Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. 9 Utlönd MHfterrand neiftar vitn- eskju um vopnasoluna Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Mitterrand Frakklandsforseti kom í gærkvöldi fram í útvarpi þar sem hann svaraði spurningum frétta- manns um vopnasöluna til írans. Þessa viðtals var beðiö með eftir- væntingu því undanfamar vikur hafa fleiri og fleiri krafist þess að forsetinn gerði hreint fyrir sínum dyrum vegna ólöglegrar vopnasölu til írans sem verið hefur í fréttum. Hafði forsetinn verið sakaður um að vita um söluna. Einnig vonuðust menn til að Mitterrand segði sitt álit á tilgátum um að hagnaður af vopna- sölunni hafi runnið í sjóði sósíalista- flokksins. í grófum dráttum sagði Mitterrand að það væri ekki hlutverk forsetans aö fylgjast með framfylgd vopnasölu- máls. Til þess væru opinberar stofn- anir og fjölmargir starfsmenn. Það væri rétt að einu sinni, í maí 1984, hafl einn af yfirmönnum leyniþjón- ustu hersins komið að máli við hann og sagt honum að grunur léki á um ólöglega vopnasölu fransks fyrirtæk- is til írans. Sagðist forsetinn hafa sagt viðkomandi yfirmanni að ræða þetta við þáverandi varnarmálaráð- herra, Charles Hernu, auk þess sem hann hefði gert það sjálfur nokkrum dögum seinna. Þetta hefði einungis verið grunur sem aldrei hefði verið færður aftur í tal við hann. Þær ör- yggisstofnanir og leyniþjónustur sem fylgjast með málum af þessu tagi hefðu ekki gert frekari athuga- semdir á þessum tíma. Forsetinn ræddi stefnu sína í vopnasölu frá því hann komst til valda og sagði hann það alltaf hafa verið afstöðu sína að ekki skyldu seld vopn til írans þótt tilskipanir um þau efni hefðu að vísu um tíma leyft sölu skotfæra. Varðandi fé til sósíalistaflokksins sagði Mitterrand afdráttarlaust að ekki hefði króna runnið í sjóði flokksins frá vopnasölufyrirtækinu eða sölumönnum þess. Þar væri ekk- ert óhreint á ferðinni. Hins vegar væri hneykslanlegt hvernig vissir aðilar hefðu komið upplýsingum um þetta mál á framfæri við fjölmiöla. Þar vísar forsetinn til þess að leyni- legri skýrslu var lekið til fjölmiðla af andstæðingum forsetans, segja sumir, sem vildu gera úr þessu pólit- ískt hneykslismál. Forsetinn sagði aö nú þyrfti í eitt skipti fyrir öll að setja lög um eftirlit með fjármálum stjórnmálaílokka og kosningaherferða. Hann væri tilbú- inn að boða til sérfundar svo að þetta mál væri í höfn fyrir forsetakosning- arnar í vor. Mitterrand sagðist á næstu dögum vinna að þvi aö þetta mætti verða. Varðandi framboð til forseta sagðist hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann byöi sig fram aftur eða drægi sig í hlé. Eftir þetta viðtal er erfitt að segja hvort forsetanum hefur tekist að hreinsa hendur sínar af vopnasölu- málinu. Þótt hann sjálfur sé kominn með tiltölulega hreinan skjöld er ennþá margt mjög óljóst hvað snertir ráöherra og ýmsar stofnanir og hlut þeirra í málinu þótt forsetinn lýsti yfir fullu traustu sínu á fyrrum for- sætisráðherra og varnarmálaráð- herra sósíalista. Forseti Frakklands, Francois Mitterrand, hvatti i gær til lagasetningar um eftirlit með sjóðum stjórnmálaflokka i kjölfar ásakana um hagnað flokks hans af ólöglegri vopnasölu fransks fyrirtækis. Simamynd Reuter T\!ftB0ÚN°uí' ÚTSÖLUR mUM FYRIRJÖLAVÖRUM TÍSKUVERSLUNIN YLFA 20 - 40% AFSLÁTTUR KAUPGARÐI KÓPAVOGI TISKUVERSLUNIN YKKAR 20 - 40% AFSLÁTTUR KLEIFARSELI26 HJÁ SELJASKÓLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.