Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. Útlönd Fjármagn og skipulag ráða miklu um framboðin Ólafur Amaison, DV, New York: Kosningabaráttan hjá forsetaefn- unum í Bandaríkjunum er nú komin til Suöurríkjanna. Þriöjudaginn 8. mars verða forkosningar hjá bæöi demókrötum og repúblikönum í tutt- ugu ríkjum sem flest eru í sunnan- veröum Bandaríkjunum. Sigurveg- ararnir frá New Hampshire, þeir Michael Dukakis og George Bush, hafa gott veganesti í farteskinu en þaö eru mörg ljón á veginum og margir aðrir þættir sem munu hafa mikil áhrif á niðurstöðurnar hinn 8. mars. Nú mun ráða miklu hve mikið fjármagn hver forsetaframbjóðandi hefur á bak við sig. Skipulag og und- irbúningur er mikilvægur. Styrk- leikahlutföll frambjóðenda eru önnur í suðri en í norðri og einnig munu nýir menn koma fram á sjón- arsviðið. Áherslumálin eru önnur og spurningin er hvort mönnum tekst að ná stuðningi við mál sem gengu vel í Iowa og New Hampshire. Svo eru einnig forkosningar i nokkrum ríkjum í millitíðinni og úrslit þar geta breytt miklu um styrk frambjóð- enda hinn 8. mars. Peningarnir ráða Peningar skipta gífurlegu máli þeg- ar kosið er í tuttugu ríkjum á einum og sama deginum. Frambjóðendur verða að verja milljónum dollara hver til kaupa á sjónvarpsauglýsing- um. Hjá demókrötum stendur Michael Dukakis mjög vel að vígi. Hann á nóg af peningum í kosninga- sjóði. Hann er hins vegar tiltölulega óþekktur í Suðurríkjunum og þarf að auglýsa sig vel upp. Sama máli gegnir um Richard Gephardt sem sigraði í Iowa og varð númer tvö í New Hampshire. Hann á hins vegar lítið af peningum og þurfti meðal annars að slá lán til að kosta síðustu daga kosningabaráttunnar í New Hampshire. Honum gengur þó vel að safna í sjóð eftir að hann náði öðru von á að Pat Robertson geti komið á óvart ef honum tekst að virkja trúar- hópa á bak við sig. Hann gæti unnið sigra í einhverjum ríkjum út á það. Robert Dole virðist eiga undir högg að sækja hvað varðar undirbúning kosningabaráttunnar í Suðurríkjun- um og er skipulag kosningabaráttu hans eitt stórt spur-ningarmerki. Aðrar aðstæður Albert Gore er stóra spurningar- merkið hjá demókrötum. Hann hunsaði Iowa og New Hampshire og leggur allt í sölurnar hinn 8. mars. Hann tekur mikla áhættu en ef dæm- ið gengur upp hjá honum getur verið aö hann standi uppi með mikinn fjölda af fulltrúum fyrir flokksþing demókrata í sumar en hinn 8. mars verður kjörinn tæpur helmingur fulltrúa. Gore er Suðurríkjamaður og veit hvað fólk þar vill. Það er hætt við að Dukakis og Gep- hardt gangi illa að ná eyrum fólks í Suðurríkjunum. Dukakis hefur byggt kosningabaráttu sína á því að hann hafi verið svo góður ríkisstjóri í Massachusetts að hann sé hæfur til að flytja í Hvíta húsið. Richard Gep- hardt hefur gert út á eitt mál og það er vemdar- og haftastefna í utanrík- isviðskiptum. Þeir verða einfaldlega að finna eitthvað nýtt, eitthvað sem kjósendur í Suðurríkjunum telja mikilvægt ef þeir ætla að eiga þar möguleika. Jesse Jackson verður á heimavelli hinn 8. mars og á eftir að hala inn mikið af atkvæðum. Þótt George Bush eigi lögheimili í Texas er hann upprunalega frá norð- austurhluta Bandaríkjanná og óvíst er að honum gangi eins vel að ná til kjósenda í Suðurríkjunum og honum hefur gengið að ná til flokksleiðtoga þar. Dole gæti lent í þvi að hagnast mjög á því sem virðist hafa orðið honum að falli í New Hampshire. í New Hampshire hélt Bush því fram að Dole vildi setja sérstakt innflutnings- gjald á olíu. I New Hampshire er fólk lítið hrifið af þeirri hugmynd. í Suð- urríkjunum, og þó sérstaklega í Texas, er hins vegar mikill oliuiðna'ð- ur og þar myndu menn hagnast gífurlega á innflutningsgjaldi á olíu. Það er líklegt að Pat Robertson hljóti stuðning frá strangtrúuðum sem eru allfjölmennir í mörgum suðurríkj- anna. Michael Dukakis þykir einna líklegastur demókratanna til að ná árangri en virðist þó ekki afgerandi frambjóðandi. Simamynd Reuter Nauðungaruppboð annað og síðara á eflirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57, á neðangreindum tíma: Akurgerði 15b, þingl. eig. Oddbjörg U. Jónsdóttir, miðvikudaginn 24. fe- brúar 1988 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Jón Sveinsson. Bárugata 15, þingl. eig. Halldór Júl- íusson, miðvikudaginn 24. febrúar 1988 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru Ferðamálasjóður, Landsbanki íslands og innheimtumaður ríkissjóðs. Garðabraut 45, 3 hæð, 1, þingl. eig. Óskar Pálmi Guðmundsson, miðviku- daginn 24. febrúar 1988 kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru Iðnaðarbanki íslands, Jón Sveinsson hdl.j Akranes- kaupstaður, Landsbanki Islands og Veðdeild Landsbanka íslands. Vallholt 13, miðhæð, þingl. eig. Magn- ús B. Karlsson, miðvikudaginn 24. febrúar 1988 kl. 11.30. Uppboðsbeið- endur eru Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Landsbanki íslands. Bæjarfógetinn á Akranesi ótviræða yfirburði yfir aöra fram- bjóöendur demókrata þegar kemur að skipulagi kosningabaráttunnar í Suöurríkjunum. Þeir eru báðir að sunnan og eru með þéttriðið net stuðningsmanna um öll sunnanverð Bandaríkin sem er töluvert meira en sagt verður um þá Dukakis, Gep- hardt og Simon. Þetta mun vega þungt og líklegt er að Gore komi mjög sterkur út úr forkosningunum hinn 8. mars og margir telja að Jesse Jackson eigi eftir að koma gífurlega á óvart. George Bush á lögheimili í Texas og allir helstu forystumenn Repú- blikanaflokksins í Suðurríkjunum hafa lýst yfir stuðningi við hann. Hann verður því fyrirfram að teljast hafa gott forskot á áðra frambjóðend- ur repúblikana. Margir eiga samt Ljón á veginum Fyrir 8. mars eru forkosningar í nokkrum ríkjum. Niðurstöður úr þessum ríkjum geta breytt verulega stöðunni hinn 8. mars. Paul Simon hefur lýst því yfir að ef hann vinnur ekki sigur í einhverju ríki fyrir 8. mars muni hann líklegast draga sig í hlé. Það er einnig mikið í húíl fyrir Gephardt og Dukakis. Báðir eiga eft- ir að sýna hvers þeir eru megnugir. Sigur Dukakis í New Hampshire var að mestu leyti þakkaður því aö hann er ríkisstjóri í Massachusetts, ná- grannaríki New Hampshire. Hann þarf að sýna fram á aö hann geti afl- að sér atkvæða utan norðaustur- horns Bandaríkjanna. Robert Dole þarf nú mjög á að sigri að halda í einu eða fleiri ríkjum áður en kosið verður í Suðurríkjunum. Þannig getur hann dregið úr því for- skoti sem Bush náöi með stórsigrin- um í New Hampshire. Það getur reynst skeinuhætt fyrir Bush ef Dole og Pat Robertson skjóta honum aftur fyrir sig í Suður-Dakota og Minne- sota hinn 23. febrúar og Suður-Karó- línu hinn 5. mars. Það er því engan veginn ljóst nú hverjir verða í forsetaframboði í haust. Óvissuþættirnir eru margir en eftir 8. mars er hugsanlegt að lín- ur verði orðnar eitthvað skýrari. George Bush varaforseti þykir sigurstranglegur meöal repúblikana en frammistaða hans i forkosningum næstu vikna gæti orðið áhrifarik, bæði til hins betra og hins verra fyrir framboð hans. Simamynd Reuter sætinu í New Hampshire og ætti því að geta verið með af krafti. Það er verra með Paul Simon sem varð í þriðja sæti í New Hampshire og er næstum kominn á hausinn. Svo get- ur farið að hann dragi sig í hlé fyrir 8. mars. Jesse Jackson getur horft björtum augum til 8. mars. Hann eyðir ekki miklum peningum í aug- lýsingar heldur sjá fréttamenn honum fyrir ókeypis auglýsingum með þeirri miklu umfjöllun sem þeir veita honum. Albert Gore, sem tók hvorki þátt forkosningunum í Iowa né í New Hampshire, er frá Suður- ríkjunum og er talið að hann sé tiltölulega fjársterkur. Hjá repúblikönum er það George Bush sem er best staddur fjárhags- lega. Er talið að í kosningasjóði hans sé nú um einn milljarður íslenskra króna. Robert Dole er einnig vel stæöur en skortir töluvert til að jafn- ast á við Bush. Það er stór spurning hvernig Pat Robertson gengur að safna peningum en þó er talið að hann muni ekki verða í vandræðum. Þaö er vegna þess hve margir fjöl- mennir kristnir heittrúarhópar eru í Suðurríkjunum. Jack Kemp, sem varð í þriðja sæti í New Hampshire, mun að líkindum ekki hafa úr eins miklu að spila og aðrir frambjóðend- ur og líklegast er að hann muni draga sig í hlé eftir 8. mars. Undirbúningur og skipulag Jesse Jackson og Albert Gore hafa Robert Dole er hvergi banginn þótt skoðanakannanir bendi til yfirgnæf- andi fylgis George Bush meðal repúblikana. 8. mars verður úrslita- dagur fyrir framboð hans. Simamynd Reuter Richard Gephardt á við ramman reip að draga hinn 8. mars. Hann er lítt þekktur í suðurfylkjunum og á litla sjóöi að ganga í, svo honum er varla ætlaður stór hlutur við kjör- borðið. Simamynd Reuter Jack Kemp þykir ekki líklegur til stórræða en talið er líklegt að hann dragi sig i hlé eftir 8. mars. Símamynd Reuter Pat Robertson, sjónvarpsprédikar- inn, sem segist ekki vera pólitíkus þrátt fyrir framboð sitt, á von á drjúg- um stuðningi heittrúaðra i suður- fylkjunum. Simamynd Reuter Paul Simon er sagður orðinn blank- ur og talið hugsanlegt að hann muni draga framboð sitt til baka fyrir 8. mars. Simamynd Reuter Jesse Jackson verður á heimavelli hinn 8. mars. Hann þarf ekki að verja jafnmiklum fjármunum og aðr- ir frambjóðendur til auglýsinga, því fjölmiðlar í suðurfylkjunum sjá um kynningu á honum og málefnum hans. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.