Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988.
15
Húsnæðismálin:
Til varnar Jóhönnu
„Ráðherrann á samt heiður skilinn fyrir að leggja frumvarpið fram,
þrátt fyrir andstöðu, og koma þar með umræðu af stað um þessi má!,“
segir m.a. í greininni. - Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra.
Enn einu sinni er húsnæðiskerfið
hér á landi til umræðu og sem oft-
ast áður snýst sú umræða fyrst og
fremst um lánamálin. Minna er
rætt um kerfið sjálft og tilverurétt
þess yfirleitt. Væri þó full ástæða
til ærlegrar úttektar á þessu kerfi,
bæði kostnaðinum af því fyrir
skattborgarana og hagkvæmni
þess yfirleitt, eða kannski réttara
sagt óhagkvæmni þess. Enginn
virðist þó hafa virkilegan áhuga á
shkri umræðu.
Um eitt ár að berast
Hagkvæmni núverandi kerfis má
m.a. marka af því að lánsloforð frá
Húsnæðisstofnun eru um eitt ár að
berast umsækjendum. Þannig á nú
á næstunni að gefa út lánsloforð til
þeirra er sóttu um húsnæðislán um
þetta leyti í fyrra. Þá eru lánsum-
sóknir m.a. afgreiddar frá Hús-
næðisstofnun eftir því hvort
lífeyrissjóður umsækjanda hefur
keypt skuldabréf stofnunarinnar
eða ekki. Um það bil 60% af íjár-
magni húsnæðiskerfisins kemur
frá lífeyrissjóðunum.
Hér væri ástæða til að staldra viö
og ræða sérstaklega hlutverk líf-
eyrissjóöanna. Lífeyrissjóðimir
hafa fyrst og fremst gegnt því hlut-
verki að fjármagna húsnæðiskerf-
ið. Þeirra hlutverk hefur aðallega
verið að taka skatt af almennum
launatekjum og færa til þeirra sem
byggja eða kaupa íbúðir. Leigjend-
ur hafa því aldrei fengið eyri af
þessu fé, enda tilvera þeirra lengst
af ekki verið viðurkennd af opin-
berum aðilum á íslandi.
Einhvers staðar sá ég spurt nú
um daginn: Er nokkurt vit í þessu
húsnæðiskerfi? Og hvað kostar
þetta allt í framkvæmd? Ég hef oft-
sinnis svarað fyrri spumingunni
neitandi. Það er ekkert vit í þessu
húsnæöiskerfi því fyrir utan að
vera stirt, langdregið og óheiðar-
legt, þá tekur það mið af allt
öðmvísi efnahagskerfi en því sem
nú ríkir. Sem flestir vita bjuggum
KjaUarinn
Jón frá Pálmholti
rithöfundur og starfsmaöur
Félagsmálastofnunar
í Reykjavík
við íslendingar um langt skeið við
óverðtryggð inn- og útlán í verð-
bólgu sem stundum var mjög mikil
og alltaf nokkur. Lán voru því hag-
stæð þeim sem fengu þau en
innlagnir í banka eða aðra sjóði
brannu þar upp í verðbólgunni.
Flestir sem gátu reyndu því að ná
út sem mestu lánsfé og breyta því
í fasteignir. Húsnæðið á íslandi
hefur því að stórum hluta gegnt því
hlutverki að geyma peninga en
ekki fólk.
Fastir í neti
Fyrir um það bil áratug var gerð
sú róttæka breyting á efnahags-
kerfi íslendinga að inn- og útlán
vora verðtryggð. Gildir það síðan
m.a. um húsnæðislán. Auk verð-
tryggingar era vextir hér háir, svo
fjármagnskostnaður hleðst upp.
Flestir sem taka húsnæðislán era
því meira eða minna fastir í neti
þeirra og lánin þeirra lækka htið
hvernig sem borgað er af þeim.
Sumt þetta fólk er svo niðUmjörv-
aö að þaö getur sig htiö sem ekkert
hreyft, t.d. ekki staðið í meiriháttar
kjarabaráttu. Þannig er húsnæðis-
kerfið einn af hornsteinum núver-
andi launastefnu.
Verði samdráttur í atvinnulífi
hér, svo yfirvinna minnki eöa
kannski hverfi að mestu, verður
víða hart í ári hjá lántakendum
byggingasjóðanna.
Nú hafa opnast hér nýjar leiðir
til að geyma og ávaxta peninga.
Með verðtryggingunni sprattu upp
fjölmörg fyrirtæki sem taka þetta
hlutverk að sér fyrir fjármagnseig-
endur. Húsnæðið þarf því ekki að
gegna þessu hlutverki eins og áður.
Þessar staðreyndir hljóta að ýta
undir spumingar, eins og t.d. þá
hvort núverandi húsnæðiskerfi sé
ekki óhæft eða jafnvel óþarft eins
og það er. Hvers vegna geta menn
ekki samið við sinn bankastjóra
um kaup á íbúð, rétt einsog önnur
viðskipti? Þá færi lengd lánstíma
og annað eftir greiðslugetu við-
komandi lántaka. Er ekki rétt að
leggja Byggingasjóð ríkisins hrein-
lega niður og fela banka og sjóða-
kerfi verkefni hans beint og
milhhðalaust? Ég vil taka undir
margt í tillögum Júhusar Sólness
og annarra þingmanna Borgara-
flokksins um þetta.
Hins vegar þarf að efla hinn bygg-
ingarsjóðinn og breyta honum í
byggingarsjóð félagslegra íbúða.
Yrði honum þá gert mögulegt að
lána fleirum en hinum margfrægu
verkamannabústöðum sem ein-
göngu eru eignaríbúðir. T.d. gæfist
þarna tækifæri til að standa mynd-
arlega að útfærslu nýrra hug-
mynda. Búseti hefur t.d, komiö
fram með nýjar tihögur til lausnar
á húsnæðisvanda fólks og sama er
að segja um áherslu Jóhönnu Sig-
urðardóttur, félagsmálaráðherra, á
kaupleiguíbúðir. Jóhanna er kraft-
mikill stjómmálamaður sem vih
vel en styrkur kerfisráöenda er enn
slíkur að henni verður lítt ágengt,
hvað sem verður.
Ódýrara fyrir kerfið
Ef byggingasjóður félagslegra
íbúða lánaði Búseta myndarlega og
væri verkamannabústöðunum
breytt í kaupleiguíbúðir, yrði stór-
um auðveldara fyrir almennt
launafólk að tryggja sér öruggt
húsnæði heldur en nú er. Væri
ekki munur að geta tryggt sér ör-
uggt húsnæði án þess að þurfa að
binda sig niður með lánum? Þetta
yrði hka stórum ódýrara fyrir kerf-
ið því þá þyrfti ekki að lána nema
einu sinni út á hveija íbúð. Þegar
byggingarkostnaðurinn er greidd-
ur þarf ekki að lána á ný í hvert
sinn sem skipt er um íbúa.
Ég veít ekki um neina þjóö aðra
er lætur markaöslögmáhn stýra
húsnæöisstefnu sinni. Öryggið,
sem oft er talað um að séreigna-
kerfið bjóði, má best sjá af því að
árið 1983 vora 54 nauðungarupp-
boð á íbúðum í Reykjavík, en í fyrra
vora slík uppboð 854 alls. Séreigna-
stefnan er ekki aðeins dýrasta
húsnæðisstefna sem til er, m.a.
vegna offjárfestinga, þar sem lánað
er án tillits til þarfa og hærri bygg-
ingakostnaðar þar sem hver byggir
fyrir sig. Hún býður heldur ekki
upp á meira öryggi en félagslegar
leiðir, sé skynsamlega aö þeim
staðið.
Frumvarp Jóhönnu Siguröar-
dóttur, félagsmálaráðherra, mun
ekki eitt sér valda straumhvörfum
í húsnæðiSmálum hérlendis þótt
samþykkt verði. Þar þurfa róttæk-
ari breytingar að koma th í pen-
ingakerfinu. En ráðherrann á samt
heiður skihnn fyrir að leggja frum-
varpið fram, þrátt fyrir andstöðu,
og koma þar með umræðu af stað
um þessi mál. Vonandi beinist sú
umræða meir en verið hefur að
meginatriöi málsins, sem sé spurn-
ingunni: Til hvers er húsnæði?
Jón frá Pálmholti
„Húsnæðið á íslandi hefur því að stór-
um hluta gegnt því hlutverki að geyma
peninga, en ekki fólk.
Góðir Reykvíkingar og aörir lands-
menn. Það hefur varla farið fram
fijá neinum að fyrirhugað er að
reisa ráðhús í norðvesturhomi
Tjamarinnar, á mótum Tjamar-
götu og Vonarstrætis. Fólk virðist
skiptast nokkuð í tvo hópa í afstöð-
unni til ráðhússins þótt einhverjir
viti ekki ennþá í hvom fótinn þeir
-eiga að stíga.
Miðbærinn og mannlífið
í upphafi þótti mér hugmyndin
um ráðhús e.t.v. ekki svo fráleit en
er ég fór að athuga máhð nánar
sannfærðist ég æ betur um hversu
alvarlegar afleiðingar byggingin
myndi hafa fyrir miðbæ Reykjavík-
ur og mannlífið þar. Mér rann þó
fyrst kalt vatn milli skinns og hör-
unds fyrir nokkrum dögum er ég
skoðaði kynningu þá á ráðhúsinu
sem nú er í gangi í kjallara Iðnaöar-
mannahússins. Morgunblaðið
hefur verið iðið við að sýna okkur
suðurhlið ráðhússins á myndum
en umhverfishreytingin, sem húsið
veldur frá Vonarstræti séð, hefur
lítiö verið kynnt. Ég tók þess vegna
- með mér myndavél og reyndi að
gera mér sem besta grein fyrir því
hvernig væri að standa í Vonar-
strætinu og horfa suður á bóginn
ef ráðhúsið væri þar risið. Ég
myndaði litla hvítmálaða hkanið
sem best ég gat og það sem mynd-
irnar sögðu mér varð til þess að ég
hrökk í kút.
Atriðin þrjú
Gat huggulegt hkan virkilega
verið svona blekkjandi? A.m.k.
í skugga ráðhússins
skilur aðeins eftir tiltölulega
stuttan útsýniskafla milli aust-
urgaflsins og Iðnó..Það útsýni
er hins vegar undir mjög þröngu
sjónarhorni því ráðhúsið nær
það langt frá Vonarstrætisbakk-
anum að Tjamagötuhúsalengj-
an hverfur að mestum hluta
sjónum.
2. Stærð hússins er ógnvekjandi.
Ekki nóg með að það hafi lengst
til austurs og sé nú mun stærra
á likaninu en á skipulagsupp-
drættinum, heldur er hæðin slík,
er maður reynir aö ímynda sér
hana frá jörðu séð, aö helst má
líkja viö háan múr eða kastala-
vegg (nær gluggalausan!) sem
varpar skugga yfir Vonarstrætið
Og girðir bókstaflega Tjörnina
Kjallajiim
Ingi Gunnar
Jóhannsson
landfræðingur og
tónlistarmaður
frá miðbænum.
3. Engu er líkara en að gleymst
hafi að gera ráð fyrir fólki um-
hverfis ráðhúsið. Hvergi er
„Viljum við virkilega fórna þessum
dýrmætabletti... fyrir steinkastala,
sem rænir ökkur bæði útsýninu og
möguleikanum á samvistum við nátt-
úruna á þessum stað?“
varð þessi myndataka mín af líkan-
inu th þess að gera mér eftirfarandi
atriði mun ljósari en ella:
1. Ráðhúsið lokar algjörlega fyrir
útsýnið suður yfir Tjörnina á
löngum kafla við Vonarstræti og
almennilegt pláss fyriríjölskyld-
ur meö böm sem njóta vilja
sumars og sólar mót suðri og
e.t.v. gefa öndum brauömola.
Eina plássið fyrir slíkt era gang-
stéttir og göngubrú. Suðvestan
,Gat huggulegt likan virkilega verið svona blekkjandi?'
undir húsinu er smávegis land-
spilda en þar hindra tvær bíla-
gjár aðgang að vatnsbakkanum.
Lith „pollurinn" norðvestan
hússins fylhr eina svæðið sem
gæti t.d. verið torg með bekkjum
og gróðri.
Neyðarkall úr Tjarnargötu
Góöir samborgarar, gerum við
okkur fyllilega grein fyrir ofan-
greindum staðreyndum? Gerum
við okkur grein fyrir því hvað hér
er í húfi? Viljum við virkilega fórna
þessum dýrmæta bletti þar sem
miðbærinn, Tjörnin og mannlífið
mætast í einum punkti, fyrir stein-
kastala sem rænir okkur bæði
útsýninu og möguleikanum á sam-
vistum við náttúruna á þessum
stað? Ef ráðhúsið rís glatast þessi
verðmæti okkur að eilífu. Því mið-
ur stoðar htt aö vera vitur eftir á.
Það eru síðustu forvöð að vakna
af þymirósarsvefninum og stöðva
þessa óheillaframkvæmd áöur en
þaö verður of seint.
Kæra borgarfuhtrúar, ábyrgð
ykkar er mikh í þessu máh. Eink-
um og sér í lagi vegna þess að
ráöhús má með góðu móti reisa
annars staðar. Ég leyfi mér því að
senda út neyðarkaU héðan úr
Tjarnargötunni tU bjargar verð-
mætum sem ekki felast í stein-
steypu og gleri. Með vonina eina
að vopni vona ég aö Vonarstrætið
eigi sér ennþá von um birtu og yl.
Ingi G. Jóhannsson