Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. Fréttir 60% hækkun iðgjalda bifreiðatiygginga Bífreiðatryggingafélögin munu fara ffam á að fá að hækka iðgjöld ábyrgðartiygginga um 59,7%. Þá vilja tryggingafélögin fá að hækka iðgjöld kaskótrygginga um 28% og ífamrúðutrygginga um 38,6%. Á fundi, sem samstarfsnefnd ís- Ienskra bifreiðatryggingafélaga hélt í gær, kom ffam að mikið tap hefði verið á bifreiöatryggingum í fyrra og reyndar heíði verið tap á tryggingunum í fjögur ár. Mörg félaganna eru afar illa stödd og á fundinum kom fram að rekstrar- grundvöllur tryggingafélaganna væri gjörsamlega brostinn. Tap á rekstri bifreiðatrygginga var 300 til 400 milljónir á síðasta ári. í máli fundarboðenda kom fram að fáist þessi hækkun ekki sé hags- munum almennings teflt í tvísýnu þar sem mörg tryggingafélaganna eru það illa stödd að óvist er að þau geti greitt bætur til þeirra sem verða fyrir Ijóni. Ekki fékkst upp- gefið hvaða tryggingafélög eru svo illa stödd. Samkvæmt nýju umferðarlögun- um er tekin upp ný skyldutrygging, slysatrygging ökumanns og- éig- anda. Með henni stórbatna slysa- ekki afgreidd fyrr en um miöja tryggingar ffá því sem áður var. næstu viku. Meðal þýðingarmestu breyting- Til þessa hefur Tryggingaeftirht- anna er aö hámarksbótaskylda ið ekki gert athugasemdir við vegna ábyrgðartrygginga hækkar hækkunarbeiðnir tryggingarfélag- úr 19,4 milljónum í 320 milljónir. anna. Erlendur Lárusson, forstöðu- -Sme maðm- Tryggingaeftirhtsins, sagði að ekki væri búið að samþykkja þessa hækkun og að beiðnin yrði Nýju „flóðabílamir“: Gangi þeim vel - segir forstjöri Daihatsuumboðsins „Við sendum menn út til að skoða þessa bfla og gerðum tilboð í þá. Því var ekki tekið og því varð ekkert úr því að við keyptum bílana. Þeir hefðu þurft að fást á lágu verði svo að það væri eitthvert vit í kaupunum. Hefð- um við keypt bílana hefðum við líklega sett þá á almennan markað sagði Jóhann Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, en fyrirtæki hans er umboðsaðih fyrir Daihatsu á íslandi. Fjórmenningamir, sem fluttu tfl landsins á þriðja hundrað Subaru- bíla sem lentu í flóðum á hafnar- bakkanum í Drammen, hafa nú fest kaup á fleiri bílum, samtals á annað hundrað af árgerð 1988, Mazda og Daihatsu. Jóhann, forstjóri Brimborgar, sagði ennfremur að hann vonaði aö þeim mönnum sem nú hefðu fest kaup á bflunum gengi vel og hann sagðist vona að þeir stæðu vel að þessum viðskiptum. Brimborg mun þjónusta þessa bíla sem og alla aðra bíla. Steinn Sigurðsson, sölustjóri hjá Bílaborg, sagðist ekki geta sagt um hvernig hans fyrirtæki hygðist bregðast viö innflutningi Mazdabfla sem lentu í flóðunum í Drammen. -sme Ráðstefna um störf skólastjórnenda Ráðstefna um störf og ábyrgð skólastjómenda hófst á Hótel Sögu í gær, fóstudag, og lýkur i dag. Birg- ir ísleifúr Gunnarsson mennta- málaráöherra setti ráðstefnuna með ávarpi. Hátt á annaö hundraö manns var á ráðstefnunni í gær. „Tilgangur ráðstefnunnar er fyrst og fremst að kanna starf skólastjórans í dag,“ sagöi Kristín Tryggvadóttir, ráöstefnustjóri og skólastjóri Selásskóla í Reykjavík. „Við athugum til dæmis samskipti skólastjóra við ráðamenn og þá breytingu sem orðið hefúr á starfi skólastjórans en starfið hefur orðiö sífeht flóknara með árunum. T.d. get ég nefnt aö skólastjórinn er rík- Á annað hundrað manns kom á ráðstefnu um störf og ábyrgö skóia- stjórnenda á Hótet Sögu i gær. isstarfsmaður en þarf sífellt meira að hafa umsjón með störfum sem tengjast sveitarfélaginu, t.d. dag- gæslu og mjólkursölu. Áður voru hæfir kennarar valdir í skóla- stjórastöðumar en nú teljum við það ekki lengur forsenduna heldur þarf skólastjórinn að vera hæfur til að gegna mjög flóknu stjómun- arstarfi. í rauninni erum við að velta fyrir okkur hvort kennarar, skólastjórar og ráðamenn eöa skólakerfið í heild hafi orðið á eftir og ekki aölagað sig breyttum þjóö- félagsaöstæðum og hvað við getum þá gert til aö lagfæra það,“ segir Kristín. -JBj Óttar Guðmundsson og Þórarinn Tyrfingsson, læknar SÁÁ, héldu opinni læknastofu i Kringlunni í gær. Fjöldi manns ræddi við þá um áfengismál sín og annarra, bæöi undir fjögur augu ög eins sköpuðust oft fjörlegar umræður í stærri hópum. DV-mynd KAE Samnlngaviðræður: litið fundað í dag Lítið verður um fundahöld í samn- ingaviðræöum Verkamannasam- bandsins og vinnuveitenda í dag vegna aðalfundar Alþýðubankans og árshátíðar framkvæmdastjórnar VSÍ. Fundir munu hins vegar verða meö eðlilegum hætti á morgun. Þeg- ar DV fór í prentun í gærkvöldi var verið að ganga frá samningum um breytingar á vinnutíma en enn var ekki farið að ræða launalið samning- anna. „Vaxtalækkunin er náttúrlega vottur þess að ástandið sé eitthvað að skána þó hún ein og sér breyti náttúrlega ekki miklu,“ sagði Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, þegar DV innti hann eftir því hvort forráðamenn fiskvinnsl- unnar væru nú fúsari til viðræðna en áður. Þórarinn sagði að samn- ingamenn hefðu ekkert heyrt frá stjórnvöldum í gær. Steingrjmur Hermannsson utan- ríkisráðherra sagöi að þriggja manna ráðherranefnd hefði ekkert rætt um efnahagsráðstafanir til að liöka fyrir samningum. -gse Verdlagsstofnun leiðréttir augtýsingu Verðlagsstofnun hefur sent frá sér eftirfarandi athugasemd: „I auglýsingu viöskiptaráðu- neytisins, sem byggðist á upplýs- ingum úr verðkönnun Verðlags- stofnunar, og sem birtist í blaði yðar 19. febrúar, urðu þau leiðu mistök að mynd af frystu græn- meti frá ORA birtist í matarkörfu þeirri sem ætlað var að sýna dýr- ustu körfuna. Fryst grænmeti frá ORA var hins vegar ekki dýrasta grænmetistegundin og átti því ekki heima í þessari körfu. Þessi mistök í myndbirtingu hafa engin ’ ákrif é tölulegar niöurstöður könnunarinnar og ekki auglýs- ingarinnar heldur.“ Leiðrétting I DV í gær var sagt frá því aö Pa- ata Burchuladze syngi á vegum Tónlistarfélagsins í Háskólabíói í dag kl. 14.30. Rétt er þaö að söngvarinn syngur á þessum tíma í Háskólabíói. Skíðafæri um helgina: Best fýrir austan - nokkuð gott Nokkuö gott skíöaveður verður um allt land um helgina samkvæmt spá Veðurstofunnar. Hiti verður um frostmark og fremur hæg vestan- og suðvestanátt. Best verður skíðaveðr- ið á Austurlandi en þar er spáð björtu veðri eða sól. Á suðvesturhorninu verður lítfls háttar éljagangur en bjart inni á milli. Flest skiðasvæði landsins verða opin um helgina og nægur snjór víðast hvar. Á Bláflallasvæðinu er nægur sifiór og verður svæöið opiö ef veður leyfir frá kl. 10-18 laugardag og sunnudag. í Hveradölum verða gönguskíða- leiðir áreiðanlega opnar en ekki er vist hvort nægur snjór verður í brekkunum tfl að halda lyftum opn- um um helgina. Svæðið er opið frá kl. 10-24. Óvíst er hvort opið verður í Skála- annars staðar felli þar sem lítill snjór er á svæðinu. Stólalyftan verður ekki sett í gang um helgina en verið getur að minni lyfturnar verði opnar á sunnudag. Það verður þá auglýst í útvarpi. í Hlíðarflalli á Akureyri er nægur snjór og verður svæðið opið báða dagana frá kl. 10-17 ef veður leyfir. A ísafirði er nægur snjór og verður skíðasvæðið opið almenningi frá kl. 10-18 á laugardag og sunnudag ef veður leyfir. Vestflarðamót 15 ára og eldri í svigi og stórsvigi fer einnig fram á ísafirði um helgina. í Oddsskarði verður skíðasvæðið opið um helgina frá kl. 10.30-17 báða dagana. Þar hefur verið glaöasólskin og nægur snjór og gerir veðurspáin ráð fyrir svipuðu veðri um helgina. -JBj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.