Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988. 9 Utlönd Mitterrand í framboð Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux; Eftir margra mánaöa bið og eftir- væntingu er spennunni loksins aflétt. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, lýsti því yfir í viötali í fréttatima í sjónvarpi í gærkvöldi að hann byöi sig aftur fram til forseta í kosningunum sem fram fara um mánaðamótin apríl/maí. Forsetinn hafði sagt á fundi um helgina aö hann gæfi svar sitt í þessari viku og voru þá fæstir í nokkrum vafa um hvert svarið yrði. Þar sem vitað var fyrirfram hvaða ákvörðun Mitterrand myndi taka var erfitt að sjá hvemig honum tækist að gera yfirlýsingu sína áhugaverða. Honum tókst það engu að síður því að í viðtalinu var Mitterrand hress- ari en menn áttu von á. Hann lagði áherslu á samningahlutverk sitt og réðst harkalega á mótframbjóðendur mið- og hægri flokkanna, þá Jacques Chirac forsætisráðherra og Raym- ond Barre, án þess að nefna þá á nafn. Forsetinn kvaðst bjóða sig fram til að koma í veg fyrir að Frakkland yrði fórnarlamb „ósamkomulags og sundrungar sem svo oft hafa veikt stoöimar" og til að „tryggja félags- legan og borgaralegan frið“. „Frakk- land stendur aldrei sameinað ef því stjóma óumburðarlyndir menn, stjómmálaflokkar sem allt vilja, ætt- bálkar og hópar.“ Forsetinn minntist ekki einu orði á sósíalista og vildj greinilega leggja . áherslu á að hann væri frambjóðandi allra Frakka. „Hlutverk forsetans er að vera yfirvald og dómari," sagði Mitterrand. Hann sagði að ef hanri sigraði í kosningimum myndi hann tilnefna nýjan forsætisráðherra inn- an 24 tíma sem myndi stjóma með styrk nýs meirihluta. En ef þessum forsætisráðherra yrði gert ókleift að stjóma myndi hann leysa upp þingiö og efna til nýrra þingkosninga. Með þessu er forsetinn í raun að segja að sósíalistar séu tilbúnir að stjóma með ýmsum öflurn, vinstra og miðju megin í stjórnmálunum. Mitterrand valdi rétta tímann til að tilkynna framboð sitt því undan- fama daga hafa deilur magnast milli þeirra flokka sem saman standa að ríkisstjóm Chiracs og kosningabar- áttan hefur harðnað. Undanfama mánuði hefur Mitterrand, án þess að hafa mjög hátt, leikið hlutverk þess sem sameinar. í gærkvöldi gaf hann tóninn og sýndi að hann ætlaði ékki endalaust að leika hlutverk hins al- góða landsföður. Það má kalla stórfurðulegt hvemig Mitterrand hefur tekist að styrkja stöðu sína síöustu tvö ár og hvernig hann hefur háð kosningabaráttu síð- ustu mánuði án þess að taka þátt í henni. Með því að tilkynna framboð sitt á síðustu stundu tókst honum að notfæra sér hlutverk og ímynd for- setaembættisins til hins ítrasta og þótt sambúðin við hægri stjómina væri oft erfið var það oftar Mitter- rand en Chirac sem kom sterkur út úr þeirri sambúð. Spennan í kringum mögulegt framboð forsetans, deilur innan mið- og hægri flokkanna og Mitterrand Frakklandsforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann myndi bjóða sig fram til forsetakosninganna í vor. Símamynd Reuter ýmsar misheppnaðar aðgerðir stjórnarinnar í efnahags- og mennta- málum hafa hjálpast aö til að gera Mitterrand að eins konar ofurmenni sem franska þjóðin virtist ekki geta verið án. Endalausar stuðningsyfir- lýsingar, áköll, fjölmiðlaumfjöllun, samkomur, bækur og auglýsinga- herferöir hafa gert það að verkum að auðvelt er fyrir Mitterrand að segja sem svo að þjóðin þarfnist hans. Persónulegar vinsældir forset- ans era gífurlegar. Hann er í skoð- anakönnunum vinsælasti forseti sem Frakkar hafa átt frá stríðslok- um. Það er athyglisvert þegar haft er í huga að við stjórnarskiptin 1986 var þessu þveröfugt farið: óvinsældir hans voru þá með eindæmum. Segja má að stjórnmálaferill Mit- terrands einkennist af hæðum og lægðum og ótrúlegum hæfileikum til að rétta úr kútnum. Áður en hann var kosinn forseti 1981, sem fram- bjóðandi sósíalista, hafði hann boðið sig tvisvar fram, þegar gegnt ráð- herraembættum og setið á þingi. Árið 1981 var sósíalistaflokkurinn stærsti flokkur landsins og Mitter- rand fyrsti sósíalíski forsetinn frá því De Gaulle lagði grunninn að fimmta lýðveldinu eftir heimstyrjöldina síð- ari. Sósíahstar hófu gagngerar breytingar á þjóðfélaginu en fóru sér of hratt. Efnahagsstefna þeirra fyrstu tvö til þrjú árin mistókst hra- pallega og þótt þeir bættu úr næstu ár á eftir vora kjósendur óánægðir. Erfitt efnahagsástand á Vesturlönd- um magnaði erfiðleikana í Frakkl- andi og atvinnuleysi jókst. Illa tókst hjá ríkisstjórninni meö framkvæmd ýmissa áætlana eins og til dæmis afnám einkaskóla sem mætti al- mennri andstöðu og þegar það bættist ofan á hneyksli eins og Rain- bow Warrior málið, þegar franskir leyniþjónustumenn sökktu skipi grænfriðunga í höfn á Nýja-Sjálaridi, var ekki skrýtið að fylgi sósíahsta færi minnkandi. Við þingkosningamar 1986 misstu sósíalistar völdin og meirihluti hægri manna tók við. Hin svokahaða sam- búð hófst, nokkuð sem Frakkar höfðu aldrei kynnst, að ríkisstjóm og forseti væru ekki af sama væng stjómmálanna. Forseti Frakklands er kosinn til sjö ára en þingkosningar fara fram á fimm ára fresti. Viðbrögð andstæðinga Mitterrands við yfirlýsingunni í gærkvöldi voru öh á einn veg. Þögn síðustu mánaða hefur farið í taugamar á mótfram- bjóöendum forsetans og þeir hafa fordæmt það sem þeir hafa kallaö skrípaleik og móðgun við frönsku þjóðina, að segja ekki af eða á. Jacqu- es Chirac sagðist ekki taka gagnrýni forsetans til sín og aðrir töldu forset- ann fuhan hörku og beinlínis bitran. Þrátt fyrir að allar kannanir sýni að Mitterrand muni sigra auðveld- lega veit hann manna best að barátt- an verður hnifjöfn. í gærkvöldi mátti heyra á forsetanum að hann teldi sér sigurinn ahs ekki vísan. Minnka ríkisafskipti ——— nv t -wv- miýjörðum króna í vestur-þýska frestað hvað eftir annað, meðal Gizur Heigasan, , __ ríkiskassann. annars vegna þess hneykshsmáls, Sambandsstjómin í Bonn mun á Bonnstjómin seldi árið 1961 um sem upp kom fyrir tveimur árum, morgun setja síöustu hlutabréf sín sextíu prósent hlutabréfa til einka- þegargjaldeyrismillifærslurorsök- í Volkswagenverksmiðjunum á aðila og árið 1986 tók hún engan uðu gífúriegt tap hjá verksmiðjun- fijálsan markað. Hér er um að þátt í aukningu hlutafjár og þá um. Sölunni var einnig frestaö ræða sextán prósent hlutabréfa og minnkaöi hlutur ríkisins úr tutt- vegna þess óstöðugleika sem ríkti þar með lýkur þátttöku hins opin- ugu prósentum niður í sextán áveröbréfamörkuðumnúfyrirjól. bera í rekstri Volkswagen. Tahð er prósent að hlutabréfin muni skila um 25 Sölu hlutabréfanna hefur verið Ráðast langt Inn í Angóla Haft er eftir heimildum innan hers Suður-Afríku að ráðist hafi veriö langt inn í Angóla til þess að reyna að taka mikilvæga herstöð stjórnarhersins þar. Samkvæmt þessum heimildum haía hersveitir frá Suöur-Afríku ráðist aht aö sex hundraö og fjöru- tíu kílómetra inn í Angóla í þeim tilgangi að loka aöflutningsleiðum stuömngsmanna stjómariimar í Angóla. Segja heimildimar að Suður- Afríkumenn hafi sett upp nýja birgðastöð í Punto Verde og haldið áfram aö ráðast í norður þaöan. Þar til fýrir skömmu voru her- sveitir þær sem herjað hafa á stjómarher Angóla og kúbanska aðstoðarmenn hans verið tak- markaðar við suður- og suöaustur- hluta Angóla. Ástæðan til þess að nú er lagt út í aögerðir af þessu tagi mun vera sú fullvissa Suöur-Afríkumanna að Sovétríkin, sem hafa stutt stjómina í Angóla, hyggi ekki á frekari þátttöku í hemaðaraðgerðum á þessu svæði. Höfnuðu nertunaivaldi Báðar deildir bandaríska þingsins ákváðu í gær að hafa að engu neitun- arvald Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og samþykktu ný mannrétt- indaákvæði sem hafa verið mjög umdeild. Ákvæði þessi rifta niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna frá árinu 1984, þar sem kveðiö er á um að ríkið megi aðeins skipta sér af inntöku nemenda í háskólum sem njóta fjárhagslegs stuðnings yfirvalda. Hæstiréttur úrskurðaði á sínum tíma að í einstökum háskólum gæti ríkið aðeins skipt sér af þeim deildum sem nytu beinnar fjárhagsaðstoðar. * Margir repúblikanar sneru baki viö forseta sínum í atkvæöagreiðslu þessari og taliö er aö niöurstaða hennar eigi eftir að hafa áhrif á bæði Reagan forseta, svo og möguleika George Bush varaforseta til þess að veröa næsti forseti landsins. Tuttugu og einn fórst Talið er að tuttugu og einn sjómaður hafi farist þegar flutningaskip frá Filippseyjum fórst úti fyrir austurströnd Japans aðfaranótt þriöjudags. Aðeins einn raaður úr áhöfn skipsins hefur fundist á lífi og dvelur hann nú á sjúkrahúsi í Japan. Slysið varð þegar skipinu hvolfdi skyndilega, um hálfan fjóröa kíló- metra undan strönd Japans. Tólf lík hafa fundist við slysstað og halda þátar og þyrlur enn áfram leit í þeirri von að fleiri finnist á lífi. Skipið var í stálflutningum. Eldflaugar á Bagdad íranir skutu í morgun eldflaug- um á Bagdad, höfuöborg írak, eftir að fjögurra daga langt hlé haföi veriö á gagnkvæmum árásum ríkj- anna á höfúðborgir hvors annars. Þetta var fyrsta árás írana á Bagdad frá því á laugardag og kom hún í kjölfar eldflaugaárásar iraka á Teheran, höfúðborg íran, í gær- kvöld. írakar gerðu einnig loftárásir á sjö íranska bæi í gær. íranir réðust hins vegar'á tvö olíuflutningaskip og urðu i þeim árásum tveim sjómönn- um að bana. í frásögnum frá höfuðborgum landanna tveggja segir að nokkrir hafi látið lífiö í eldflaugaárásunum og að ótiltekiim fjöldi almennra borgara hafi látist i loftárásum flughers Iraka í íran: Skipin sem íranir réöust á voru norska tankskipið Gauglimt og gríska olíuflutningaskipið Tavros GL. Erfiðleikar hjá SÞ Sú ákvörðun Bandaríkjamanna að loka skrifstofiun Frelsissamtaka Palestínu, PLO, hjá Sameinuðu þjóðúnum hefitr valdið alvarlegustu stjómmálakreppu sem samtökin hafa staðið frammi fyrir, aö mati margra stjómarerindreka þar. Fulltrúar margra ríkja á allsheijarþingi SÞ hafa harmaö þessa ákvörð- im Bandaríkjamanna og hvetja þá til að endurskoða hana. Þá hefur þess verið farið á leit við aöalritara SÞ að hann grípi þegar til aðgerða sem tryggi að fulltrúar PLO geti haldið áfiam starfi sínu á 'vettvangi samtakanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.