Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. 3 Fréttir Geðsjúkt folk hýst í fangageymslum - óljúft að grípa til þess, segír Tómas Helgason Kona um þrítugt, sem er bæði geð- sjúk og heimilislaus, olli fyrir skömmu tjóni á bifreið á Laugavegi. Lögreglan tók konuna og flutti á geð- deild Landspítalans. Nokkrum klukkustundum síðar var konan komin á götuna á ný. Lagði hún leið sína á myndbandaleigu í Reykjavík og réðst þar að hillum og mynd- bandsspólum. Eigandi myndbandaleigunnar tel- ur að hann hafi orðið fyrir á annað hundrað þúsund króna tjóni. Prófessor Tómas Helgason sagði að í þessu ákveðna tilfehi kæmi tvennt th, annars vegar veikindi konunnar og hins vegar að konan væri heimil- islaus. Þegar hann var spurður hvort ekki væri hægt að að hjálpa fólki sem svo er komið fyrir sagði hann það ekki vera í verkahring sjúkrastofn- ana að leysa húsnæðisvanda fólks. Prófessor Tómas sagði einnig að starfsfólk þeirra stofnana sem ann- ast þessa sjúkhnga hefði ekki heimhd th að ákveða hvort sjúklingarnir yrðu lokaðir inni á stofnunum eða ekki. Hann sagði það vera í verka- hring aðstandenda, félagsmálastofn- ana, lögreglu og fleiri að æskja þess að geðsjúkt fólk væri hýst á stofnun- um. í máh prófessors Tómasar Helga- sonar kom fram að í einstaka tilfell- um þyrfti að hafa geðsjúkt fólk í fangageymslum lögreglunnar. Er það gert í þeim tilfellum þegar sjúkl- ingar væru mjög erfiðir viðureignar. Það væri öhum óljúft að þurfa að gera þetta. Mikill skortur er á starfs- fólki á stofnunum og þær því vanbúnar að takast á við erfiðustu sjúklingana. Bjarki Ehasson hjá lögreglunni í Reykjavík sagði að það væri rétt að lögreglan hýsti stöku sinnum geð- sjúkt fólk. Sagði hann það vera undantekningu ef sjúkhngar væru færðir í fangageymslur. Hann sagði það öllu algengara að lögreglan færi á sjúkrastofnanir th aðstoðar starfs-' fólki. -sme Kartöfluútflutningurinn: Enn ósamið um verðið „Það fór út prufusending og hún hkaði svo vel að Norðmenn vilja fá meira núna,“ sagði Stefán Valgeirs- son, formaður bankaráðs Búnaðar- bankans, í samtah viö DV þegar hann var spurður um thraunaút- flutning á kartöflum til Noregs sem hann hefur staðið fyrir könnun á. Stefán sagði að um verð hefði ekki verið samið en nú eru að fara th Noregs 12 tonn af kartöflum. „Það er ósamið um verðið en ég held að þeir vhji frekar fá okkar kartöflur en kartöflur frá öðrum löndum þar sem aht er vaðandi í mengun og skógarnir eru að deyja,“ sagði Stef- án. Stefán sagði að ekki hefði verið gengið endanlega frá því hver flutn- ingskostnaður verður en hann bjóst við því að samningar næðust um 2,40 krónur fyrir hvert kíló flutt í gámum, eða 1,30 krónur fyrir kílóið í sekkj- um. í DV nýlega sagði Agnar Guðnason, yfirmatsmaður garðá- vaxta, að reikna mætti með því að greiða þyrfti 6 krónur fyrir kílóið í flutningi. Stefán vhdi ekki upplýsa með hvaða skipafélagi kartöflurnar yrðu fluttar en seljendur greiða flutnings- kostnað. -ój jjiöblœiiiiz oj iperwánÁ læppnl. ^dvkJ^^hMuiL Trivial Pursuit Fæst í bóka- og leikfanga verslunum um land allt. þiríd /Ii í m I óisi-sii .Trivial Pursuit" er skrásett vörumerki. Dreifing á íslandi: Eskifell hf., s. 36228. Leikur frá Horn Abbot. Gefinn út meö leyfi Horn Abbot Intl. Ltd. Háir vextír Grunnvextir á Kjörbók eru nú 32% á ári og leggjast þeir við höfuðstól tvisvar á ári. Ef innstæða, eða hluti hennar, hefur legið óhreyfð í 16 mánuði hækka vextir í 33,4% og í 34% eftir 24 mánuði. Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun er því ailt að 36,9% án verðtryggingar. VerÓtrygging Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri ergreidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þráttfyrirháa vexti og verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,85%, en reiknast þó ekki afvöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin erbæði einfaltog öruggt sparnaðarform. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.