Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Page 8
Útlönd
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
DV
Tilbúinn að hlusta
Daniel Ortega, forseti Nicaragua,
sagði 1 gær að ef fulltrúar kontra-
skæruliða reyndust reiðubúnir til
þess aö mæta v-þýska stjórnmála-
manninum Hans-Júrgen Wizchnew-
ski og bandaríska lögfræðingnum
Paul Reichler, sem fulltrúum stjóm-
valda í Nicaragua, myndu hann og
ríkisstjórn hans á móti verða fús til
að hlusta á nýjar hugmyndir frá
kontrahreyfingunni.
Svo virðist sem Ortega sé nú reiðu-
búinn til þess að sýna vilja til
málamiðlunar, í því skyni að koma
á friðarviðræðum milli kontrahreyf-
ingarinnar og stjórnvalda í Nic-
aragua að nýju. Upp úr viðræðunum
slitnaði skömmu fyrir jól, þar sem
fulltrúar kontraskæruliða kröföust
þess að fá að hitta fulltrúa stjórn-
valda augliti til auglitis, en viður-
kenndu ekki Reichler og Wizchnew-
ski sem verðuga talsmenn þeirra.
Ortega virtist í gær jafnmótfallinn
beinum samningaviðræðum ennþá,
en fullyrti að Reichler og Wizchnew-
ski væru fulltrúar stjórnar sinnar
gagnvart kontramönnum og að
næstu viðræður yrðu haldnar í Pa-
nama eða Belize.
Talsmaður kontraskæraliða sagði
í gær að leiðtogar þeirra vildu fá
tækifæri til þess að ræða þessi mál
við Miguel Obando y Bravo kardin-
ála, sem gegnt hefur hlutverki
sáttasemjara í tilraununum til frið-
arviðræðna milli stríðandi aðila í
Nicaragua, áður en þeir tækju af-
stöðu til þeirra.
Obando sagði að ef skæruliðarnir
gengju að tillögum Ortega myndi
hann sjálfur beita sér fyrir beinum
viðræðum milh kontraskæruliða og
stjórnvalda síðar.
Daniel Ortega, forseti Nicaragua, ræðir við fréttamenn í gær.
Simamynd Reuter
GEYSIFJÖLBREYTT ÚRVAL - GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
OPIÐ 30. DES.TILKL. 18.30,
OG GAMLÁRSDAG TIL KL. 12.00.
Ánanaustum, Grandagarði 2, símgr 28855 - 13605.
Tíl skipa: Pains Wessex línubyssur, svifblys og handbiys - vörur með gæðastimpli.
Farið varlega. Gleðilega hátíð.
E
EUnoCARD
F L 1 G E L D A R
1 7 0 Á R
1200-
;:;t nö‘2
;tk 1 Hfl fl —
NO 3 M60 stk. 2500
;ísSlí^j;-:T
o
jjjjjj
v) m