Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1987, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987.
63
■
/
BREYTTUR
persónuafslátlun
Nú14797,-kr.
fyrir hvem mánuð
Persórmafsláttur í staðgreiðslu opin-
berra gjalda hefur verið ákveðinn 14.797
krónur fyrir hvem mánuð á tímabilinu jan.-
júní 1988.
Breyting á persónuafslætti hefur ekki í för
með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra
sem þegar hafa fengið sín skattkort, heldur ber
launagreiðanda að hækka persónuafsláttinn
við útreikning staðgreiðslu.
Til þess að þeir, sem fengu skattkort sín
útgefin fyrir 28. desember 1987, fái notið rétts
afsláttar ber launagreiðanda að hækka þann
persónuafslátt, sem fram kemur á þessum
skattkortum og aukaskattkortum (öllum
grænum og gulum kortum), um 8.745%
(stuðull 1.08745).
Mikilvægt er að launagreiðandi breyti ekki
upphæðinni á sjálfu skattkortinu. Sú upphæð á
að standa óhreyfð til ársloka. Hins vegar ber að
taka tillit til orðinnar hækkunar við útreikning
staðgreiðslu.
Skattkort sem gefin eru út 28. desember
og síðar bera annan lit en þau skattkort sem
gefin voru út fram að þeim tíma. Þau skattkort
munu sýna réttan persónuafslátt fyrir tímabilið
janúar-júní 1988 og þarf því ekki að hækka
persónuafslátt þann sem þar kemur fram við
útreikning staðgreiðslu.
RSK
RtKISSKATTSTJÓRI