Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. 53 T .ífaaHll Sjálfsagðir hlutir að hafa í bílnum. S Vetri fylgja válynd veður: Oryggið er mikil- vægt í vetrarferðum Góður hlífðargalli getur reynst vel t kulda og vosbúð. Vetri fylgja válynd veður. Það er oft sem menn gleyma þessu þegar þeir leggja upp í ferðir og ósjaldan hefur það haft vandræði í för með sér. í þessum pistli er ætlunin að fjalla örlítið um hvað vert er að hafa í huga við lengri og styttri bílferðir. Flestir hafa einhvern tímann lent í að festa bílinn sinn. Þeir sem hafa lent í vandræðum á ferð milh staða, vita að oft var sá útbúnaður heima, sem heföi bjargað þeim úr ógöngun- um. Örhtil fyrirhyggja getur því haft mikið að segja. Hér á eftir verða nefndur nokkrir hlutir sem nauðsynlegt er að hafa með, þegar lagt er út í slæma færð, svo og ýirtis atriði sem vert er að hafa í huga: 1. Keðjur. Keöjur geta komið þér á áfangastaö, svo framarlega sem þær erujíomnar undir, áður en í óefni er komið. 2. Skóflan er nauðsynleg. 3. Dráttartóg. 4. Vasaljós. 5. Sandpoki. 6. Aðvörunarmerki einhvers konar. (þríhymingar). Það hefur komið fyr- ir að keyrt hefur verið á bíl sem situr fastur. 7. Neyðarblys. Á fáfömum vegi er gott að geta látiö vita af sér á einhvem hátt. 8. Sjúkrataska. 9. Slökkvitæki. Hlýföt Með þennan útbúnað i skottinu er bíllinn vel útbúinn til vetrarferða. En það er ekki nóg. Þó að þessi út- búnaður sé með verður ekki mikiö um aðgeröir hjá ökumanni á lakks- kóm og jakkafötum. Því er gott að hafa í bílnum ullar- sokka og góða kuldaskó. Skíðagalh er hentugur til að bregða sér í, húfa, vettlingar og jafnvel skíðagleraugu em hlutir sem gott væri að hafa með. Munið eftir endurskinsmerkj- unum. Það fer ekki mikið fyrir þessum útbúnaði í skottinu, en gott er að geta gripið til hans. Einnig er skynsamlegt að hafa ullarteppi í aft- ursætinu og eitthvað gott til að narta í í hanskahólfmu. Hér eru ekki taldir upp þeir vara- hlutir sem sjálfsagt er að hafa í bílnum, en gott er að minnast þess að í vetrarferðum reynir meira á bíl- inn en ella. Ef bíllinn stoppar. Hvað er til ráða ef bíllinn stoppar? Fyrsta atriöið er að yfirgefa bíhnn ekki. Þaö er mun fljótlegra að leita að bíl heldur en manni. Haldið bhn- um í gangi, hafið stöðuljósin á og fylgist vel með að ekki skafi snjó fyr- ir púströrið. Gott er að setja upp Jón Þór Víglundsson, fulltrúi hjá Landssambandi hjálparsveita skáta. vaktir ef margir em í bhnum. Ef þú er ein(n) þá skaltu drepa á búnum meöan þú sefur. Hér kemur ullar- teppið í góðar þárfir. Athugaðu með púströrið áður en þú setur bOinn aftur í gang. Ekki gleyma því að þó búnaður sé góöur í skottinu þá verður þú að fara yfir hann reglulega og endumýja ef eitthvað er orðið skemmt. Veit einhver af þér? Það hefur löngum v.erið aðall góðra fjalla- og ferðamanna að láta vita af ferðum sínum. Með því að skOja eftir ferðaáætlun hjá öðru feröavönu fólki, tryggja ferðalangar öryggi sitt og firra aðstandendur óþarfa kvíða. Landssamband hjálparsveita skáta og Landsamband flugbjörgunar- sveita bjóða ferðamönnum ókeypis þjónustu í þessum efnum. Ferðafólk getur hringt og látið vita um ferðatíl- högun, fjölda ferðalanga, áæOaða heimkomu og hvemig farartækjum ferðast er á. Hér er ekki bara átt við fjalla- og óbyggðaferðir. BOtúr til Hveragerðis getur falhð hér undir. Það kostar ekki nema eitt símtal að láta vita af sér og eitt að tilkynna heimkomu. Það er ólíkt þægOegra að vita tO þess að einhver viti af ferð- um þínum og að með þeim sé fylgst. Tekiö er með í reOcninginn að tafir geta alltaf orðiö og því ekki rokið af stað í leit sé hópurinn ekki kominn nákvæmlega á þeim tíma sem um var rætt. Hins vegar styttist viðbragðs- tíminn til muna og aðgerðir verða markvissari ef til þarf að taka. Á styttri leiðum er sendur bíll tO móts við viðkomandi. Ferðafólk getur haft samband ahan sólarhringinn í síma 91-686068 en það er jafnframt neyðarnúmer fyrir leit og björgun. Sólarhringsvaktin er í höndum Securitas sem annast útköh leitarstjómar. Rik ástæða er til að hvetja ferða- menn tíl að notfæra sér þessa þjónustu, jafnvel þó aðeins sé verið að skreppa yflr eina heiði'. Þjónustan er öllum að kostnaðarlausu og ef til leitar kemur getur þessi öryggisráð- stöfun skipt sköpum. SMÁAHJGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Frjálst.oháÖ dagblaö ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐtÐ Þú hrfngir.. /U áCéC Vid blrtum... ÞaÖ ber árangur! Smáauglýsingadeildln er i Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00—14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 w—iiagi | vtsa KREDITKORTAÞJONUSTA Þú hringir - viö birtum og auglýsingin verður færð á kortið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.