Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 34
46 MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. Frá Starfsþjálfun fatlaðra Innritun er hafin fyrir vorönn 1988. Starfsþjálfunin er ætluð einstaklingum sem fatlast hafa vegna sjúk- dóma eða slysa og þarfnast endurhæfingar til starfa eða náms. Á fyrstu önn verður kennd íslenska, enska, verslunarreikningur, bókfærsla, samfélagsfræði og tölvufræði (og notkun ýmissa forrita). Umsóknir sendist fyrir 1. des. til Starfsþjálfunar fatl- aðra, Hátúni 10 A. Ennig er forstöðumaður til viðtals í síma 29380 þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 10-13. Forstöðumaður HMBARmwm H/F ,1 VERÐLÆKKUN FRÁ VERÐINU I FYRRA MEIRIHÁTTAR MICHELIN MARKAÐUR LAUSNARORÐIÐ S-200. FLESTAR STÆRÐIR FYRIRLIGGJANDI. MERKID TRYGGIR GÆÐIN. MICHELIN. HUÖDLÁT 0G RÁSFÚST. HALLANDI GRIPSKURÐIR. TVÚFÚLD ENDING. STÓRKOSTLEGT GRIP FRÁBÆR ENDING DK'TOPPURINN I DAG, MICHELIN. 'TK MICHELIN MICHELIN LANDSBYGGÐARÞJÓNUSTAN Póstfcröfur sendar samdægurs HJélÆMSTém H/F SKEIFUNNI5. SllKIAR 687517 OG 689660 MICHELIN Fyrir veturinn. Verð 2.450,- Stærðir 37-41. Litir: svart, brúnt, dökkblátt. Skólavörðustíg 42 Sími: 11506 Fréttir Félag íslenskra heimilislækna setur siðareglur: Læknar þiggi ekki fjár- stuðningtil skemmtunar - skorður reistar við söluaðferðum lyfjaiðnaðarins Stjóm Félags íslenskra heimilis- lækna hefur samþykkt sérstakar leiðbeiningar eða siðareglur um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja þar sem skorður em reistar við fjár- stuðningi lyfjafyrirtækja til lækna og tekið er fram að læknar þiggi að- eins feröastyrki af faglegum ástæð- um en ekki til farar á auglýsinga- fundi. Þá eru einnig heimsóknir sölumanna lyfjafyrirtækja til lækna takmarkaðar. í leiðbeiningunum er tekið fram að sölumanni sé ekki heimilt að heim- sækja læknastofur nema að fengnu leyfi yfirlæknis og þarf hann að gera yfirlækninum grein fyrir tilefninu. Er yfirlækni skylt að hafna beiðninni ef um nýja vitneskju er ekki að ræða eða ef vísindalegur grunnur telst slakur. Þá er ekki ætlast til þess að sölumaður styðji málflutning sinn með gjöfum. Þá segir í leiðbeiningunum að þar sem „fræðslu- og auglýsingastarf- semi lyfiafyrirtækja fylgi gjaman ýmis fyrirgreiðsla og risna“ telji stjóm Félags íslenskra heimilis- Siðareglurnar eiga að reisa skorður við áhrifum lyfjaiðnaðarins á lyfjaval lækna. lækna rétt að lýsa áliti sínu á þeirri starfsemi. Þar kemur fram að lyfia- fyrirtæki geti stutt fundi og ráðstefn- ur séu markmið þeirra endurmennt- im eða vísindaleg viðfangsefni. Allur fiárstuðningur lyfiafyrirtækja sem ekki er í tengslum við þessi mark- mið, sé ekki við hæfi og þiggi læknar ekki fiárstuðning til skemmtunar eða nauðsynjalausrar risnu. Þá er það álit stjómarinnar að styrkir eða greiðslur til ferðafélaga lækna þjóni ekki markmiðum endurmenntunar eða vísindavinnu. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aílað sér hafa verið nokkur brögð að því að lyfiafyrirtæki séu allrausnarleg í samskiptum sínum við einstaka lækna og hafi verið óspör á margs konar boð, bæði inn- anlands og utan. Má nefna að á síðasta ári skrifaði Pétur Pétursson, þáverandi héraðslæknir Vestfiarða, grein í Fréttabréf lækna þar sem hann gagnrýnir boð lyfiafyrirtækja: „Eru fræðsluþing lyfiafyrirtækja hinir ágætustu mannfagnaðir þar sem glaðbeittir farandsalar ausa af nægtarbmnni lyfiafræðiþekkingar sinnar en þingheimur nýtur síðan hins höfðinglegasta viðurgjörnings í mat og drykk og er síðan leystur út með gjöfurn." Einnig gagnrýnir hann lyfiakynn- ingar og ráðstefnur erlendis sem læknum er boðið að sækja sér að kostnaðarlausu: „Eru þeir þá til- kvaddir, sem hafa til að bera ein- hverja þá verðleika sem vel eru metnir af lyfiaiðnaðinum." -ój „Læknafélag íslands, sem er heildarfélag lækna á landinu, hefur ekki talið sérstaka ástæðu til þess að setja reglur um samskipti lækna við lyfiafyrirtæki,“ sagöi Haukur Þórðarson læknir, formaður Læknafélags íslands, í samtali við DV þegar hann var spurður að því hvort félagið hygðist setja leið- beiningarreglur um samskipti lækna við lyfiafyrirtæki, líkt og fé- lag heimilislækna hefur gert. almennt ekki spenntir fyrir þvi. Sagði Haukur að á liðnum árum „Þetta er rniklu stærra mál í ná- hefði meiri lyfiakynning en áður grannalöndunum en hér,“ sagði átt sér stað og væri ekkert nema Haukur. „Hér er þetta ekkert stór- gott um það að segja en það væri mál, það þarf að vera gott samband hins vegar spuming með hvaða á miili þessara aðila og íræðsla og hætti lyfin væru kynnt læknum. upplýsingamiölun er nauðsynleg. Sagöist Haukur þekifia það erlend- En þaö má ekki setja þetta í yfir- is frá að þar gæti kynning lyfiafyr- gengilegar umbúöir," sagði irtækja orðið umfangsmikil en Haukur. hann kvaðst telja að læknar væru -ój Siðareglur heimilislækna: Síður nytsamar boðs- ferðir til í dæminu - segir Olafur Mixa, fynverandi formaður Félags heimilislækna „Það er engin ein ástæða fyrir þessu, þetta er gömul saga,“ sagði Ólafur Mixa læknir, fyrrverandi formaður Félags heimilislækna, í samtali við DV þegar hann var spurður um ástæður þess að stjórn félagsins samþykkti leiðbeiningar eða siðareglur fyrir félaga sína til að hafa hliðsjón af í samskiptum við lyfiafyrirtæki. Siðareglur þessar voru settar í formannstíð Ólafs í fé- laginu. „Það hefur talsverð umræða átt sér stað á meðal lækna um það hvort þeir verði fyrir áhrifum frá lyfiafyr- irtækjum og hvemig þeir eigi að varast að verða fyrir beinum og óbeinum áhrifum frá þeim. Því á- kvað sfiórn Félags íslenskra heimil- islækna að gera eitthvað í málinu. Þetta eru ekki reglur í þeim skilningi heldur frekar tilmæli eða ábending- ar,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði ljóst að öll lyfiafyrir- tæki vildu selja sína vöru og best væri fyrir alla aðila að koma reglu á samband þeirra. Ólafur sagði mikla umræðu hafa átt sér stað um boðs- ferðir til handa læknum en ósjaldan væru þessar ferðir famar til þess að kynnast merkum nýjungum á þessu . sviði. „Þetta em oft hinar gagnleg- ustu samkomur,“ sagði Ólafur en sagði jafnframt að það væri ekki al- gilt. Síður nytsamar ferðir væm til í dæminu og því hefði þótt ástæða til þess að samþykkja áðumefndar leið- beiningar. -ój gauksi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.