Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. 5 Fréttir Skipting Hæstaréttar í tvo dómstóla? - þar sem Hæstiréttur fjallaði um stéru málin óskiptur í kjölfariö á útkomu bókar Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstarétt- arlögmanns, „Deilt á dómarana", hafa vaknað enn á ný umræður um framtíðarhlutverk Hæstaréttar. Tek- ist er á um tvö meginsjónarmið. Annað þeirra er skipting Hæstarétt- ar og að eftir það íjallaði Hæstiréttur eingöngu um stærstu mál og þá óskiptur með flmm dómurum. Um árabil voru uppi hugmyndir um stofnun svokallaðrar lögréttu til þess að létta á störfum Hæstaréttar. Sú hugmynd var ítrekað horin fram af dómsmálaráðherrum á Alþingi en var loks svæfð. í staðinn var ákveðið að fjölga dómurxnn Hæstaréttar úr 5 í 11 um tíma á meðan málabunkinn yrði grisjaður og fækka þeim síðan í 8. í þessari ráðstöfun felst deilda- skipting Hæstaréttar þar sem 5 dómarar af 8 dæma hvert mál. Á þá skipan er deilt fyrir þaö að hún gefi tilefni til mismunandi dóma um hhð- stæð mál þar sem mat dómara er misjafnt, eðli sínu samkvæmt, enda væru þá engar deilur uppi ef allir væru sömu skoðunar um lög og regl- ur. Þeir sem telja virðingu Hæstaréttar fyrir borð boma og jafnvel réttarör- Þrjátíu ára spá um jarðvarmanotkun: Snjóbráðin þreföld á við laxeldið allt Enda þótt spáð sé fimmtánfóldun á notkun jarðvarma til laxeldis næstu 30 árin er því jafnframt spáð að laxeldi noti ekki einu sinni þriðj- ung á við snjóbræðslukerfi af heitu vatni. Snjóbræðslan mun koma næst á eftir húshituninni ef allir spádómar orkuspárnefndar rætast. Á síðasta ári var jarðvarmanotkun hér á landi 4.611 gígavattstundir og ætlað er að hún aukist um 40% til aldamóta og 60% næstu 30 ár. Þá á hún að verða 7.336 gígavattstundir. Húshitunin tekur langmest, núna 3.770 stundir, en vex hægt og spáin. er 4.860 stundir áriö 2015. Núna tekur iönaður næstmest, 262 stundir, en árið 2015 er reiknað með 942 gígavattstundum til snjóbræöslu, 582 til iðnaðar, 386 til sundlauga, 290 til ylræktar og 274 til laxeldis. Af því sem fer til snjóbræðslunnar er þriðj- ungur fullheitt vatn en hitt svokallað bakrennsh eða endurnotað vatn. -HERB ygginu ógnað vegna þessa fyrir- veröi stofnaður út úr Hæstarétti og yröi að sjálfsögðu áfrýjunardómstóll komulags vilja að annar dómstóll íjalli hann um öll smærri mál. Hann eins og Hæstiréttur er. -HERB ^ Sólbaðsstofa Ástu B. Vilhjálms Grettisgötu 18 - sími 28705 Nýjar perur ATH! Tilboðið stendur * 1 VERIÐ VELKOMIN ÁVALLT HEITT Á KÖNNUNNI Siguröur Ólafsson kemur til hafnar með Gjafar VE í togi. DV-mynd Ragnar Imsland Homafjörður: Gjafár VE fékk vír í skrúfuna Júlía Imsland, DV, Hafn: Sigurður Ólafsson SF sótti nýlega Gjafar VE vestur á Mýragrunn og dró hann til Hornafjarðar. Gjafar haföi fengið vír úr trollinu í sicrúf- una. Það tók kafara á Höfn 16 klukkustundir að hreinsa úr skrúf- unni. Gjafar er nú farinn til Vestmanna- eyja þar sem hann fer í slipp því að einhverjar skemmdir hafa orðið á skrúfubúnaði skipsins. Borgarfjörður eystra: Um 2000 hreindýr í byggð Helgi Amgrímsson, DV, Borgarfiröi eystra: Undanfamar vikur hafa hátt í 200 hreindýr haldið sig í byggð í Borgar- firði eystra. Hafa þau aöallega verið í tveim hópum og hafa rásað fram og aftur um sveitina, alveg út að Jök- ulsá sem er bær rétt innan við þorpið Bakkagerði. Þetta kemur nokkuð á óvart því ennþá er snjólaust í eyði- víkunum sunnan Borgaríjarðar og í Loðmundarfiröi og ætla mætti að þar væri meiri friður fyrir þessar styggu skepnur en í byggðinni í Borgarfirði. Undanfarin ár hafa haldið sig í Borgarfjarðarhreppi 5-600 dýr allan ársins hring og er víöa að sjá veruleg landspjöll eftir þau þegar þau hafa þurft að krafsa upp gróður á móum og börðum að vetrarlagi. Ein ástæðan fyrir því hve dýrin í Borgarfirði eru spök er sjálfsagt sú að Borgfirðingar láta þau nær af- skiptalaus utan veiðitímans á haust- in. Á Borgarfirði er hafður sá háttur á við veiðar á hreindýrakvótanum að sveitarfélagið sér alfarið um þær veiðar og ræður til þess ákveðna menn. Ágóðanum af veiðunum er síðan skipt eftir ákveönum reglum milU bæja í sveitinni. Á þessu hausti var arður af hrein- dýraveiðunum 900.000 krónur. Honum var skipt þannig milli jarða að 400 þúsundum var skipt á jarðir eftir landmati, 200 þúsundum skipt á allar byggðar jarðir eftir landmati og 200 þúsundum á allar byggöar jarðir eftir landsstærð. Þá voru greiddar 2000 krónur í skotlaun á hvert dýr til landeiganda þar sem dýrið var skotið. n Jeep EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI 1988 Wagoneer Cherokee Opið lausardae klJM6 * Hagstæð kjör * 25% útborgun * Eftirstöðvar lánaðar í allt að 2 Vi ár Ath. Gengi dollars hefur ekki verið lægra síðan fyrir gengisfellingu 1984. Sýningarbíll á staðnum EGILL VILHJALMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kop., s. 7 72 00 - 7 72 02.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.