ráð-
herrann telur útilokað að við
göngum í það skilyrðislaust og að
stefna beri að nýjum samningi sem
tryggi okkur yfirráð yfir fiskimið-
um okkar og orkulindum. Friðrik
Sophusson iðnaðarráðherra lætur
nú kanna hvort áhugi sé á því inn-
an EBE að nýta íslenska orku.
„En það talar enginn við þjóð þar
sem verðlagið er alltaf á fleygiferð
og öryggisleysiö algert. Þetta er
langstærsta málið sem við verðum
að glíma við til þess að standast í
þeim heimi sem er að mótast í
kringum okkur á næstu árum. Við
verðum að ná festu í efnahagslífið
og verðbólgu niður á svipað stig og
í nágrannalöndum okkar,“ segir
Steingrímur.
Hann leggur áherslu á að við
veröum þegar í stað að búa okkur
undir nánari samskipti við EBE,
meðal annars með því að aðlaga
alla staðla því sem þar tíðkast og
ýmsum öðrum aðgerðum sem eru
nauðsynlegar til þess að mæta alls
konar kröfum sem bandalagið mun
gera. Þetta er í samræmi við þá
þróun sem er að gerjast innan EBE
en þjóðirnar í bandalaginu eru að
samræma öll sín efnahags- og við-
skiptamál.
Þróun þessara mála í heiminum
gerir þaö óhjákvæmilegt að íslend-
ingar taki þau nýjum tökum og
skipuleggi efnahagslíf og fram-
leiðslu þannig að við stöndumst
nýja viðskiptahætti og samkeppni
á allt öðrum grunni en við eigum
að venjast.
-HERB
Ingi Sigfússon smiður og Bæring Sæmundsson byggingameistari fyrir utan
húsið sem verkamannaíbúðirnar tvær eru í. DV-mynd Ægir Þórðarson
Hellissandur:
Verkamanna-
íbúðir afhentar
Ægir Þórðaison, DV, Hellissandi:
' Seinni tvær íbúðirnar í byggingum
Verkamannabústaða á Hellissandi
voru afhentar um mánaðamótin síð-
ustu en fyrri tvær íbúðirnar voru
afhentar í vor.
Þessar íbúðir eru byggðar eftir
teikningum frá Húsnæðisstofnun
ríkisins, tvær íbúðir í hvoru parhúsi.
Framkvæmdir við byggingu þess-
ara húsa hófust í ágúst 1986 og tók
því ekki nema rétt um ár að fullklára
þessar fjórar íbúðir. Seinni íbúðirnar
tvær voru til sýnis fyrir almenning
fostudaginn 30. október og kom fjöldi
íbúa Neshrepps til að skoða þær.
Gunnar' Már Kristófersson, sveitar-
stjóri Neshrepps utan Ennis, sagði
að svo virtist sem fólk væri hrifið af
þessum íbúðum, bæði af innrétting-
um og einnig af öllum frágangi
verktaka.
íbúöirnar eru þriggja og fjögurra
herbergja, þær stærri rúmlega
hundrað fermetra stórar og þær
minni um áttatíu fermetrar.
Húsin voru byggð af Bæring Sæ-
mundssyni, byggingameistara á Rifi,
og var öll vinna við þau unnin af
heimamönnum.
Akureyri:
Ibúðaverð 70-80% af
verðinu í Reykjavík
Ibúðaverð á Akureyri hefur hækk-
að talsvert það sem af er árinu og er
hækkunin svipuð og verið hefur á
höfuðborgarsvæðinu.
Sævar Jónatansson, fasteignasali á
Akureyri, sagöi í samtali við DV að
íbúðaverð á Akureyri í dag næmi á
milli 70 og 80% af verði íbúða í
Reykjavík þegar á heildina er litið.
Framan af árinu hefði verðið hækk-
að meira á Akureyri en í Reykjavík
og þá hefði munurinn á fasteignum
á Akureyri og í Reykjavík verið
minni eða nærri 15%, en Reykjavík
hefði sigiö fram úr aftur nú upp á
síðkastið.
Sævar sagði að 3 herbergja íbúðir
heföu hækkaö mest á Akureyri und-
anfarin misseri. talsvert meira en
Ibúðir hafa hækkað verulega í verði
aðrar íbúðir. Hann sagði að gamalt
fólk, sem væri að minnka við sig í
húsnæði, færi gjarnan í þriggja her-
bergja íbúðir og einnig færi það
talsvert í vöxt að ungt fólk, sem er
að byggja í fyrsta skipti, keypti
þriggja herbergja íbúðir í staö
tveggja herbergja áður.
„Fyrri hluta ársins og fram á haust
stoppuðu íbúðir iitið sem ekkert á
á Akureyri siðustu misseri.
sölunum hér,“ sagði Sævar. „Á þeim
tíma nálguðumst við verðið í Reykja-
vík talsvert en upp á síðkastið hefur
verið mun meiri þensla í höfuðborg-
inni og munurinn hefur aukist aftur.
Okkur gengur illa að ná í skottið á
Reykvíkingunum í þessum efnum.
það virðast vera meiri peningar í
umferð þar,“ sagöi Sævar Jónatans-
son.
Sértilboð
Hægindastóll með leðri,
á snúningsfæti, stillanlegt bak.
Tilboð: Stóll með skemli stgr. 24.415,
§
Gunnar Már Kristófersson, sveitarstjóri Neshrepps utan Ennis.
DV-mynd Ægir Þóröarson
SUDURLANDSBRAUT 22
S:36011