Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 31
31 | ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. Lífsstfll Au-pair á íslandi: Leigumómmur^ estofustúlkur Á undanfömum árum hefur orðið æ algengara að svokallaðar au-pair stúlkur komi til landsins. Erfitt er að fá upplýsingar um hversu margar stúlkur koma á ári. Yfirleitt koma þessar stúlkur frá Norðurlöndunum og er ekki um vegabréfaskyldu né höft á atvinnuleyfum að ræða. Ýmsar tölur um fjölda hafa heyrst, flestir eru sammála um að þetta geti hlaup- ið á nokkrum hundruðum. Mikil aukning á au-pair stúlkum á íslandi gefur tilefni til margra spurninga en sökum<þess að engin skipulög'ð sam- tök eöa stofnanir eru til sem tengjast þessum hópi er erfitt að afla sér hald- góðra upplýsinga um máhö. Við leituðum til fólks sem hefur haft au- pair stúlkur á heimilum og töluðum við nokkrar þeirra. Útivinnandi húsmæður Þorbjörn Broddason, dósent í fé- lagsvísindadeild Háskólans, sagðist ekki vita til þess að málefni au-pair á íslandi hefðu verið skoðuð neitt sérstaklega. „Þetta er í raun ákaflega athyglis- verö þróun sem virðist vera að eiga sér stað,“ sagöi Þorbjöm. „Það má rekja þetta til gífurlegrar aukningar á útivinnandi giftum konum. Ég get mér til að fjórar af hverjum fimm giftum konum vinni utan heimilis í dag. Auövitað em margar í hluta- starfi en þetta er samt mikill fjöldi. Aukning þessi á síðasthðnum árum hlýtur að skapa ákveðinn vanda á heimilunum. Þarna losnar um heimihsformið og þetta virðist vera ein af þeim leiðum sem fólk velur til að halda heimhinu í skorð- um.“ Flestar barnafiölskyldur, þar sem foreldrar vinna úti, þekkja vel þann vanda sem um er talað. Bömin eru hálfan daginn í skólum og koma síð- an heim að tómu húsi. Ömmurnar sem öllu björguðu hér áður fyrr em famar að vinna úti sjálfar eða þá komnar á stofnanir fyrir aldraða. Til þess að brúa þetta bil hafa margir farið út í það að fá th sín au-pair. Hvað kostar au-pair? Það eru ekki mörg ár síðan aðeins fyrirmannafiölskyldur gátu haft þjónustur á sínum heimilum en nú virðist þetta vera orðið algengt. Hvað kostar svona dæmi, hverjar em skyldur þessara stúlkna, eru þetta nýir láglaunaþrælar eða er þetta hagkvæmt fyrir alla aðila. Við snúum okkur fyrst að því hvað það kostar að fá sér au-pair. Samkvæmt heimildum DV er vepj- an að ferðir séu greiddar fyrir stúlkur sem dvelja í eitt ár. Mismun- andi fyrirkomulag mun vera á þessu en það algengasta er að hætti stúlka innan mánaðar greiði hún báðar ferðir, hætti hún innan 6 mánaða greiði hún heimferðina og haldi hún út árið þá eru báðar ferðir greiddar. Laun stúlknanna eru misjöfn en virðast vera á bilinu 8.000 th 10.000 krónur á mánuði. Fæði og húsnæði er innifalið og er að sjálfsögðu erfitt að meta þann kostnaö í krónum og aurum. Th gamans má geta þess að 8 klukkutíma vist fyrir bam á aldrin- um 8 mán. til tveggja ára hjá dagmömmu ásamt hálfu fæði kostar frá 13.533 th 15.495. Hver eru störf au-pair? Þetta er auðvitað mismunandi. Yfirleitt er um að ræða barnapössun og létt heimilisstörf. Heimilistörfin eru mismunandi og fara kröfurnar gjarnan eftir hversu mikiö þarf aö sinna börnunum. í sumum tilfehum sjá þær alfarið um heimilið. Vinnutími er einnig misjafn en er yfirleitt miðaður við vinnutíma for- eldra. Pössun annað slagið á kvöldin og um helgar er ekki óalgeng. Góð reynsla í viðtah við nokkrar au-pair stúlk- ur sem dvelja hér kom i ljós aö yfirleitt finnst þeim ekki of mikið lagt á herðar sínar en viðurkenna að oft séu þær þreyttar eftir daginn. Þeir sem hafa haft au-pair stúlkur á heimilum sínum tala yfirleitt vel um reynslu sína. Kostirnir við þetta eru gjarnan taldir eftirfarandi: Börnin geta verið meira heima og koma ekki að tómum kofanum að loknum skóladegi. Heimilinu er vel við haldið og fólk þarf ekki að byrja á allsherjartiltekt þegar það kemur þreytt úr vinnunni. Hvort sem þessar áu-pair stúlkur koma til með að verða þáttur í ís- lensku fiölskyldulífi í framtíðinni eöa ekki þá bendir allt til að æ fleiri kjósi þetta fyrirkomulag til að brúa bil sem skapast þegar ekki er nógur tími th að sinna öhu, vinnunni, böm- um og búi. Með eðlhegum undan- tekningum virðast þeir sem hafa fengið sér au-pair ánægðir og sömu- leiöis flestar au-pair stúlkurnar.-EG Au-pair, leigumömmur í nútímasamfélagi? - segir Heidi Leidner frá Odense Heidi Leidner er 19 ára stúlka frá Odense í Danmörku. Hún ræddi við DV um ísland og au-pair störf. Hún benti okkur hins vegar á aö hún væri aðeins búin að vera hér 3 vik- ur þannig aðhún hefði htla reynslu af landi og þjóð. Við spurðum hana fyrst hvernig væri tilkomið að hún væri komin til íslands sem au-pair stúlka. „Ég var að vinna með fötluð börn í eitt ár áöur en ég kom hingað en síðan missti ég vinnuna. Það vora í gangi sparnaðarráðstafanir hjá bæjarfélaginu sem ég starfaði fyrir og þeir sögðu upp fiölda manns. Unga fólkið, sem hefur minnsta starfsreynslu, lendir ahtaf verst í þessu og ég missti vinnuna. Ná- granni minn í Danmörku er íslend- ingur og er ég búin að þekkja hann í fiölda ára. Hann heitir Snorri Erlendsson og hefur sagt mér mik- ið frá íslandi. Mér hefur alltaf fundist ísland vera spennandi land og þegar ég sá auglýsingu um au- pair Starf á Íslandi var ég ekki lengi að svara.“ Kom ísland þér á óvart? „Bæði og,“ svarar Heidi. „Ég var að vísu búin að sjá mikið af mynd- um af landinu en það er aldrei eins og að sjá þetta með eigin augum. Mér fannst mjög eyðilegt að keyra frá Keflavík og til Reykjavíkur og fannst eins og ég væri komin á tunglið. Það breyttist síðan og mér finnst landslagiö hér fallegt. Ég hef ekki haft tækifæri til að skoða mig almennilega um. Starfið svipað og önnur störf Við spurðum hana hvernig henni fyndist starfið. „Þetta er eins og önnur störf, stundum erfitt og stundum ekki. Þaö er samt dálítið einangrandi að starfa á heimilinu svona allan dag- inn og þess vegna áríðandi að reyna að koma sér út í sínum frítíma. Ég er ánægð með fiölskylduna sem ég „Ég er ánægð með hvaö mikill hluti starfsins felst í þvj aö hugsa um börnin," segir Heidi. er hjá og mér finnst ég vera ein af fiölskyldunni. Börnin tóku mér vel í byrjun og er ég því feginn." Finnst henni mikill munur á ís- lendingum og Dönum? „Mér finnst ekki mikill munur á þessum tveim þjóðum en ýmislegt er jú öðruvísi. Til dæmis finnst mér hraðinn og brauðstritið vera miklu meira hér en heima. Hérna virðast allir eiga nóg af peningum en það byggist vafalaust á mikilli vinnu. Áherslan sem fólk leggur á lífs- gæðin er of mikil að mínu mati, Bílar, fot húsbúnaður pg svo fram- vegis er fyrsta flokks. Ég held samt að það komi niður á persónulegum samskiptum fólks. Það er mikil spenna í fólki hér og mér finnst það koma mjög sterkt fram þegar maö- ur fer út að skemmta sér. í stað þess að slappa af og njóta lífsins þá finnst mér fólk hamast líka þeg- ar það er að skemmta sér.“ „Fékk áfall“ Hvernig finnst henni næturfífið? „Ég fékk hálfgert áfall þegar ég fór fyrst út. Ég veit ekki almenni- lega á hverju ég átti von en það var allavega ekki það sem ég upplifði. Mér fannst fólk drekka mikiö og alltof margir veröa ölvaðir. Þetta var eins og aö koma á tískusýn- ingu, ahir svo glerfínir. Fólk virtist sleppa alveg fram af sér beislinu. Mér var nokkrum sinum boðið upp og talaði við hina og þessa en þegar klukkan var að nálgast þrjú þá byrjuöu undarlegir hlutir að ger- ast. Karlmenn af öllum stærðum og gerðum gáfu sig á tal við mig. Þeir vildu bjóða mér í glas, í partí eða að dansa. Þessi skyndilega gíf- urlegi áhugi kom mér í opna skjöldu, þetta var svo örvæntingar- Heidi Leidner Irá Odense fullt. Mér fannst þetta yfirþyrm- andi.“ Hvernig finnst Heidi svo fólkið, landið og siðirnir? „Eins og ég sagði í upphafi er ég aðeins búin að vera hér 3 vikur. Ég kann mjög vel við fiölskylduna sem ég er hjá og aðrir íslendingar sem ég hef kynnst hafa verið ákaf- lega elskulegir. Það sem ég hef séð af landinu er stórkostlegt, þó per- sónulega fyndist mér skemmtilegra að sjá fleiri tré. Mér finnst gaman að það skuli snjóa og ég verð alltaf dáhtið viðkvæm þegar ég horfi á snjóinn falla th jarðar. Þetta minnir mig á þegar ég var bam, þá fengum við krakkarnir alltaf að vaka lengur ef sifióaði á kvöldin. Ég er staðráðin í að nýta minn tíma vel á íslandi th að skoða mig um. Nú er ég byrjuð að læra á bíl og er það mjög spennandi. Það er miklu ódýrara að læra á bh hér en heima og ákvað ég að nýta mér tækifærið. Maturinn hér er hættu- lega góöur, ég er búin að þyngjast um 3 kg frá því ég kom eða 1 kg á hverri viku. Það gengur ekki því ég hef engan áhuga á þvi að vera kringlótt þegar ég kem heim aftur. Ég lít mjög björtum augum á fram- tíðina og ætla að njóta þess að vera á íslandi." Viö kveðjum þessa hressu stúlku og hún svarar okkur með „bless bless“. -EG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.