Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. Sandkom Fréttir Vidtalid Konan mín Fyrir allmörgum árum tók DV upp pistil í helgarblaði sínu er nefhdist Hin hliðin. Þar hafa í gegnum tíðina verið teknir á beinið menn sem eín- hverra hluta vegna hafa vakiö athygli ogþeir spurðir spjörunum úr. I>etta hefur alla tiö verið mikið lesinn og vinsæll þáttur í helgarblaðinu. Eftir því sem á hefur liðið hafa svör orðið staðlaðri. Fyrir nokkrum árum vöknaði þjóðinni um augun þegar hún las svar ákveðins manns við spumingunni hvaða kvenmaður á jarðríki væri fallegastur og hann svaraði: „Konan mín." Fyrir vikið varð maðurinn að hetju í augum eig- ink venna þessa iands sakir róman- tískrar hugsúnar og allir eiginmenn, sem einh vetj a sjálfsvirðingu höíðu og þótti enn pínulítið vænt um kon- unasína,vilduþessamjukveðið - hafa. Nú eru liðin nokkur ár og síöan hafa aliir karimenn, sem ient bafa á pínubekknum, svarað þessari spurn- ingu á sama veg: „Konan mín.“ Þeir djörfustu hafa spyrt saman konuna sína og Marilyn Monroe 'eða Bo Derek og komið vel út úr þessari erilðu spumingalotu. Stöðluð svör Þegar einhver kemur fram á sjón- arsviðið meðvinsæl mál er það þjóðaríþrótt íslendinga aö herma eft- ir. Þannig er það með Hina hliðina. Ejöldamörg landsmálablöð birtasiík* ar skýrslur vikulega eða mánaðar- lega, eftir því hvað blöðin koma ört út. Þessar greinar ganga undir mis- munandi heitum. Það hefur vakið athygli að svörin í þessum dálkum em sífellt að verða staðlaðri og um leið ieiðinlegri aflestrar. Menn kunna orðið allar spumingamar og vita hvemig á að s vara þeim svo það líti sniðuglega út. En þessi „sniðugu'' s vör geta líka verið hreinlega leiðin- leg þegar gengið er út í öfgar í sniöugheitunum. Hlynur Þór Magnússon, ritstjóri Vesturlands, hefur ekkert ad fela og lœtur allt vaóa. Fáttumsvör Blaðið Bæjarins besta á ísafirði er eitt þeirra blaða sem tekiö hafa upp Hina hliðina. í síðasta tölublaðí kem- tir greinilega í Ijós í hvihkar ógöngur þessi viðtöi em komin víða um lands- by ggðina. í blaðinu er rætt við Hiyn Þór Magnússon, ritstjóra Vestur- lands, blaðs sjálistæðismanna á Vestfjörðum. Hér fara á eftir nokkrar spumingar og s vör Hlyns en spumingar í þessum þætti eiga að varpa nokkru ljósiá persónuna sem við er talað: Helstu kostir: „Fer eftir atvikum." Helstugallar: „Fereftiratvikum." Laun?: „Heimsins." Ef þú starfaðir ekki við þaö sem þú gerir nú hvað vildir þú þá gera?; „Sitja undirtré." Ertu góður kokkur?: „Nógu góöur." Besti matur sem þú færð?: „Yflrleittþað sem ég fæ hverju sinni." Versö matur sem þú færð?: „Enginnsérstakur." Hvaö gerir þú í frístundum?: „Ýmislegt" Hvaða persónu langar þigmesttil að hitta og h vers vegna?: „Engasérstaka." Hvaða stjómmálamaður er númer eittaöþínumati?: „Enginnsér8takur.“ Hvaða mál myndir þú setja á oddinn ef þú yrðir bæjarstjóri í einn mánuð?: „Veitþaöekki." Hefúr þú náð takmarki iífs þins?: „Fereftiratvikum.“ Og þá vitum við ailt það sem viö vildum vita um þennan ágæta rit- stjóraVesturlands. Umsjón: Axel Ammendrup Menningarverðlaun DV: Anægð hvemig til hefúr tekist - segir Margrét Jónsdóttir, „keramíker" á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég er sjálf ánægð með hvernig til hefur tekist með þessa hluti fyrir DV,“ segir Margrét Jónsdóttir, „keramíker" á Akureyri, en hún er höfundur menningarverðlaunanna sem DV afhendir listamönnum að þessu sinni. Menningarverðlaun DV verða af- hent í hádegisverðarboði að Hótel . Holti og munu sjö listamenn hljóta verðlaun að þessu sinni. Margrét hefur útbúið stóra keramikvasa sem eru brenndir með „rakú“-aðferð og tengdir við trékubb með jámstöng- um. Er óhætt að segja að þar em óvenjulegir gripir á ferðinni. Margrét, byggir afkomu sína að mestu á gerð nytjahluta en fæst þó einnig við gerð skrauthluta og skúlptúra af og til. „Mér finnst þessi verðlaúnaafhending mjög gott fram- tak hjá DV og það var sérstaklega ánægjulegt fyrir mig að fá tækifæri til að búa til verðlaunagripina að þessu sinni," sagði Margrét. Þrír gripir af sjö. Margrél hefur skreytt verðlaunagripina/vasana með hálf- afstrakt táknum fyrir listirnar. DV-mynd GK Verðlaunagripir hennar sem nú em tilbúnir til afhendingar munu án vafa vekja athygli er þeir koma fyrir sjónir manna á afhendingu Menn- ingarverðlauna DV á fimmtudag. Hvtastig sjávar lægra en undanfarin ár: Hafísinn helst lengur Hafrannsóknastofnun er nú í ár- legum leiðangri úti fyrir landinu á skipi stofnunarinnar, Áma Frið- rikssyni, til að kanna ástand sjávar. Sven Aage Malbergleiðang- ursstjóri segir helstu niðurstöður leiðangursiijs að hitastig sjávar fyrir norðan land er mun lægra en undanfarin ár. Nú er hitastig sjáv- ar 2 gráður en var 4 í fyrra. Þetta hefur þær afleiðingar að hafísinn sem er úti fyrir Norður- og Norð- austurlandi mun haldast Jengur en ella. Hafisinn færist nú aftur nær Norðuriandi með norðanáttinni sem nú ríkir eftir að hafa snúiö frá landinu um tíma. Engin ástæða er þó til að óttast að siglingaleiðir fo- kist í bráð að sögn Þórs Jakobsson- ar, veðurfræðings hjá hafísdeild Veðurstofu íslands. Það gerist ekki nema norðanátt verði ríkjandi í nokkuð langan tíma. -JBj Breytingar á aflaskipi Sigurjór. J. Sigurðssonj DV, Isafiröi: Fyrirhugaðar em breytingar á aflaskipinu mikla, Guðbjörgu ÍS 46, og gengið hefur verið frá samningn- um við skipasmíðastöðina Sicbau í Bremerhaven sem mun annast breytingamar, Verkinu á að vera lokið 9. maí nk. Tilboð þýsku skipasmíðastöðvar- innar var næstlægst eða um 44 milljónir króna. Það vakti athygli hve mikill munur var á tilboðum í breytingar á togaranum. Lægsta til- boðið kom frá skipasmíðastöðinni í Stettin í Póllandi. Það hljóðaði upp á 26,5 millj.króna. Var því ekki tekið þar sem gert var ráð fyrir að verkið ■' ' ^ ^ ****»«»*»***** ? Guðbjörg IS 46 við bryggju á isafirði - fremst á myndinni. DV-mynd BB, ísafirði tæki 10 vikur, hins vegar fimm vikur hjá Sichau. Stöðin í Stettin hefur tek- ið að sér að smíða nýjan Júlíus Geirmundsson. Hæsta tifboðið var frá Dannebrog Værft og hljóðaði upp á 91,9 miUjónir króna eða 350% hærra en lægsta tilboðið. í tilboðun- um var aðeins tekið tiUit til vinnunn- ar - ekki kostnaðar við búnað og tæki. Ríkissjóður 1988: Hallinn um 2,7 milljarðar Liðlega 2,7 mUljarða halU varð á rekstrarreikningi ríkissjóðs árið 1987 og er hér um að ræða lakari útkomu en búist hafði verið við. Stafar hall- inn af meiri vaxta- og launagreiðsl- um síðustu mánuði ársins en gert hafði verið ráð fyrir. Nemur hallinn um 1,3% af áætlaðri landsfram- leiðslu ársins, en fil samanburðar má nefna að árið 1986 nam rekstrar- halUnn um 1,9 miUjörðum króna sem samsvarar 1,2% af landsframleiðslu. Árið 1987 námu heUdartekjur ríkis- sjóðs 49 miUjörðum tæpum sem er tæpum 6 miUjörðum meira en áætlað var í ijárlögum segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Utgjöldin urðu einnig meiri á árinu eða tæp- lega 6 miUjörðum króna. -ój Ragnar Oskarsson, framhalds- skólakennari og varaþingmaður Alþýðubandalags. Stunda lunda- veiðar á sumrin Ragnar Óskarsson, varaþing- maður Alþýðubandalags, tók sæti Margrétar Frímannsdóttur á alþingi fyrir tæpri viku. Ragnar er búsettur í Vestmannaeyjum þar sem hann starfar sem kenn- ari við framhaldsskóla Vest- mannaeyja auk þess sem hann er forseti bæjarstjómar í Vest- mannaeyjum. Þetta er í fyrsta skipti sem Ragnar tekur sæti á þingi. í næstu viku mun hann mæla fyrir þingsályktunartiUögu í sameinuðu þingi sem fjallar um greiðslusamninga vegna skóla- mannvirkja. „Það sem fyrst blasir við manni þegar inn á alþingi er komið er hvað alUr taka vel á móti manni, bæði þingmenn og starfsfólk. Það er mjög skemmtilegt og sérstök lífsreynsla að koma inn á þing í fyrsta skipti og sjá nákvæmlega hvernig þingið starfar og hvemig mál era afgreidd," segir Ragnar. Ragnar er fæddur og uppahnn í Vestmannaeyjum og hefur búið þar alla tíð fyrir utan 10 ár sem hann eyddi í höfuðborginni við nám í menntaskóla og Háskóla íslands. Hann útskrifaðist frá Háskóla íslands árið 1975 með BA próf í sagnfræði, íslensku og heimspeki. Þegar hann kom aftur til Vestmannaeyja gerðist hann kennari við grunnskólann í Vest- mannaeyjum og starfaði síðan sem skólastjóri grunnskólans í átta ár. Þá gerðisí hann kennari í framhaldsskólanum. Eiginkona Ragnars heitir Jó- hanna Njálsdóttir og stundar nú nám í öldungadeUd framhalds- skólans í Vestmannaeyjum. „Hún er alveg framúrskarandi nemandi. Ég kenni henni að vísu ekki núna en hún hefur veriö í íslenskutímum hjá mér og stóð sig mjög vel.“ Þau hjónin eiga þijú böm. Óskar, 16 ára, VaUý, 9 ára, og Njál, 4 ára. - En hver eru áhugamál þín? „Áhugamálin em’ náttúrlega póhtíkin og þá sérstaklega bæjar- máUn í Vestmannaeyjum. Það fer mikiU tími í þetta starf enda þarf forseti bæjarstjómar að snúast í ýmsu. Svo hef ég starfað í Al- þýðubandalagsféiaginu í Vest- mannaeyjum frá 1975. Annars hef ég mjög gaman af lundaveiði og triUuveiði. Hér áð- ur fyrr sótti ég handfæri en þaö hefur minnkað mikið á síðustu ámm. En ég veiði lunda á hveiju sumri og finnst það óskaplega skemmtilegt. Þá fer ég einn og einn dag og fæ mér í soðið. Maður fær geysUega skemmtilega úti- veru á veiðunum en það er mér ekkert kappsmál aö veiða mikið heldur sækist ég mest eftir því að vera úti í náttúrunni." -JBj - --a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.