Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988.
65
Afmæ]
Matthías
t
Ingibergsson
Matthías Ingibergsson lyíjafræö-
ingur, Hrauntungu 5, Kópavogi, er
sjötugur í dag. Matthías fæddist í
Kirkjuvogi í Höfnum. Hann varö
stúdent frá MR1939, stundaði lyfja-
fræöinám í Laugavegsapóteki frá
1939-42, tók embættispróf í lyfja-
fræði frá Lyfjafræðingaskóla
íslands 1942 og B.Sc.-próf frá
Philadelphia College of Pharmacy
and Science 1943. Matthías var
lyfjafræðingur í Laugavegsapóteki
frá 1944-52, forstöðumaður Sel-
fossapóteks 1952-68 og lyfsali í
Kópavogsapóteki frá 1969. Hann sat
í stjórn Lyfjafræöingafélags ís-
lands 1944-45, 1946-77, 1948^9 var
og formaöur þess 1951-52. Hann var
formaður Apótekarafélags íslands
1973-74 og 1976-78, og formaður
Apótekarafélags Reykjavíkur
1977-78. Þá sat Matthías í skóla-
nefnd Lyfjafræðingaskólans
1948-53 og var ritstjóri Farmasíu,
tímarits apótekara og lyijafræð-
inga, 1947-48.' Matthías hefur setið
á alþingi sem varaþingmaður
Sunnlendinga. Hann hefur verið
formaður sjúkrahússtjórnar á Sel-
fossi, formaður Tónlistarfélags
Árnessýslu, formaður Framsókn-
arfélags Selfoss og formaður
kjördæmissambands framsóknar-
félaganna í Suðurlandskjördæmi.
Kona Matthíasar er Katla, f. 28.7.
1924, dóttir Magnúsar Bjömssonar,
kennara og starfsmanns Náttúru-
gripasafnsins í Reykjavík, og
Vilborgar Þorkelsdóttur.
Matthías og Katla eiga fjögur
börn. Þau eru Freyja Vilborg, yflr-
lyijafræðingur í Kópavogsapóteki,
f. 26.1.1946, gift Bent Frisbæk bók-
haldara; Þór, kaupmaður í Reykja-
vík, f. 21.11. 1949, kvæntur Janet
Kendel Jones; Guðrún Edda, að-
stoðarstúlka á tannlæknastofu, f.
19.12. 1952; Sif tannlæknir, f. 1.6.
1954, gift Jörundi Svavarssyni,
doktor í sjávarhífræði.
Matthías á fjögur systkini. Þau
eru Þorkell Ólafur, múrarameist-
ari í Reykjavík, f. 19.9. 1908,
kvæntur Margréti Einarsdóttur;
Sigríður Sigurbjörg, f. 22.7.1913, d.
1988, en eftirlifandi maður hennar
er Skúli Sveinsson, yfirvarðstjóri í
Reykjavík; Jóna Svanfríður, f. 2.1.
1914, gift Haíliða Jóhannssyni, tré-
smíðameistara í Reykjavík; Sigur-
jón Magnús, trésmíðameistari í
Hverageröi, kvæntur Ólöfu Sigurð-
ardóttur.
Foreldrar Matthíasar voru Ingi-
bergur Þorkelsson byggingameist-
ari, f. 15.6. 1883, d. 29.6. 1963, og
kona hans, Sigurdís Jónsdóttir, f.
1.10. 1885, d. 26.11. 1947. Föðurfor-
eldrar Matthíasar voru Þorkell
Jónsson, b. í Smjördölum í Árnes-
sýslu, og Sigríður Magnúsdóttir.
Móðurforeldrar Matthíasar voru
Jón Ólafsson, b. á Þaravöllum og
Galtarvík í Borgarflrði, og fyrri
kona hans, Sesselja Þórðardóttir.
Sesselja var systir Bjarna á Reyk-
hólum og dóttir Þórðar, b. á
Innra-Hólmi á Akranesi, Steinþórs-
sonar og Halldóru Böðvarsdóttur.
Jón var sonur Ólafs, b. á Snartar-
stöðum og Krossi í Lundarreykja-
dal, Magnússonar, b. á Hóli,
Björnssonar, b. og smiðs að Hóli í
Lundarreykjadal. Kona Ólafs var
Halldóra, dóttir Jóns, b. í Brautar-
tungu, Sigurðssonar og Sesselju
Gunnlaugsdóttur.
Biynja Benediktsdóttir
Brynja Kristjana Benediktsdóttir,
leikstjóri, leikari og leikritahöf-
undur, til heimilis að Laufásvegi
22, Reykjavík, er flmmtug í dag.
Brynja fæddist að Reyni í Mýrdal.
Hún lauk stúdentsprófi frá MR
1958, var við verkfræðinám í HÍ
1958-59, tók próf frá Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins 1961, stundaði
• frönskunám við Sorbonne-háskóla
í París 1961-62 samhliða námi í lát-
bragðsleik í leiklistarskóla Ecole
Jacques Lecoq þar í borg og sótti
leiklistarnámskeið í Lundúnum,
Berlín og víðar 1965-66. Hún var
fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið
frá 1962 og fastráðinn leikstjóri þar
frá 1968. Brynja fór með leikritið
Inuk í leikfór til tuttugu þjóðlanda
á fjórum árum en hún var leik-
stjóri verksins og ásamt öðrum
höfundur og leikari. Brynja var
leikhússtjóri á Akureyri 1977-78.
Af leikritum, sem Brynja hefur
samið, má nefna barnaleikritin
Gosa og Skottuleik en leikgerð að
Helenu fogru, Flugleik og Flensað
í Malakoff eru meðal verka sem
hún vann í félagi með öðrum. Þau
hjónin dvelja nú í Færeyjum í boði
Norðurlandahússins en þar er
Brynja að leikstýra hjá Havnar-
sjónleikafélaginu frumuppfærslu á
færeyska söngleiknum Stjörnu-
barni sem boðið verður á leiklistar-
hátíð í Finnlandi í maí nk.
Eiginmaður Brynju er Erlingur
leikari, f. 13.3. 1933, sonur Gísla,
bakarameistara í Reykjavík, Ólafs-
sonar og konu hans, Kristínar
Einarsdóttur.
Sonur Brynju og Erlings er Bene-
dikt, f. 1969, nemi við MH, en hann
er í foreldrahúsum.
Hálfsystir Brynju, samfeðra, er
Ragnheiður Jónsdóttir myndlistar-
kona, f. 1933, gift Hafsteini Ingvars-
syni tannlækni. Önnur systkini
Brynju eru Sveinbjörn, starfsmað-
ur í álverinu í Straumsvík, f. 1933,
kvæntur Auði Jónsdóttur sjúkra-
liða frá Hóli í Önundarfirði;
Jóhanna, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík, f. 1941; Ingunn, glerlist-
arkona í Reykjavík, f. 1944, gift
Högna Óskarssyni geðlækni.
Foreldrar Brynju eru Benedikt
kennari Guðjónsson, f. að Auös-
holti í Biskupstungum, f. 3.3.1909,
d. 1983, og kona hans, Róshildur
Sveinsdóttir, f. 21.2. 1911. Móður-
foreldar Brynju voru Sveinn, b. á
Norður-Fossi í Mýrdal, Sveinsson
og kona hans, Jóhaniia Margrét
Sigurðardóttir, b. og smiðs á
Breiðabólstað á Síðu, Sigurðsson-
ar. Móðurbróðir Brynju var
Runólfur, landgræðslustjóri í
Gunnarsholti, faðir Sveins, núver-
andi landgræðslustjóra, og Hall-
dórs, dýralæknis á Kirkjubæjar-
klaustri. Annar móðurbróðir
Brynju var Páll landgræðslustjóri.
Faðir Sveins á Fossi var Sveinn,
prestur í Ásum, Eiríksson, sem var
sonur Sigríðar, dóttur Sveins,
læknis og náttúrfræðings, Pálsson-
ar og Þórunnar Bjarnadóttur
landlæknis Pálssonar. Kona
Bjarna landlæknis var Rannveig,
dóttir Skúla Magnússonar land-
fógeta.
Föðurforeldrar Brynju voru Guð-
jón, b. í Auðsholti, Jónsson og kona
hans, Kristjana Jónsdóttir. Guðjón
var sonur Jóns, b. á Syðra-Seli í
Ytrihreppi, Jónssonar. Foreldrar
Kristjönu voru Þuríður Grímsdótt-
ir lausamanns Álfssonar, b. á Bár
í Flóá, og Jón, b. og formaður í
Grímsfjósum á Stokkseyri, sonur
Adolfs Petersen, b. og hreppstjóra
í Steinakoti á Eyrarbakka, og Sig-
ríðar, dóttur Jóns ríka, b. og
hreppstjóra í Vestri-Móhúsum,
Þórðarsonar. Jón ríki var sonur
Þórðar, b. á Rekstokki, Pálssonar
og Guðlaugar Jónsdóttur, b. á
Eystri-Rauðarhól, Bergssonar
hreppstjóra Sturlusonar í Bratt-
holti sem Bergsætt er kennd við.
Marteinn
Guðmundsson
Marteinn Guðmundsson sjómað-
ur, til heimilis að Greniteigi 4B,
Keflavík, er fimmtugur í dag. Mar-
teinn fæddist í Vestmannaeyjum
og ólst upp í foreldrahúsum en
byrjaði fimmtán ára til sjós. Mar-
teinn hefur ætið verið sjómaður en
hann hefur nánast alltaf verið á
bátum frá Reykjavík, Hafnarfirði
eða af Suðurnesjum.
Marteinn á fiögur börn. Þau eru
Aldís, starfsmaður í frystihúsinu á
Eyrarbakka, f. 1966; Guðmundur,
vélstjóri á bát frá Þorlákshöfn, f.
1968; Elva, starfsmaður í frystihús-
inu á Eyrarbakka, f. 1973; og
Helena, f. 1974.
Bróðir Marteins er Karl Efon Sig-
urðson, stýrimaður í Kópavogi.
Hálfsystir Marteins er Erla Olsen,
húsmóðir í Bandaríkjunum, en
hálfbróöir hans er Ómar Olsen, sjó-
maður í Grindavík.
Foreldrar Marteins: Mons Olsen
sjómaöur, sem er látinn, og Anna
Guðmundsdóttir, fædd í Vest-
mannaeyjum.
Marteinn verður úti á sjó á af-
mælisdaginn.
Skúli Jón Sigurðarson
Skúli Jón Sigurðarson, defidar-
stjóri hjá Flugmálastjórn, til
heimilis að Langholtsvegi 120A,
Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Hann fæddist á Sigurðarstöðum i
Bárðardal, lauk landsprófi frá
Skógaskóla 1955, stúdentsprófi frá
MA 1959 og BA-prófi frá HÍ 1962.
Skúli Jón starfaði sem kennari við
gagnfræðaskóla í Reykjavík frá
1959-65. Hann lauk svo prófum sem
flugumferðarmaður frá Shefiield
School of Aeronautics í Miami í
Flórída 1966, en lauk þar jafnframt
prófum í bóklegum fræðum flug-
manna og kennararéttindum í
þeim fræðum. Hann var svo viö
nám við skóla Bandaríkjastjórnar
í rannsóknum flugslysa 1974. Skúli
Jón hefur verið fulltrúi viö loft-
ferðaeftirlit Flugmálastjórnar frá
1965-75 og deildarstjóri rannsókna-
deildar þar frá 1975. Hann hefur
annast rannsóknir flugslysa frá
sama tíma, setið árleg þing norr-
ænna flugslysarannsakenda frá
1972 og tvisvar verið í forsvari fyr-
ir shkum þingum hér á landi. Skúli
Jón sat í stjórn Félags flugmála-
starfsmanna frá 1974-1977 og var
formaður Útgarðs, félags háskóla-
manna, 1979-83, og aftur í stjórn frá
1985.
Kona Skúla Jóns er Sjöfn kenn-
ari, f. 7.10. 1936, dóttir Friðriks
loftskeytamanns Halldórssonar,
sem er látinn, og konu hans, Helgu
Ingibjargar Stefánsdóttur.
Skúli og Sjöfn eiga tvö börn á lífi.
Þau eru Friðrik tölvufræðingur, f.
1963, og Sigurður Darri nemi, f.
1973.
Bróðir Skúla Jóns er Sigurður,
dýralæknir á Keldum, en hann er
kvæntur Halldóru, dóttur Einars,
b. og rafvirkjameistara í Kaldaðar-
nesi í Mýrdal, og konu hans,
Ragnhildar Sigríðar Guðjónsdótt-
ur. Sigurður og Halldóra eiga
fiögur börn.
Faðir Skúla Jóns var Sigurður
Jónsson, b. og smiður á Sigurðar-
stöðum í Bárðardal, f. 8.1. 1909, d.
17.11.1939, Jónssonar, b. þar, Jóns-
sonar, Jónssonar, b. í Baldurs-
. heimi, Illugasonar, b. þar, af
Hraunkotsætt, Hallgrímssonar, b.
í Hraunkoti í Aðaldal, Helgasonar.
María Friðriksdóttir Þorgrímsson-
ar frá Hrappstaðaseli, móðir Jóns
yngra á Sigurðarstöðum, var einn-
ig af Hraunkotsætt. Þuríður Ey-
jólfsdóttir, móðir Jóns eldra, var
systrabarn við Jón Sigurðsson á
Gautlöndum, en Þuríður amma
heúnar var önnur kona Helga Ás-
mundssonar á Skútustöðum sem
er forfaðir hinnar fiölmennu
Skútustaðaættar. Þuríður átti átj-
án börn í tveimur hjónaböndum
og er fiölmenn ætt frá henni kom-
in. Amma Skúla Jóns í föðurætt
var Jónína, dóttir Sölva Magnús-
sonar Einarssonar, b. í Nesi í
Loömundarfirði, og Önnu Stein-
unnar Einarsdóttur Einarssonar,
b. á Brú á Jökuldal. Þau hjón
bjuggu fyrst á Grunnavatni á
Fljótsdalsheiði en flúðu undan
Öskjugosinu 1875 og bjuggu síðast
í Kaupangi við Eyjafiörö. Systkini
Sigurðar voru María, kona Elíasar
Aarseth í Álasundi, Gunnlaugur.
b. á Sunnuhvoli, Jón Baldur b. á
Stóruvöllum, Sölvi Steinar, b. á
Sigurðarstöðum, og Anna Stein-
unn, fyrri kona Sigurðar Baldurs-
sonar, b. á Lundarbrekku.
Móðir Skúla Jóns er Kristín
kennari, f. 30.3. 1905, Skúladóttir.
Síðari maður hennar var Ágúst
Andrésson, b. í Hemlu í Vestur-
Landeyjum, en þau áttu ekki börn
saman. Faðir Kristínar var Skúli,
fræðimaður og b. á Keldum á Rang-
árvöllum, Guðmundsson, b. þar,
Brynjólfssonar, b. í Árbæ á Rang-
árvöllum, Stefánssonar Bjarnason-
ar á Víkingslæk, Halldórssonar,
ættföður Víkingslækjarættarinn-
ar. Guðmundur Brynjólfsson var
einn átján barna Brynjólfs Stefáns-
sonar. Hann var þrígiftur og átti
tuttugu og fimm börn og er mikill
ættbogi frá honum kominn. Móðir
Skúla á Keldum, Þuríöur Jóns-
dóttir Sigurðssonar frá Skarðshlíö,
var þriðja kona Guðmundar.
Systkini Skúla á Keldum voru Vig-
fús fræðimaður, kenndur við
Engey, Sigurður, b. á Selalæk, Jón,
b. á Ægissíðu, Júlía, kona séra Ing-
vars Nikulássonar á Skeggjastöð-
um, og Guðrún, kona Filippusar
Filippussonar, b. í Gufunesi. Móðir
Kristínar var Svanborg Lýðsdóttir,
b. í Hlíð í Gnúpverjahreppi, Guð-
mundssonar frá Skarfanesi Þor-
steinssonar Halldórssonar, b. á
Rauðnefsstöðum, en hann var son-
ur Bjarna á Víkingslæk. Systkini
Kristínar voru Aldís, kona Harald-
ar Thorarensen á Móeiðarhvoli,
Þuríður, kona Theodórs Árnason-
ar frá Hurðarbaki, Guðmundur og
Lýður, b. á Keldum, og Helga, fyrri
kona Jóns b. Egilssonar á Selalæk.
Skúli Jón og Sjöfn eru erlendis
um þessar mundir.
Kristján
Þorgeirs-
son
Kristján Þorgeirsson bréfberi,
Lágholti 6, Mosfellsbæ, verður sjö-
tugur á morgun. Hann ætlar að
taka á móti gestum í Hlégarði eftir
klukkan 18.00 á afmælisdaginn.
________________Andlát
Friðsemd Böðvarsdóttir, Sætúni,
Eyrarbakka, andaðist að kvöldi 18.
febrúar í Vífilsstaðaspítala.
Jón Guðmundur Gunnlaugsson,
bóndi, Hofi, Hjaltadal, lést að heim-
ih sínu mánudaginn 15. febrúar.
Sólveig Jónsdóttir frá Ekkjufehi
lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum
aðfaranótt 18. febrúar.
Guðrún Kristín Benediktsdóttir
frá Suöurkoti, Vogum, andaðist á
Sjúkrahúsi Keflavíkur fimmtudag-
inn 18. febrúar.