Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. NBA-deildin í körfubolta: Pétur íhugar að fara fráSpurs - lék í 3 mínútur í nótt er Spurs tapaði -Pétur óánægður hjá félaginu „Ég get ekki neitað því að ég er óánægður hjá San Antonio Spurs. Ég er greinilega ekki í náðinni hjá þjálfaranum og fæ mjög lítið að leika með liðinu,“ sagði Pétur Guðmundsson, körfuknattleiksmaður hjá NBA-liðinu San Antonio Spurs, í samtali við DV í morgun. Pétur íhugar nú að fara frá félaginu eftir keppnistímabilið enda fær hann lítið sem ekkert að spreyta sig. • Pétur Gudriundsson skorar hér fyrir San Antonio Spurs í leik gegn Los Angeles Lakers. Pétur lék aðeins með i þrjár mínútur í nótt og er óánægður með gang mála hjá Spurs. „Ég get ekki neitað því að það hefur hvarflað að mér að fara frá félaginu eftir þetta keppnistímabil. Ég passa greimlega illa inn í hðið og ég fæ lítið að leika með því. Það væri gaman að spreyta sig hjá öðru liði sem maður myndi passa betur inn í. Ég botna ekkert í þjálfaran- um og skil ekki hvað hann er að gera og það gera raunar fáir leik- menn í liðinu. Það eru sérstaklega innáskiptingarnar sem menn skilja ekki og ég er ekki einn um að botna ekkert í þeim. Ég er hins vegar ekki á þeim buxunum að hætta í NBA-deildinni. Ef þetta lagast ekki þá hef ég áhuga á því að spreyta mig annars staðar en þó geri ég mér fylhlega grein fyrir því að ég ræð ekki miklu þar um sjálfur," sagði Pétur í samtalinu í morgun. „Ég var í byijunarliðinu gegn Portland Trailblazers í fyrradag og lék þá í 28 mínútur. Brickow- ski var meiddur og því fékk ég að leika. Ég skoraði 9 stig og hirti 7 fráköst. Við töpuðum leiknum, sem fram fór á heimavelli Port- land, 117-112. Brickowski var síðan aftur með í nótt gegn Gold- en State Warriors og þá fékk ég htið sem ekkert að spila. Ég var með í 3 mínútur og náði ekki að skora. Svona gengur þetta og ég er greinilega ekki inni í myndinni hjá þjálfaranum. Þetta verður maður bara að sætta sig við og- við þessu er lítið að gera. En ég mun hugsa mig vel um þegar þessu keppnistímabih lýkur og ef til vill mun ég fara fram á það að fá að fara tU annars félags í deildinni í vor,“ sagði Pétur Guð- mundsson. -SK Skakkaföll hjá ÍR-ingum: Guðmundur er nefbrotinn! „Það má segja að nefið sé brotið í mél en ég á eftir að fá úrskurð hjá sérfræðingi um framhaldið. Þá fyrst kemur í ljós hvort ég missi úr ein- hveija leiki en ég held í þá von að geta spilað gegn KR um næstu helgi,“ sagði Guðmundur Þórðarson, hand- knattleiksþjálfari og leikmaður með ÍR, í samtali viö DV í gærkvöldi. Guðmundur fékk mikið högg á nef- ið snemma leiks gegn Val í 1. deUdar leik liðanna í gærkvöldi og var flutt- ur á sjúkrahús. ÍR-liðið var eins og höfuðlaus her án hans og má ekki við því að hann missi úr leik'i þar sem það á erfiöa fallbaráttuleiki fyrir höndum. -VS Enska bikarkeppnin: Arsenal mætir Forest Enska bikarkeppnin hefur fengiö talsvert rými í ljósvakamiðlunum síðasta kastið og um nýliðna helgi komu til að mynda tveir leikir hingað tíl lands um gervihnött frá sjálfu knattspymuvíginu - Englandi. ' í kjölfar leikjanna var síðan dregið fyrir næstu umferð þótt ekki hafi ráðist úrslit í öllum þeim viðureign- um sem fram fóru. Þessi lið munu etja saman kappi í átta liða úrslitum: Arsenal - Nottingham Forest Wimbledon - Port Vale eða Watford Manchester City - Liverpool QPR eða Luton - Portsmouth -JÖG • Guðmundur Þórðarson. Kvennakarfa: Allt í hnút á toppnum ÍS vann mikilvægan sigur á ÍR, 43M2, í 1. deild kvenna í körfu- knattleik í gærkvöldi. Þar með stefnir allt í æsispennandi keppni þessara liða og ÍBK um meistara- titilinn því ÍS og ÍR eru nú með 20 stig hvort eftir 13 leiki en ÍBK 18 stig eftir 12 leiki. -VS Styrkur til Árbæinga: Fyikir fær Öm og Ameríkana „Ég er ákveðinn í að fara aftur til míns gamla félags, Fylkis. Þetta gekk ekki upp eins og ég hafði reiknað með á Selfossi," sagði Örn Valdim- arsson knattspyrnumaður í samtali við DV í gærkvöldi. Örn er upphaflega Fylkismaður en hefur leikiö með Fram í 1. deildinni í fjögur ár. Hann hafði ákveðið að leika með Selfossi í 2. deild næsta sumar en hefur nú söðlað yfir til Árbæinganna sem unnu 3. deildina í fyrra. „Hópurinn hjá Fylki er sterkur og ég vonast til þess að við verðum í toppbaráttunni í sumar,“ sagði Örn. Bandarískur markvörður er vænt- anlegur til Fylkis um næstu mánaða- mót en sá hefur spilað með þremur úr Árbæjarliðimr í skólahði þar vestra síðustu vetur. Til viðbótar hafa nýliðarnir fengið Stefán Steins- en úr KR og endurheimt Brynjar Níelsson frá Val og ættu að mæta sterkir til leiks í 2. deildinni í sumar. • Örn Valdimarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.