Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988. Fréttir Framsoknarmenn vilja að gjald- eyririnn fari til hæstbjóðenda „Þetta frumvarp er ekki hugsaö til stuðnings sjávarútveginum í sjálfu sér heldur til hagsbóta fyrir allar atvinnugreinar sem flytja út vörur og einnig fyrir þá sem fram- leiða vörur í samkeppni við erlenda framleiðslu," sagöi Olafur Þ. Þórð- arson sem ásamt þrem öðrum þingmönnum framsóknarmanna hefur lagt fram lagafrumvarp imi uppboðsmarkað á erlendum gjald- eyri. Meöflutningsmenn Ólafs eru Guðni Ágústsson, Níels Árni Lund og Jóhannes Geir Sigurgeirsson en tveir þeir síðamefndu eru vara- þingmenn á þingi. Ólafur sagði að frumvarpi þessu væri ætlað að tryggja réttláta verð- lagningu á þeim erlenda gjaldeyri sem skipta þurfi í íslenskar krón- ur. „Það má segja að við búum við ófært kerfi í dag þegar Seðlabank- inn kaupir allan gjaldeyri og ræður verðinu sjálfur. Eigendur gjaldeyr- isins ráða engu um það en eru hins vegar neyddir til að selja,“ sagði Ólafur. Um tæknilega útfærslu frum- varpsins sagði hann að viðskipta- ráðherra væri fullkomlega treystandi fyrir því. Uppboðsmark- aðurinn ætti ekki að verða pláss- frek stofnun og Seðlabankinn mundi halda áfram að gegna mikil- vægu hlutverki með því að tempra sveiflur á markaðnum án þess þó að stjóma gengi krónunnar áfram meö handafli. En er þessu fmm- varpi beint gegn fjármagnsmark- aðnum sem framsóknarmenn hafa kallað ófreskju? „Sá fjármagnsmarkaður, sem við höfum verið að gagnrýna, er ekki alheimsmarkaðurinn. Við viijum auðvelda íslenskum fyrirtækjum að fá lán á eðlilegum kjörum. í þeirri kreppu, sem hér hefur ríkt fyrir tilvist rangrar peningastjóm- unar, hefur atvinnurekstri veriö mismunað,“ sagði Ólafur og bætti við að það væri alls ekki ætlunin að kippa fjármagnsmarkaðnum burtu heldur aö háfa jafnari stjórn á hvemig þeim gjaldeyri, sem aflað væri, væri variö. Gífurlegur við- skiptahalli væri dæmi um að rangt hefði verið staðið að málum. í fmmvarpinu er kveðið á um að sérhver lögaðili íslenskur eigi rétt á að kaupa erlendan gjaldeyri þeg- ar uppboð fari fram ef hann eigí hæsta boð og geti staðgreitt gjald- eyrinn með íslenskum krónum. En er þetta samið til höfuös fastgengis- stefnunni sem hefur verið hom- steinn ríkisstjórnarinnar? „Fastgengisstefnan tel ég að sé ragl. Auðvitað vilja allir að gengið sé sem stöðugast en verðlag hér innanlands verður að vera með í dæminu," sagði Ólafur og bætti því við að það gengi ekki upp að hafa sumt fijálst en annað ekki. Ólafur sagði að framvarpið hefði verið lagt fram með samþykki þingflokks framsóknarmanna en hefði ekki fengið neiná umræðu meðal ann- arra stjómarflokka. -SMJ Líkur aukast á að bjórinn fái afgreiðslu - afstaða varamanna talin geta ráðið miklu Annarri umræðu um bjórmálið lauk á ótrúlega skömmum tíma í gær eða eftir aðeins tveggja tíma um- ræðu. Hefur það aukið bjartsýni manna á að þetta eilífðarmál komist til afgreiðslu. Atkvæðagreiðslu var þó frestað þar til í dag og er talið að þar ráðist framtíð frumvarpsins. Þetta er aðalatkvæðagreiðslan um málið en hver liður framvarpsins verður borinn undir atkvæði. Eftir það fer málið beint í 3. um- ræðu sem ætti að geta orðið í fyrstu vikunni eftir páskafrí, að sögn Jóns Kristjánsonar, forseta neðri deildar og eins af flutningsmönnum málsins. Jón sagði að umræðan í gær yki á bjartsýni manna um að málið fengi afgreiðslu enda heföi honum sýnst að andstæöingar málsins vildu nú ganga tii atkvæða. Það setirn ákveðna spennu í at- kvæðagreiðsluna í dag að fjöldi varamanna er á þingi og er afstaða sumra þeirra önnur en .þingmann- anna sem þeir leysa af hólmi. T.d. hafa þau Níels Árni Lund og Guðrún Halldórsdóttir talað gegn bjór en þau koma í stað Steingríms Hermanns- sonar og Krístínar.Einarsdóttur sem yfirleitt hafa verið talin til stuðnings- manna bjórsins. Þá má geta þess að í gær var lagt fram á Alþingi áskoran 138 heilsu- gæslulækna sem vöraðu eindregið við bjórnum. -SMJ Raufarhofn: Grásleppuvertíðin hafin og hafisinn skammt undan Hólmfriöur rriðjónsdóttir, DV, Rau&rhöfa; Grásleppuvertíðin er nýhafin hér á Raufarhöfn. Ekki er útlit gott á þessu ári þar sem veiði var góð í fyrra og enn mun vera til eitthvaö af óseld- um grásleppuhrognum í landinu. Þá er hafísinn skammt undan landi og einnig hefur verð á hrognum lækkað frá því sem það var í fyrra. Tólf til funmtán bátar koma til með aö stunda veiðar á þessari vertíð og leggja þeir upp hjá tveimur verkun- arstöðum hér á staðnum. Fjórir bátar era nú byijaðir á þorskaneta- veiðum og fleiri era að undirbúa sig. Reiknað er með að 7-8 bátar muni stunda þorskanetaveiðar frá Raufar- höfn á þessu vori. Dr. Steptoe látinn - framkvæmdi fyrstur glasaffjóvgun Dr. Steptoe, yfirmaður Boum Hall Clinic í Englandi, sem hefur sérhæft sig í glasafijóvgunum, lést í gær, 74 ára aö aldri. Hann var mörgum ís- lendingum, sem leitaö hafa til sjúkrahússins, að góðu kunnur. Dr. Steptoe gat sér frægöarorð fyrir 12 árum þegar hann, fyrstur manna, framkvæmdi glasafijóvgun. Móðir fyrsta íslenska glasabarns- ins, Halldóra Bjömsdóttir, gekkst undir aðgerð á Boum Hall Clinic en eins og kunnugt er fæddist bam hennar fyrir tæpri viku á Landspítal- anum. Dr. Steptoe haföi þjáðst af krabba- meini síðustu tvö til þijú árin aö sögn Dr. Edwards á Boum Hall Clinic. „Þetta var mjög sorglegt. Þrátt fyrir veikindi sín vann hann næstum því fuam á síðasta dag. Síðustu sex mán- uðina horföum viö á hvemig honum fór aftur. Þetta haföi langan aðdrag- anda og viö vissum öll hvert stefndi,“ sagði Dr. Edwards. -JBj Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Tollalækkun skilar sér ekki til neytenda í nýútkominni Verðkönnun í verslanir í þessum mánuði eða Verðlagsstofnunar kemur í Ijós að næsta tollalækkanir þær, sem urðu á . Filmur heföu einnig átt að lækka ýmsum vörategundum um síöustu um 23%. Niðurstaða verðkönnun- áramót, skila sér ekki að fullu til arinnar er hins vegar sú aö þær neytenda. hafa ýmist ekki lækkað neitt eða Verölagsstofiiun bjó sig undir lækkað um allt aö 26%. Þannig tollalækkanir með því að 'safna hafafiImurafFujigerðlækkaðum upplýsingum um verð á þeim vör- 26% i Ljósmyndavörum, meðan um sem ættu aö lækka. Nú hefur Konica filmur lækka ekki neitt í stofnunin kannað verð þessara Miklagaröi. Kodak filmur hafa sömu hluta og kemur í fjós að tolla- lækkað aö jafnaði um 16-18%. lækkunhefurekkiskilaðsérnema Reiðbjól, þríhjól og þrekhjól aö hluta til neytenda. heföu einnig átt aö lækka mun Búsáhöld hafa t.d. lækkað að meir en raun ber vitni. Lækkun á jafnaði um 20-25%. Þau heföu hins þessum vörum hefur verið á bilinu vegar átt aö lækka um 40%. Skýr- 10-30%, en hefðu átt aö lækka um ingar kaupmanna era þær að 21-32%. þessar vörar seljist að jafnaði litið Barnakerrar og -vagnar lækka í janúar og febrúar og sé því enn um 20-30%. Þessar vörur heföu verið að selja gamlar birgðir. Þeir hins vegar átt að lækka um 41%. segja að nýjar vörur verði komnar .pLP Kennarasambandið fékk heimild til verkfallsboðunar Kennarasamband íslands fékk í gær heimild til handa stjórn, kjara- og fuUtrúaráði að boða verkfall. Niðurstaöa allsheijaratkvæða- greiðslu meðal kennara um það mál varö sú að 3040 kennarar tóku þátt í kosningunni eða 91% af þeim sem voru á kjörskrá og var verk- fallsheimildin samþykkt með 1849 atkvæðum gegn 1022. Guðni Jónsson hjá Kennarasam- bandi íslands sagði í samtali við DV í morgun að það væri misskiln- ingur, sem komið hefði fram, að grannskólakennarar færa í verk- fall 11. apríl. Um það hefði enn ekki verið tekin ákvörðun en fundur um hvort verkfall verður boðað eða ekki verður haldinn á fóstudaginn. Ef þá verður samþykkt að fara í verkfall með 15 daga fyrirvara hefst verkfallið 11. apríl. Hann sagði aö andrúmsloftið á samningafundi kennara og fulltrúa ríkisstjómarinnar, sem haldinn var í gær, heföi verið léttara og betra en á fyrri samningafundum. „Það er fjarri því að búið sé aö skella einhveijum hurðum," sagði Guðni. í Kennarasambandinu eru auk grannskólakennara um 270 fram- haldsskólakennarar, einkum í verkmenntaskólum landsins. -S.dór Álið sprengir alla verðmúra Verð á áli rauk upp í London á mánudaginn og sló öll met, það fór í hvorki meira né minna en 1.472 sterlingspund tonnið. Þetta er gíf- urleg verðhækkun. Fyrir skömmu komst verð á áh í 1.313 sterlings- pund tonnið og hafði þá ekki verið jafnhátt í fimm ár. Síðastliðið haust var verð á áli í kringum 900 sterlingspund. Þaö hækkaði síðan skyndilega í um 1.280 pund tonnið. Aftur lækkaði verðið niður fyrir 1.100 sterlings- pund. Síðan hefur verðið rokkaö á bilinu 1.000 til 1.250 sterlingspund, eða þar til það rauk í 1.313 sterl- ingspund á dögunum. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.