Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. 13 Árásimar á Stefán Jóhann „Þeir Hannibal Valdimarsson og Gylfi Þ. Gíslason tóku saman höndum 1954 um að velta Stefáni Jóhanni úr for- mannssæti 1 Alþýðuflokknum.“ Fyrir þá menn, sem ekki muna árin fyrst eftir seinni heimsstyij- öld, menn eins og mig, er afskap- lega erfitt aö skilja þá heift og hatur sem kommúnistar hafa lagt á Stef- án Jóhann Stefánsson forsætisráö- herra. í mínu minni er Stefán Jóhann hlýlegur gamall maður sem ég kynntist þegar viö vorum samherjar í baráttunni fyrir því að dr. Kristján Eldjárn yrði kjörinn þriðji forseti lýðveldisins. Stefán Jóhann var þá í raun sest- ur í helgan stein en ævisaga hans var að koma út, eða nýkomin út, og ber öllum saman um að það sé besta sjálfsævisaga stjómmála- manns sem enn hefur verið rituð af íslendingi. Fer þar saman gott vald á íslensku máli, mikil frásagn- argleði og meiri hreinskilni en stjórnmálamönnum er títt aö sýna í slíkum ritum. Allt auri atað Þeir sem lesa ævisögu Stefáns Jóhanns verða fljótt varir við hverja hann telur höfuðandstæð- inga sína í stjómmálum. Hann tók við Alþýðuflokknum í molum þeg- ar kommúnistar og Héðinn Vald- imarsson voru búnir að reka Jón Baldvinsson úr Dagsbrún og kljúfa Alþýðuflokkinn í herðar niður en Jón bugaðist undan og lést skömmu síðar. Það var erfitt að vera formaður Alþýðuflokksins eftir fráfall Jóns Baldvinssonar. Á þessum ámm litu kommúnistar og meðreiðarsveinar þeirra, þeir Héðinn og Sigfús Sigur- hjartarson, á alþýðuflokksmenn sem sína verstu andstæðinga og einkanlega var þeim uppsigað við Stefán Jóhann Stefánsson. Það voru skipulagðar rógsher- ferðir gegn honum á vinnustöðum og hvar sem alþýðuflokksmenn áttu fylgi, skipti engu pólitískt líf hans eða einkalíf, - allt var auri atað. Er óhætt að fyllyrða að eng- inn stjórnmálamaður í seinni tíð hafi verið rægður jafnsvívirðilega og Stefán Jóhann Stefánsson. Var því eðlilegt að Stefán Jóhann bæri þungan hug til kommúnista. Til marks um heift kommúnista í garð Stefáns Jóhanns má rifja upp að Pálmi Hannesson rektor var samstúdent þeirra Stefáns og Brynjólfs. Vorið 1948 áttu þeir 30 ára stúdentsafmæli og hafði Pálmi forystu um fagnaöinn. Hann innti Brypjólf m.a. eftir því hvort hann myndi ekki mæta. Brynjólfur kvað nei við og sagðist ekki hafa skap til þess að sitja í fagnáði með mönn- um sem yrðu slegnir af þegar þeir tækju völdin - með Stefáni Jóhanni Stefánssyni. Varð Pálma hverft við, sem von var, því að hann fann að Brynjólfur meinti þetta. Stefán Jóhann Stefánsson hefur oft verið kallaður hægri krati. Það er alröng lýsing á stjórnmálaskoð- unum hans. Stefán var mægður inn í hákratafjölskyldu í Svíþjóð og var alla ævi í nánu samstarfi við norr- æna jafnaðarmenn, ekki síst þá sænsku. Hafi nokkur maður verð- skuldað þá nafnbót að vera nefndur sænskur krati í fornri merkingu þess orðs, þ.e. áður en Olov Palme varö leiðtogi þeirra, þá er það Stef- án Jóhann Stefánsson. Þessi tengsl við norræna jafnað- armenn voru íslendingum nota- dijúg. Þau skiptu mjög miklu máli þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað. Og menn mega ekki gleyma því að þá voru jafnaðar- menn við völd í nær öllum stofn- ríkjum bandalagsins. Atlantshafs- bandalagiö má vel kalla sósíaldemókratískt bandalag. Árásir ná hámarki Árásir kommúnista á Stefán Jó- hann náðu hámarki við inngöngu íslands í Atlantshafsbandalagið. Þá voru tæpast til þau hnýfilyrði sem ekki voru notuð um forsætisráð- herra landsins. Allt var honum borið á brýn. Þá stóð hann sem sósíaldemókratískur forsætisráð- herra að stofnun þessa bandalags, samherji Einars Gerhardsen í Nor- egi, Hans Hedtoft í Danmörku, Clements Attlee í Bretlandi og Pauls Henris Spaak í Belgíu, en samherjar studdu stofnunina í öðr- um ríkjum, hvort heldur þeir voru aðilar að stjórn eöa ekki. Sósíaldemókratar mundu árin fyrir styrjöldina þegar kommúnist- ar slógust meira við þá en nasista, þegar kommúnistar voru hlutlaus- ir í upphafi styrjaldarinnar, vegna griðarsáttmála Stalíns og Hitlers, en urðu ekki andstæðingar Hitlers- heijanna fyrr en við innrás þeirra í Sovétrússland. Þeir mundu hvemig kommúnist- ar voru önnum kafnir í Spánar- styijöldinni að koma andstæðing- um sínum innan lýöveldisstjórnar- KjaUaiinn Haraldur Blöndal lögfræðingur innar fyrir kattarnef og lögðu jafnvel meiri rækt við það en berj- ast við Franco og neyðaróp flokks- bræðra þeirra úr þeim löndum, sem Rússar voru að kremja undir járnhæl sínum, glumdu þeim í eyr- um. Stefán Jóhann Stefánsson tók mark á flokksbræðrum sínum er- lendis og kom reynslu þeirra til skila meöal annarra lýðræðis- flokka á íslandi. M.a. þess vegna náðist sú samstaða um utanríkis- mál milli lýðræðisflokkanna sem aldrei hefur rofnað frá því að Atl- antshafsbandalagið var stofnað. Þeir Hannibal Valdimarsson og Gylfi Þ. Gíslason tóku saman hönd- um 1954 um að velta Stefáni Jóhanni úr formannssæti í Al- þýðuflokknum. Hannibal var kosinn formaður en hrökklaðist þaðan eftir skamma dvöl og hóf þá bandalag með Finnboga Rúti, bróð- ur sínum, og kommúnistum. Sú samvist dugði í 11 ár. Ekki er ég viss um að þeir Hannibal og Gylfi séu nú jafnhreyknir yfir gerðum sínum og þeir voru þegar úrslitin í formannskosningum Alþýðu- flokksins lágu fyrir 1954. Þegir þunnu hljóöi Stefán endaði feril sinn sem sendiherra í Kaupmannahöfn. Hann tók við starfi af dr. Sigurði Nordal prófessor sem sendur hafði verið til Kaupmannahafnar til þess að leysa handritamálið. Mælska og snilli dr. Sigurðar Nordal dugði hins vegar ekki til þess að leysa þetta mál. En Stefán Jóhann Stef- ánsson var náinn vinur þeirra danskra stjórnmálamanna sem þá voru við völd í Danmörku, en þá voru þeir forsætisráðherrar hver eftir annan sósíaldemókratarnir H.C. Hansen, bréfavinur Stefáns Jóhanns, Viggo Kampmann og Jens Otto Krag. Þessir menn mátu Stefán Jóhann Stefánsson. Það skipti miklu máli við lausn handritamálsins að þá var sendiherra íslands í Danmörku maður sem hafði jafngóð og mikil ítök meðal norrænna jafnaðar- manna og hann. Vegur Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar fer vaxandi eftir því sem tíminn endurmetur söguna. En kommúnistar munu halda áfram að hata þann mann sem hélt saman sigruðum herjum alþýðuflokks- manna þegar búiö var að buga Jón Baldvinsson. Og það er í þeim anda sem fenginn er norskur lygasagn- fræðingur til þess að útbúa nýjan óhróður. Almenningur sér hins vegar að dr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem segist ekki vera kommúnisti, þegir þunnu hljóði yfir árásum Þjóövilj- ans á Stefán Jóhann Stefánsson. Var Stefán Jóhann þó meiri vinur Tage Erlander en Ólafur var Olovs Pah.ie. Haraldur Blöndal Trillukarlar og útgerðaraðall Enn á ný er komið að skiptingu þess fisks sem taliö er að veiða megi við strendur landsins. Full- trúar stórútgerðarmanna vinna í sjávarútvegsráðuneyti við skáld- skap þeirra reglna sem ætlast er til að gildi næstu ár og telja sig vafa- laust vera þá einu útvöldu sem nokkurt vit hafa á þessum hlutum. Rangar forsendur Það sem heyrst hefur frá þessum reglugerðarsmiðum segir okkur þá sögu að mannagreyin hafa ekkert í höndunum til að byggja á annað en rangar forsendur. Kemur þá af sjálfu sér að útkoman verður vit- lausari en forsendumar. Aö áliti þessara svo kölluðu „sér- fræðinga" eru bátar undir 10 tonnum flskistofnum okkar svo hættulegir að með einhverjum bolabrögðum verður að losna viö þessi hroðalegu útrýmingartæki af fiskimiðunum, enda samræmist þessi útgerðarmáti ekki nútíma- hagspeki. Verði þessi reglugerðarsmíð samþykkt geta trillukarlar ekki tekið henni öðmvísi en sem hreinni stríðsyflrlýsingu. Bátar undir 10 lestum koma með allan sinn afla í vinnslu sem er hag- kvæmt hvemig sem á það er litið. Er það meira en hægt er að segja um til dæmis togaraútgerð. Mönn- KjaUaiinn Arnþór Pálsson trillukarl um er ljóst að þar er hent töluverðu magni af smáfiski sem drepst og kemur hvergi að gagni. En þó er líklegt að enginn útgerð- armáti sé fiskistofnum þessa lands jafnhættulegur og svokallaðir frystitogarar sem enginn veit hvað fiska raunverulega til að ná þvi magni sem þeim er ætlað að fá í unnum fiskafurðum. Vitað er að vegna vinnslunnar um borð er fleygt um og yflr 65% af afla og að auki einhverri óþekktri stærð sem ekki hentar vegna þeirra tækja sem um borð eru svo og vegna arðsemissjónar- miða. Útgerðaraðallinn að verki Margir sjómenn, sem stundað hafa þennan veiðiskap, eiga eitt orð sameiginlegt, það er orðið hrylling- ur og eiga þá ekki við aö vökulög eru þverbrotin heldur þann viðbjóð og þá græðgi sem þessi veiöiskapur hefur í fór með sér. Tvö undanfarin ár hafa smábátar skilað á land rúmlega 30.000 tonn- um á ári, sem u.þ.b. 2.500 menn og konur hafa haft atvinnu sína af að meira eða minna leyti. Á sama tíma má ætla að 10 frysti- togarar hafi hent fyrir borð rösk- lega 60.000 tonnum af þeirri veiði sem um borö í skipin hefur komið. Þarna eru skip útgerðaraðalsins aö verki, mannanna sem hafa þau for- réttindi umfram aðra að skip þeirra fá að velja eftirlitslaust það magn og þann fisk sem þeir græða mest á, burtséð frá öllum nýtingar- og fiskvemdarsjónarmiðum. Þetta er meira magn en allir bátar undir 10 lestum veiddu á síðustu tveim árum eða 1200 bátar. Þeir aðilar, sem um þessi mál fjalla, vilja vafalaust ekkert af þessum hlutum vita og reyna að leiða at- hygli ráðamanna að öðru sjónar- horni um leið og þeir telja það sjálfsagt að þeir hafi það drottnun- arvald að dæma hundruð manna frá lifibrauði sínu og eignum. Útgerð smábáta er það háð veðri og vindum að í raun er verið að bjóöa hættunni heim með því að setja veiðibann á þessa báta yfir besta tíma ársins sem orsakar harðari sókn á óheppilegri árs- tíma. Frá Raufarhöfn að vetrarlagi. Sjálfkrafa takmarkanir Þær árásir, sem nú eru hafðar í frammi af þjónkurum stórútgerð- armanna, eru fyrst og fremst vegna þess að þeir hafa séð á bak mörgum góðum sjómönnum sem hafa á undanfömum árum séð sér fært að hefja útgerð sjálfir á smábátum frá heimabæjum sínum og losnaö undan ranglátum hlutaskiptum útgerðarspekúlanta sem hafa kom- ist upp meö að hrammsa til sín 70% aflahlut eða greiða 10% í hlut á mann þar sem smábátar greiða frá 15-30% á mann, þar sem eru hluta- menn, eftir því hvaða veiðar era á bátunum. Ég held að frekari takmarkanir en giltu á síðasta ári þurfi ekki, þótt hver trilla sé búin að fá 165 kg meira en 1986 eða samtals 200 tonn. Veðurfar sér fyrir þeim tak- mörkunum, sem þessir bátar þurfa, eins og við Norðlendingar höfum fengið að finna fyrir þetta árið. Það mætti kannski huga að hvort ekki væri æskilegt að hamla eitt- hvað gegn fjölgun þessara báta þó sú ráðstöfun brjóti í bága við þá kenningu að sækja eigi fiskinn með sem minnstum tilkostnaði. Aö endingu vil ég beina því til trillukarla að fylgjast vel með því sem fram fer á Alþingi þegar þessi kvótamál koma til umræðu því aö það fer aö styttast í kosningar til Alþingis. Arnþór Pálsson „Vitað er að vegna vinnslunnar um borð er fleygt um og yfir 65% af afla“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.