Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. 30 ' Lífsstfll Marianne Thygesen, 17 ára au- pair. Tíðarandi vildi gjarnan eiga stráka sem vini hér en það virðist ekki vera erfitt, mér hefur því miður ekki tekist það. Rúnturinn furðulegur Eitt fyrirbæri er alveg stórfurðu- legt og það er þessi svokallaði rúntur. Ég hreinlega skil ekki hvað krakkarnir fá út úr því að keyra og ganga hring eftir hring og skoða sama fólkið. Þetta er mér leyndar- dómur og verður það sjálfsagt meðan ég er hérna á landinu. Mér flnnst þetta stundum eins og í am- erískum unglingamyndum." Hvernig flnnst henni maturinn? „Fiskurinn er frábær og íslenska lambakjötið æðislega gott, það eina sem ég sakna í mat frá Danmörku eru ekta danskar kjötbollur (frika- deller).“ Hvað fmnst henni um au-pair starfiö spyrjum við næst. „Þetta er ágætisstaií en það getur verið erfitt. Ég verð stundum vör við það að fólk heldur að þetta sé rólegheitalíf, en það er mikill mi- skilningur. Þetta er eins og hvert annað starf og getur stundum verið létt og stundum erfitt. Ég hef heyrt um stúlkur sem hafa gefist upp vegna þess að til of mikils var ætl- ast af þeim, þær hafa verið látnar vinna sem vinnjikonur, barnfóstr- ur og eldabuskur. Eina heyrði ég um sem gafst upp eftir nokkra mánuði, sú fékk aldrei frí á kvöldin og hafði frí annan hvern sunnudag. Sem betur fer er þetta ekki mjög algengt." „Litla Ameríka“ Við spyrjum Marianne að síðustu hvað henni hefði fundist einkenni- legast við land og þjóð? „Ég átti von á því að ísland væri skandinavískara en það er, banda- rísk áhrif eru mjög mikil á íslandi. Bílar og vörur eru mikið frá Banda- ríkjunum og sjónvarpið er næstum því bandarískt. Mér finnst jafnvel taktarnir í fólkinu stundum dálítiö Ameríkanalegir. Við au-pair stúlk- urnar höfum stundum í gríni kallað þetta litlu Ameríku. Það er kannski ekkert verra að amerísk áhrif séu svona mikil en það er bara öðruvísi. -EG „LHIa Ameríka - segir Marianne Thygesen, 17 ára au-pair Marianne Thygesen er dönsk, 17 ára stúlka sem kom til íslands í október til að vinna sem au-pair. Hún kemur frá borginni Kolding - - sem er á Jótlandi. Við töluðum við hana um lífið á Islandi og hvernig það væri að starfa sem au-pair. Okkur langaði fyrst að vita ástæð- una fyrir því að hún er stödd hér á íslandi sem au-pair. „Ég er nýbúin í skóla og ætla í framhaldsnám, mig langaði hins vegar að breyta aðeins til og hvíla mig áður en ég héldi áfram. Löngun til að skoða heiminn var einnig til staðar því datt mér fljótlega í hug au-pair starfið. Upphaflega var ætl- unin að fara til Sviss en ein vinkona mín hafði farið sem au-pair til ís- lands nokkrum mánuðum áður og lýsti hún landinu mjög vel. Hún hvatti mig til að koma og hjálpaði mér að auglýsa eftir heimili hér á íslandi." 30 vildu fá au-pair - Hvað margir svöruðu auglýsingu þinni? „ Það voru yfir 30 bréf sem ég fékk, vinkona mín hjálpaði mér síð- an að finna fjölskyldu sem hentaði mér. Ég er núna hjá mjög góðri fjöl- skyldu og er ánægð. Auðvitað sakna ég stundum Danmerkur, fjölskyldu minnar og vina, en hér er gott að vera.“ Við spurðum hvað vantaði helst hér sem hún hefði heima. „Ég vildi gjarnan geta farið í skógargönguferðir og hjólað meira. Á móti kemur að útsýnið hér er dásamlegt. Það er ekki svona út- sýni í Danmörku. Fjöllin eru líka stórkostleg og ég hlakka til vorsins því ég ætla svo sannarlega að klifra upp á nokkur þeirra.“ Hvað finnst henni svo um fólkið á íslandi? „Fólkið á íslandi er mjög nota- legt, það er dálítið feimið í fyrstu en þegar maður fer að kynnast því þá gengur það mun betur. Það er stundum erfitt að tala við íslend- inga a dönsku því að þeir vilja * heldur tala við mann á ensku. Að- allega á þetta við um yngra fólk. Það er svo furðulegt að hitta þetta fólk síðan á dansstöðum þegar það er búið að fá sér áfengi því þá talar það oftast nær góða dönsku. Ég held að þetta sé fyrst og fremst hræðsla um að geta ekki talað dönskuna." Við notum tækifærið og spyrjum hana um danshúsamenninguna. „Mér fmnst dálítið skrýtið hve fólk virðist drekka sig fullt hér. Auðvitað er þetta ekki algilt en þetta er þó mjög vanalegt. Eg held það hljóti að vera út af öllum þess- um sterku drykkjum sem fólk drekkur. Annars finnst mér ekki sérlega spennandi að fara út að skemmta sér hér á íslandi, heima fer maöur gjarnan út og rabbar í rólegheitum við kunningja og vini en hér er allt svo hratt og einhvern veginn ofsalegt.“ „Tískusýningar í strætó“ En hvað finnst henni um jafnaldra „Ég reyni að vera eins og stóra systir,“ segir Marianne. maður fer eitthvað út um helgar en þetta er of mikið að mínu mati. Strákarnir hér eru einnig mjög vel klæddir og yfirleitt myndarlegir. Mér finnst samt leiðinlegt í þeirra fasi hversu ágengir þeir geta orðið. Ef maður talar við þá er oftast ætl- ast til að meira verði úr því. Ég sína hér á íslandi? „Ég hreinlega dáist að íslenskum stúlkum að nenna að vakna eld- snemma á morgnana til að punta sig og gera sig fínar áður en þær fara í skólann eöa í vinnuna. Ef maður fer í strætisvagn á morgn- ana hefur maður þaö á tilfmning- unni að þessi strætó sé á leiðinni á tískusýningu með alla þátttakend- ur. Ég sjálf nenni þessu ekki, hvorki á Islandi né heima. Það er ekki venjulegt að stúlkur hafi svona mikið fyrir því að líta vel út í Danmörku á vinnutíma. Auðvitað er gaman að punta sig áður en OPNINARIÍMI ----:------- Opið alla virka daga í Mdeginu og á kvöldin Um hclgar: Föstudaga til kl. 02 Laugardaga frá kl. 18-02 Sunnudaga frá kl. 18-23.30 _y Kvoóimi ‘Undir Lctíqartungíi. Lœkjargötu 2 - Borðpantanir í símum 621625 og 11340. Snyrtilegur klæðnaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.