Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. Veröld vísindaima Nýsjónvörp að verða til Allt bendir nú til að gömlu imba- kassarnir heyri senn sögunni til. Nú er því spáð að eftir tvö til þrjú ár verði ný gerð af sjónvörpum kom- in á markaðinn. Ef allar spár rætast verður þetta nýja tæki í tvennu lagi. Annars vegar verður lítill skjár þar sem hægt er að skoða hvað er í boði á einstökum rásum. Hins vegar verð- ur stór kristalsskjár í líkingu við kvikmyndatjald. Nú þegar eru mörg tæknileg vandamál við gerð þessa sjónvarps leyst og stórir sjónvarpsskjáir eru notaöir á tónleikum og kappleikjum til að bæta áhorfendum upp lélegt útsýni. Samt eru mörg ljón 1 vegin- um. í nýju sjónvörpunum verður gamli lampaskjárinn endanlega úr sögunni og kristalsskjáir, eins og þeir sem notaðir eru á úrum og vasatölvum, komnir í staðinn. Enn eru þó vand- kvæði á gerð verulega stórra krist- alsskjáa. Japanir hafa þegar sett á markað sjónvörp með allt að 6 tommu skjái af þeirri gerð og sagt er að eftir fá ár verði hægt að fram- leiða þá í fullri stærð og yfirstærð til að hengja upp á vegg. Raunar er stærð sjónvarpanna ekki helsti vandinn heldur sá að í hefðbundnum sendigeisla sjónvarps- stöðva rúmast ekki nógu mörg merki fyrir stóra skjái. Eins og málum er nú háttaö verður myndin áberandi gisin á stórum skjám. Nú er unnið að því að fjölga línunum í skjánum um helming en í því kerfi sem notað er hér á landi eru 625 línur á skján- um. í Japan eru þegar hafnar tilraunir með útsendingar fyrir skjái með 1125 línum. Nokkur evrópsk rafeindafyr- irtæki vinna einnig að gerð kristals- skjás með 1250 línum. Myndin á þeim jafnast að sögn á við kvikmynd á tjaldi að gæðum. Enn eru nýju sjónvörpin því á til- raunastigi og ekki ljóst á þessari stundu hvenær almenningi gefst kostur á að kaupa þau. Rafeindafyr- irtækin segja að tæknilega verði ekkert sem hamli framleiðslunni eft- ir tvö til þrjú ár og þykir þá sýnt að gömlu sjónvarpstækin verða orðin úrelt snemma á næsta áratug. Nýjar risaþotur að hefja flugið Segulbönd fyrir tölritaða tónlist á markað í Evrópu í haust verður hafin sala á nýrri gerð af risaþotu frá Boeing-verksmiðjun- um í Bandaríkjunum. Helstu kep- pinautar Boeing í flugvélasmiði, Airbus ogMcDonneU Douglas, hefja einnig sölu á hliðstæðum þotum áður en langt um líöur. Nýju þotumar eru stærri en þær sem nú eru í notkun og flugþol þeirra er mun meira. Þegar nýju þoturnar eru komnar í notkun lengjastflugleiðir. T.d. verð- ur hægt að fljúga milli Lundúna og Tokýo án miUilendingar. Þetta þýðir að farþegar verða að halda tU í vélun- um mun lengur en nú. „Við veröum að létta með ein- hverju móti álagið sem það óneitan- lega er fyrir farþega að vera innilokaðir í flugvél hátt í sólar- hring,“ erhaft eftir Stuart E. Iddies, markaðsstjóra hjá Airbus flugvéla- verksmiðjunum í Evrópu. Þetta er mun lengri flugtími en nú þekkist. T.d. tekur flugið frá Lundún- um til Singapore um 13 klukkutíma en það er með lengstu flugleiðum sem nú er flogið á án millilendingar. Til þessa hefur ráðið til að stytta far- þegunum stundir verið að gefa þeim að eta ogdrekka. Þegar flugtíminn lengist enn er komið aö mörkum þess sem far- þegarnir geta innbyrt af mat og víni. AUir þessir matarflutningar hafa líka áhrif á flugreksturinn. Nú er talið að í venjulegu fimm tíma flugi verði að hafa 13.5 kíló af matfóngum með fyrir hvern farþega. Lengist flugleiöir til muna getur þessi skammtur farið upp í 30 kíló. Maturinn íþyngir því ekki bara far- þegunum. Flugfélögin verða einnig að fækka sætum til að koma honum fyrir. Boeing flugvélaverksmiðjurnar hafa nokkurt forskot á helstu keppi- nauta sína í smíði nýju risaþotnanna. Boeing hefur þegar kynnt lokagerð flugvélar sem fengið hefur auðkenn- ið 747-400. Þotan sú tekur 660 farþega og nýtir eldsneytið 15% betur en fyrri risaþotur. Thomas R. Craig, markaðsstjóri hjá Boeing, segir að nýja þotan hafi um 60% meira flugþol en fyrsta breiðþotansemkomámarkaðinn - um 1970. Sú þota var þó léttari og tók um 100 farþegum færra. Sala á A-340 frá Airbus og MD-11 frá frá McDonnell Douglas hefst árið 1990. Flugþol þeirra á að vera meira en hjá nýju Boeing þotunni en þær verða minni. Hjá McDonnell Douglas er stefnt að smíði 1200 risaþotna af MD-11 gerðinni áður en þessi öld er úti. Nu er ljost að í framtíðinni verður öll tónlist tölrituð og gefin þannig út á geisladiskum eða böndum. Útgef- endur tónlistar horfa nú æ meir til tölritaðra segulbanda sem í ensku máli hafa fengið auðkenniö DAT (Digital Audio Tape). Til skamms tíma hafa tónbönd af þessu tagi að- eins verið fáanleg í Japan en nú er framleiðsla á þeim einnig hafin í Sviss og þau sett á markað í E vrópu. Snældur með tölritaðri tónlist eru um það bil helmingi minni en hefð- bundnar snældur en rúma fjögurra tíma upptökur. Tónlistin er geymd með því að breyta hverjum tóni í tölu samkvæmt tvíundakerfi. Orðið tölritun er tilraun til íslenskunar á enska heitinu digital og er það hugs- aö eins og orðin hljóðritun eða fjölrit- un. Mikil andstaða hefur verið við sölu segulbanda fyrir tölritun í Banda- ríkjunum vegna þess að mjög auðvelt er að taka upp á þau af geisladiskum. Tölritunin gerir það að verkum að upptakan brenglast ekkert. Hjá bandarískum útgáfufyrirtækjum er því haldið fram að útgáfa tónlistar á plötum og geisladiskum dragist verulega saman ef almenningur get- ur gert fullkomnar eftirtökur í heimahúsum. Hjá hljómplötuútgáfu CBS, sem nú er í eigu Sony, hefur verið ákveðið að svara þessu með því að rugla upp- tökur á geisladiska þannig að ekki á að vera hægt að taka upp eftir þeim. Þessi tilraun hefur mælst vel fyrir þótt margir efist um að hún komi að gagni. Sagt er að auðvelt sé fyrir rafeinda- fræðinga að finna lykilinn aö ruglun- inni og stela upptökunni óbrenglaðri. Tilraun CBS komi því ekki í veg fyr- ir „sjóræningjaútgáfur" af tónlist þótt almenningur geti ef til vill ekki notað sér hina nýju upptökutækni. MD-11 þotan frá McDonnell Douglas og A-340 þotan frá Airbus. Molar Súrtregndrap risaeðlumar Jarðefnafræðingurinn Douglas Macdougall segir að súrt regn hafi orðið risaeðlunum að fjörtjóni. Vís- bendingar um þetta hefur hann fundið með því að mæla strontíum í steingerðum beinum þessara dýra. Súra regnið á að hafa mynd- ast þegar gríðarstór loftsteinn rakst á jörðina fyrir 65 milljónum ára. „Regnið var álíka súrt og sýran í rafhlöðum," segir Macdougall. „Súra regnið hefur sett mark sitt á lífið á jöröinni í nokkur ár og hlýt- ur aö hafa gengið nærri mörgum dýrategundum." Kenning Macdougalls er nýjasta framlagiö tíl deilunnar um hvað olli því að allar risaeðlur á jörðinni drápust út á skömmu tíma. Fræði- menn hefur lengi greint á um þetta. Veirur til lækninga Bandarískur læknir, að nafni Michael Oldstone, heldur því fram að hægt sé að nota veirur, sem annars eru banvænar, tíl lækn- inga. Hann hefur gert tilraunir í þessa veru tíl að lækna sykursýki í músum. í þessu felst að vísu ekki full lækning en veirumar virðast koma aö gagni við að halda sjúkdómnum í skefjum. Oldstone hefur ræktað sérstök afbrigði af veirum sem hafa þá eiginleika að ráðast á sýktar frumur en ekki heilbrigaör. Nýsjálendingar telja síg eiga mikla orkuauðlind I metangasi sem geng- ur frá sauðfé. Orkan í sauðfénu Nýsjálendingar hafa reiknað út að frá hverri kind, sem reikar um haga þar á eyjunum, komi um 20 lítrar af metangasi. Þegar tekið er tíllit til að Nýsjálendingar em fjársterkir menn - þeir eiga 70 milljón kindur - þá er hér um að ræöa verulega orkuauölind. Vandamálið er að safna gasinu saman. Sumir segja aö söfnunin getí aldrei orðið arðbær en aðrir telja í það minnsta þess virði að reyna að leysa þetta vandamál. í allt er gasið 1,4 milljarðar litra og því tílvinnandi að ná broti af því. Nú er talið að metan í andrúmsloftínu aukist um 1%- á ári og þar sem aðeins litill hluti þess nær að brenna gæti metanið orðið verulegt mengun- arvandamál í náinni framtíð. Nýjasta kenningin er að súrt regn hafi drepið risaeölurnar. Fyrir nokkmm árum kom sú kenn- ing fram aö loftsteinn eða loftstein- ar hafi rekist á jöröina og raskað lífríki hennar svo mjög að stærstu dýrin drápust út. Enn hafa örugg merki um árekst- urinn ekki fundist og enn er veriö aö útfæra í smáatriðum hvaða áhrif þessi hugsanlegi árekstur hafði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.