Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 16
16 Spumingin Finnst þér megi sameina fleiri helgidaga kirkjunnar venjuiegri helgi? Reynir Már Einarsson: Mér finnst að þessir dagar eigi að vera áfram þar sem þeir eru og skil í raun ekki hvaö verið er að ræða þá í samhengi við kjarasamninga. Alexander Björnsson: Já, því ekki. Þá kemur þetta ööruvísi út og sem lengri helgi. Sveinbjörn Guðjohnsen: Mér ílnnst bara kerfið á þessu vera gott eins og það er nú. Frímann Lúðvíksson: Ég væri hlynntur því. Maður er alltaf feginn þegar íleiri aukadagar tengjast helg- inni. Tryggvi Thayer: Ætli þetta sé bara ekki gott eins og það er nú. Björn Arason: Ég held að það væri viturlegra að sameina frídaga á líkan hátt og gert er t.d. í Englandi þar sem eru svokallaðir „bank holidays“ sem myndu þá bætast við sumarleyfis- dagana. Lesendur Forráðamenn fiskvinnslustoðva: Orðnir að athlægi Sigurður B. skrifar: I sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 að kvöldi 17. febr. var sýnt frá fundi þar sem svokallaðir forráðamenn fisk- vinnslustöðva létu öllum illum látum í ræðustóli. Þetta var ein besta skemmtun sem boðið hefur verið upp. á í fréttatíma lengi. Að vísu má segja sem svo að maður eigi ekki að hlæja þegar mönnum er ekki sjálfrátt eins og þarna virtist vera. En þegar fullorðnir menn, sem sagðir eru hafa fjöregg þjóðarinnar í hendi sér, fiskinn, þetta eina hrá- efni okkar landsmanna, eru farnir að gráta af æsingi í ræðustóli og baða út ölllum öngum um leið og þeir krefja skattborgarana um meiri aö- stoð þeim til handa, þá er mál til komið aö þeir víki af vettvangi. Nú hóta þessir menn hver um ann- an þveran (þó ekki alveg allir) að loka frystihúsunum ef ríkisstjórnin felli ekki gengið. Einnig tala þessir menn um frjálsa verðmyndun á gjaldeyri! Hvaða vit hafa þessir menn á fjármálum yfirleitt, menn sem eru búnir að kollsigla fyrirtækjum sín- um, ekki einu sinni eða tvisvar, sumir hverjir, heldur mörgum sinn- um? „Fiskvinnslan mun í -nauðvörn grípa til þeirra ráða sem til þarf ef ríkisstjórnin verður ekki við þessum kröfum,“ segja þessir fiskverkendur. Því' gera þeir það ekki, eftir því eru margir einmitt að bíða. Ætli sann- leikurinn sé ekki einfaldlega sá aö ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. „Því grípa þessir menn ekki til þeirra ráða, sem til þarf, eftir því bíða ein- mitt margir?“ segir m.a. i bréfinu. - Frá fundi fiskverkenda 17. þ.m. þessir forráðamenn eru úrræðalaus- ir. Þeir hafa aldrei gert neitt nema undir pilsfaldi ríkisstjórna og banka- stofna. Forráðamenn fiskvinnslustöðva vilja fá megnið af gjaldeyrisverslun- inni til sín með frjálsri verðmyndun gjaldeyris svo að þeir geti síðan selt gjaldeyri til innflytjenda! Hver myndi vilja eiga við þá gjaldeyrisvið- skipti? Þetta yrði eins og á árum gjaldeyriskreppunnar, þá voru margir útgerðarmenn og forráða- menn fiskvinnslustöðva sem seldu landmönnum gjaldeyri beint, á svörtum markaði. Er það það sem þessir menn vilja nú? Við skulum bara leyfa þessum títt- nefndu forráöamönnum fiskvinslu- stöðvanna að afla sér lokunarheim- ilda, eins og segir frá í einu dagblaðanna daginn eftir fundinn í Gaflinum í Hafnarfirði. - „Við verð- um að fá að selja OKKAR gjaldeyri á markaðsverði," segir einn þeirra. Hvernig er það, eiga þessir menn sameiginlegan gjaldeyrissjóð lands- manna? Ég held nú síður. Og sem betur fer er engin önnur stétt orðin svo forstokkuð að segjast eiga sér- stakan rétt á því erlenda aflafé sem inn kemur, umfram aðra. Það þarf einfaldlega aö fara að taka þessum útgerðar- og fiskvinnsluaðli nokkurt tak og það er- það sem ríkisstjórnin á að gera. Það eru nógir aðrir sem geta tekið við rekstrinum, t.d. þeir sem reka sín fiskvinnsluhús með hagnaði ár eftir ár. Hringið í síma 22022 mffli ki. 13. og 15 eða skrifið „Frítt fæði“ Guðm. Guðmundsson skrifar: Nokkrar umræöur hafa orðið að undanfornu um hlunnindi alþingis- manna, t.d. varðandi síma- og ferða- kostnað þeirra, fjögurra daga vinnuviku yfir þingtímann, margra vikna jólafrí, nokkurra vikna páska- frí og fjögurra til fimm mánaöa sumarfrí sem þeir fá venjulega (maí - okt.) og eru þó á launum allt árið. Minna hefur verið rætt um ýmis- legt annað, svo sem aðstöðu þing- manna til að iðka spil og tafl í húsakynnum þingsins, þingveislur, sem þeir bera engan kostnað af, og margt fleira. En síst má gleyma því að þingmenn hafa nær ókeypis mál- tíöir í þinginu, svo og starfslið þingsins. Þetta hét í gamla daga aö hafa „frítt fæði“ og þótti þá veglegur kaupauki. En því rifjaðist þetta upp fyrir mér að nýlega birtist hér í blaði einu mynd af hópi manna framan við Al- þingishúsið en á bygginguna hafði verið fest auglýsing, sem víða sást í Ameríku á kreppuárunum, um ókeypis súpu fyrir fátæklinga. Góðar heimildir hef ég fyrir því að sumir þingmenn láti sér ekki nægja að nýta sér hinar ódýru máltíðir heldur bjóði þeir einnig gestum sín- um í mat þegar þeim þykir henta. „Það eina sem vit er i hjá ríkissjónvarpinu er þátturinn um Matiock,“ seg- ir m.a. í bréfinu. Fleiri lögregluþætti í sjónvarpið A.S.G. skrifar: Ég skrifa til þess aö styðja lesenda- bréf Þórs Marteinssonar sem skrifaði um framhaldsþætti mánudaginn 25. . an. sl. Það myndu fleiri hafa áhuga á þáttum sem þeim er Stöð 2 sýnir, m.ö.o. góðum lögregluþáttum. Það eina sem vit er í hjá ríkissjónvarpinu er þátturinn um Matlcok, eins og svo oft hefur komið fram áður. Það er engin samkeppni ríkjandi milli sjónvarpsstöðvanna lengur. Stöð 2 hefur algjöra yfirburði hvað snertir flesta spennuþætti. Það eina sem RÚV hefur fram yfir Stöð 2 er fréttatíminn. Margir halda þó enn í vonina um að RÚV breyti til. „En fjölskyldan lifir ekki á brauðl einu saman“, segir bréfrifari og tekur dæmi um tvö þúsund króna hækkun á mánuði, einungis vegna brauð- kaupa. Leggið niður matarskattinn Sigurbjörg skrifar: Eg vil taka undir með þeim sem skrifað hafa um ninn svonefnda matarskatt. Það er greinilegt að þeir menn, sem hér þykjast ráða lögum og lofum, ætlast ekki lengur til þess að fólk lifi á matvörum því að nú hefur allur matur hækkað upp úr öllu valdi. Þaö er óbærilegt, t.d. fyrir hið almenna verkafólk, gamalt fólk, öryrkja og fleiri sem hafa takmarkaða peninga handa á milli. Verkafólkið, sem heldur uppi þjóðarskútunni, átti fullt i fangi með að framfleyta sér og sínum hér áður fyrr. En það er sorglegt, en samt sem áður staðreynd, að það hefur ekki lengur efni á þvi að kaupa daglegar nauðsynjavörur ofan í sig og sína því þær hækka en kaupið ekki. - Og reyndar allt þaö fólk sem ég hef talaö um hér að ofan hefur augljóslega ekki efni á því að lifa lengur í þessu skatta- landi. Hér sannast málshátturinn „Oft er flagð undir fógru skinni“, því aö sá flokkur sem lofaði rauöustu rósunum í kosningabaráttunni og komst til valda á fögrum fyrirheit- um launaöi fólki atkvæðin með því að leggja á það þennan svívirðilega matarskatt, ásamt öllum hinum sköttunurh líka. Sem dæmi um hvernig afleiðing- ar matarskatturinr: hefur á hina almennu borgara tek ég fjögurra til fimm manna fjöslskyidu. - Hún kaupir eitt brauð á dag og eftir mánuðinn borgar hún uin það hil tvö þúsund krónuro rneira en ella. Og athugið, að þessar ivö þúsund krónur fara einungis í hækkun á brauði! En fjölskyldan lifir ekki á brauði einu saman, þið þingmenn verðið að athuga það að þið búið ekki ein- ir í landinu. Hér býr líka fólk, sem munar um það að kaupa í matinn. Ég veit, aö með þessum stutta pistli mínum hef ég talað fyrir hönd allra þeirra almennu borgara sem láta sig framtíð sína einhvetju varða. Að lokum vil ég beina 'pessum alvarlegu orðum til þeirra þing- manna sem nú sitja við stjórnvöl- inn: Leggið matarskattinn niður strax því þetta er svivirðileg árás á neytendur og við sættum okkur ekki við þetta!!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.