Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. 5 Fréttir Forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir efnahagshorfur veni en spáð var fyrir mánuði: Draga verður úr kaupmætti - ef ná á markmiðum ríkisstjórnarinnar um viðskiptajöfnuð og minni verðbólgu úr verðbólgu,“ sagði Þórður. Um þróun alþjóðaefnahagsmála að undanförnu, mikið verðfall í kauphöllum helstu iðnríkja heims og verulegt gengisfall dollarans, sagði hann: „Enginn veit á þessari stundu með vissu hvað þessi tíðindi boða. Það er þó víst að þau geta ekki verið góð. Fyrstu spár sérfræðinga eftir þessi ótíðindi gera ráð fyrir veru- lega minni hagvexti en áöur var spáð. Þessar spár eru hins vegar byggðar á veikum grunni ennþá og eru því afar óvissar." -KMU Forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Þórður Friðjónsson, segir að efna- hagshorfur fyrir næsta ár virðist vera lakari en gert var ráð fyrir við gerð þjóðhagsáætlunar og fjár- lagafrumvarps, fyrir rúmum mánuði. „Þessu veldur fyrst og fremst tvennt. í fyrsta lagi er líklegt að viðskiptakjör þjóðarbúsins verði verri en reiknað var með. í öðru lagi eru rikar ástæöur til að draga meira úr afla en gengið var út frá. Þetta gæti því þýtt samdrátt í þjóð- artekjum á næsta ári, í stað þess að þær verði óbreyttar frá þessu ári eins og áður var gert ráð fyr- ir,“ sagði Þórður Friðjónsson í erindi sem hann flutti á fjármála- ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. „Hér verður ekki gerð tilraun til aö spá niðurstöðum væntanlegra kjarasamninga. Á hinn bóginn er alveg ljóst að lakari viðskiptakjör þjóðarbúsins vegna gengisfalls dollarans á síðustu vikum og hæg- ari hagvaxtar í heiminum, og líklega minni sjávarafli en gert hef- ur verið ráð fyrir, leiða óhjákvæmi- lega til þess að draga verður úr kaupmætti ráðstöfunartekna á næsta ári, ef ná á markmiöum rík- isstjórnarinnar um að halda viðskiptahalla innan við 2% af landsframleiðslu og draga verulega Sveitarstjórnarmenn ræða fjármálin. DV-mynd GVA Viðtalið Sigurður Tómas Björgvinsson „Hef mikinn áhuga á stjórnmálum<r Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Siguröur Tómas Björgvinsson er nýráðinn fréttamaður Ríkisútvarps- ins á Akureyri. Hann hóf störf þar um mánaðamótin síðustu og er því að stíga sín fyrstu skref í frétta- mennskunni þessa dagana. „Mér líst mjög vel á mig í þessu starfi á þessum vinnustað. Hér er góður andi meðal starfsfólksins enda hresst fólk sem vinnur hér og ég er því bjartsýnn á framhaldið." - Hvenær kviknaði áhuginn á fjöl- miðlun? „Ég fékk áhugann strax þegar ég stundaði nám við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki en þá var ég meðal annars við útgáfu skólablaða þar. Síðan lá leiðin í stjórnmálafræði í Háskólanum og þá jókst þessi áhugi enn. Ég tók þá „kúrsa“ í fjölmiðla- fræði sem þar var boðið upp á. Ég lauk prófi frá Háskólanum í vor.“ - Og var stefnan þá sett á vinnu við fjölmiðlun? „Já, það má segja það. Með náminu í Háskólanum kenndi ég við Fjölbrautaskólann í Garðabæ og reyndi þá að miðla af þeirri þekk- ingu á fjölmiðlafræði sem ég hafði aflað mér. Síðasta árið í skólanum vann ég svo einnig hjá Umferðar- ráöi. Þá var ég hinum megin borðsins Sigurður Tómas Björgvinsson. ef svo má segja, starfaði meðal ann- ars að því að miðla upplýsingum til fjölmiðla þannig að það má segja aö ég hafi kynnst þessu frá báðum hliö- um.“ Sigurður er frá Siglufirði og sagðist því vera kominn langleiðina heim að námi loknu. En hvað gerir hann í frístundum sínum? „Ég reyni að vera sem mest meö fjölskyldunni. Ég er nýbúinn að eign- ast dóttur sem er mitt fyrsta barn og áhuginn beinist mjög að henni. Einnig les ég mikið. Ég er búinn aö hafa áhuga á stjórnmálum síöan ég var unglingur og les mikið um slík mál,“ sagði Sigurður Tómas Björg- vinsson. Gerðardómur í uppgjóri Fjölbrautaskóla Suðuriands: Tíu milljóna króna deila „Ég hef veriö í þessu í 35 ár og aldrei lent i öðru eins,“ segir Sigfús Kristinsson, byggingameistari á Selfossi, en síðan um áramót hefur staðið deila um uppgjör við hann vegna lokaáfanga Ejjölbrautaskóla Suðurlands. Gerðardómur fjallar nú um uppgjörið sem snýst um 10 millj ónir króna en upphaflegi verk- samningurinn var 20 milljónir. Sigfús, sem hefur reist margar stærstu byggingar á Selfossi, axm- aðist byggingu tveggja fyrstu áfanga Fjölbrautaskólans og loks raeginhluta síðasta áfangans en all- ir áfangarnir voru boönir út. „Síð- asta uppgjörið fór í hnút og bygginganefndin ákvað að halda eftir fjórum milijónum af uppgjör- inu á þessum 20 milljóna samningi þar sem ágreiningur var um nærri sex milljóna kröfur mínar og þriggja undirverktaka minna vegna breytinga og aukaverka,“ segir Sigfús. Hönnuður hússins er dr. Maggi Jónsson og var kostnaðaráætlun hans varðandi umdeilda áfangann 14,7 milljónir króna. Verkfræði- stofan Ejölhönnun endurskoðaði þá áætlun síðar og taldi 19-20 millj- ónir réttari tölur. Tilboð Sigfúsar var 20 milljónir en tvö önnur boð bárust, 22 milljónir og 29 milljónir króna. Deiluaðilar skipuðu loks sinn hvom fulltrúa í geröardóm og sýslumaður skipaði Friögeir Bjömsson, nú yfirborgardómara, oddamann dómsins. Von er á úr- shtum í lok þessa mánaðar. -HERB Bændur altt of Guðmundur Stefánsson landbún- aðarhagfræðingur sagði á ráðstefnu um byggðamál á Selfossi um helgina að eitt þúsund kúabændur og eitt þúsund sauðíjárbændur gætu auð- veldlega framleitt allar þær mjólkur- vörur og allt það kindakjöt sem þjóðin þyrfti. Guðmundur sagði aö mjólkurfram- leiðendur væru nú milli 1.800 og 1.900 og þeir sem hefðu lífsviðurværi sitt að umtalsverðu leyti af sauðfjárrækt væru öragglega yfir tvö þúsund. „Auk þess sem dregur úr sölu hefð- bundinna búvara, mjólkur og kinda- kjöts, á sér stað veraleg hagræðing margir og framleiðniaukning í þessum greinum. Það þarf því sífellt færri hendur til að framleiða það magn sem til skiptanna er,“ sagði Guð- mundur. -KMU Skógræktarfélag Eyfirðinga: Sala á jóla- trjám undirbúin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii „Við erum komnir á fulla ferð að undirbúa söluna á jólatrjánum," sagði Hallgrímur Indriðason, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfiröinga, í samtali við DV en félag- ið sér um alla sölu á jólatrjám á Akureyri. Fyrir nokkrum dögum var byrjað að fella trén sem koma á markaðinn í desember. Hallgrímur sagðist reikna með felld yrðu um 1500 tré að þessu sinni og eru þau sótt í næsta nágrenni Akureyrar, s.s. í Leynings- hóla, að Ystafelli, í Vaðlareit og Öxnadal. Þá flytur félagið einnig inn tré og greinar frá Danmörku. „Verðið hækkar ekki mikið frá síð- asta ári,“ sagði Hallgrímur. „Við höldum varla í við verðbólguna og ég reikna með að tré af meðalstærð muni kosta um 1500 krónur." STÓRKOSTLEG VETRARDEKK NORÐD ÍSLENSK ERAMLEIÐSLA GÆÐI - ÖRYGGI UMBOÐSMENN UM LAND ALLT VINNU STOFAN HF SKIPHOLTI35 RÉTTARHÁLSI s. 31055 s- 84008/84009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.