Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Side 26
58 MIÐVIKUDAGÚR 30. DESEMBER 1987. Hvað er þér miimisstæðast frá árinu 1987? Sigurður P. Sigmundsson: Kosningamar mjög minnisstæðar Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri „Af landsmálunum eru mér kosn- ingamar í vor minnisstæöastar og þá ekki síst aðdragandi þeirra og úrslit. Þaö gekk ýmislegt á og er skemmst að minnast samskipta Þor- steins og Alberts," segir Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Norðurlands á Akur- eyri. „Hvað snertir mig persónulega þá er efst í huga að ég tók við nýju starfi er Fiskmarkaður Norðurlands hóf starfsemi í haust og það að rífa sig upp og flytja í annan landsfjórðung er auðvitað minnisstætt. Ég er bjartsýnn á framtíð fisk- markaða á næsta ári og sýnast þau mál stefha í rétta átt. Hins vegar hef ég áhyggjur af gengisstefnu stjóm- valda og fiskvinnslunni í landinu í framhaldi af því. Ég vona að mönn- um takist að finna réttu lausnina á þessu vandamáli og einnig að það dragi úr hinu gegndarlausa kaupæði almennings,“ sagði Sigurður. SigfusJónsson bæjarstjóri: Afmælishald Akureyrarbæjar Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri „Það koma ýmis mál upp í hugann og fyrst mætti minnast á 125 ára af- mælishald Akureyrarbæjar 29. ágúst en það tókst mjög vel,“ sagði Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri. „Fyrri hluta ársins glímdum við við skuldamál hitaveitu bæjarins og í framhaldi af því náðist samlkomulag við ríkisstjómina um að lækka hita- veitugjald til almennings. Af öðmm atburðum ársins minnist ég sam- Við sendum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum óskirum farsælt komandi ármeð þökk fyrir samstarfið á liðnum árum. EIMSKIP þykktar um rýmri opnunartíma verslana á Akureyri, einnig er Út- gerðarfélag Akureyringa eignaðist sinn 6. togara og 50 ára afmælis at- vinnuflugs á íslandi sem haldið var upp á hér í bænum. Hvað snertir mig persónulega er mér minnisstæðast að við hjónin eignuðumst dóttur hinn 9. nóvember. Mér líst ljómandi vel á nýja árið, það hefur verið mikið góðæri og ég lít því björtum augum fram á við,“ sagði Sigfús Jónsson. Ingimar Eydal: TVær utan- landsferðir Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Tvennt er efst í huga mér um þessi áramót,“ sagði Ingimar Eydal, hljómlistarmaður og kennari á Ak- ureyri. „Ég tók þátt í tveimur utanlands- feröum með bömum frá Akureyri - annars vegar krökkum úr blásara- sveit Tónlistarskólans og hins vegar barnakór úr Barnaskóla Akureyrar. Þetta voru ævintýraferöir og mjög gaman að fylgjast með þessum ungu og hressu æskuhópum á erlendri grundu. í Færeyjum lagði ég drög að af- mælishaldi hljómsveitar minnar. Sú spurning vaknaði hvort hægt væri að gæða gamla tónlist okkar því lífi að höfðaði til fólks í dag. Frumsýning dagskrár með „Stjömum Ingimars í 25 ár“ er mér mjög minnistæð. Við stóðum skjálfandi á beinunum bak við sviðið en þegar fagnaðarlæti áhorfenda glumdu við undir forspil- inu vissi ég að allt mundi ganga vel. Nýja árið leggst vel í mig. Ég er kominn með nýtt hljóðfæri í stofuna hjá mér, rafeindapíanó, og ég hlakka til að takast á við verkefnin sem bíða mín, bæði í skólanum og í Sjallan- um.“ Urval HITTIR NAGLANN Á HAUSINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.