Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. 35 _____________________________Fólk í fréttum Þór Magnússon Þór Magnússon þjóöminjavörður hefur veriö í fréttum DV vegna kaupa á fomri kirkjuklukku frá Tröllatungu í Steingrímsfiröi. Þór Eyfeld er fæddur 18. nóvember 1937 á Hvammstanga og var í námi í íslenskum fræðum viö HÍ 1958- 1959. Hann var í námi í forn- leifafræði og þjóöháttafræöi í háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð 1959- 1963 og lauk þaðan fil. cand. prófi. Þór var safnvöröur við Þjóö- minjasafn íslands 1964-1968 og hefur verið þjóðminjavörður frá 1968 og formaður Húsafriðunar- nefndar ríkisins frá 1969. Þór kvæntist 22. ágúst 1964 Maríu Heiödal, f. 13. júní 1939, heilsu- verndarhjúkrunarfræðingi, for- stöðumanni Heilsugæslustöðvar Hlíðasvæðis. Foreldrar Maríu eru Vilhjálmur Heiðdal, deildarstjóri í Rvík, og kona hans, María Hjálm- týsdóttir. Böm Þórs og Maríu eru Jóhann, f. 17. október 1964, líffræði- nemi, Þórður, f. 21. ágúst 1969, starfsmaöur í Hagkaupi, og Auður Harpa, f. 20. apríl 1972. Systkini Þórs, samfeðra, sem upp komust, eru Gunnar M. Richardsson, f. 24. janúar 1934, sölustjóri hjá Ora, kvæntur Hrafnhildi Guöbrands- dóttur, og Jóhanna Dagmar, f. 21. mars 1936. Sambýlismaður hennar er Kolbeinn Þorgeirsson, múrari á Höfn í Hornafirði. Fóstursystir Þórs er Sigríður Karvelsdóttir, f. 6. desember 1949, gift Jóni Hilmari Jónssyni málfræðingi, starfsmanni Orðabókar Háskólans. Foreldrar Þórs eru Magnús Ric- hardsson, umdæmisstjóri á Borð- eyri, síðar fulltrúi í Rvík, sem lést 1977, og Sigríður Jóhánna Þórðar- dóttir. Fósturfaðir Þórs er Karvel Sigurgeirsson frá ísafirði, sjómað- ur í Rvík. Fósturmóðir Þórs er Debóra Þórðardóttir, fyrrv. sím- stöðvarstjóri á Hvammstanga. Magnús var sonur Richards, prests í Guttormshaga, Torfasonar, versl- unarmanns í Vestmannaeyjum, bróður Guðna, afa Brynjólfs Bjamasonar ráðherra og langafa Ragnars Stefánssonar jarðskjálfta- fræðings og einnig langafa Ingi- bjargar, móður Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Torfi var sonur Magnúsar, prests í Eyvindarhól- um, Torfasonar, prófasts á Breiða- bólstað í Fljótshlíð, bróður Jóns, langafa Þórarins, fóður Ragnheiðar borgarminjavarðar. Torfi var son- ur Jóns, prests í Hruna, Finnsson- ar, biskups í Skálholti, Jónssonar, fóður Hannesar biskups, ættföður Finsenættarinnar. Móðir Torfa var Guðrún Ingvarsdóttir, systir Krist- ínar, langömmu Maríu, móður Gunnars Thoroddsens forsætisráð- herra og ömmu Jóns G. Tómasson- ar borgarlögmanns. María var einnig langamma Ólafs Briem, afa Ólafs Egilssonar sendiherra. Móðir Richards var Jóhanna Jóhanns- dóttir, systir Péturs, afa Péturs Jónssonar óperusöngvara og lan- gafa Önnu Bjarnason blaðamanns. Móðir Magnúsar var Málfríður Lúðvíksdóttir, systir Lámsar, skó- kaupmanns í Rvík. Móðurbróðir Þórs var Björn, fað- ir Lýðs sagnfræðings. Sigríður er dóttir Þórðar, símstöðvarstjóra á Hvammstanga, Sæmundssonar, b. í Bakkaseli í Strandasýslu, Lýðs- sonar, b. í Bakkaseli, Sæmunds- sonar, b. á Hrafnadal í Bæjar- hreppi, Lýðssonar, b. í Hrafriadal, Jónssonar, b. í Skálhöltsvík, Hjálmarssonar, prests í Trölla- tungu, Þorsteinssonar, bróður Björns, langafa Sigrúnar, ömmu Huldu Jensdóttur ljósmóður. Móö- ir Lýðs var Sigríður Andrésdóttir, b. á Skriðnesenni í Bitm, Sig- mundssonar, ættfóður Ennisættar- innar, fóður Jóns, langafa Búa, fóður Ásgerðar veflistarmanns. Móðir Sigríðar var Guðrún Sveins- dóttir, vinnumanns á Svaríhóli í Stafholtstungum, Jóhannessonar, b. á Haugum í Stafholtstungum, Sveinssonar. Móðir Sveins var Ingibjörg Halldórsdóttir, b. og fræðimanns á Ásbjarnarstöðum, Pálssonar, fóður Margrétar, langömmu Jóns, fóður Þorsteins frá Hamri og langömmu Þórunnar, ömmu Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra í landbúnaðar- ráðuneytinu. Bróðir Ingibjargar var Jón, langafi Halldórs H. Jóns- sonar arkitekts. Bróðir Ingibjargar var einnig Einar, langafi Helgu, móður Pálma Gíslasonar, for- manns UMFÍ. Móðir Guðrúnar var Helga Magnúsdóttir, b. á Geir- mundarbæ á Akranesi, bróður Guðmundar, afa Björns Fr. Björns- Þór Magnússon. sonar, fyrrv. alþingismanns. Magnús var sonur Hjálmars, b. í Grafardal í Skorradal, Jónssonar, b. í Tungu í Svínadal, Björnssonar, b. í Kalastaðakoti, Jónssonar, bróð- ur Þórodds, langafa Jóns, langafa Ara Gíslasonar fræðimanns. Móðir Helgu var Solveig Eiríksdóttir, b. í Geirmundarbæ, Péturssonar, b. á Heggstöðum, Halldórssonar, bróð- ur Sigríðar, ömmu Ámurida, langafa Harðar Ágústssonar hst- málara og Sigurlaugar, móður Jóhanns Hjartarsonar stórmeist- ara. Afmæli Jón Guðnason Anna Karisdóttir Jón Guðnason, bóndi að Götu í Hvolhreppi, er sjötugur í dag. Jón fæddist að Miðkoti í Vestur-Land- eyjum en flutti með foreldrum sínum að Uxahrygg í Rangárvalla- hreppi þar sem þau bjuggu í sex ár áður en þau fluttu að Hólmum í Austur-Landeyjum en þar bjuggu foreldrar hans frá 1924-60. Jón vann öll almenn sveitastörf en fór ungur á vertíð til Vestmannaeyja þar sem hann reri fimm vertíðir. Hann starfaði mikið í ungmennafé- lagi sveitarinnar og var um skeiö í stjóm þess. Jón stundaði nám við Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal en þaðan útskrifaðist hann 1941. Hann kvæntist árið 1944 og hóf búskap að Götu sama ár en þar hafa þau hjónin búið myndarbúi síðan. Þess má geta að gæðingar og hlaupahross frá Götu em iöngu kunn meðal hestamanna. Kona Jóns er Ragnhildur Ásta ljósmóðir, f. 30.8.1911, dóttir Guð- mundar, sjómanns í Vestmanna- eyjum, sem ættaður var úr Landeyjum, Guðmundssonar og Sigríðar, frá Kúfhól í Landeyjum, Sigurðardóttur. ■ Jón og Ragnhildur Ásta eignuð- ust fjögur böm en eiga þrjú á lífi. Þau eru Ástríður, húsmóðir í Grindavík, f. 1944, gift Guðmundi Snorra Siguijónssyni vélstjóra, og eiga þau fimm böm; Bjarghildur, húsmóðir í Grindavík, f. 1946, gift Helga Einarssyni skipstjóra, og eiga þau fjögur börn; Guðni Vignir, f. 1951, á einn son. Jón á þijú systkini sem eru Andr- és, heildsali í Reykjavík; Kristrún, húsmóðir í Reykjavík; og Magnea Guðbjörg, yfirljósmóðir og hús- móðir í Venusborg í Svíþjóð. Foreldrar Jóns: Guðni, f. að Hrauk i Vestur-Landeyjum og b. að Hólmum, Magnússon og kona hans, Rósa Andrésdóttir frá Hemlu. Bróðir Rósu var Andrés, klæðskeri í Reykjavík. Foreldrar Rósu voru Andrés, b. í Hemlu frá Jón Guðnason. 1877-1919, Andrésson og kona hans, Hólmfríður, frá Skála undir Eyjaíjöllum, Magnúsdóttir. For- eldrar Guðna voru Magnús Guðmundsson og Bjarghildur, frá Skeggjastöðum í Vestur-Landeyj- um, Guðnadóttir. Jón verður ekki heima á afmælis- daginn. Anna Karlsdóttir, Mýrarbraut 8, Blönduósi, er áttræð í dag. Anna fæddist að Þórólfstungu í Vatnsdal og ólst upp hjá foreldrum sínum. Hún giftist 3.6. 1929 Ellert Bergs- syni, f. 3.6. 1893, d. 1950, en þau fluttu þá til Blönduóss þar sem Anna hefur búið síðan. Ellert stundaði lengst af alla almenna verkamannavinnu en Anna hefur búið hjá dóttur sinni síðustu árin. Anna og Ellert eignuðust tvö börn.. Þau eru Sigtryggur, síma- maöur í Reykjavík, f. 31.3. 1931, kvæntur Brynhildi Friðriksdóttur, og eiga þau tvö börn, og Herdís, húsmóðir á Blönduósi, f. 27.11.1934. Hún á einn son og er gift Jóni Kr. Jónssyni símamanni. Anna átti niu systkini en tvær systur hennar eru látnar. Systkini hennar eru Halldóra sem er látin en var húsmóðir í Reykjavík og síð- ar á Akureyri, gift Guðmundi Halldórssyni og síðar Ragnari Jó- hannessyni, starfsmanni í Ofna- smiðjunni í Reykjavík; Katrín, lést í barnæsku; Jón, skrifstofumaður á Blönduósi; Herdís, húsmóðir í Reykjavík og ekkja eftir Guðna Skúlason, leigubifreiðarstjóra hjá BSR; Björn, sem lengi vann hjá Vegagerðinni á Blönduósi, kvænt- ur Helgu Daníelsdóttur; Ingibjörg, húsmóðir á Blönduósi og ekkja eft- ir Guðmund Jakobsson verka- mann; Guðni, verkamaður í Þorlákshöfn, kvæntur Helgu Þor- steinsdóttur; Pálmi, leigubifreiðar- stjóri á Akureyri, kvæntur Elsu Halldórsdóttur; og Júlíus, verka- maður á Blönduósi, kvæntur Rögnu Kristjánsdóttur. Foreldrar Önnu voru Karl, vinnumaður og bóndi, uppalinn á Gunnfríðarstöðum í Svínavatns- hreppi, Jónsson, og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir. Föðurfor- eldrar Önnu voru Jón, jámsmiður á Gunnfríðarstöðum, Hróbjartsson og kona hans, Anna Einarsdóttir. Guðríður Sigurðardóttir Þorbergur Jónsson Guðríður Sigurðardóttir, Sunnu- braut 43, Kópavogi, er sextug í dag. Guðríður fæddist á Geirseyri við Patreksfjörð og ólst þar upp en fað- ir hennar átti jörðina og var þar útvegsbóndi. Guðríður fór í Hús- mæðraskóla Akureyrar og var þar fyrsta veturinn sem skólinn starf- aði, 1945-46. Hún gifti sig 17.6.1955 og flutti þá til Bíldudals þar sem þau hjónin bjuggu í sautján ár. Þau fluttu síðan til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Eftir að þau komu til Reykjavíkur keypti Guðríður verslunina Regnhlífma á Lauga- veginum sem mun vera önnur elsta snyrtivöruverslun hér á landi og hefur verslað þar síðan. Guðríður hefur tekið virkan þátt í félagslífi en hún var einn af stofnendum skátafélags á Patreksfiröi og var um skeið formaður Slysavamafé- lagsins á Bíldudal. Maður Guðríðar er Jónas, aðal- bókari HÍ, f. 24.9. 1930, sonur Ásmundar, sjómanns á Bfldudal, Jónassonar og Mörtu Ólafíu Guð- mundsdóttur. Guðríður og Jónas eignuðust þijá syni. Þeir eru Ásmundur, f. 20.7. 1957, læknir í framhaldsnámi í Vesterás í Svíþjóð, kvæntur Guð- rúnu Vignisdóttur; Gylfi, f. 24.6. 1960, viðskiptafræðingur í fram- haldsnárrú í mcU'kaðsfræðum í Boston í Bandaríkjunum og býr með Ásdísi Kristmundsdóttur söngkonu sem stundar framhalds- nám í söng; Helgi Þór, f. 20.7.1964, verkfræðinemi í Karlsruhe í Vest- ur-Þýskalandi. Stjúpdóttir Guðríð- ar og dóttir Jónasar frá því fyrir hjónaband er Guðrún Jóna, f. 31.12. 1952, gift Þóri Þorsteinssyni, sjó- manni á Patreksfirði. Guðríður átti ellefu systkiiú og eru sjö þeirra á lífi. Þau eru Sigurð- ur, bifvélavirki á Patreksfirði; Ásta Margrét, húsmóðir í Borgamesi; Þóroddur, vatnsveitustjóri í Reykjavík; Ingveldur Helga, kaup- maður í Reykjavík; Guðmundur, verkstjóri hjá Jarðborunum ríkis- ins; Rögnvaldur Geir, heildsali í Reykjavík; og Ásgeir Hjálmar, úti- bússtjóri Samvinnubankans á Vopnafirði. Foreldrar Guðríðar voru Sigurð- ur Andrés Guðmundsson, hrepp- stjóri í Breiðuvík, f. í Hænuvík í Rauðasandshreppi 28.11. 1886, d. 23.12. 1948, og kona hans, Svandís Ámadóttir, f. að Suðurvöllum á Akranesi 9.9. 1893, d. 1966. Föður- foreldrar Guðríðar vom Guð- mundur Sigurðsson, bátasmiðs Breiðvíkings, og Helga Thorodd- sen, dóttir Jóns Thoroddsen, b. að Hvallátrum. Móðurforeldrar Guð- ríðar vom Ami> sjómaður á Akranesi, Guðmundsson, sem fórst með Kútter Emilíu í mannskaða- veðrinu 1906, og kona hans, Ing- veldur Sveinsdóttir, b. að Innstavogi Sveinssonar og konu hans, Sigríðar Narfadóttur. For- eldrar Arna voru Guðmundur Bjamason á Seltjarnanesi og kona hans, Jóhanna Sigríður Jónsdóttir. Þorbergur Jónsson, bóndi að Prestbakkakoti í Hörgslands- hreppi, er sjötíu og fimm ára í dag. Þorbergur fæddist í Gaulveijabæ en flutti á fyrsta árinu með foreldr- um sínum í Hörgsland og ólst þar upp í Prestbakkakoti. Hann hefur ætíð stundað bústörf að þvi undan- skildu að hann fór rúmlega tvítug- ur til sjós og var þá þijár vertíðir á trillum frá Grindavík. Þorbergur tók við búi foreldra sinna 1950 og héfur búið þar síðan. Þorbergur kvæntist 1940 Sig- rúnu, f. 1912, d. 1973, dóttur Önnu Kristófersdóttur og Jóns, b. í Hörgsdal í Hörgslandshreppi, Bjarnasonar, en þess má geta að niðjar Jóns héldu á síöasta ári fjöl- mennt ættarmót að Hlégarði. Þorbergur og Sigrún eignuðust þijú börn. Þau em Steinunn, hús- freyja á Litlu-Heiði í Mýrdal, f. 1944, gift Tómasi pálssyni b. þar, og eiga þau þijú böm; Helga Guðrún, hús- móðir í Kópavogi, f. 1948, gift Jónatan Jósafatssyni bankastarfs- manni, og eiga þau þijú böm; Jón, rafvirki í Hörgslandshreppi, f. 1951, kvæntur Sólveigu Pálsdóttur, og eiga þau tvo syni. Þorbergur átti tvö systkini en systir hans er látin: Margrét, f. 1910, saumakona í Reykjavík, sem lést fyrir rúmum þijátíu árum, og Bergsteinn, f. 1921, starfsmaöur hjá Ríkisspítulunum í Reykjavík. Foreldrar Þorbergs vom Jón, b. í Prestbakkakoti, f. 1880, d. 1960, Steingrímsson, b. á Fossi á Síðu en f. að Heiðarseli í Kirkjubæjar- hreppi, Jónsson og kona Jóns, Steinunn, f. 1881, d. 1972, Bergs- dóttir, b. í Múlakoti og Kálfafelli í Fljótshverfi. 85 ára_______________________ Anna Björnsdóttir, Borgarbraut 65, Borgamesi, er áttatíu og fimm ára í dag 70 ára_________________________ Ingibjörg Jónína Níelsdóttir, Hvassaleiti 5, Reykjavík, er sjötug í dag. Arnaldur Þór garðyrkjubóndi, Blómvangi, Mosfellssveit, er sjö- tugur í dag. Snorri Gíslason, Strandgötu 6, Höfðahreppi, er sjötugur í dag. Rögnvaldur Jónsson, Stórholti 3, Akureyri, er sjötugur í dag. Hann verður ekki heima á afmælisdag- inn. Kristinn Kristinsson, Gíslholti, Holtahreppi, er sjötugur í dag. 50 ára Hulda Guðráðsdóttir, Ásgarði 77, Reykjavík, er fimmtug í dag. Erna Helgadóttir, Steinholtsvegi 9, Eskifirði, er fimmtug í dag. 40 ára Gunnar Gröndal, Brekkubyggö 34, Garðabæ, er fertugur í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.