Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR. 1988. 7 Fréttir Iðnaðarfyrirtæki á Akureyri: Sölu- og dreifingarstöð komið á fót í Reykjavík? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég tel fulla ástæðu til að kanna þetta mál tO hlítar og hugmyndinni var vel tekið,“ sagði Hólmsteinn Hólmsteinsson sem hefur lagt fram hugmynd í atvinnumálanefnd Akur- eyrar um að komið verði á fót sölu- og dreifingarmiðstöð fyrir norð- lenskan iðnað á Reykjavíkursvæð- inu. ' Hólmsteinn sagði í samtali við DV að það væri vitað að norðlensk fyrir- tæki væru að berjast ein og sér á markaðnum á höfuðborgarsvæðinu með miklum tilkostnaði en oft með litlum árangri. í mörgum tilfellum gætu þessi fyrirtæki átt samleið í sölu- og kynningarstarfsemi sinni. Atvinnumálanefnd Akureyrar samþykkti að fela Þorleifi Jónssyni, starfsmanni nefndarinnar, að und- irbúa og kynna fyrir forsvarsmönn- um iðnfyrirtækja á Akureyri hugmyndir að starfrækslu öflugrar söluskrifstofu í Reykjavík, rekstur birgðageymslu og vöruafgreiðslu með dreifingarþjónustu og að athuga hvort þeir aðilar, sem stunda inn- flutning á Akureyri, eiga samleið með þessum aðilum um vörudreif- ingu. „Hugmyndir um nánari útfærslu á þessu eru ekki fullmótaðar og kemur það væntanlega í hlut þeirra sem koma til með að standa að þessu að ákveða nánara fyrirkomulag ef af þessu verður,“ sagði Hólmsteinn, og hann sagði einnig að ekki væri ljóst hvort þessi sölu- og dreifmgarmið- stöð yrði eingöngu fyrir fyrirtæki á Akureyri eða hvort fyrirtæki víðar á Norðurlandi yrðu þátttakendur. „Það er full ástæða til þess að kanna þetta mál nánar,“ sagði Hólmsteinn. Unnið við steypuvinnu i félagsheimili Þórs i fyrradag. Gísli Lórenzson, form- aður bygginganefndar og Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Þórs, sjást fremst á myndinni. DV-mynd, gk-Akureyri Akureyri: Þórsarar byggja félagsheimili Gylfi Kristjánsson, DV, Akuxeyri: „Við stefnum á það að taka húsið í notkun um mitt ár 1989 og ég vona að þær áætlanir standist," sagði Gísli Lórenzson, formaður bygginga- nefndar íþróttafélagsins Þórs á Akureyri, en félagið er nú að byggja stórt félagsheimili á íþróttasvæði sínu. Þórsarar notuðu veðurblíðuna í fyrradag og steyptu plötu hússins og munu strax hefjast handa við vinnu í kjallara. Félagsheimilið verður kjallari, hæð og hátt ris, og er heild- arflatarmál byggingarinnar um 1200 fermetrar. í kjallara verða m.a. vélageymsla, búningsherbergi og böð, sólstofa og nuddsalur, á hæðinni verða kaffiter- ía, þreksalur, eldhús og félagsað- staða og í risinu verða setustofa, fundarherbergi og íbúð húsvarðar. Þórsarar vinna að langmestu leyti við byggingu hússins í sjálfboða- vinnu og hafa um 20 menn verið að störfum þegar mest hefur verið. Á morgun, sunnudag, ætla Þórsarar að bjóða upp á kafli og meðlæti við bygginguna og gefa öllum Þórsurum kost á að koma og fylgjast með fram- kvæmdunum. Jeep Comanche 4x2 pick-up til sölu, árg. 1988, nýr og óekinn, 4ra gíra, beinskipt- ur, 4ra cyl., vél 2500 cc, litur hvítur. Verð aðeins kr. 570.000. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi, símar 77200 - 77202 NEW NATURAL COLOUR TANNFARÐI PEARLIE tannfarðinn fæst loksins á Islandi. Peariie er EKKI tannkrem, heldur TANNFARÐI (TOOTH MAKE-UP). Gefur aflitudum tönnum, tann- fyllingum og gervitönnum NÁTTÚRULEGA HVÍTA áferd. Notað af fyrirsætum og sýningarfólki. Einfalt i notkun, penslað á á fáeinum augnablikum. Rannsakað á efnafræðistofnun; skaðlaust heilsu notenda, skaðlaust tönnum. PÓSTSENDUM (póstkrafa) UM LAND ALLT OG REYKJAVÍK. Send- ið auglýsinguna i heilu lagi, útfyllta hér að neðan: [WTiBPTSB VINSAMLEGA SENDID MER- Nafn stk. PEARLIE tannfaröa. Póstnr._ Stöð_ EDA HRINGIÐ I SIMA (91)611659, simsvari allan sólarhringinn, og pantið simleiðis hvort sem þér búið i Reykjavik eða á landsbyggðinni. SENDIST TIL: PEARUE UMBOÐIÐ, SKÓLABRAUT 1. BOX 290, 171-SELTJARNARI\IES. (91)6-11-6-59 HAGP0RT S/F KEFLAVÍK auglýsir nú í fyrsta sinn - þó þess gerist varla þörf! Höfum til sölu: Þónokkuð af Mazda 626 2000 árg. 1988 og heldur meira af Daihatsu Charade árg. 1988, en aðeins örféa Subaru Sedan með fjórhjóladrifi árg. 1987. Mazda 626 2,0 - 4 dyra - sjálfskiptir - 5 dyra - vökvastýri - 5 gíra - sóllúga - rafmagnsrúður Daihatsu - 3 dyra TS - 5 dyra CS - Turbo Subaru f jórhjóladrif— rafmagnslæsingar 5 gíra - rafmagnsspeglar vökvastýri - topplúga (rafmagns) - rafmagnsrúður - ALLIR SELDIR MEÐ EINS ÁRS ÁBYRGÐ - Söluaðili: Opið virka daga og laugardaga kl. 10-19 BILASALAN BUK SKEIFUNNI 8, SÍMAR 686477, 687177, 687178 0G 686642
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.