Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. Fréttir Jóhanna Sigurðardóttir staðfestir Kvosarskipulagið en vill frekari kynningu á ráðhúsinu: Davíð veittar frjálsar hendur með aukasýninguna - tímamörk komu inn í samkomulagið eftir fund Jóhönnu með forsætisráðherra Þaö er liöur í samkomulagi Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsráð- herra og Davíös Oddssonar borgarstjóra aö borgaryfirvöld skuh ljúka afgreiðslu ráöhússmáls- ins fyrir miðjan apríl. Þessi tímamörk eru það þröng að von- laust er að farið verði eftir skipu- lagslögum varðandi aukasýningu á teikningum ráöhússins, skilafrest á athugasemdum og afgreiðslu skipulagsnefndar á þeim. Þessi tímamörk voru ekki í þeirri af- greiðslu á Kvosarskipulaginu sem Jóhanna Sigurðardóttir ætlaði að senda frá sér þegar Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra óskaði eftir frestun á því að ákvörðun félags- málaráöherra yrði g'erð opinber. Þar sem ráöherra samþykkti sjálft deiliskipulagið, telur Davíð Oddsson borgarstjóri að ákvæði skipulagslaga gildi ekki um auka- sýningu á skipulagi ráðhúsreitsins og meðferð athugasemda við það. Tímamörkin í samkomulaginu eru þau sömu og sá frestur í skipulags- lögum sem borgarbúar hafa til þess að senda inn athugasemdir við skipulagið. Á þessum tíma ætlar Davið að sýna skipulagið, taka á móti athugsemdum, láta skipulags- nefnd veita umsögn um þær og samþykkja skipulagið í borgar- stjórn. Þar sem ráðherra hefur þegar samþykkt deiliskipulag Kvosar- innar verður afgreiðsla borgar- stjórnar endapunkturinn í þessu máli. Staðfesting ráðherra er þegar fengin. Afgreiðsla félagsmálaráðherra hefur því lítil áhrif á ráðhúsmáhð önnur en þau að borgarbúum er gefinn kostur á að koma athuga- semdum á framfæri. Þær athuga- semdir munu að öllum líkindum verða samhljóða þeim athuga- semdum sem skipulagsnefnd og borgarstjórn hefur þegar hafnað. -gse - sjá einnig bls. 5 Hluti þeirra heimatilbúnu sprengja sem lögreglan i Hafnarfirði hefur lagt hald á. Eins og sjá má á sprengjunum, sem hafa verið sprengdar, er kraft- urinn gifurlegur. Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar segir þetta vera lífshættuleg vopn. DV-mynd S Heimatilbúnu sprengjurnar í Hafnarfirði: Lífshættuleg tól Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn: Dæmi um hvemig ekki á að fara að Brfreiðatryggingamar: Lýst undmn og óánægju Félag íslenskra bifreiðaeigenda átti í gær fundi með Tryggingaeft- irhti og fulltrúa tryggingafélag- anna vegna fyrirhugaðrar hækkunar iðgjalda bifreiðatrygg- inga. FÍB hélt síðan stjómarfund í gærkvöldi. Á fundinum var lýst yfir óánægju og undrun með fyr- irhugaðar hækkanir iðgjalda. Arinbjöm Kolbeinsson, form- aður FIB, sagði að á fundunum hefðu málin veriö rædd ítarlega án þess aö sérstök niöurstaða fengist. Hann sagði aö FÍB legði þaö til að hætt yrði viö að fella niöur sjálfsáhættu. Ef sjálfsá- hætta væri 20%, myndi það þýöa 40% hækkun iðgjalda í staö 60% eins og allt bendir til að verði. FÍB benti einnig á að ef ríkið lækkaði sölsuskatt á iðgjöldin, þyrftu iðgjöldin ekki að hækka eins raikið og fyrirsjáanleg er. Arinbjöm bentí á aö mikið væri ura áð söluskattur væri tvíborg- aður. Iðgjöld bera söluskatt og svo greiðslur fyrir viðgerðir á tjónum. Arinbjöm taldi að fyrir góða og varkára ökumenn væri 20% sjálfsáhætta ekki mikil áhætta. Ef sú leið yröi farin yröi ríkis- valdiö og Tryggingaeftirlitið að samþykkja þá breytingu. Tryggingaeftirhtið skýrði fyrir FÍB þau rök sem beitt er fyrir hækkununum, í grófum dráttum. Hækkanimar stafa meðal annars af nýjum lögum. Arinbjörn taldi mjög jákvæða breytingu vera þar sem aukin tryggingavemd er. Hann taldi verðið á þeim þættí vera mjög eðlilegt. „Tjónakostnaður hefur vaxið mikiö. Við höfum ekki skoöað það nánar enda em þaö miklir reikningar aö fara yfir þann hö. Slysum á fólki hefur einmgtjöig- aö mikið. Sérstaklega ’hefur dýrari slysum fjölgað. Það kom glögglega í ljós þegar lögreglan hóf sérstakt átak síöastliðið haust aö þá fækkaði slysum. Það voru hlutfahslega færri slys í október, nóvember og desember 1987 en á sama tíma 1986. Þetta átak skilaði stórkostlegum árangri og sýnir um leiö að það er enginn vandi aö fækka slysum og tjónum sem myndi þá verða til þess aö iðgjöld lækkuðu,“ sagði Arinbjörn Krist- insson. -sme „Ég vissi að þeir voru aö búa til litlar sprengjur um áramótín. Mig grunaði ekki að þeir byggju til sprengjur í líkingu við þetta. Ég er feginn að þetta fór þó ekki verr en raun varð á,“ sagði faðir annars drengsins sem slasaðist um helgina er heimatilbúin sprengja sprakk í bílskúr í Hafnarfirði. Lögreglan í Hafnarfirði hefur á fáum vikum lagt hald á 54 heimatil- búnar sprengjur. Sprengjusérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar hafa rannsakað sprengjurnar. í rann- sóknum sprengjusérfræðinganna hefur komið í ljós að sprengikraftur þessara sprengja er mjög mikill. Ör- uggt er talið að ein slík sprengja gæti hæglega orðið fólki að bana. Það þykir mikil mildi að ekki hafa hlotíst fleiri slys af þessum hættulega leik unglinganna. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni er vitað til þess aö í ein- hverjum þeirra tílfella, sem unglingar hafa verið teknir með slík- ar sprengjur, hafa foreldra þeirra haft vitneskju um uppátækið. Eins og kunnugt er slösuðust tveir drengir verulega og tveir félagar þeirra sluppu naumlega við meiðsli er þeir voru að búa til sprengju í bílskúr í norðurbænum í Hafnarfirði um helgina. Annar þeirra sem slö- suðust liggur á gjörgæsludeild Borgarspítalans. Hann er illa fót- brotinn, handleggsbrotínn og með minni áverka á höfði og höndum. Félagi hans liggur einnig á Borgar- spítalanum. Hann er nokkuð slasað- ur þó að hann hafi sloppið mun betur en félagi hans. Landhelgisgæslan mun í dag kynna fyrir fjölmiðlum hversu hættuleg vopn þessar sprengjur geta veriö. -sme Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn sagði í samtali við DV að sér þætti hörmulegt atvikið er- Sveinn Jónas- son tvíbrotnaði á upphandlegg í fangageymslu lögreglunnar í Reykja- vík. „Þetta er röð mistaka og dæmi um hvemig á ekki að fara að hlutun- um,“ sagði Bjarki. Bjarki taldi að lögreglumennirnir hefðu gengið mun lengra í þessu máli heldur en þeim haíi verið stætt á. Það mesta sem þeir hefðu getað gert hefði verið að fara að íbúðar- húsinu sem Sveinn Jónasson var í þessa afdrifaríku nótt tdl að fullvissa sig um hver Sveinn væri og hvar væri hægt að finna hann aftur. Lengra hefðu þeir ekki átt aö ganga. Annar lögreglumannanna, sem nú hefur verið leystur frá störfum, hafði aðeins starfað í lögreglunni í rúma viku er lögreglustjóri leysti hann frá störfum. Var hann á tveggja mánaða samningi. Faðir hans, sem einnig hefur verið leystur frá störfum tíma- bundið, hafði lengri starfsaldur að baki. Var hann búinn að vera tæpt ár í lögreglunni í Reykjavík. Áður hafði hann starfaö í nokkur ár sem lögreglumaður í Rangárvallasýslu. Meðal annars þegar Böðvar Braga- Símasambandslaust var á Suður- nesjum í gær frá kl. 16.30 tíl kl. tvö eftír miðnætti. Allt 92- svæðið datt út en bilunin varð í stafrænu sím- stöðinni í Keflavík. Að sögn starfsmanna Pósts og síma var hér um verulega bilun að ræða son lögreglustjóri var sýslumaður Rangæinga. Einar Bjarnason, formaður Lands- sambands lögreglumanna, hefur í framhaldi atviksins í fangageymsl- unni gagnrýnt kennslu við Lögreglu- skólann. Hann sagði í samtali við DV að við Lögregluskólann væri ekki sér vitanlega kennd lögreglusiðfræði. Þar væri kennd sálfræði en sálfræði og siðfræði væri ekki það sama. Og að mannlegum samskiptum væri ekki gert nógu hátt undir höfði í náminu. Bjarki Elíasson sagöi að atvikið i fangageysmlunni hefði ekkert með kennslu í Lögregluskólanum að gera. Hann sagöi að þar væri kennd sál- fræði og í sálfræðikennslunni væri komið inn á mannleg samskipti. Bjarki Elíasson sagðist hafa séð matsgerð frá réttingaverkstæði vegna skemmda á bílnum. Hljóðaöi hún upp á 17.500 krónur. Jón Magn- ússon, lögmaður Sveins Jónassonar, sagði í samtali við DV að ef eigandi bílsins ætlaði að fara fram á skaða- bætur vegna skemmda á bílnum óskaði hanneftír því að bíleigandinn kæmi með kröfuna til sín. en ekki er ljóst hvað olli henni. Það var þó talið að jafnvel mættí rekja bilunina til þes að unniö hefði verið í sendibúnaðnum til Keflavíkur og hann við þaö dottið út. -SMJ Fýrsta umferð Reykjavíkurskákmótsins tefld í dag: Nær sjötíu þátttakendur Reykjavíkurskákmótið hefst í dag klukkan 17.00 að Hótel Loftleið- um. Mótíð er opið sem kallað er og verða tefldar 11 umferöir eftír svissneská kerfinu. Þátttakendur verða á milli 60 og 70 en Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambandsins, sagði í samtah við DV í morgun að erlendir skák- menn, sem tilkynnt hafa um þátt- töku, heföu ekki allir verið komnir til landsins í gær en von væri á þeim síðustu tíl landsins í dag. Þess vegna væri ekki hægt að segja til um endanlegan þátttakendafjölda fyrr en mótíö hefst. Nokkrir mjög sterkir og frægir skákmenn eru meðal þátttakenda og eru þeir þegar komnir til lands- ins. Þar má nefna sovésku skák- meistarana Polugajevsky, Gurewich og Dolmatov. Ungverska stórmeistarann Adorjan og Banda- ríkjamennina Walter Brown og Larry Cristiansen. Þá munu íslensku stórmeistar- arnir Jón L. Árnason, Helgi Ólafs- son og Margeir Pétursson tefla á mótinu sem og Karl Þorsteins, al- þjóðlegur meistari. Hinar kunnu Polgarsystur frá Ungverjalandi verða meðal þátt- takenda en þær eru í hópi allra sterkustu skákkvenna í heiminum. Þær hafa þá sérstöðu að neita að tefla á sérstökum kvennamótum, heldur vilja þær að mót séu blönd- uð körlum og konum. Sem fyrr segir verður fyrsta úm- ferð mótsins tefld í dag en því lýkur 6. mars. -S.dór -sme Sambandslaust á Suðumesjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.