Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Qupperneq 18
18
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
Hvað er þér miimisstæðast frá árinu 1987?
DV
Ólafur Ragnar Grímsson:
Lýðræðislegur
styrkur-áfang-
ar í afvopnun
„Þegar litiö er yfir áriö 1987 er
tvennt efst í huga,“ sagði Ólafur
Ragnar Grímsson, formaöur Al-
þýðubandalagsins.
„í fyrsta lagi sá mikli lýöræðislegi
styrkur sem Alþýðubandalagið sýndi
með opinni umræðu um stöðu
flokksins og víðtækri þátttöku
flokksmanna í vali á nýrri forystu.
Það hefur aldrei gerst áður í íslensk-
um stjómmálum aö stjórnmála-
flokkur hafi á svo opinn, hreinskil-
inn og lýðræðislegan hátt gefið allri
þjóðinni kost á að fylgjast með úr-
lausn viðkvæmra vandamála.
Niðurstaðan varð sú að Alþýðu-
bandalagið er sterkara og heilsteypt-
ara við lok ársins en það var áður
og hefur skapað mikilvægt lýðræöis-
legt fordæmi fyrir allt stjórnmálalífið
í landinu.
i öðru lagi eru hin miklu þáttaskil
sem urðu við undirritun afvopnun-
arsamningsins í Washington. Nú
hefur vígbúnaðarhjólinu verið snúið
við og samið um raunverulega fækk-
un kjarnorkuvopna. Markmiðið er
heimur án kjamorkuvopna og nýtt
alþjóðlegt öryggiskerfi sem ekki hvíl-
ir á gagnkvæmum tortímingarhót-
unum hernaðarbandalaga. Fyrsta
skrefið hefur veriö stigið í þá átt.
Gömlu vígbúnaðarkenningarnar eru
ekki lengur í gildi.
Á nýju ári mun íslenska þjóðin
þurfa að glíma við margvísleg vanda-
mál vegna þess að forystuflokkar
fráfarandi ríkisstjórnar og núver-
andi ríkisstjórnar hafa allt liðið ár
komið í veg fyrir að tekið væri á hin-
um raunverulegu vandamálum
efnahagslífsins. Þeir töldu af póli-
tískum ástæðum nauðsynlegt að
viðhalda blekkingunum um að tekist
hefði að ráöa við verðbólguvandann.
Nú er hins vegar komið að því að
vemleikinn krefst aðgerða. Þess
vegna mun glíman við efnahags-
syndir liðins árs setja afdrifaríkan
svip á atburðarás ársins 1988,“ sagði
Ólafur Ragnar. -KMU
Egill Ólafsson:
„Þetta var
farsælt og
gæfuríkt ár“
„Þetta var farsælt og gæfuríkt ár,“
sagði Egill Ólafsson Stuðmaður í
samtali við DV. „Það sem mér er þó
einna minnisstæðast er að ég lék í
myndinni hans Hrafns Gunnlaugs-
sonar, í skugga hrafnsins. Þetta var
ný reynsla fyrir mig. Annað hef ég
ekki að segja um árið 1987.
Varðandi næsta ár get ég bara sagt
það sem ég hef oft sagt í fjölmiðlum
áður; ég býst aldrei við neinu, þess
vegna er hamingja mín alltaf ein-
hver.“
Bjartmar Guðlaugsson:
„Mengun
skæðari en
kjamorka
og eyðni"
„Hvað sjálfan mig varðar er mér
ofarlega í huga aö mér gekk vel á
tónlistarsviðinu á árinu sem er að
líða. En hvað varðar þjóðmálin er ég
spældur yfir kosningaúrslitunum og
mér finnast pólitíkusamir, sem eru
við völd, vera slappir. Ég vona þó að
þeir standi sig betur á næsta ári og
hef ég því hugsað mér að hjálpa þeim
svolítið í textunum mínum. Auglýs-
ingamennskan og glamúrinn í
kringum kosningabaráttuna fór
einnig í taugarnar á mér því málefn-
in véku þar gjörsamlega fyrir auglýs-
ingamennskunni.
A næsta ár er ég bjartsýnn - bæði
fyrir sjálfan mig og aöra tónlistar-
menn. Það er mikilvægt að íslenskar
hljómplötur seljist vel en það er for-
sendan fyrir því að íslenskt tónlistar-
fólk geti starfað. Einnig vona ég að
ráöamenn heimsins sjái um að friður
verði hér á jörðinni. Mín stærsta ósk
er þó sú að jarðarbúar beiti sér fyrir
auknum mengunarvörnum á næsta
ári. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir
því að mengun stofnar lífríki jarðar-
innar alvarlega í hættu og hún er
miklu skæðari en kjarnorkubomban
eða eyðni. Annars óska ég bara
plötukaupendum mínum og öllum
öðrum landsmönnum gleðilegs nýs
árs.“
-JBj
Guðjón B. Ólafsson:
Veikleiki
dollarsins
„Veikleiki dollarsins er mér einna
efst í huga á árinu sem nú er að líða,“
sagði Guöjón B. Ólafsson, forstjóri
Sambands íslenskra samvinnufé-
laga. „Þetta kom talsvert á óvart og
olli íslenskum útflutningsiönaði
miklum og vaxandi erfiðleikum.
Á nýju ári óttast ég að þeir sem
standa hér í atvinnurekstri muni
eiga erfiðleikatímabil framundan og
ég óttast aö heildarviðskiptakjör
þjóðarinnar verði ekki eins hagstæð
á næsta ári og þau hafa verið undan-
farin tvö ár. Ég vil kannski helst
mega vænta þess sem afleiðingu af
því að við lærum betur að stýra okk-
ar þjóðarbúi og efnahagskerfi og nýta
okkur betur þær takmörkuðu auð-
lindir sem við eigum - læra sem sagt
betri og hagkvæmari vinnubrögð.“
Guðjón B. Ólafsson.
-JSS
HAGKAU P
Reykjavík Akureyri Njarðvík ,
- / * Við ósíqxm
íandsmönnum öCCum ,
* árs ogfriðar
*
* *
Opnum aftur þriðjudaginn 5. janúar *
¥ *