Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. Lífestni BLAÐAUKI ALIA LAUGARDAGA Þess má geta að mikil ásókn er í einkatímana hjá Gunnlaugi og er yfirleitt tveggja til þriggja mánaða bið en tíminn kostar, eins og kort- in, 1500 krónur. „Stjömiispekin heillaði mig strax sem ungíingur. Ég hef í gríni sagt að ég hljóti að hafa verið stjörnu- spekingur í fyrra lífi því að mér fannst ég kunna þetta allt um leið og ég las mér til og lærði fræðin. Að grunni til er ég sjálfmenntaður í stjörnuspekinni, enda er erfitt að læra þetta í skóla. Stjörnuspekin byggist svo mikið á reynslunni og eigin athugunum. Hins vegar hef ég farið á ótal námskeið víða um heim, mest þó í Englandi, og leið- beinendur mínir hafa margir hverjir verið meðal þekktustu stjörnuspekinga heimsins í dag, til dæmis var ég á námskeiði síðastlið- ið haust hjá dr. Liz Greene sem er doktor í sálarfræði en starfar eigi að síður sem stjörnuspekingur. Ég hef verið á kafi í þessum vís- indum frá árinu 1973 en fór að vinna við stjömuspeki árið 1981 af fullum krafti og tók þá fólk í einka- tíma,“ sagði Gunnlaugur Guð- mundsson stjömuspekingur. -ATA Gunnlaugur Guð- mundsson stjörnu- spekingur í Stjörnuspekimið- stöðinni á Lauga- vegi 66. DV-mynd BG um, á rannsóknum sem ég hef gert og á því sem ég læri á erlendum námskeiðum en tek ekkert hrátt upp úr erlendum bókum. Stað- hættir hér em að mörgu leyti ólíkir staðháttum erlendis. Það gildir til að mynda önnur lýsing fyrir ís- lenskt ljón en ítalskt. Ég er líka sífellt að endurbæta textann með tilliti til nýrra sanninda sem í ljós koma. Núverandi útgáfa af fæðing- arkortum er til dæmis sú fjóröa frá 1984. Ég tek fólk einnig í einkatíma og kenni því að lesa út úr kortunum og svo held ég námskeið öðru hvom. Fólk á oft erfitt með að fá nákvæmlega réttar upplýsingar út úr kortunum og því geta einka- tímar oft hjálpað því. Ég er yfirleitt með menn í einn og hálfan tíma og les þá skýringarnar inn á kassettu sem menn geta tekið með sér heim,“ sagöi Gunnlaugur. Viðhoifsbreyting til stjömuspekinnar ...ó fullrí ferd Á bdamarkaði DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bílasala og bílaumboða fjölbreytt úrval bíla af öllum geróum og I öllum verðflokkum. AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Auglýsingar í bílakálf þurfa að berast I slðasta lagi fyrir kl. 17:00 fimmtudaga. Smáauglýsingar i helgar- blaó þurfa að berast fyrir kl. 17:00 föstudaga. Siminn er 27022 - segir Gunnlaugur Guðmundsson stjömuspekingur „Við finnum fyrir mjög vaxandi áhuga á stjörnuspeki hér í Stjörnu- spekimiðstöðinni og ég hef ekki síöur fundið mikla viðhorfsbreyt- ingu hjá almenningi. Fyrst þegar ég byrjaði með fyrirtækið hló fólk og var vantrúað en nú koma ólík- legustu menn og panta kort hjá okkur án þess að efast,“ sagði Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur sem hefur rekið Stjörnuspekimiðstöðina frá stofn- un hennar árið 1984. „Stjörnuspekin er vísindi sem eru sjálfsagt jafngömul mannkyn- inu. Alla vega er stjörnuspekinnar getið í elstu rituðum heimildum og hún hefur því fylgt öllum menning- arsamfélögum frá örófi alda. ísland er lítið samfélag og ef ekk- ert væri til í stjörnuspekinni og því sem ég hef verið að gera hefði ekki verið hægt að halda svona starf- semi gangandi í fjögur ár. Og eftirspurnin fer klárlega vaxandi. Menn verða að gera sér ljóst að til- gangurinn með skriflegu textunum í stjörnukortunum er ekki sá að gefa hundrað prósent rétta per- sónulýsingu, þú ert svona og búið, heldur sá að vekja til umhugsunar, stuðla að vakningu og sjálfsþekk- ingu. Og stjörnuspekin getur sýnt okkur upplag fólks en hún sýnir að sjálfsögöu ekki allt. Til dæmis skipta uppeldi, umhverfi og erfða- þættir einnig máli. Það er líka nauðsynlegt að átta sig á því aö ég er ekki að spá fyrir fólki. Ég sýni þeim persónuleikann, jákvæðar og neikvæðar hliðar, ’veikleika og styrkleika og hugsan- legar leiöir til að efla jákvæðu hliðarnar og vinna á þeim nei- kvæðu.“ Gunnlaugur sagði aö í Stjörnu- spekimiðstöðinni væri stefnt að því að vera með sem mest af bók- menntum sem stuðluðu að betra lífi og jákvæðum lífsstíl. Til dæmis væru þeir með bækur um sálfræði, mataræöi, nudd, slökunar- og nátt- úrulækningar og svo að sjálfsögðu stjörnuspeki. „Við erum með þrenns konar stjörnukort. Fæðingarkortin eru persónulýsingar. Þar er upplagið tekið fyrir, kostir tíndir til svo og skuggahliðárnar. Reynt er að vekja fólk til umhugsunar og beina því inn í æskilegan farveg. Framtíöarkortið er enginn spá- dómur heldur tekur það fyrir orku viðkomandi á næsta ári. Það má líkja kortinu við veðurkort þar sem hægt er að vara fólk við hæðum og lægðum í lífsorkunni þannig að það geti verið meðvitað um það sem er að gerast. Samskiptakortið getur orðið mjög góður umræðugrundvöllur hjá fólki, til dæmis hjónum. Þar er bent á eiginleika tvímenninganna, orka þeirra borin saman og bent á þarfir beggja aðilanna. Fólk á oft erfitt með að sætta sig við eitthvað í hegðun annarra, til dæmis mak- ans, en á kannski erfitt með að hefja máls á því og þá getur kortið hjálpað vel til.“ Kortin kosta 1500 krónur stykkið og eru afgreidd samdægurs eða daginn eftir, eftir því hversu mikið er að gera. Einnig er hægt að panta kort í gegnum síma. Það eina sem þarf að gefa upp er fæðingardagur og ár, sem nákvæmastur fæðingar- tími og fæðingarstaður. „Ég hef sjálfur samið allan texta í stjömukortunum. Við samningu textans byggi ég mikið á eigin reynslu, á því sem fólk hefur sagt mér í einkatímum og á námskeið- Dægradvöl BlLA MARKADUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.