Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. 7 Atvinnumál Halldór Ásgrímsson í ræðu á 46. Fiskiþingi: Minni þorskafli komi niður á útflutningi á ferskfiski - þeir sem treyst hafa á aukinn djúprækjuafla munu verða fyrir vonbrigðum Fiskiþing, hið 46. í röðinni, hófst í gær. Eftir setningarræðu Þorsteins Gíslasonar fiskimálastjóra flutti Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráöherra ræðu þar sem hann fór yfir og ræddi flesta þætti og stöðuna í sjávarútvegi. Hann ræddi að sjálf- sögðu mikið um nýja fiskveiðistefnu sem nú er unnið að mótun á. Sagði Halldór þaö liggja ljóst fyrir að draga yrði úr þorskveiðunum á næsta ári frá því sem verið hefur. Hann sagði að nauðsynlegt væri að svara því á hveijum sú minnkun ætti að bitna og sagði orðrétt: „Eðlilegt verður að telja að hún komi frekar niður á útflutningi á ferskum fiski en þeim afla sem fer í vinnslu innanlands." Sagði Halldór að í þjóðhagsspá væri gert ráð fyrir að verðmæti sjáv- arafurða á næsta ári yrði svipað og í ár en ef aflinn yrði minni væri ekki hægt að ná þessu marki nema með því að auka verðmætasköpunina innanlands. Þá sagði sjávarútvegsráðherra að margir hefðu ætlað að sækja aukinn afla í úthafsrækjuna. Nú væri aftur á móti svo komið að afrakStursgeta stofnsins stæði ekki undir þeim væntingum sem við þessar veiðar hafa verið bundnar. Setja yrði kvóta Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra flytur ræðu sina í upphafi 46. Fiskiþings sem hófst i gær. DV-mynd GVA á veiðarnar og óhjákvæmilegt að ýmsir, sem treyst hafa á aukinn djúp- rækjuafla, verði fyrir vonbrigðum. Eins sagði Halldór að menn sem treyst hafa á aukinn afla í gegnum sóknarmarkið yrðu fyrir vonbrigð- um á næsta ári því að þeirri sam- keppni sem haldið hefur verið uppi innan þess yrði aö linna meö hliðsjón af minnkandi botnfiskafla. Þá fjallaði Halldór nokkuö um veiðar smábáta undir 10 lestum og taldi óhjákvæmilegt aö setja þá undir kvótakerfið þótt taka mætti ýmsar hugmyndir sem fram hefðu komið þar um til endurskoöunar. Sjávarútvegsráöherra fjallaði nokkuð um innlendu fiskmarkaðina og taldi að þeir yrðu að fá lengri tíma áður en dómur yrði felldur yfir þeim. Þó sagði hann alveg ljóst að hiö háa verð, sem fæst á mörkuðunum fyrir takmarkaðan afla gæti aldrei orðiö viðmiðunarverð fyrir fisk yfir landiö allt. Loks er að geta ummæla ráðherra um frekari nýtingu þess hluta sjáv- arafla sem hent er í hafið. Hann sagði að 60% þess afla sem frystitogararnir drægju úr sjó væri fleygt í hafiö aft- ur. Eins færu 2/3 hlutar af innvigtuð- um afla skelverksmiðjanna í hafið aftur. Hann sagði að sá hluti aflans, sem fleygt væri, gæti orðið undir- staöa mikillar verðmætasköpunar og að áfram yrði haldið af fullum krafti við þær tilraunir og rannsóknir sem hafnar eru á því sviði. Nefndi hann þá hugmynd að senda sérstakt skip á miðin til að hirða lifur til lýsis- vinnslu, sem og annan úrgang frá skipunum. Sagðist Halldór nú þegar hafa falið Rannsóknastofnun sjávar- útvegsins að gera hagkvæmnirann- sóknir fyrir slíkt verksmiðjuskip. -S.dór Ingótfur Arnarson í ræðu á Fiskiþingi: Stendur til að binda smáfiska- Mótmæla tilraunum til sundrungar Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Fundur var haldinn með hags- munaaðilum i sjávarútvegi á Austurlandi um helgina. Fundur- inn var haldinn á Eskifiröi og var eftirfarandi samþykkt gerð: Sameiginlegur fundur Útvegs- mannafélags Austflarða, Skip- sflóra- og stýrimannafélagsins Sindra og Alþýöusambands Aust- urlands, haldinn 14. nóvember 1987, tekur undir og samþykkir fram komin mótmæli forsvars- manna landssamtakanna Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, Farmaiina- og fiskimannasam- bands íslands og Sjómannasam- bands íslands vegna bænarskjals 32 þingmanna á suöur- og suövest- urhorni landsins um breytingu á svæðaskiptingu kvótakerfisins og undirstrikar þekkingu fyrrnefiidra forsvarsmanna á forsögu svæða- skiptingar og mótmælir harölega tilraunum þingmannanna til sundrungar á úrslitastundu. drápið í lögum? í umræðum um endurskoðun fisk- veiðistefnunnar og stjóm fiskveiða, sem Eiríkur Tómasson hafði fram- sögu fyrir á Fiskiþingi í gær, hélt Ingólfur Arnarson, starfsmaður Fiskifélags íslands, ræðu. Þar átaldi hann harðlega það smáfiskadráp sem stundað hefur verið hér við land. Ingólfur sagði það þó öllu verst að í drögum að frumvarpi til laga um stjómun fiskveiða 1988 til 1991 væri hreinlega gert ráð fyrir aö verðlauna menn fyrir smáfiskadráp. Nefndi hann í því sambandi 4. grein frum- varpsdraganna þar sem gert er ráð fyrir heimild til sjávarútvegsráð- herra um að ákveða að fiskur undir ákveðinni stærð veröi ekki talinn með í kvóta fiskiskipa eða aðeins hluti hans. í 4. grein frumvarpsdraganna segir orðrétt um þetta mál: „Ráðherra get- ur ákveðið, að fiskur undir ákveðinni stærð, eða fiskur sem veiðist á línu, skuli ekki eða aðeins að hluta talinn með í aflamarki eða sóknarmarki fiskiskips...“ Þetta atriði gagnrýndi Ingólfur harölega. Hann sagði að í fyrra hefði meðalþyngd 200 þúsund tonna þorsk- afla verið 2,2 kíló. Hjá bátum með 45 þúsund tonna afla var meðalþyngdin 2,5 kíló en hjá togurum, sem öfluðu 144 þúsund lestir, var meðalþyngdin 2,1 kíló, Minnst var meðalþyngd þorsks, sem landað var á Vestur- landi, 2,24 kíló, og Vestflörðum, 2,26 kíló. Ingólfur sagði að því miður væri erfitt að segja til um meðalþyngdina í ár vegna þess að stór hluti aflans er nú ekki stærðarflokkaöur. Hann varaði sterklega viö vaxandi smá- fiskadrápi. í þessum umræðum kom fram að deilt mun veröa á Fiskiþingi um mismikinn þorskkvóta togara eftir því hvort þeir eru gerðir út frá Vest- fjörðum, Norðurlandi eða Austflörð- um annars vegar eöa Suöur- og Vesturlandi hins vegar. Flestir sem rætt var við í gær á Fiskiþingi áttu von á snörpum og hörðum deilum um hin ýmsu atriði varðandi fisk- veiðistjórnunina. -S.dór Fiskaflinn langt fram úr tillögum Marteinn Friðriksson frá Sauð- þvl ætti hrygningarstofninn að árkróki gagnrýndi það i ræðu sinni vera veikari nú en fyrir 4 árum en á Fiskiþingi í gær að fiskaflinn svo væri þó alls ekki. Taldi hann heföi síðastliöin 4 ár farið 400 þús- spár fiskifræðinga byggðar á veik- und lestum fram úr þvi sem fiski- um grunni. fræöingar lögðu til. Hann sagöi aö -S.dór i i H i i BLAÐ BURDARFÓLK ODDAGATA ARAGATA LITLI-SKERJAFJÖRÐUR HVERFISGATA 1^66 i i i i i i i i t (f AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 i i 1 i i i i i X . i i i i i i i i SIMI 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.