Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. 65 Afmæ] Matthías t Ingibergsson Matthías Ingibergsson lyíjafræö- ingur, Hrauntungu 5, Kópavogi, er sjötugur í dag. Matthías fæddist í Kirkjuvogi í Höfnum. Hann varö stúdent frá MR1939, stundaði lyfja- fræöinám í Laugavegsapóteki frá 1939-42, tók embættispróf í lyfja- fræði frá Lyfjafræðingaskóla íslands 1942 og B.Sc.-próf frá Philadelphia College of Pharmacy and Science 1943. Matthías var lyfjafræðingur í Laugavegsapóteki frá 1944-52, forstöðumaður Sel- fossapóteks 1952-68 og lyfsali í Kópavogsapóteki frá 1969. Hann sat í stjórn Lyfjafræöingafélags ís- lands 1944-45, 1946-77, 1948^9 var og formaöur þess 1951-52. Hann var formaður Apótekarafélags íslands 1973-74 og 1976-78, og formaður Apótekarafélags Reykjavíkur 1977-78. Þá sat Matthías í skóla- nefnd Lyfjafræðingaskólans 1948-53 og var ritstjóri Farmasíu, tímarits apótekara og lyijafræð- inga, 1947-48.' Matthías hefur setið á alþingi sem varaþingmaður Sunnlendinga. Hann hefur verið formaður sjúkrahússtjórnar á Sel- fossi, formaður Tónlistarfélags Árnessýslu, formaður Framsókn- arfélags Selfoss og formaður kjördæmissambands framsóknar- félaganna í Suðurlandskjördæmi. Kona Matthíasar er Katla, f. 28.7. 1924, dóttir Magnúsar Bjömssonar, kennara og starfsmanns Náttúru- gripasafnsins í Reykjavík, og Vilborgar Þorkelsdóttur. Matthías og Katla eiga fjögur börn. Þau eru Freyja Vilborg, yflr- lyijafræðingur í Kópavogsapóteki, f. 26.1.1946, gift Bent Frisbæk bók- haldara; Þór, kaupmaður í Reykja- vík, f. 21.11. 1949, kvæntur Janet Kendel Jones; Guðrún Edda, að- stoðarstúlka á tannlæknastofu, f. 19.12. 1952; Sif tannlæknir, f. 1.6. 1954, gift Jörundi Svavarssyni, doktor í sjávarhífræði. Matthías á fjögur systkini. Þau eru Þorkell Ólafur, múrarameist- ari í Reykjavík, f. 19.9. 1908, kvæntur Margréti Einarsdóttur; Sigríður Sigurbjörg, f. 22.7.1913, d. 1988, en eftirlifandi maður hennar er Skúli Sveinsson, yfirvarðstjóri í Reykjavík; Jóna Svanfríður, f. 2.1. 1914, gift Haíliða Jóhannssyni, tré- smíðameistara í Reykjavík; Sigur- jón Magnús, trésmíðameistari í Hverageröi, kvæntur Ólöfu Sigurð- ardóttur. Foreldrar Matthíasar voru Ingi- bergur Þorkelsson byggingameist- ari, f. 15.6. 1883, d. 29.6. 1963, og kona hans, Sigurdís Jónsdóttir, f. 1.10. 1885, d. 26.11. 1947. Föðurfor- eldrar Matthíasar voru Þorkell Jónsson, b. í Smjördölum í Árnes- sýslu, og Sigríður Magnúsdóttir. Móðurforeldrar Matthíasar voru Jón Ólafsson, b. á Þaravöllum og Galtarvík í Borgarflrði, og fyrri kona hans, Sesselja Þórðardóttir. Sesselja var systir Bjarna á Reyk- hólum og dóttir Þórðar, b. á Innra-Hólmi á Akranesi, Steinþórs- sonar og Halldóru Böðvarsdóttur. Jón var sonur Ólafs, b. á Snartar- stöðum og Krossi í Lundarreykja- dal, Magnússonar, b. á Hóli, Björnssonar, b. og smiðs að Hóli í Lundarreykjadal. Kona Ólafs var Halldóra, dóttir Jóns, b. í Brautar- tungu, Sigurðssonar og Sesselju Gunnlaugsdóttur. Biynja Benediktsdóttir Brynja Kristjana Benediktsdóttir, leikstjóri, leikari og leikritahöf- undur, til heimilis að Laufásvegi 22, Reykjavík, er flmmtug í dag. Brynja fæddist að Reyni í Mýrdal. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1958, var við verkfræðinám í HÍ 1958-59, tók próf frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1961, stundaði • frönskunám við Sorbonne-háskóla í París 1961-62 samhliða námi í lát- bragðsleik í leiklistarskóla Ecole Jacques Lecoq þar í borg og sótti leiklistarnámskeið í Lundúnum, Berlín og víðar 1965-66. Hún var fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið frá 1962 og fastráðinn leikstjóri þar frá 1968. Brynja fór með leikritið Inuk í leikfór til tuttugu þjóðlanda á fjórum árum en hún var leik- stjóri verksins og ásamt öðrum höfundur og leikari. Brynja var leikhússtjóri á Akureyri 1977-78. Af leikritum, sem Brynja hefur samið, má nefna barnaleikritin Gosa og Skottuleik en leikgerð að Helenu fogru, Flugleik og Flensað í Malakoff eru meðal verka sem hún vann í félagi með öðrum. Þau hjónin dvelja nú í Færeyjum í boði Norðurlandahússins en þar er Brynja að leikstýra hjá Havnar- sjónleikafélaginu frumuppfærslu á færeyska söngleiknum Stjörnu- barni sem boðið verður á leiklistar- hátíð í Finnlandi í maí nk. Eiginmaður Brynju er Erlingur leikari, f. 13.3. 1933, sonur Gísla, bakarameistara í Reykjavík, Ólafs- sonar og konu hans, Kristínar Einarsdóttur. Sonur Brynju og Erlings er Bene- dikt, f. 1969, nemi við MH, en hann er í foreldrahúsum. Hálfsystir Brynju, samfeðra, er Ragnheiður Jónsdóttir myndlistar- kona, f. 1933, gift Hafsteini Ingvars- syni tannlækni. Önnur systkini Brynju eru Sveinbjörn, starfsmað- ur í álverinu í Straumsvík, f. 1933, kvæntur Auði Jónsdóttur sjúkra- liða frá Hóli í Önundarfirði; Jóhanna, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 1941; Ingunn, glerlist- arkona í Reykjavík, f. 1944, gift Högna Óskarssyni geðlækni. Foreldrar Brynju eru Benedikt kennari Guðjónsson, f. að Auös- holti í Biskupstungum, f. 3.3.1909, d. 1983, og kona hans, Róshildur Sveinsdóttir, f. 21.2. 1911. Móður- foreldar Brynju voru Sveinn, b. á Norður-Fossi í Mýrdal, Sveinsson og kona hans, Jóhaniia Margrét Sigurðardóttir, b. og smiðs á Breiðabólstað á Síðu, Sigurðsson- ar. Móðurbróðir Brynju var Runólfur, landgræðslustjóri í Gunnarsholti, faðir Sveins, núver- andi landgræðslustjóra, og Hall- dórs, dýralæknis á Kirkjubæjar- klaustri. Annar móðurbróðir Brynju var Páll landgræðslustjóri. Faðir Sveins á Fossi var Sveinn, prestur í Ásum, Eiríksson, sem var sonur Sigríðar, dóttur Sveins, læknis og náttúrfræðings, Pálsson- ar og Þórunnar Bjarnadóttur landlæknis Pálssonar. Kona Bjarna landlæknis var Rannveig, dóttir Skúla Magnússonar land- fógeta. Föðurforeldrar Brynju voru Guð- jón, b. í Auðsholti, Jónsson og kona hans, Kristjana Jónsdóttir. Guðjón var sonur Jóns, b. á Syðra-Seli í Ytrihreppi, Jónssonar. Foreldrar Kristjönu voru Þuríður Grímsdótt- ir lausamanns Álfssonar, b. á Bár í Flóá, og Jón, b. og formaður í Grímsfjósum á Stokkseyri, sonur Adolfs Petersen, b. og hreppstjóra í Steinakoti á Eyrarbakka, og Sig- ríðar, dóttur Jóns ríka, b. og hreppstjóra í Vestri-Móhúsum, Þórðarsonar. Jón ríki var sonur Þórðar, b. á Rekstokki, Pálssonar og Guðlaugar Jónsdóttur, b. á Eystri-Rauðarhól, Bergssonar hreppstjóra Sturlusonar í Bratt- holti sem Bergsætt er kennd við. Marteinn Guðmundsson Marteinn Guðmundsson sjómað- ur, til heimilis að Greniteigi 4B, Keflavík, er fimmtugur í dag. Mar- teinn fæddist í Vestmannaeyjum og ólst upp í foreldrahúsum en byrjaði fimmtán ára til sjós. Mar- teinn hefur ætið verið sjómaður en hann hefur nánast alltaf verið á bátum frá Reykjavík, Hafnarfirði eða af Suðurnesjum. Marteinn á fiögur börn. Þau eru Aldís, starfsmaður í frystihúsinu á Eyrarbakka, f. 1966; Guðmundur, vélstjóri á bát frá Þorlákshöfn, f. 1968; Elva, starfsmaður í frystihús- inu á Eyrarbakka, f. 1973; og Helena, f. 1974. Bróðir Marteins er Karl Efon Sig- urðson, stýrimaður í Kópavogi. Hálfsystir Marteins er Erla Olsen, húsmóðir í Bandaríkjunum, en hálfbróöir hans er Ómar Olsen, sjó- maður í Grindavík. Foreldrar Marteins: Mons Olsen sjómaöur, sem er látinn, og Anna Guðmundsdóttir, fædd í Vest- mannaeyjum. Marteinn verður úti á sjó á af- mælisdaginn. Skúli Jón Sigurðarson Skúli Jón Sigurðarson, defidar- stjóri hjá Flugmálastjórn, til heimilis að Langholtsvegi 120A, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Hann fæddist á Sigurðarstöðum i Bárðardal, lauk landsprófi frá Skógaskóla 1955, stúdentsprófi frá MA 1959 og BA-prófi frá HÍ 1962. Skúli Jón starfaði sem kennari við gagnfræðaskóla í Reykjavík frá 1959-65. Hann lauk svo prófum sem flugumferðarmaður frá Shefiield School of Aeronautics í Miami í Flórída 1966, en lauk þar jafnframt prófum í bóklegum fræðum flug- manna og kennararéttindum í þeim fræðum. Hann var svo viö nám við skóla Bandaríkjastjórnar í rannsóknum flugslysa 1974. Skúli Jón hefur verið fulltrúi viö loft- ferðaeftirlit Flugmálastjórnar frá 1965-75 og deildarstjóri rannsókna- deildar þar frá 1975. Hann hefur annast rannsóknir flugslysa frá sama tíma, setið árleg þing norr- ænna flugslysarannsakenda frá 1972 og tvisvar verið í forsvari fyr- ir shkum þingum hér á landi. Skúli Jón sat í stjórn Félags flugmála- starfsmanna frá 1974-1977 og var formaður Útgarðs, félags háskóla- manna, 1979-83, og aftur í stjórn frá 1985. Kona Skúla Jóns er Sjöfn kenn- ari, f. 7.10. 1936, dóttir Friðriks loftskeytamanns Halldórssonar, sem er látinn, og konu hans, Helgu Ingibjargar Stefánsdóttur. Skúli og Sjöfn eiga tvö börn á lífi. Þau eru Friðrik tölvufræðingur, f. 1963, og Sigurður Darri nemi, f. 1973. Bróðir Skúla Jóns er Sigurður, dýralæknir á Keldum, en hann er kvæntur Halldóru, dóttur Einars, b. og rafvirkjameistara í Kaldaðar- nesi í Mýrdal, og konu hans, Ragnhildar Sigríðar Guðjónsdótt- ur. Sigurður og Halldóra eiga fiögur börn. Faðir Skúla Jóns var Sigurður Jónsson, b. og smiður á Sigurðar- stöðum í Bárðardal, f. 8.1. 1909, d. 17.11.1939, Jónssonar, b. þar, Jóns- sonar, Jónssonar, b. í Baldurs- . heimi, Illugasonar, b. þar, af Hraunkotsætt, Hallgrímssonar, b. í Hraunkoti í Aðaldal, Helgasonar. María Friðriksdóttir Þorgrímsson- ar frá Hrappstaðaseli, móðir Jóns yngra á Sigurðarstöðum, var einn- ig af Hraunkotsætt. Þuríður Ey- jólfsdóttir, móðir Jóns eldra, var systrabarn við Jón Sigurðsson á Gautlöndum, en Þuríður amma heúnar var önnur kona Helga Ás- mundssonar á Skútustöðum sem er forfaðir hinnar fiölmennu Skútustaðaættar. Þuríður átti átj- án börn í tveimur hjónaböndum og er fiölmenn ætt frá henni kom- in. Amma Skúla Jóns í föðurætt var Jónína, dóttir Sölva Magnús- sonar Einarssonar, b. í Nesi í Loömundarfirði, og Önnu Stein- unnar Einarsdóttur Einarssonar, b. á Brú á Jökuldal. Þau hjón bjuggu fyrst á Grunnavatni á Fljótsdalsheiði en flúðu undan Öskjugosinu 1875 og bjuggu síðast í Kaupangi við Eyjafiörö. Systkini Sigurðar voru María, kona Elíasar Aarseth í Álasundi, Gunnlaugur. b. á Sunnuhvoli, Jón Baldur b. á Stóruvöllum, Sölvi Steinar, b. á Sigurðarstöðum, og Anna Stein- unn, fyrri kona Sigurðar Baldurs- sonar, b. á Lundarbrekku. Móðir Skúla Jóns er Kristín kennari, f. 30.3. 1905, Skúladóttir. Síðari maður hennar var Ágúst Andrésson, b. í Hemlu í Vestur- Landeyjum, en þau áttu ekki börn saman. Faðir Kristínar var Skúli, fræðimaður og b. á Keldum á Rang- árvöllum, Guðmundsson, b. þar, Brynjólfssonar, b. í Árbæ á Rang- árvöllum, Stefánssonar Bjarnason- ar á Víkingslæk, Halldórssonar, ættföður Víkingslækjarættarinn- ar. Guðmundur Brynjólfsson var einn átján barna Brynjólfs Stefáns- sonar. Hann var þrígiftur og átti tuttugu og fimm börn og er mikill ættbogi frá honum kominn. Móðir Skúla á Keldum, Þuríöur Jóns- dóttir Sigurðssonar frá Skarðshlíö, var þriðja kona Guðmundar. Systkini Skúla á Keldum voru Vig- fús fræðimaður, kenndur við Engey, Sigurður, b. á Selalæk, Jón, b. á Ægissíðu, Júlía, kona séra Ing- vars Nikulássonar á Skeggjastöð- um, og Guðrún, kona Filippusar Filippussonar, b. í Gufunesi. Móðir Kristínar var Svanborg Lýðsdóttir, b. í Hlíð í Gnúpverjahreppi, Guð- mundssonar frá Skarfanesi Þor- steinssonar Halldórssonar, b. á Rauðnefsstöðum, en hann var son- ur Bjarna á Víkingslæk. Systkini Kristínar voru Aldís, kona Harald- ar Thorarensen á Móeiðarhvoli, Þuríður, kona Theodórs Árnason- ar frá Hurðarbaki, Guðmundur og Lýður, b. á Keldum, og Helga, fyrri kona Jóns b. Egilssonar á Selalæk. Skúli Jón og Sjöfn eru erlendis um þessar mundir. Kristján Þorgeirs- son Kristján Þorgeirsson bréfberi, Lágholti 6, Mosfellsbæ, verður sjö- tugur á morgun. Hann ætlar að taka á móti gestum í Hlégarði eftir klukkan 18.00 á afmælisdaginn. ________________Andlát Friðsemd Böðvarsdóttir, Sætúni, Eyrarbakka, andaðist að kvöldi 18. febrúar í Vífilsstaðaspítala. Jón Guðmundur Gunnlaugsson, bóndi, Hofi, Hjaltadal, lést að heim- ih sínu mánudaginn 15. febrúar. Sólveig Jónsdóttir frá Ekkjufehi lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum aðfaranótt 18. febrúar. Guðrún Kristín Benediktsdóttir frá Suöurkoti, Vogum, andaðist á Sjúkrahúsi Keflavíkur fimmtudag- inn 18. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.