Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1987, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1987. Springdýnur, svampdýnur Latex heilsudýnur. Opið laugardaga og sunnudaga. Búðarkot Hringbraut 119 Sími 22340 PAULINA JULiA Utiönd Þeir voru ánægðir, Shultz og Sévardnadse, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, þegar þeir höfðu komið samkomulaginu um útrýmingu meðaldrægra kjarnaflauga í höfn. Simamynd Reuter Endahnútur- inn rekinn Bandaríkin og Sovétríkin, sem nú hafa komist að samkomulagi um út- rýmingu meðaldrægra kjarnaílauga, miða nú að verulægri fækkun á lang- drægum kjarnavopnum. Háttsettir embættismenn beggja stórveldanna sögðu í gærkvöldi að Reagan Bandaríkjaforseti og Gor- batsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, myndu einbeita sér að þessu næsta skrefi í afvopnunarmálum þegar þeir hittast þann 7. desember næstkom- andi. Það mikilvægasta sem gerist á þeim fundi er þó undirritun sögulegs samkomulags um útrýmingu rúm- lega eitt þúsund meðaldrægra kjarnaflauga sem flestar eru stað- settar í Evrópu. Það hefur tekið sjö ár að komast að þessu samkomulagi sem er hið Fjöldi berklatilfella í Kristjaníu er meiri en annars staðar í Dan- mörku. Árlega finnast um þrjú hundruð berklatilfelli i Danmörku, þar af tíu til tólf í Kristjaníu. Yfirlæknir nokkur segir tíðni berklatilfella í Kristjaníu svara til tíðni berkla í indverskri stórborg. „Þetta er miður en læknisfræðilega fyrsta sinnar tegundar og ráku utan- ríkisráðherrar stórveldanna, George Shultz og Edvard Sévardnadze, enda- hnútinn á samningaviðræðurnar nú í Genf síðustu daga. Það voru því ánægðir utanríkisráðherrar sem til- kynntu um árangur viðræðnanna í gær. Samkomulagið hefur mætt vissri andstöðu á Bandaríkjaþingi og kemst því aðeins til framkvæmdar að það verði samþykkt á þinginu. Gert er ráð fyrir að kjarnaflaugunum meðal- drægu verði eytt innan þriggja ára. Báðir aðilar létu undan varðandi ágreiningsatriði um eftirlit með að samkomulaginu verði fylgt eftir. Eft- irlit með samkomulaginu mun hafa það í för með sér að hundruð embætt- ismanna beggja stórveldanna verða önnum kafnir næstu þrettán árin. séð ekki svo mikið vandamál. Ekki er hægt að útiloka smit frá Kristj- aníu út í samfélagið en hættan á því er þó hverfandi. Við rannsök- um Kristjaníu tvisvar á ári og finnum ný tilfelli í hvert skipti,“ segir yfirlæknirinn. Hann segir ennfremur að hinn dæmigerði berklasjúklingur í dag sé karlmaður um fimmtugt, frá- skilinn, atvinnulaus og með áfeng- ■Sögðu utanríkisráðherrarnir að vegna friðarins væri það þess virði. Sévardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sagði að möguleikar væru fyrir hendi að hægt yrði að komast að samkomulagi um helm- ings fækkun langdrægra kjarna- vopna áður en Reagan Bandaríkja- forseti heimsækir Moskvu á fyrri hluta næsta árs. Shultz bætti við að áætlað væri aö ræða málið þegar á toppfundinum í desember. Embættismenn segja að þó að vilji sé fyrir hendi að fækka langdrægum kjarnavopnum sé um fleiri ágrein- ingsatriði en eftirlit að ræða og er þá sérstaklega átt við stjörnustríðsá- ætlun Bandaríkjaforseta. isvandamál. Sé ákveðiö samhengi milli berkla og alkóhólisma þar sem mikil drykkja hefur lélega næringu og sjúkdómsvörn í för með sér. Helmingur hinna árlegu berklat- ilfella í Danmörku finnst í Kaupmannahöfn og þá nær alltaf í tengslum við félagsleg vandamál. Danmörk Möig berklatitfelli Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmaimahöfti: Aukagjald vegna hættu á eyðnismiti Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahö&\: í danska sjónvarpinu hefur verið greint frá eyðnismituðum einstakl- ingi er þurfti að borga tannlækni sínum þrjú hundruð danskar krón- ur aukalega vegna ráðstafana tannlæknisins til aö foröast smit. Vakti upphæð þessi kurr meðal margra og því var rætt við formann danska tannlæknafélagsins. Hon- um fannst í lagi að tannlæknar fengju aukagjald í tengslum við aðgerðir þar sem þörf væri á ráð- stöfunum til varnar mögulegu eyðnismiti. Væri þá um aðgerðir að ræða þar sem snerting við blóð sjúklingsins væri líkleg. Formanninum þótti þó þrjú hundruð danskar krónur einum of mikið af því góða og nefndi hann tíu til tólf danskar krónur sem sanngjarnt aukagjald. Fer sú upp- hæð meðal annars til kaupa á gúmmíhönskum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.