Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. Úúönd Nýr forsætisráðherra Nýr forsætisráöherra var til- nefndur í Kína í gær og mun hann væntanlega taka viö embætti á næsta ári, eltir að staðfesting þings landsins á tilnefningu hans hefur fengist. Þingiö kemur saman snemma á næsta vori. Þessi nýi forsætisráðherra heitir Li Peng og tekur hann viö af Zhao Ziyang sem veriö hefur forsætis- ráöherra frá árinu 1980. Vopn frá Gaddafí Bresk yfirvöld sökuöu í gær Mo- ammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, um aö hafa sent hermdarverkamönn- um írska lýðveldishersins, IRA, mikiö magn vopna og sprengiefnis á árunum 1985 og 1986. Gaddafi hefur staðfaslega neitað aö hafa sent IRA vopn en Bretar teija sig nú hafa sannanir fyrir slíku. Mikil leit hefur fariö fram við N-írlands og írska lýð- vopnabirgðum sem þar eru taldar geymdar á vegum IRA. Erfíðleikar framundan Utlitiö er nú talið fremur dökkt 1 fjármálum Evrópubandalagsins, eftir að utanrikisráöherrar og landbúnaöarráðherrar aöiladarríkja bandalags- ins náöu ekki samkomulagi um aögerðir til aö auka tekjur bandalagsins og hefta útgjöld til landbúnaöarmála. Er taliö að leiðtoga þjóðanna tólf, sem ætla aö hittast í Danmörku í dag, bíði erfitt verkefni við aö leita lausna á vandkvæöum bandalagsins. Telja sumir sérfræöingar jaínvel að efnahagsleg óreiða biði nú banda- lagsins ef ekki verði gripið til róttækra aðgeröa. Áhöfn bandarisks tundurduflaslæðara málar merki á brú skipsins fyrir hvert Tundurdufl sprengt á Persaflóa. tundurdufl sem hún finnur og eyðileggur. Símamynd Reuter Simamynd Reuter George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að stjóm- völd í Sovétríkjunum væra ekki reiöubúin til að samþykkja algert bann við sölu á vopnum og víg- búnaöi til írana. Vopnasölubanns gagnvart íran er krafist í yfirlýsingu Oryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um stríðið fyrir botni Persaflóa. Aðspurður kvað utanríkisráðherr- ann augljóst, af viðræðum sínum við sovéska utanríkisráðherrann í Genf undanfama daga, að Sovétmenn væru ekki reiðubúnirtil þess að hefja beinar aðgerðir gegn írönum. Sagðist hann þó telja tímabært fyrir Banda- ríkin að hefja beitingu refsiaðgeröa til að þrýsta á írani um að gangast að vopnahléi í stríði þeirra við írak. Sagði Shultz augljóst að íranir væru að fífla Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Þeir segöust hvað eftir annað ætla að koma til funda um styijöldina og hugsanlegar leiðir til lausnar á deilumálum við Persaflóa en létu síðan aldrei sjá sig. íranir hafa undanfarna daga ráðist að nokkrum skipum sem hafa verið á ferð um Persaflóa. Þá hafa þeir lagt töluvert af tundur- duflum um flóann en yfirmenn herskipa Bandaríkjanna, sem eru við og á flóanum, segjast hafa fullt vald á að eyða tundurduflunum eftir þörf- um. Samþykkja ekki vopnasölubann Dómari í E1 Salvador hefur ákveðið aö draga þingmanninn Roberto D’Aubuisson fyrir rétt fyr- ir ætlaða aðild hans að morðinu á Oscar Araulfo Romero, erkibisk- upi í E1 Salvador, árið 1980. Dómsmálaráðherra E1 Salvador sagði fréttamönnum í gær að dóm- arinn hefði farið þess á leit við þing landsins að D’Aubuisson yrði sviptur þinghelgi. D’Aubuisson hefur neitað öllum sakagiftum. Óeirðir á Haíti Þrír létu lifið og nokkrir særðust í átökum á Haiti í gær. Mikils of- beldis hefur gætt í kosningabaráttu í landinu undanfama daga en nú eru fimm dagar til forsetakosninga þar. Verða þaö fyrstu forsetakosn- ingar á Haiti um þijátíu ára skeið. Lögregiumenn skutu í gær á sex vopnaða menn sem reyndu að kveikja í stórverslun, skammt frá aöalstöövum eins af frambjóöend- um í kosningunum. Felldu lög- reglumennimir einn tilræðis- mannanna. Búist er við frekari ofbeldisverk- um í landinu á næstu dögum. Minjagripurinn molnaði Tugir safnara, sem komnir voru saman hjá uppboðshaldara í Mið- Englandi í gær, urðu þar fyrir miklum vonbrigöum. Þeir voru saman komnir til þess að bjóða í mipjagrip um bresku konungsflölskylduna. Þegar giipurinn var dreginn upp úr geymslupoka, þar sem hann haföi veriö um hríö, molnaði hann niöur og varð að engu fyrir augum þeirra. Ekkert varð úr uppboöinu og tekiö skal fram að tjónið hefur ekki enn verið metið enda ekki vitað með vissu hvar gripurinn var tryggður. Minjagripurinn var hálfétin ristuð brauðsneið með smjöri af morgtm- verðarborði Karls prins og Díönu. Haföi bitinn náðst af leifúm fyrsta morgunverðar hjónakornanna eftir brúökaup þeirra 1981. Samningaviðræður milli kúbönsku fanganna í Louisiana og Atlanta og yfirvalda í Bandaríkjunum þokast nú ekkert áfram. Hafa tólf einstakl- ingar eða hópar komið fram sem fulltrúar fanganna síðasta einn og hálfan sólarhringinn og hafa allir borið fram mismunandi kröfur. Enn rýkur úr rústum fangabúð- anna sem fangarnir kveiktu í í upphafi róstanna og reynt er aö slökkva eldinn úr þyrlum sem sveima yfir búðunum. í Atlanta eru það nær fjórtán hundruð fangar sem taldir eru hafa sjötíu og fimm gísla í haldi. i Louisiana tóku þúsund fang- ar á laugardaginn tuttugu og átta gísla. Þúsund lögreglumenn standa á verði fyrir utan fangabúðirnar í Atl- anta þaðan sem þijú hundruð fimmtíu og einn fangi hefur þegar verið fluttur á brott. Hófst brottflutn- ingurinn í gær og var fjöldi strætis- vagna notaður við flutningana. Fangelsisyfirvöld vildu ekki greina frá hvert ferðinni væri heitið en sum- um eiginkvenna fanganna var tjáð að flytja ætti þá til annarrar stofnun- ar. Yfirvöld á Kúbu tilkynntu í gær að kúbönskum flóttamönnum í Banda- ríkjunum, sem snúið yrði aftur til Kúbu, jrði veitt sakaruppgjöf fyrir þá glæpi er þeir kynnu að hafa fram- iö áður en þeir fóru frá Kúbu. Hins vegar yröu þeir sem gerst hefðu brot- legir viö lögin eftir komuna til Bandaríkjanna að afplána fangelsis- dóma á Kúbu. ■ ■y^í- Rúmlega þrjú hundruð kúbanskir fangar voru fluttir á brott frá fangabúðun- um í Atlanta í gær. Ekki var greint frá því hvert þeir yrðu fluttir. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.