Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarrirstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Tölva er þjónn en ekki guð Tölvur eiga aö vera þjónar manna, en ekki hús- bændur og allra sízt guðir þeirra. Viö neyðumst þó í mörgum tilvikum aö líta á tölvuna sem eins konar guð, sem ekki náist samband við, nema fyrir milli- göngu klerkastéttar sérfræðinga í tölvumálum. Einkatölvur eru að byrja að rjúfa hin óviðkunnan- legu trúarbrögð, þótt þjóðfélagið sé enn fullt af gufu- vélum gamla tímans, sem valda sífelldum vandræð- um og embættis verkum klerkastéttar í tölvuvæddum stórfyrirtækjum, svo sem 1 Reiknistofnun bankanna. Sá tími er hðinn, að niðri í kjallara muldri eins konar guð, sem stjómi mörgum tugum útstöðva úti um allt fyrirtæki eða aht land. Einkatölvur eru orðnar nógu öflugar th að leysa gufuvélar af hólmi og geta með samtengingu samhæft þessa nýju krafta. Einkatölvunum fylgir herskari hugbúnaðarfyrir- tækja, sem veita okkur miklu meira og sveigjanlegra úrval verkfæra en gömlu gufuvélamar í tölvustétt hafa getað veitt. Mun hklegra er en áður, að tölvu- notendur geti fundið sér hugbúnað við sérhvert hæfi. íslendingar hafa tekið einkatölvum tveim höndum, en hafa þær þó í mörgum tilvikum aðeins til skrauts á skrifborðum sínum. Það stafar sumpart af, að tölvumar hafa sjaldnast verið hannaðar sem þjónar, ekki verið nógu strangt miðaðar við þarfir notenda. Við höfum mest keypt tölvur með svoköhuðu Dos- stýrikerfi. Það hefur lengst af krafizt skipana í mynd ásláttar stafaruna á lyklaborð. Það hefur haft litla grafíska hæfni. Það býður agaleysi í gerð hugbúnað- ar, svo að við þurfum að eyða tíma í að læra ný forrit. Dosinn, stundum kahaður PC, er úreltur. IBM er að yfirgefa hann og fara í humátt á eftir Macintosh yfir 1 eigið OS-2 kerfi, sem erfitt verður að stæla. Meðan sú Maginot-lína er í smíðum th vamar gegn Macintosh, er þriðji staðahinn í uppsiglingu, svokahaður Unix. Framtíð einkatölva verður á þessum þremur brautum, sem munu nálgast hver aðra, þegar fram hða stundir. I þeim heimi verður htið rúm fyrir Dos- inn, sem íslendingar hafa gert að hálfghdings staðh, þótt hann sé beinlínis fjandsamlegur notendum. Við þurfum hins vegar tölvur, er þjóna okkur. Við þurfum tölvur og hugbúnað, sem ekki kostar okkur tugþúsunda króna námskeið að kynnast. Við þurfum tæki, er spara okkur að miklu leyti tölvufræðsluæðið, sem heltekur veski okkár um þessar mundir. Við þurfum tölvur, er ekki nýtast bara í reikningi og vélritun, heldur em jafnvígar á texta og myndir; tölvur, sem kunna að setja fram gögn sín á grafískan og myndrænan hátt, sem fólk skhur, -og á fagran og snyrtheganhátt, þar á meðal á góðri íslenzkri tungu. Við þurfum tölvur, er ekki krefjast flettinga í hand- bókum eða minnis á bókstafi og bókstafarunur, held- ur gera okkur kleift að benda á þá þjónustu, sem við vhjum fá, og leiða okkur sjálfkrafa um hina viðfeðmu akra, sem áður töldust myrkviðir tölvuheima. Við þurfum tölvur, er gera okkur kleift að spha af fingrum fram milli ahs konar sérhæfðra forrita og gera okkur kleift að nota óundirbúið áður ókannaðan hugbúnað. Við þurfum og við fáum tölvur, sem ekki em handa tölvufræðingum, heldur handa notendum. Gufuvélamar gömlu munu áfram duga sæmhega th færibandavinnu, en em engir guðir og munu senn víkja fyrir einkatölvum, sem verða gerðar fyrir fólk. Jónas Kristjánsson Veitingahús á hitaveitutönkunum. - „Það er því gert ráð fyrir að kostnaður vegna byggingarinnar greiðist með heitavatnsnotkun viðskiptavina Hitaveitu Reykjavikur,“ segir greinarhöfundur. Meira „marengs“? Þriðjudaginn 16. þ.m. var í DV frétt um fyrirhugaða byggingu veitingahúss ofan á hitaveitugeym- unum í Öskjuhlíð. í fréttinni kom m.a. fram að fjármagnskostnaður vegna byggingarinnar er áætlaður 160 til 170 þúsund krónur á dag hvern. Miðað við 120 gesti á dag að jafnaði,- en veitingasalurinn mun taka 200 manns í sæti, yrði fjár- magnskostnaöurinn á hvern gest 1.500 krónur og er fyrir utan það verð sem gesturinn yrði aö greiða fyrir veitingar og þjónustu. Leiðir DV líkur aö því að gersamlega úti- lokað sé að reka veitingastaðinn við þær aðstæður. Ummæli Gunnars Björnssonar Gunnar Björnsson hitaveitustjóri staðfestir í samtali við DV aö eng- um hafi dottið í hug að veitingahús- ið ætti að standa undir íjármagns- kostnaði. Gunnar segir orðrétt, í viðtalinu: „Það er því gert ráð fyrir að kostnaður vegna byggingarinnar greiðist með heitavatnsnokun viðkiptavina Hitaveitu Reykjavík- ur.“ M.ö.o. stendur til að hækka gjald- skrá Hitaveitu Reykjavíkur til þess að greiöa kostnaðinn við byggingu enn eins veitingahúss í Reykjavík í viðbót við þau sem þar eru fyrir. Mín fyrsta hugsun var sú aö þetta gæti ekki verið satt. Sé þetta hins vegar satt, og varla er rangt eftir hitaveitustjóranum haft í DV, þá eru yfirvöld Reykjavíkurborgar búin að glata glórunni. Hrein ögrun Árum og áratugum saman hafa yfirvöld Reykjavíkurborgar barist gegn því með hnúum og hnefum að orkuverð til húshitunar yrði jafnað í landinu en slík jöfnun á húshitunarverði yrði til þess að gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur þyrfti eitthvað að hækka til þess að lækka mætti húshitunarverð annars staöar. Nú um þessar múndir liggur fyrir aö tilfinnanleg hækkun hefur orðið á húshitun- arraforku úti á landi svo munurinn á húshitunarkostnaði á milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggð- arinnar hefur enn vaxið - og var þó ærinn fyrir. Þann tíma virðast yfirvöld höfuðborgarinnar svo velja til þess að skýra áform sín um að hækka hitaveitutaxtana í höfuðborginni - ekki til þess að draga úr misréttinu heldur til þess að kosta byggingu veitingahúss of- an á Öskjuhlíðargeymunum. Þetta er að kasta tólfunum! KjaUarinn Sighvatur Björgvinsson alþingismaður Verðuraldrei! Af svona framkvæmd má aldrei verða. í fyrsta lagi ber æðsta yfir- vald skipulagsmála í landinu, félagsmálaráöherra, að stöðva þessi áform þegar á byrjunarstigi með því að neita um tilskilin leyfi til þess að byggja veitingahús á kostnað kaupenda heits vatns frá Hitaveitu Reykjavíkur. í annan stað liggur fyrir það mat yfirmanna Hitaveitu Reykjavíkur að vel komi til greina aö hækka gjaldskrá hita- veitunnar umfram það sem hún þarf til þess að standa undir eigin rekstri og fyrst svo er á auðvitað að nota það svigrúm til þess að jafna húshitunarverð í landinu. Það er ekkert vit og enn minna sið- ferði í þeirri „röksemdafærslu“ ef menn halda því fram að það sé allt í lagi að hækka gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur til þess að kosta bygg- ingu veitingahúss en ekki sé í lagi að gera það ef nota á hækkunina til þess að jafna lífskjör fólks í landinu. Fjall af peningum í beinu framhaldi af þessu kemur fleira af slíku tagi í hugann. Á sama tíma og undirstöðuatvinnugreinar landsmanna eru á heljarþröm og rekstrarstöðvanir blasa við virðast vera til fjöll af peningum hér á suð- vesturhorninu. Nýlokið er bygg- ingu einhverrar glæsilegustu verslunarmiðstöðvar norðan Alpa- fjalla, Kringlunnar. Stórmarkaður- inn Kaupstaður hefur tvöfaldað veslunarrými sitt. í Garðabæ er ný og glæsileg verslunarmiðstöö og önnur slík á Seltjarnamesi. Tvö ný glæsihótel hafa risið með ævin- týralegum hraða í Reykjavík, Hótel ísland (stórt orð, Hákot!) og Holiday Inn, skammt er síðan hús- rými Hótel Sögu var tvöfaldað og í Hveragerði er annað lúxushótelið frá. Ríkið er að byggja útvarpshús og þjóðarbókhlöðu og Leifsstöö, endurbyggja mjólkurstöð og Vöru- markaðshús, nýbúið með Seðla- banka og að hanna Alþingishús. Og nú í vikunni var tilkynnt um nýjar stórbyggingar og verslunar- hallir, þ.á m. af Kringlustærð, í Smárahvammslandi. Sagt er um Manhattan, miðborg New York, að hún sé að sökkva í sæ undan ofurþunga háhýsanna sem þar standa. Landið okkar, ís- land, er með sambærilegum hætti að sporðreisast vegna þunga þess peningafjalls sem virðist vera að finna hér á suðvesturhominu. Með sívaxandi hraða er fólksskriðan frá öðrum hornum landsins farin að renna undan brekkunni enda ekki nema vona að fólkiö sæki þangað sem fjármunina er að finna. Tómt marengs Loftkökur voru þær kökur nefnd- ar í mínu ungdæmi sem voru miklar umleikis en tómar innan. Allar þessar glæsibyggingar og verslunarhallir, sem ég hef hér nefnt, eru slíkar loftkökur. í þeim hafa verið ávöxtuð þau verðmæti sem þjóðin hefur skapað. En sjálfar skapa þær engin verðmæti, a.m.k. ekki áþreifanleg verðmæti af því tagi sem borga brúsann. Þetta er bara marengs. Hvernig er það annars með læri- svein galdrameistarans? Ætlar hann ekki bráöum aö hætta að búa til „marengs" og snúa sér að þarf- ari bakstri? Snúa sér að undir- stöðumeira fæði en loftkökum? Sighvatur Björgvinsson „Nýlokið er byggingu einhverrar glæsilegustu verslunarmiðstöðvar norðan Alpafjalla, Kringlunnar. Stór- markaðurinn Kaupstaður hefur tvö- faldað verslunarrými sitt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.