Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. Sandkom 31 Auður Auðuns kemur bráðlega út á bók. Auður kemur ábók Upphlaupið í Sjálfstasðis- kvennafélaginu Hvöt hefur vakið talsverða athygh enda ekki á hveijum degi sem for- y stumaður flokks og heiðurs- felagi segir skilið við flokksdeildina sína með sama pilsaþyt og þegar Auður Auð- uns kvaddi Hvöt. Gildir þá einu þótt deilt sé um tæknileg atriði en ekki póhtík. Annars er verið að skrá ævisögu Auðar Auðuns og er það verk í höndum flokks- systur hennar, Bjargar Emarsdóttur. Auður á fjöl- breyttan feril að baki í stjóm- málum og sat meðal annars í borgarstjóm og á Alþingi og gegndi bæði embætti borg- arstjóra og ráðherra. Karl Steinar í brúnni Suðumesjamenn hafa ver- ið súrir yfir missi fiskiskipa og aflakvóta og láir þehn það væntanlega enginn. Nýlega misstu þeir ryðkláfmn Dag- stjömuna norður til Akur- eyrar með kvóta og öUu saman. Þegar kláfurinn kom til nýju heimahafnarinnar stóð yfir þmg verkamanna- sambandsins á staðnum. Var tækifærið notað og KarU Steinari Guðnasyni, þing- manni af Suðumesjum og fráfarandi varaformanni sambandsins, boðið að vera í móttökunefndinni þegar Dagstjaman lfegðist að tog- arabryggjunni. Karl Steinar sagðist þegar í stað þiggj a boðið með þvi eina skilyrði að hann fengi að sigla skipmu suður aftur. Á það var hins vegar ekki faUist og þ ví gekk Karl Steinar úr skaftinu. Nú mun eiga að sýna kláf- inn á miðunum fyrir norðan og tU þess að fá mannskap á skipið var bmgðið á það ráð að toppaflamenn útgerðar- innar vom teknir af hinum skipum hennar og gerðir að skipstjóra og 1. stýrimanni á Dagstjömunni sem hefur víst fengið nýtt nafn í nýjum heimkynnum. Einum forstjórajeppa fómað? Þaö er hægt að losa hring- orm úr fiskflökum með því að nota hljóðbylgjur, en til þess að gera það að veruleika þarf að hnykkja á rannsókn- um og samræma aðgerðir sem nú er unnið að í mörgum löndum í einu. Um þetta var rætt á þingi vestfirskra fiski- deUda fyrir skemmstu, að sögn Vestfirska fréttablaðs- ins. Þar var mættur meðal annarra Hannes Hafsteins- son sem unnið hefur að þessum málum vestur í Bandaríkjunum undanfarin flmm ár. Hann sagði að til þess að gera drauminn að veruleika hér á landi þyrfti h vert frystihús að leggj a fram sem svaraði verðmæti eins forstjórajeppa. Ormarannsóknir eru sflmdaðar í Háskóla íslands, enda er efdr miklu að slægi - ast hér á landi þ ví orma- hreinsun kostaði víst 440 mUljónir króna á síðasta ári, auk þess sem hún er hund- leiðirUeg. Forstjórajeppamir yrðu þvi fljótir að borga sig ef tækist að kýla á ormana með huggulegum hljóðbylgj um í staðinn fyrir að ergja þá með eilífu hnífaglamri. Garóabær crekki til - samkvæmt lögum. Barist fyrir bæjamafni Félagsmálaráðuneytið hef- ur hafnað beiöni bæjarstjóm- ar í Garðabæ um staðfestingu á því að Garðabær heiti Garðabær. Þegar Garðabær fékk kaupstaðarréttindi var harrn nefndur í þar til settum lögum Garðakaupstaður og þar við situr. Engu að síður hefur bæjarstjómin aUtaf notað Garðabæjamafnið og vUl hafa það. Fógeti hefur haldið sig við lagabókstafinn og Garðakaupstað. Þetta er líklega eina bæjarfélagið á landinu sem heitir tveim nöfnum. Bæj aryfirvöld em ekki af baki dottin þrátt fyrir úr- skurð félagsmálaráðuneytis- ins. Þau hyggjast fela þingmönnum í Reykjanes- kjördæmi að flytja frumvarp tíl laga um breytingu á lögum um nafn bæj arfélagsins og verður að vona að þeir muni þá hvort nafnið er bæjar- stjóm ástfólgnara. Sparisjóður stefnir sýslumanni Súðvíkingar hafa lent í ýmsum hremmingum á þessu ári og er mesta furða hve mikið getur gengið á í jafnlitlu sveitarfélagi. Meðal annars er Sparisjóður Súða- vikur í slæmum málum og reynir nú að innheimta 14 innstæðulausar ávísanir sem hinir og þessir tóku við af manni nokkrum. Ávísanirn- ar em aUar saman um 1,3 mUljóna króna virði og mun- ar sparisjóðinn víst um minna, enda með minnstu peningastofnunum í víðri veröld. Á meðal þeirra sem stefnt er tíl ábyrgðar og endur- greiðslu er embætti bæjar- fógetansáísafirði og sýslumanns ísfirðinga. Þess vegna hefur Pétur K.Haf- stein, fógeti og sýslumaður, vikiö úr sæti dómara og verð- ur því skipaður setudómari í málið. Enga dráttarvexti Endurskoöandi vestur á fiörðum hefur mótmælt því opinberlega að barnameðlög skuU nú innheimt með full- um dráttarvöxtum. Þykir honum þetta óþjóðleg stefna og stangast á við brýna þörf þjóðfélagsins fyrir fjölgun borgaranna án þess að þeir sem sinn? þessu hlutverki af alúð séu beittir harðræði af yfirvöldum og jafnvel sektað- ir með jafngerræðislegum skatti og dráttarvöxtum. Umsjón: Herbert Guðmundsson Jólagjafahandbók Hin sívinsæla og myndarlega jólagjafahandbók kemur út 3. desember nk. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í JÓLAGJAFAHANDBÓKINNI vinsamlegast hafi samband við auglýsingadeild Þverholti 11 eöa í síma 27022 kl. 9-17 virka daga sem fyrst. í síðasta lagi fimmtudaginn 26. nóv. nk. HARSNYRTIFOLK Til sölu í austurbænum lítil hársnyrtistofa. Upplýsingar á daginn í síma 37464 og á kvöldin í síma 42449. Laus staða Staða Ijósmyndara, sem hafa skal umsjón meö myndastofu Landsbókasafns, er laus til umsóknar og verður ráðið í hana frá næstu áramótum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfs- feril skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 10. desember næstkomandi. 11. nóvember 1987. Menntamálaráðuneytið. LANDSPlTALINN ÍBÚÐ 2ja - 3ja herbergja íbúð óskast til leigu fyrir sænskan hjúkrunarfræðing frá 1. febrúar 1988 í eitt ár. Æskilegt að húsgögn fylgi. Upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í síma 29000-484. Reykjavík 17. nóvember 1987. FARARHEILL ’87 EFNIR TIL SAMKEPPNI UM GERÐ HANDRITS AÐ MYNDBANDITIL N0TKUNAR VIÐ UMFERÐARFRÆÐSLU Skila skal frumsömdu handriti að myndbandi, sem er 2x20 mínútur, til notkunar við umferðarfræðslu í þremur efstu bekkjum grunnskóla, 7.-9. bekk. J/g Handritum skal skila sem kvikmyndahandritum, þar sem fram kemur skýr lýsing á mynd, efnisatriðum og öðrum nauðsynleg- um upplýsingum. Jm Sérstök dómnefnd verður skipuð og er Sigurður Helgason, c/o Fararheill '87, Suðurlandsbraut 6,108 Reykjavík, sími 91-37320, trúnaðarmaður hennar og veitir hann allar nauðsynlegar upplýsingar. JKJ Veitt verða ein verðlaun kr. 150 þúsund fyrir besta hand- ritið að áliti dómnefndar. Verðlaunin framselja rétt til gerðar og sýn- ingar myndarinnar til Fararheillar ’87. Gera ber sérstakan samning um framleiðslu hennar. Jafnframt kemur til greina að nýta fleiri hug- myndir samkvæmt samkomulagi. J/f Handritum skal skila ómerktum, ásamt lokuðu umslagi með nafni höfundar. Þau skulu send til Fararheillar '87, c/o Samband ís- lenskra tryggingafélaga, Suðurlandsbraut 6,108 Reykjavík, í síðasta lagi 15. desember 1987. Þátttakandi samþykkir reglur samkeppn- innar með afhendingu handrits. Famrheillf\ ÁTAK BIFREIÐATRYGGlNGAFtLAGANNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.