Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1987, Qupperneq 36
MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 1987. '48 TOkyimingar ITÍ færð málmhúðunartæki að gjöf Málmtæknideild Iðntæknistofnunar fékk nýlega að gjöf frá svissneska fyrirtækinu Eutectic-Castilon fyrir milligöngu Is- tækni hf. mjög vandaðan tækjabúnað til málmhúðunar. Gjöfin var færð í tilefni 50 ára afmælis rannsókna í þágu ís- lenskra atvinnuvega sem hófust með stofnun atvinnudeildar Háskólans 1937 en arftakar hennar, rannsóknastofnanir atvinnuveganna, minnast þeirra tíma- móta nú með ýmsu móti. Mikill fengur er að þessum nýju Castolintækjum og hyggst málmtæknideild gangast fyrir námskeiðum á þessu sviði í náinni fram- tíð. Gjöfinni fylgir ennfremur aðgangur að áratugalangri þekkingaruppbyggingu Castolin með ráðgjöf og gagnabanka. Var það staðfest með viðurkenningarskjali sem einn forstjóra Castolin, Dr. Rothen- buhler, afhenti dr. Hans Kr. Guðmunds- syni, deildarstjóra málmtæknideildar, ásamt tækjabúnaðinum við sérstaka at- höfn í Iðntæknistofnun í þessum mánuði. Starfsstyrkur til að skrifa um þjóðfélagsmál Hagþenkir, félag höfunda fræðirita. og kennslugagna, hefur ákveðið að veita starfsstyrk til höfundar eða starfshóps til að semja rit um þjóðfélagsmál eða ljúka við slíkt verk. Stjórn félagsins hefur aug- lýst umsóknarfrest og er hann til 1. nóvember nk. Styrkur þessi er auglýstur í framhaldi af umræðum innan Hag- þenkis og fundarsamþykkt um notkun íjár sem greitt er til félagsins vegna samn- inga um heimild skóla til að ljósrita úr útgefnum verkum að vissu marki. Því fé, sem greitt hefur verið til Hagþenkis sam- kvæmt þessum samningum, hefur til þessa verið veitt í skaðabætur og starfs- styrki eftir úthlutunarreglum sem félags- fundur hefur samþykkt. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem félagið gefur höf- undum kost á að sækja um styrk til að vinna verkefni. Tilgangurinn með því að veita styrk til að samja rit um þjóðfélags- mál er sá að auðga íslenska þjóðfélagsum- ræðu. Félag höfunda fræðirita og kennslugagna vill leggja sitt af mörkum til þess að gefnar séu út bækur um mikil- væg viðfangsefni sem eru vanrækt í íslenskri bókaútgáfu. Bók er besti miðill- inn til að gera viðfangsefni rækileg skil og gefa almenningi kost á að kynna sér árangur athugana og hugsunar. Nánari upplýsingar veitir Hörður Bergmann, formaður Hagþenkis. Minnisbók Bókrúnar 1988 Minnisbókin, sem nú kemur út öðru sinni, er um 200síðurí gormbindingu. Við hvern dag er, auk rýmis fyrir minnisatriði, texti þar sem greinir frá ýmiss konar viðfangs- efni kvenna fyrr og nú. Einnig eru þar gullkorn sem fólk hefur í tímans rás látið frá sér fara. Við upphaf hvers mánaðar er heilsíðu ljósmynd sem tekur mið af einhverju sem gerst hefur í þeim mánuði. Fimm valinkunnum konum var boðið orð- ið og rita þær á eina síðu hver. Aftast eru nokkrar síður méð tölfræðilegum fróðleik um stöðu íslenskra kvenna í samfélaginu, svo sem skrá yfir þær konur sem hafa verið kosnar á alþingi frá upphafi og konur sem kjörnar hafa verið í borgar- stjórn Reykjavíkur. Minnisbók Bókrúnar 1988 er fáanleg á öllum helstu bóksölu- stöðum. Hönnuður hennar er Elísabet Cochran, setning og umbrot fór fram í Leturvali og filmuvinna og prentun í Grafik. Ritstjóri Minnisbókarinnar er Valgerður Kristjónsdóttir, varaformaður Bókrúnar hf. I'- SÉ Þrjárkiljurfrá Máli og menningu Mál og menning hefur gefið út þrjár kiljur með verkum rússneskra öndvegishöfunda: Glæpur og refsing er ein frægasta skáld- saga Fjodors Dostojevskís. Hún kom fyrst út hjá Máli og menningu árið 1984 í þýð- ingu Ingibjargar Haraldsdóttur. Þessi saga er mikil að vöxtum og því er henni í þessari útgáfu skipt í tvö bindi, 241 og 232 bls. að stærð. Skáidsagan Dauðar sálir eftir Nikolaj Gogal er háðsk lýsing á því ástandi sem ríkti í Rússlandi á 4. áratug síðustu aldar. Magnús Magnússon þýddi söguna sem kom fyrst út hér á landi áríð 1950 en hefur nú um langt árabil ve- rið ófáanleg. Bókin er 331 bls. að stærð. Um þessar mundir sýnir Ríkissjónvarpið myndaflokk sem byggður er á þessari sögu Gogals. Allar kiljurnar eru prentaðar hjá Norhaven bogtrykkeri a/s í Danmörku en Teikn sá um hönnun á kápum. Ný bón- og þvottastöð í Kópa- vogi Nýlega var opnuð ný bón- og þvottastöð í Kópavogi. Nefnist hún Bónþjónustan hf. og er til húsa að Kársnesbraut 100. Það eru hjónin Sveinn Sævar Valsson og Birna Magnúsdóttir sem reka stöðina og ver þetta eina þjónusta þessarar tegundar í Kópavogi. Bónþjónustan hf. er opin alla daga nema sunnudaga frá kl. 9-19 og er síminn 44755. Hjá Bónþjónustunni hf. er boðið upp á djúphreinsun og háþrýsti- þvott á öllum tegundum fólksbíla, jeppa og sendibíla. Að sögn eigenda er boðið upp á heimsendingarþjónustyu þannig að fólk þarf ekki að hreyfa sig að heiman til að fá vel þrifinn bíl. Verðlaunasamkeppni lækna- félaganna 1987 1 tilefni 75 ára afmælis Læknablaðsins hafa lækriafélögin ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni er fjalli um við- fangsefnið „Mannvist í þéttbýli". Samkeppninni er ætlað að hvetja fólk til umhugsunar um húsakost okkar og um- hverfi og leiða fram nýjar hugmyndir að umbótum í húsnæðis-, skipulags- og um- hverfismálum, er geti stuðlað að betra mannlífi. Frjálst er að taka á þessu við- fangsefni á fjölbreytilegan hátt og koma til greina ritgerðir, uppdrættir, mynd- bönd, myndir, ljóð og hvaðeina sem mönnum er tiltækt sem tjáningarform. Úrlausn skal senda til Útgáfustjórnar læknafélaganna, Domus Medica, 101, Reykjavík, eigi síðar en 29. feb. 1988. Verðlaunafé er samtals 500.000 kr. Rausnarleg gjöf til íbúa Bessastaðahrepps Frú Louisa Þórðarson, sem varð áttræð í gær, 25. október, hefur gefið Bessastaða- hreppi land sitt er Haukshús á Álftanesi standa á. Haukshús voru um áratuga skeið sumarhús Louisu og eiginmanns hennar, Þórðar Þórðarsonar yfirlæknis, en hann lést þann 10. mars 1985. Sam- kvæmt gjafabréfi, sem hreppsnefnd Bessastaðahrepps hefur veitt móttöku, er Haukshúsum í framtíðinni ætlað að vera dagvistarheimili fyrir börn í hreppnum. Einnig er óskað eftir því í bréfinu að forn brunnur í landi Haukshúsa verði varð- veittur og saga hans könnuð. Eiðfaxi 10. tbl. ársins 1987 er komið út. í blað- inu er að finna margar fróðlegar greinar um hesta og hestamennsku. Aðalviðtalið er við Baldur Jónsson, fyrrverandi vallarstjóra en núver- andi hestamann, Anders Hansen skrifar um ættbókarnúmer og nafn- númer kynbótahrossa, skrifað er um kvikmyndagerðarmenn frá Svíþjóð sem eru að gera kvikmynd um ís- lenska hestinn, fjallað er um val á landsmótsstað, Reynir Aðalsteinsson skrifar um úrbætur við lulli, Erna Arnardóttir skrifar um konur og keppni, fjallað er um hrossasýningar á Bú ’87 og birtur er 5. hluti fram- haldssögunnar um Perlu. Einnig er fjallað um hestabúgarð Höskuldar Aðalsteinssonar og Michaelu Uferbach á Frosthof, góðhesta- keppni og kappreiðar Léttis, íþrótta- mót Þyts, hestamót Harðar og hestamót Þjálfa og Grana. Birtar eru síðbúnar svipmyndir frá hestamótum á Murneyrum og Vindheimamelum, en einnig er að finna í blaðinu smærri greinar. Nýtt jólakort frá Ásgrímssafni Jólakort Ásgrímssafns 1987 er komið út. Það er prentað eftir olíumálverkinu Hafnarfjörður (um 1930). Kortið er í sömu stærð og fyrri listaverkakort safnsins (16x22 sm) og er með íslenskum, sænskum og enskum texta á bakhlið. Grafík hf. offsetprentaði. Listaverkakortið er til sölu í Ásgrímssafni, Bergstaðastræti 74, á opnunartíma þess, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13.30-16, og í Rammagerðinni, Hafnar- stræti 19. GANGLERI i IW7 Pt>sn«)l.p ••?.«? Tímaritið Gangleri, síðara hefti 61. árgangs er komið út. Það flytur greinar um andleg og heimspekileg mál og alls eru 18 greinar í þessu hefti auk smáefnis. Grein er um mannlegan þroska eftir Jón Arnalds og sagt frá já- kvæðri beitingu hugans til lækninga. Þá er grein um dulfræði og önnur um Tarot spilin. Gangleri er ávallt 96 blaðsíður og kemur út tvisvar á ári. Áskriftargjald er kr. 550. Sími 39573. Hljómplata með samleik gítars og orgels Ut er komin hljómplata með samleik gít- ars og orgels. Á henni leika Símon H. ívarsson og dr. Orthulf Prunner verk eft- ir Bach, Vivaldi og Rodrigo. Platan var tekin upp í Dómkirkjunni í Reykjavík sl. vetur og annaðist Halldór Víkingsson hljóðritunina með stafrænni tækni (digit- al) en platan er pressuð hjá Teldec í V-Þýskalandi og skorin með DMM aðferð (Direct Metal Mastering). Útgefandi er Fermata en dreifingu annast bókaútgáfan Örn og Örlygur. Platan kostar 899 kr. MÆNUSKAÐI Upplýslngar og lelðbelningar fyrlr þverlamaða og aðstandendur þelrra. Bæklingur um mænuskaða er kominn út í 2. útgáfu. Sjálfsbjörg, lands- samband fatlaðra gefur hann út. Mænu- skaði veldur svokallaðri þverlömun í útlimum og verður yfirleitt af völdum slysa. Þeir sem þverlamast þurfa oft að horfast í augu við ný og óþekkt vandamál og er bæklingurinn til þess ætlaður að leiðbeina mænusködduðum og aðstend- endum þeirra. Bæklingurinn fæst á skrif- stofú Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, Hátúni 12, s. 91-29133. Hann er seldur á kostnaðarverði, nema hvað ein- staklingar fá hann afhentan ókeypis. Ný Vera er komin Kynlífið er meginefnið í nýjasta tölublaði kvennatímaritsins Veru en fimmta tölu- blað er nú komið út. Auk þess meginefnis er margt annað að finna í Veru sem endranær. Rætt er við Nínu Björk Árna- dóttur sem gefur út fyrstu skáldsögu sína í haust. Kristín Ástgeirsdóttir skrifar um stöðuna að afloknum kosningum og til- lögur Kvennalistans í stjórnarmyndunar- viðræðum í vor eru birtar. „Fréttir úr borgarstjórn sem blöðin segja ekki“ koma fram og fjallað er um þátt skólans í félags- mótun kvenna. Það er Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um kvennalista sem gefa blaðið út og kemur það út sex sinnum á ári. Verð í lausasölu er nú 275. Heimili Veru er á Hótel Vík, Vallar- stræti í Reykjavík, og áskriftasíminn er 22188 eða 13725. áhyggjufuUur? MrvmcrMSgM MAD Út er komið 3. tölublað MAD á íslensku. Að vanda lætur blaðið hin óskyldustu mál til sín taka og má nefna að kvikmyndahetj- an Krókódíla-Dundee fær umfjöllun sem og sjónvarpsstjarnan Bjargvætturinn. Sérrit er í blaðinu um sálgreiningar og birtar eru sparnaðaraðferðir sem halda uppi kaupmættinum. Litið er á lófalestur og haldið áfram frásögnum af þjóðsagna- persónunni Tarsan svo dæmi séu tekin. Blaðið birtir nú í fyrsta sinn myndir eftir ungan efnilegan skopmyndateiknara, Ás- geir Jón Ásgeirsson. Mad á íslensku kemur út í 10.000 eintaka upplagi og er því dreift í flestar bókabúðir og á blaða- sölustaði um land allt. Engar auglýsingar eru í MAD. Blaðið er 52 síður að stærð. I önnum dagsins Bókaútgáfan Skógar hefur sent frá sér bók sem ber heitið 1 önnum dagsins. Höfundur er Sigurður Gunnarsson, fyrrverandi skólastjóri. Efni bókarinnar er skipt í fimm kafla sem nefnast: Erindi, ávörp og greinar við ýmis tækifæri. Ræður og grein- ar um bindindismál. Um öldrunarmál. Minnst nokkurra samferðamanna. Nokk- ur ljóð og stökur og loks er skrá yfir ritgerðir Sigurðar í blöðum og tímaritum. Bókin er fallega út gefin, í stóru kilju- broti, 279 tölusettar síður með táknrænni teikningu á kápu. Hún er unnin í prent- smiðjunni Odda hf. Bókin fæst í nokkrum bókaverslunum í Reykjavík, úti á landi og hjá höfundi á krónur 650.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.