Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.1987, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987. Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Miðkoti III, Djúpárhreppi, þingl. eign Ólafs Kristinssonar, fer fram á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, miðvikudag- inn 18. nóvember 1987 kl. 17. Uppboðsbeiðandi er Jón Hjaltason hrl. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Lyngási I og Ib, Holtahreppi, þingl. eign Sighvats Sveinbjörnssonar, fer fram á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 18. nóvember 1987 kl. 9.00. Uppboðsbeiðend- ur eru Ólafur Gústafsson hrl„ Ásgeir Thoroddsen hdl., Ölafur Axelsson hrl., Hákon H. Kristjónsson hdl., Jón Ólafsson hrl., Guðjón Á. Jónsson hdl. og Iðnaðarbanki islands. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Freyvangi 17, Hellu, þingl. eign Ásgeirs Gunnarssonar, fer fram á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 18. nóvember 1987 kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru Sig- urður í. Halldórsson hdl. og Helgi V. Jónsson hrl. Sýslumaðurinn i Rangárvallasýslu NauðungarUppboð annað og síðara á fasteigninni Ketilsstöðum, Holtahreppi, þingl. eign Ólafs Sigfússonar, fer fram á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 18. nóvember 1987 kl. 9.30. Uppboðsbeiðendur eru Lífeyr- issjóður Rangæinga, Gísli Baldur Garðarsson hrl„ Sigríður Thorlacius hdl. og Ólafur Axelsson hrl. _____________________Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu Nauðungaruppboð annað og siðara á lóð og húseign að Torfastöðum 5, Fljótshlíðarhreppi, þingl. eign Jóns Sigurjónssonar, fer fram á skrifstofu embættisins, Austur- vegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 18. nóvember 1987 kl. 10.30. Uppboðs- beiðendur eru Ólafur Axelsson hrl„ Lífeyrissjóður Rangæinga, Jón Ingólfsson hdl„ Steingrímur Þormóðsson hdl. og Sigríður Thorlacius hdl. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu Nauðungaruppboð annað og síðara á fasteigninni Króktúni 6, Hvolsvelli, þingl. eign Stefáns Jónassonar, fer fram á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 18. nóvember 1987 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru Skúli J. Pálmason hrl„ Jón Ingólfsson hrl„ Sigríður Thorlacius hdl„ Ólafur Axels- son hrl. og Klemenz Eggertsson hdl. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu EIN STÆRSTA og glæsilegasta verslunarmiðstöð á höfuðborgar- svæðinu býður félagssamtökum og öðrum áhuga- mannafélögum aðstöðu í desember fyrir t.d.: ★ Kynningar ★ Sölustarfsemi ★ Basar og aðrar uppákomur Lysthafendur sendi umsókn merkt: Félag rekstraraðila við Eiðistorg P.O. box 247 172 Seltjarnarnes, fyrir 25. nóv. '87. SPARISKÓR Í BREIDDUM FRÁ Florence, svart leður og lakk, til í brúnu lika. Lavenderlitir, svart leður og lakk. Verö Verð 2.990. 2.998. Billie, svart leður og svart rúskinn. Verð 2.596. Paloma, svart leður og lakk. Verð 2.990. Spariskór og töskur í stíl NÝ SENDING. SKÓSEL Laugavegi 44, sími 21270 Rikshaw - Rikshaw Vandað alvörupopp Þrátt fyrir að hljómsveitin Rikshaw hafi nú verið starfandi í nokkur ár er hljómsveitin fyrst nú að senda frá sér alvöruplötu. Hún gaf reyndar út fjögurra laga plötu í fyrra en það var i hálfgerðu plati og gaf alls ekki rétta mynd af því sem hljómsveitin var að gera á þeim tíma. Og reyndar má segja það sama um þessa plötu því efnið á henni hefur verið í vinnslu í hátt í tvö ár en engu að síður held ég að liðsmenn Riks- haw séu sáttari við þessa plötu en þá sem kom út í fyrra. Það fer ekkert á milli mála þegar hlustað er á þessa plötu að hér eru á ferðinni menn sem vita hvað þeir vilja. ÖU vinna er á hæsta fag- mennskustigi enda miklu tilkostað og hinir færustu menn í öllum stöðum. Lögin eru öll eftir liðsmenn Riks- haw og er þar söngvarinn Richard Scobie afkastamestur. Textar eru sömuleiðis heimasmíðaðir og allir á ensku, sem ekki er mjög óeðlilegt þar sem plötunni er ætlað að hasla sér völl á mörkuðum erlendis enda útgefandinn breskur. Þetta er þægileg tónhst sem Riks- haw leikur; engin stór átök og yfirbragðið frekar mjúkt. Mikið ber á hljóðgervlum ýmiss konar og kannski á kostnað gítarsins sem lendir einhvers staðar í bakrunnin- um fyrir vikið en hefði mátt heyrast meira í fyrir mína parta. Það þarf að gefa þessari plötu dágóðan tíma, hún grípur mann ekki við fyrstu hlustun en vinnur mjög á við nánari kynni. Aðeins eitt lag er með því sniði að hægt sé að kalla það vænlegan smell en það er lagið Ordinary Day sem er einmitt það lag sem oftast hefur heyrst opinberlega. Eg held að Rikshaw menn geti verið ánægðir með útkomuna á þessari fyrstu breiðskífu hljóm- sveitarinnar og vonandi þurfa þeir ekki að standa jafnlengi í því að koma út næstu plötu og þessari. -SþS- Chris Rea - Dancing with strangers Lokast inni í lyftu Chris Rea er sérstæður söngvari. Rödd hans er eins og liæg norðanátt, seiðandi og hvíslandi í senn, hkt og hann sé að að fara með töfraþulu. Rea heillaði þannig viökvæmar sálir fyrir tæpum tíu árum, með Fool if you think it’s over, sem hann skrif- aöi reyndar fyrir systur sína. Er hún þar með úr sögunni. Síðan hefur Rea öðru hveiju skotið upp kollinum. Það fer iðulega lítið fyrir honum, ólíkt velflestum popp- stjörnum sem elska fárviðri sviðs- ljósanna. Platan On the Beach vakti nokkra athygli á almennum markaði í fyrra. Þar var Rea sér og yfirveg- aðri tónlist sinni trúr. Titillagið var gott dæmi um þau heillandi áhrif sem rödd hans hefur. Óviðjafnanlegt. Dancing with strangers veldur þannig töluverðum vonbrigðum. Þetta er aö flestu leyti mjög ómerki- leg plata. Ástæðan er sú að Rea ræðst hér til atlögu við formúlur hinnar dæmigerðu dægurtónlistar. Lagið Let’s dance er gleggsta dæmiö um það. Útþynnt uppskrift að poppslag- ara sem hvorki er fugl né fiskur. Það er aðeins í upphafi sem Rea nær flugi. Lagiö Joys of Christmas er undir sterkum blúsáhrifum og Rea pikkar gítarinn af öryggi. Það má einmitt finna nokkrar hhðstæður á þessari plötu með síðustu breiðskífu Claptons, August. Á seinni hliðinni er ennfremur að finna ástaróöinn Loving you again, þokkalegasta lag sem hæfir rödd Rea ágætlega. Áhrif úr suöur-amerískri tónlist eru líka merkjanleg á b hhðinni. Josie’s tune gæti þess vegna hafa verið numið á brntt frá Argentínu. Engu að síður er Dancing with strangers klisja, eins og nafnið bend- ir reyndar til. Hún ber merki stöðn- unnar og ófrumleika þegar á heildina er htið. Chris Rea er hæfileikaríkur tónlistarmaður. Hann er því miður undir áhrifum frá hugmyndafræði markaðslögmálanna í þetta skiptið. Þorsteinn J. Vilhjálmsson Mick Jagger - Prímitive Cool Mildur Jagger Þótt Mick Jagger sé orðinn fjörutíu og fjögra ára gamall er hann enn þann dag i dag hálfguö í augum popp- unnenda. Sem „prímus mótor” í Rolhng Stones er hann kominn á pall þar sem aðeins fáir útvaldir eiga rétt á að vera. Því hlýtur ætíð að vekja mikla athygli þegar hann gefur út sólóplötu. Hefur nú hans önnur plata, þar sem hann er án félaga sinna í Sto- nes, htið dagsins ljós og nefnist hún Primitive Cool. Nýtur hann þar aðstoðar þekktra manna, manna sem eru þekktir að gæðatónlist. Ber þar fyrst að nefna Dave Stewart sem hefur að hluta til samiö lög ásamt Jagger og aðstoðar hann við upptöku. Og meðal hljóð- færaleikara er koma við sögu má nefna Jeff Beck og Simon Phihips, er báðir setja sitt mark á tónlistina, og í minni hlutverkum má nefna David Sanborn, Omar Hakim og Greg Phillinganes. Það gefur því auga leið, eftir þessa upptalningu, að tónlistin hlýtur að hljóma öðruvísi en hjá Rolling Sto- nes, enda er það reyndin, sjálfsagt einhverjum til vonbrigða. Hvað um þaö, að mínu mati hefur Mick Jagger gert pottþétta plötu með Primitive Cool. Lögin eru fyrst og fremst skemmtileg, fáguð og öðruvísi en maður átti von á frá rokkara núm- er eitt. Krafturinn er fyrir hendi í góðum rokklögum á borð við Throwaway, Primitive Cool og Shoot of Your Mouth og einnig fer Jagger vel með róleg lög á borð við Say You WiU og hiö guUfallega Party Doll. Ekki tel ég nú samt að neitt einstakt lag geti orðið vinsælla en annað. í heild eru lögin ekki léttmeti á borð við þau lög sem skreyta vinsældalista. Primitive Cool þarf hlustun. Galli plötunnar er helst sá að tón- listin hefði að ósekju mátt vera hrárri. Mick Jagger er og verður grófur söngvari og að fínkemba und- irspil eins og hér er gert er áUtamál hvort rétt er. Þar með er ekki sagt að Mick Jagger hljómi illa. Það tekur aðeins tíma að venjast honum þó nokkuð mildari en hann hefur verið um árin. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.