Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. 11 Spánverjar sameinast gegn hiyðjuverkasamtökum Brynhildur Ólafedóttir, DV, Spáni: Ríkisstjórn Spánar undir stjóm Gonzalez hefur nú hrundið af stað mikilh baráttu gegn hryðjuverkum á Spáni og beinir stjórnin spjótum sínum sérstaklega gegn hryðju- verkasamtökum Baska, ETA. Undir lok síðustu viku gerðist það í fyrsta skipti í sögu Spánar að allir þeir flokkar, sem eiga fulltrúa á spænska þinginu, sameinuðust og undirrituðu samning um uppr- ætingu hryðjuverka í Baskahérað- unum. En þingflokksfulltrúar þings Baskahéraðanna höfðu rúm- lega viku áður undirritað sama samning. Samnningur þessi gerir ríkis- stjórn Spánar meðal annars kleift að semja við ETA um sakaruppgjöf meðhma þeirra ef þeir í staðinn láta af obeldi og leggja niður vopn, fækka flölda herlögreglumanna í Baskahéruðunum næstu fimm ár- in og afnema hin svokölluðu hryðjuverkalög sem verið hafa í gildi síðan 1985, svo fátt eitt sé nefnt. Gonzales og Chirac, forsætisráð- herra Frakka, staðfestu í síðustu viku í kjölfar undirritunar samn- ingsins áframhaldandi samvinnu landanna gegn hryðjuverkum og lét Gonzales í ljós von sína um að þessi samvinna mætti verða öðrum Evrópulöndum að fordæmi. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar eiga nú í óopinberum viðræðum við hinn póhtíska væng ETA. Jafn- framt því eiga sér stað samnin- gaumleitanir við ráðamenn ETA sem nú eru útlægir í Alsír og stjórna sínum málum þaðan. Fylgi og máttur hryðjuverkasam- taka Baska er nú htið og eiga þeir í mikihi efnahagslegri sem og mál- efnalegri kreppu. Miklar vonir eru því bundnar við að takast megi nú með þessum samningi og aðgerð- um í kjölfar hans að draga enn úr mætti samtakanna og jafnvel uppr- æta alveg hryðjuverk þeirra. Enn ekki sjónvarpað frá breska þinginu Ingunn Ólafedóttir, DV, Birmingham: Thatcher vill ekki fá sjónvarps- myndavélar inn í þingsal. Tillögur um að hleypa sjónvarpsmyndavél- um inn í þing, svo að almenningur geti fylgst meö umræðum breska þingsins, hafa alltaf verið felldar fram að þessu, sú síðasta fyrir tveimur áram með tólf atkvæða mun. Thatcher hefur aldrei verið hrifln af hugmyndinni og í síðustu viku gerðist atvik sem styrkti enn frekar afstöðu hennar. Þingmaður Verka- mannaflokksins kaUaði hana lygara og er hann var látinn yfir- gefa þingsahnn klöppuðu aörir þingmenn honum lof í lófa. Breskir þingmenn hafa alltaf lá- tið óstjórnlega í þingsalnum, hrópað og truflað ræðumenn þegar þeim sýnist. Thatcher hefur ósjald- an þurít að hækka róminn tU að yfirgnæfa framíköll andstæðinga sinna. Það sem af er þessu þingári hafa þingmenn að sögn hegðað sér með versta móti og hefur það einn- ig styrkt Thatcher í andstöðu hennar við sjónvarpsmyndavél- arnar. Áram saman hafa sjónvarps- fréttamenn reynt að koma mynda- vélunum inn í þingsalinn en hingað til hefur almenningur ekki fengið tækifæri tíl að beija fulltrúa sína augum í vinnunni. Ef Thatcher skiptir ekki um skoðun er líklegt að það verði ekki fyrr en á næsta áratug sem myndavélarnar fá inn- göngu á breska þingið. Útlönd Forsætisráðherra Irlands, Charles Haughey, var á sunnudaginn viðstaddur minningarguðsþjónustu i Dublin um fórnarlömb sprengjutilræðis IRA í Enniskillen fyrir rúmri viku. Símamynd Reuter Kaþólskir biskupar harðorðir í garð IRA Ingiinn Ólafedóttúr, DV, Birmingham: Harðorð yfirlýsing frá biskupum kaþólsku kirkjunnar á írlandi var lesin upp í öllum kirkjum landsins á sunnudag. Tilefnið var sprengjutil- ræði írska lýðveldishersins, IRA, sem olli dauða ellefu manns í Ennisk- illen á Norður-írlandi fyrir rúmri viku. Skilaboð biskupanna voru í stuttu máli þau að stuðningur við IRA væri syndsamlegt athæfi. Það er ekki lengur hægt að fyrirgefa það viðhorf að undanfarin ofbeldisverk á írlandi séu siðferðislega réttlætanleg, sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Presturinn í Enniskillen var enn berorðari. Sagði hann að þeir sem skytu skjólshúsi yfir hryðjuverka- menn, hjálpuðu þeim að flýja eða geymdu vopn þeirra væru jafnsekir um morð og illvirkjarnir sjálfir. Þessi hörðu viðbrögð kaþólsku kirkjunnar eru óvanaleg og áður óþekkt. Kirkunnar menn, eins og aðrir, vita að IRA myndi eiga mjög erfitt uppdráttar ef ekki nyti við stuðnings margra kaþólikka á Norð- ur-írlandi. Með yfirlýsingu sinni gæti kirkjan haft áhrif á viðhorf þess- ara stuðningsmanna til IRA. Það er skoðun margra að breytt almenn- ingsálit sé eina leiðin til að rjúfa þögn þeirra sem vitneskju hafa um starf- semi samtakanna. Vonir hafa nú vaknað um það að atburðirnir í Enn- iskillen muni leiða til róttækra breytinga á almenningsálitinu og þar meö hnignun IRA. IRA lætur þó engan bilbug á sér finna og lýsti því yfir um helgina að sprengingin í Enniskillen myndi á engan hátt hægja á framgangi sam- takanna. Það er nú vitað að meiri- háttar breytingar hafa verið gerðar á stjórn IRA. Meira valdi hefur veriö dreift til svæðisbundinna deilda og að sögn var sprengingin í Enniskillen ákveðin af IRA-deildinni á staðnum án vitneskju miðstjórnar IRA. En á meðan IRA boðar áframhald- andi hryðjuverk er allt útlit fyrir aö forsætisráðherra írlands undirriti þann 1. desember samning við bresku stjómina um framsal hryðju- verkamanna til Bretlands. Samning- ur þessi hefur verið umræddur og gagnrýndur á írlandi en eftir at- burðina í Enniskillen er þess nú vænst að hann nái fram að ganga. Peugeot 205 var einn þeirra bíla sem hækkaði verulega við tollabreytinguna um daginn. Var því endursamið við verksmiðjurnar um innflutningsverð og mjög hagstæðum samningum náð. Við getum því aftur boðið þennan frábæra bíl Peugeot 205 á sama gamla verðinu og fyrir tollahækkun. BILAR TIL AFGREIÐSLU STRAX. KOMIÐ, REYNSLUAKIÐ OG FINNIÐ MUNINN! ATH. FRÁBÆR GREIOSLUKiðR. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 205 XL: 1124 cc vél Framhjóladrif Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum (Peugeot fjöðrun í sérflokki) Kraftmikil tveggja hraða miðstöð Öryggisbelti í aftur- sæti fyrir þrjá Útispeglar báðum megin Rúðuþurrka og rúðusprauta á afturrúðu Hiti í afturrúðu Teppalagður Tauáklæði á sætum O.fl. o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.