Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1988, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1988. 17 DV Lesendur „Verð landbúnaðarvara haekkar vegna þess að hagræði, samkeppni og sérhæfing stórbúskapar mega ekki njóta sín,“ segir brétritari m.a. Hækkað verð til neytenda: Milljarður í landbúnaðinn Reiður neytandi skrifar: Nær allar vörutegundir, þ.m.t. landbúnaðarvörur til neytenda hafa stórhækkað að undanfórnu, vegna þess að halda verður meðalbúi í þess- ari grein gangandi og framleiðsla og verðlagning verður að miðast við það bú. Og það er einmitt helsti tilgang- urinn í verðlagningunni. Verð landbúnaðarvara hækkar vegna þess að hagræðing, samkeppni og sérhæfmg stórrekstrar mega ekki njóta sín í þessari grein atvínnustarf- semi og halda verður öllum í meðal- mennskunni. í raun er verið að lögleiða eins konar hokurbúskap þar sem allir eru jafnir og þar sem allir eru að tapa. Það er verið ganga marga áratugi aftur í tímann í vinnubrögðum með þessum reglum. - Af hverju má ekki vera samkeppni við framleiðslu í þessari grein eins og öðrum þar sem þeir hæfustu standa sig best, eins og reynslan hefur sýnt sig hingað til í þessum greinum? Það skal fullyrt hér að ef ekki hefði verið samkeppni í þessum greinum undanfarin ár og misseri þá væri verð tii neytenda margfalt hærra en það er í dag vegna þess að þá væri meðalmennska hvarvetna í fyrir- rúmi. Maður gæti stundum haldið að maður byggi í Sovétríkjunum en ekki í vestrænu landi, svo gerræðisleg eru sum vinnubrögð þeirra manna sem landbúnaöarmálum stjórna. Kostn- aðinum af öllu þessu er síðan velt yfir á neytendur og skattgreiðendur enda er ekki langt síðan landbúnað- arráðherra fékk mörg hundruð milljónir í umframíjárveitingar (eins og reyndar fleiri ráðuneyti Fram- sóknarflokksins) og mun meira en nokkur önnur ráöuneyti þegar fjár- lög voru endurskoðuð nýlega. Reikninginn fá síöan skattgreiðend- ur og neytendur - það er ekkert mál fyrir Framsókn. Næsta skref landbúnaðarráðherra verður eflaust að veita tugi ef ekki hundruð milljóna til loðdýrabænda. Þeir mega ekki fara á hausinn eins og aðrir atvinnurekendur sem hafa farið illa að undanfórnu. Það er enn- fremur athyglivert aö Alþýðuflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn skuh líða þessa framleiðslustjórnun á eggjum, kjúklingum og svínum, þrátt fyrir ákvæði í seinustu kjarasamn- ingum sem einmitt var beint gegn þessu. Hvaða greinar verða næstar á dag- skrá í framleiðslústjórnun: loð- dýrabú, fiskeldi, brauðgerð? Aðför að sparrfjáreigendum: Verða mynduð samtök? H.J. hringdi: Hvemig skyldi standa á því að forstööumenn sparisjóða og banka, sem geyma sparifé okkar, láta ekk- ert í sér heyra núna þegar sumir stjómmálamenn heimta sparifé okkar fyrir lítiö, ýja raunar að eignaupptöku, til að rétta við hag illa rekinna skjólstæðinga sinna, fyrirtækjanna, eða til aö grynna á skuldasúpu andvaralausra. Viö sem höfum eignast nokkrar krónur 1 sparisjóði höfum oft þurft að neita okkur um hluti og spara við okkur og viö höfum þegar greitt aila skatta af þessum peningum. Væri óskandi að hægt væri aö segja það sama um suma stjómmála- mennina og gælufyrirtæki þeirra. Sennilega verðum við að bindast samtökum til að verjast ágengni þeirra. Stöndum vörö um lágmarksrétt okkar sem þjóðfélagið ætti að verö- launa okkur fyrir því að svo gífur- lega nauðsynlegur er innlendur spamaður aö hann er grundvöllur allra framfara í landinu. Neyðið okkur ekki til aö taka út sparifé okkar og eyða því í glys og glingur. 38 peru bekkir 27 kæliviftur. Ný gerö andlitsljósa 10-10 VIRKA DAGA. 10-19 LAUGARDAGA. 13-19 SUNNUDAGA. im SÓLBAÐSSTOFA NÓATÚNI 17. SlMI 21116 PANTIÐ TÍMA OPIÐ FRÁ KL. LUKKUPOKAR - rnn Verðmæti kr. 3.000,-. Verð kr. 1 lUUUf** Engir tveir pokar eins. POSTSENDUM J^annprtiatoersluntn €rla Snorrabraut 44, sími 14290 ÍSLANDSSTRENGUR í 10 þráða hör, stærð: 16x110 cm. i aida, stærð: 18x127 cm. Verð á pakkningu án járna kr. 2.100,- SKJALDARMERKI í 10 þráða hör. Stærð 35x40 cm. I aida. Stærð 45x50 cm. Verð á pakkningu kr. 1.850,- ^ .. & Gallabuxur eiga sér langa og sérstæða sögu. Þær komu fyrst f ram á sjónar- sviðið í Ameriku um miðja siðustu öld og í fyrstu voru það einkum verkamenn, kúrekar og sjómenn sem klæddust þess- um merkilegu tlík- um. Síðan urðu þær tískuvara og breidd- ust eins og eldur i sinu útum heiminn. í Lífsstíl á morgun verður stiklað á sögu gallabuxnanna og á þar margt eftir að koma á óvart. Sumarbústaðaeign lands- manna eykst stöðugt. Æ fleiri vilja eiga sumarbústaði og ekki er orðið neitt tiltökumál fyrir almenning að annaðhvort kaupa bústað eða leigja sér í stuttan tíma. Skarkalinn í höfuðborginni er slíkur að fólk finnur sífellt hjá sér hvöt til þess að flýja út í sveit og leita á náðir náttúrunnar sem er sterk í okkur öllum. Sumarbú- staðir eru kostur sem borgarbörn og þétt- býlisfólk á og nýtir sér í miklum mæli. Nánar í Lífsstíl á morgun. Lýsing í heimahúsum og nýjungar á þvi sviði verða til umfjöllunar I Lifsstil á morgun. Halógenperur eru fyrirbæri sem margur hefur undrast yfir vegna smæðar þeirra miðað við hefðbundnar glóðarper- ur. Ljósmagnið er margf- alt miðaðvið þær hefðbundnu og þær eyða minna rafmagni. Leitað er ráða hjá lýsingarhönn- uði sem gefur hollráð varðandi lýsingu og stað- setningu lampa og Ijós- gjafa. Við munum á morgun fræðast í máli og myndum um nýjungar i heimi lýsingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.