Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 32
SAUÐÁRKRÓKUR DV óskar eftir að ráða umboðsmann á Sauðárkróki. Upplýsingar í síma 27022 og hjá umboðsmanni í síma 95-5654. Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Víkings verður haldinn í dag, - þriðjudaginn 23. febrúar, í félagsheimilinu Hæðargarði. Mætum vel og sýnum starfseminni áhuga. Stjórnin FLUGLEIDIRjmt ■ Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn þriðjudaginn 22. mars 1988 í Kristal- sal Hótel Loftleiða og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins, tiilaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, ► skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, frá og með 15. mars nk. frá kl. 09.00-17.00. Afhendingu atkvæðaseðla lýkur á hádegi fundar- dags. Stjórn Flugleiða hf. Vinningstölurnar 20. febrúar 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 5.058.032,- 1. vinningur var kr. 2.536.428,- og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr. 845.476,- á mann. 2. vinningur var kr. 758.500,- og skiptist hann á 250 vinningshafa, kr. 3.034,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.763.104,- °g skiptist hann á 7.871 vinningshafa sem fá 224 kr'. hver. Upplýsingasími: 685111 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. Lífsstm Palmer útskýrir fyrir blaðamönnunum Isak Sigurðssyni og Erlendi Garðarssyni út á hvað dáleiðsla gengur. DV-mynd KAE Hef dáleitt menn í gegnum síma - segir John-lvan Palmer sem er talinn fljótasti dávaldur í heimi „Menn verða að gera sér grein fyrir því hvað dáleiðsla er, annars verða þeir fyrir vonbrigðum. Þeir dáleiddu eru meðvitaðir um um- hverfið og allt sem gerist í kriijgum þá og í dáleiðslu er ekki hægt að fá menn til að framkvæma hluti sem þeir vita að eru rangir," sagði John-Ivan Palmer, frægur banda- rískur dávaldur sem er staddur hér á landi. „Þegar fólk gleymir sér í dag- draumum er það í raun og veru í eins konar dásvefni. Og ef menn eru niðursokknir og einhver fer að tala við þá og þeir svara án þess í rauninni að -vita hvað um er að ræða eru þeir líka í eins konar dá- svefni. Þegar ég dáleiði fólk missir það ekki meðvitund. Ég tala til undir- meðvitundarinnar og það er ekki einu sinni víst að sá dáleiddi muni hvað ég sagði honum þegar hann vaknar aftur. En undirmeðvitund- in hefur meðtekið það.“ Palmer kom fram í Sjónvarpinu í síöustu viku í þætti Hermanns Gunnarssonar og dáleiddi þar fjór- ar manneskjur í beinni útsendingu. „í Bandaríkjunum er dáleiðsla í beinni útsendingu bönnuð enda hætta á að margir sjónvarpsáhorf- enda dáleiðist í leiðinni og það getur verið varasamt. Þegar ég er búinn að dáleiðá móttækilegan mann nokkrum sinnum er það oft nóg fyrir mig að klappa saman lóf- Dægradvöl unum eða slá saman fingrunum til þess að hann komist í dásvefn. Ég hef meira að segja dáleitt í gegnum síma,“ sagði Palmer sem talinn er fljótasti dávaldur heims. „Dáleiðsla er algerlega hættu- laus. Það hefur aldrei neinum orðið meint af dáleiðslu og ef dávaldur- inn er ekki til staðar til að vekja þann dáleidda af svefninum vaknar hann af sjálfu sér á innan við fimm mínútum." Palmer sagði að allir gætu lært að dáleiða, þetta væri ekki sérstak- ur hæfileiki sem sumir býggju yfir en aðrir ekki. „Þetta er eins og með allt annað, til dæmis vélritun. Það geta alhr lært að vélrita en menn verða hins vegar misflinkir. Sjálfur lærði ég dáleiðslu með því að lesa bækur um efnið og með því aö æfa mig. Æfingin skapar meistarann og það á ekki hvað síst við um dáleiðslu." Palmer kemur mikið komið fram á samkomum í Bandaríkjunum og er eftirsóttur dávaldur. Þá hjálpar hann fólki til að hætta að reykja og drekka og til að grenna sig. Einnig fer hann á vinnustaði og hjálpar fólki að einbeita sér þannig að það nái betri árangri í starfi. Palmer verður staddur á íslandi fram yfir mánaðamót og mun koma fram á samkomum og skemmtun- um auk þess sem hægt er að panta einkatíma hjá honum í símum 652296 og 652333. -ATA „Fylgdu vinstri hendinni vel eftir með augunum." Erlendur er meö augun sem límd við höndina og skömmu síðar er hann dáleiddur. DV-mynd KAE Kristján Ari Einarsson er hér að vakna af dásvefni og virðist hálfruglaður á svipinn enda tók smátima aö vekja hann. DV-mynd EJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.