Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. Jarðarfarir Friðbert Friðbertsson frá Súganda- firði, Kleppsvegi 124, er lést í Land- spítalanum 17. febrúar, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- *■ vikudaginn 24. febrúar kl. 15. Útfór Gísla Sveinssonar fer fram frá Fossvogskirkju fímmtudaginn 25. janúar kl. 15. Garðar Sigfússon húsvörður, Espi- gerði 2, Reykjavík, verður jarðsung- inn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Útforin fer fram frá Kópavogs- kirkju. Útfor Guðrúnar Sigríðar Gísladótt- ur, Þórufelli 8, Reykjavík, sem lést 17. þ.m. fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Sveinn Þórir Hannesson bóndi, As- garði, Reykholtsdal, verður jarð- sunginn frá Reykholtskirkju miðvikudaginn 24. febrúar kl. 14. Hóimfríður Sigurðardóttir, fyrrum til heimilis á Sólvallagötu 51, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 24. febrúar kl. 10.30. Sigurður Sophusson lést 15. febrúar sl. Hann var fæddur 15. september 1921, sonur hjónanna Sophusar Árnasonar og Emelíu Sigfúsdóttur. Ungur að árum fór Siguröur í versl- unarrekstur ásamt föður sínum, en samhliða því rak hann einnig Sjálf- stæðishúsið á Siglufirði. Sigurður fluttist til Reykjavíkur 1963 og vann eftir það við viðskipti og verslun, lengst af hjá Sláturfélagi Suðurlands, en hin síðari ár hjá Víðisbræðrum, > uns heilsan bilaði. Eftirlifandi eigin- kona hans er Vilborg Jónsdóttir. Þau 'hjónin eignuðust ekki börn en ólu upp tvö fósturbörn. Útför Sigurðar verður gerð frá Garðakirkju í dag kl. 13.30. Kristjana L. Jóhannsdóttir lést 12. febrúar sl. Hún var fædd í Reykjavík 24. október 1912. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Dagfmnsdóttir og Jóhann Guðmundsson. Kristjana giftist Lúther Sigurðssyni en hann lést árið 1957. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur. Útför Kristjönu verður ^gerð frá Langholtskirkju í dag kl. 13.30. Andlát Sigurjón Steinþór Júliusson skip- stjóri, Vesturvangi 36, Hafnarfirði, lést laugardaginn 20. febrúar. Unnur Ragnhildur Leifsdóttir, Kambaseli 53, andaðist 21. febrúar. Aðalheiður Eggertsdóttir, Skúla- götu 76, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum að kveldi 20. febrú- ar. Sigurður Breiðfjörð Bragason, Ár- túni við Elliðaár, lést í Borgarspítal- arium 20. febrúar. m Sigriður Jóhanna Hermannsdóttir lést á heimili sinu, Ljósheimum 2, Reykjavík, aðfaranótt sunnudagsins 21. febrúar. Gísli Blöndal, andaðist 19. febrúar í Bandaríkjunum. Haukur Vilhjálmsson frá Fáskrúðs- firði, Hringbraut 57, Keflavík, lést föstudaginn 19. febrúar. Sigríður Ingibjörg Kvist andaðist á sjúkrahúsi í Danmörku þann 20. fe- brúar. Harold Wright lést á heimili sínu fimmtudaginn 18. febrúar. Jón Jónsson, fyrrv. kennari, Dálvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu, Akur- eyri, sunnudaginn 21. febrúar. Guðmundur Jónsson frá Borgar- höfn andaðist í hjúkrunarheimilinu Skjólgarði fóstudaginn 19. febrúar. Árni Þórðarson, Austurbergi 6, lést þann 21. febrúar. Sigríður Einarsdóttir frá Neskaups- stað andaðist á Sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar 21. febrúar. Fundir ITC deildin Irpa heldur ræðukeppnisfund í kvöld kl. 20.30 í Síðumúla 17. Állir velkomnir. Spilákvöld Spilakvöld Samtaka gegn astma og ofnæmi og SÍBS Samtök gegn astma og ofnæmi og SÍBS- deildimar í Reykjavik og Hafnaríirði spila félagsvist í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30 í Ármúla 34, Múlabæ, 3. hæð. Að vanda er ríkulegt kaffilúaðborö og skemmtiatriði í hléinu. Allir eru vel- komnir á spilakvöldið. Menning Schuberthatað i Operunni Andreas Schmidt og Thomas Palm fluttu Die schöne Mullerin í gærkvöldi Þýski barítonsöngvarinn Andreas Schmidt, sem kom hér við í fyrra og heillaði mannskapinn með ljóðasöng sínum, er kominn aftur. Hann var í Gamla bíói í gærkvöldi og flutti okkur Schubert; Die schöne Mullerin. Og þetta var bara byrjunin, hann ætlar að flytja Vetr- arferðina líka, í kvöld, og síðan Svanasönginn o.fl. á flmmtudag- inn. Semsé heilt Schubertfestival. Með Schmidt er á ferðinni fágætur ljóðapíanisti, Thomas Palm. Þaö var ekki í kot vísað frekar en fyrri daginn, þarna í íslensku óperunni, ekki hvað snertir mús- íktrakteringar. Mikið óskaplega Tónlist Leifur Þórarinsson söng maðurinn fallega og Ijómandi var nú pianóspilið kúltíverað og nett. Kannski hefði einhvem lang- að í meiri og augljósari tilfinninga- belging, meiri og klúrari klökkva til að orna smásálinni. En þetta er ekki þannig músík og þaðan af síö- ur þannig ljóð. Samt nístir þessi dempaða sorg þeirra Schuberts og Andreas Schmidt. Mullers skálds inn að hjartarótum, einmitt þegar svona er farið með hana. Þetta var ljóðaflutningur með skáldlegri innlifun og látleysi þess sem kann og getur. Já, Andreas Schmidt er undra- verður söngvari sem mikill fengur er að fá hingað til landsins. Hann flytur ekki aðeins með sér hjartans hefö hinnar stórþýsku ljóðamenn- ingar, heldur einnig fágæt og lifandi viðhorf þess sem leitar að nýjum, saklausum, ungum hljómi. Ég skora á menn að missa ekki af Vetrarferðinni í kvöld. Hún hefst klukkan hálfníu. -LÞ Tónleikar Tónleikar í Islensku óperunni Gítarleikararnir Símon ívarsson og Tor- vald Nilsson frá Svíþjóð munu halda tónleika í íslensku óperunni miðvikudag- inn 24. febrúar nk. kl. 20.30. Þetta verða aðrir hljómleikar í röð nokkurra sem haldnir eru á vegum styrktarfélags ís- lensku óperunnar. Þeir Símon ívarsson og Torvald Nilsson leika ýmist einleik eða dúett á þessum tónleikum. Á efnis- skránni eru tónverk frá fimm öldum - frá endurreisnartímanum ög allt fram á okk- ar daga. Miðaverð á tónleikana er kr. 500. Styrktarfélögum íslensku óperunnar er veittur 20% afsláttur af miðaverði. Tilkynniiigar Húsmæðrafélag Reykjavíkur Sýnikennsla verður miðvikudaginn 24. febrúar nk. kl. 20 í félagsheimilinu, Bald- ursgötu 9. Halldór Snorrason matreiðslu- meistari sýnir. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Opið hús í dag. Kl. 14 félagsvist, kl. 17 söngæfmg, kl. 19.30 bridge. Lögfræðiaðstoð Orator, félags laganema er á fimmtudagskvöld- um kl. 19.30-22 í síma 11012. Meistaramót íslands í frjálsíþróttum fer fram 5. og 6. mars í íþróttahúsinu við Seljaskóla og í Baldurshaga. Keppt verð- ur i eftirtöldum flokkum: piltar og telpur fædd 1974 og 1975. Strákar og stelpur fædd 1976 og síðar. Keppt verður í eftir- töldum greinum: hástökki, langstökki, langstökki án atr., 50 m hl. og kúluvarpi. Piltar og telpur kasta 4 kg kúlu en strák- ar og stelpur kasta 3 kg kúlu. Þátttökutil- kynningum skal skila í síðasta lagi mánudaginn 29. febrúar til Fijálsíþrótta- deildar FH c/o Haraldur Magnússon, Hverfisgötu 23c, Hafnarfirði, sími 91-52403. Ætlast er til að skráningum sé skilað á þar til gerðum spjöldum. Þátt- tökugjald fyrir hverja grein er 150 krónur. Kvöldvaka Ferðafélagsins Næsta kvöldvaka Ferðafélagsins verður haldin miðvikudaginn 24. febrúar nk. í Risinu, Hverfisgötu 105 og hefst stundvis- elga kl. 20.30. Á þessari kvöldvöku verður ijallað um: Þjórsáhraunið mikla - stærsta hraun á íslandi. í erindinu mun Ámi Hjartarson jarðfræðingur segja í máli og myndum frá þessu mesta hruni á ís- landi, sem stundum hefur verið nefnt Þjórsárhraimið mikla. Á eftir erindinu eru umræður og kaifi. Trúnaðarbréf afhent Hinn 13. febrúár afhenti Þórður Einars- son sendiherra Ramiz Aha, forseta Albaníu, trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra íslands í Albaníu með aðsetri í Stokkhólmi. Föstumessur og bænastundir í Fríkirkjunni Þrjár föstumessur verða sungnar í Frí- kirkjunni i ReyKjavík á þessari föstu. Hin fyrsta miðvikudaginn 24. febrúar, önnur miðvikudaginn 9. mars og sú þriðja og síðasta miðvikudaginn 23. mars. Þær hefjast allar kl. 20.30. Safnaðarprestur flytur stutta hugleiðingu, sungið verður úr Passíusálmum síra Hallgríms Péturs- sonar og Litanía síra Bjarna Þorsteins- sonar á Siglufirði verður tlutt af Fríkirkjukórnum. Söngstjóriogórganisti er Pavel Smid. Þá verða og stuttar bæna- stundir í kirkjunni þriðjudaga, miðviku- daga, fimmtudaga og föstudaga kl. 18 eins og verið hefur undanfarin ár. Hin fyrsta þeirra verður þriðjudaginn 23. febrúar en hin síðasta miðvikudaginn 30. mars. Guðsþjónustur á páskum 1988 verða aug- lýstar síðar. Tapaö fimdið Kötturinn Misi týndur hann hvarf frá heimili sínu, Rauðagerði 38, þann 9. febrúar sl. Þeir sem gefið gætu upplýsingar um hann vinsamlegast hringi í síma 35061 eða 16935. Kvikmyndir Háskólabíó/Hættuleg kynni: „Varist framhjáhald!" Don (Michael Douglas) eftir hættulegu kynnin. Hættuleg kynni (Fatal Attractlon) Bandarisk frá 1987 Framleiðendur: Stanley Jaffe og Sherry Lanslng Leikstjóri: Adrian Lyne Handrit: James Dearden Tónllst: Maurice Jarre Aðalhlutverk Michael Douglas, Glenn Close og Anne Archer Það hefur verið beðið með nokk- urri eftirvæntingu hér á landi eftir nýjustu mynd Adrian Lyne, Hættu- legum kynnum. Það liggur í augum uppi að hér er á ferðinni mynd sem þó nokkuð er spunnið í annars heföi hún varla hlotið eins góðar undirtektir og raun ber vitni vest- anhafs. En þó verður að taka með fyrirvara það sem þaðan kemur því að oft hefur komið á daginn að myndir frá Bandaríkjunum, sem hlotið hafa fádæma vinsældir þar, hafa ekki fallið í kramið hérlendis. Það á hins vegar ekki við um Hættuleg Kynni þar sem leiðin til að nálgast áhorfandann byggist á sammannlegum þáttum eins og ást, hatri, sorg og gleði, svo að ekki sé talað um afbrýði. Þegar á líður umtumast þessir þættir svo í hreina geðveiki. (Hún er laus við ameríska drauminn) Hin unga efnilega Glenn Close (Skörðótta hnífsblaðið) leikur konu að nafni Alex Forrest, nýráðinn ritstjóra sem kemst í kynni við fjöl- skyldumann, Don Galagher að nafni, leikinn af Michael Douglas. Þau eiga saman góöar stundir á meðan eiginkonan er íjarri heimil- inu. Don litur á þessi næturkynni sem stundargaman. Hins vegar tekur Alex þau öllu alvarlegar, reynir í fyrstu að fremja sjáifsmorð en þegar í ljós kemur aö hún er kona ekki einsömul ásækir hún manninn. Hættuleg kynni er mögnuð upp stig af stigi eftir þvi sem meira dregur af Alex og er þaö frábærlega af hendi unnið. Grámi hversdags- leikans er sýndur þegar Alex er annars vegar en hið ljúfa fjöl- skyldulíf þegar Don birtist ásamt eiginkonu og dóttur. Sá hluti myndarinnar er meistaralega vel gerður og þröngt sjónarhom kvik- myndavélarinnar fær notið sín til fullnustu. Ennfremur er hlut- verkaskipanin mjög sterk, Michael Douglas og Glenn Close sýna snilldartakta. Með þessari mynd hefur Michael Douglas loks náð sér á strik. Það má greina ýmislegt sameig- inlegt með Níu og hálfri viku og Hættulegum kynnum (Adrian Lyne leikstýrir báðum), ástríðan verður sjúkleg og í báðum tilvikum verða konurnar „húkt“, eins og sagt er á Ijótu máli af karlmönnun- um. En það sem helst greinir þær að er að Hættuleg kynni hefur yfir sér hryllingsblæ og verður sann- kölluð hrollvekja þegar fram líður. Auk þess er hún öllu betur unnin á allflestan hátt. Lokaatriðið er eitt- hvert það magnaðasta sem lengi hefur sést. Verið við öllu búin; va- rist framhjáhald! -GKr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.