Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988.
17
Lesendur
Sjónvarpið, sjómenn
og kotbændur
G. R. Lúðvíksson skrifar:
íslenska sjónvarpiö (RÚV), í broddi
fylkingar hjá ríkinu og sem alla tíö
er á hausnum en sleppur viö hið
rammíslenska gjaldþrot, hefur hróp-
að hástöfum eftir að fijáls fjölmiðlun
hóf innreið sína: „Sjónvarp allra
landsmanna"! - Upphrópun þessi
hefur lengi verkað dálítið skondin í
hugum margra og þá aðallega hjá
þeim er til þekkja.
Þeir skrifstofukumpánar sem aka
á rykugum íslenskum þjóövegum og
halda sig sem nútíma „uppa“, remb-
ast og gorta sem mest þeir mega af
tæknibyltingu og öðrum algengum
hugtökum, sem þeir jafnvel sjálfir
ekki skiija. í þessum hópi eru ein-
mitt þeir sem nú halda, á kostnað
skattgreiðenda, einskonar „fegurð-
arsýningu“ á skrifstofuveldinu og
sjálfum sér.
Það hlýtur að teíjast nokkuð und-
arlegt þegar „sjónvarp allra lands-
manna" eyðir miHjónum í að elta
uppi kotbændur um land allt til þess
að sýna þeim hámenningu íslands,
að á sama tíma stundi u.þ.b. 6000 sjó-
menn störf sín allt í kringum landiö
og sjá ekki svo mikið sem stillimynd
þess allt árið.
Ég veit ekki hvort þú lesandi góður
hefur verið á sjó. En það skiptir
kannski ekki máli. Hugsaðu þér að
þú sért úti í ballarhafi í leit að fiski
fyrir land og þjóð í svona tíu daga
og sjáir hvorki né heyrir í sjónvarpi.
- Skyndilega skellur á brjálað veður
og það er lagst í var í einn sólarhring
við Seyðisfjörð. „Sjónvarp allra
landsmanna“ næst og fréttin er:
„Fiskverð á Bandaríkjamarkaði
hækkar og þjóðartekjur hækka í
samræmi við það“. - Og önnur:
„Bændur í Mjóafirði ná loks sjón-
varpssendingum“, og „Mjóafirðingar
ná nú sjónvarpssendingum, og:
„Loks lokið við hringveginn...“
Þú getur rétt ímyndað þér; sjómenn
hoppa af kæti og klappa fyrir tækni-
undrinu? Nei, þannig var það ekki.
Daginn eftir er siglt á haf út. Ör-
skammt frá landi dettur svo sjón-
varpið út, „Sjónvarp allra
landsmanna" sést ekki lengur.
Sjómenn mega una við það að kall-
ast ekki þegnar þessa lands á meðan
þeir stunda hin hættulegu sjómanns-
störf. Á sama tíma og verið er aö
eltast við kotbændur, sem eru niður-
greiddir, sigla sjómenn okkar
umhverfis landið okkar sjónvarps-
lausir!
Ég spyr t.d.; hvað myndu Vest-
mannaeyingar segja ef ekkert sjón-
varp næöist þar? Þar er samsvarandi
íbúatala, þó heldur lægri en sem
svarar öllum sjómönnum á sjó í einu.
Það er ekki bara á sjónvarpsvett-
vangi sem sjómenn okkar gleymast.
Skoðum öll öryggismál þeirra:..
Fyrir hveiju halda menn að t.d.
Strætisvagnar Reykjavíkur gangi, -
blómasölu til frúa í vesturbænum, -
eöa ávöxtun spariskírteina ríkis-
sjóðs, eða auglýsingum í sjónarpi?
Nei, ekki aldeilis. Allt er þetta und-
ir fiskveiðum komið. Ég skora því á
„Sjónvarp allra landsmanna" að
gera nú hiö fyrsta bragarbót fyrir
sjómenn okkar. Á tækniöld ætti það
ekki aö vera mikið mál ef hugur fylg-
ir máli. - Sjónvarp fyrir landsmenn
og sjómenn!
Ósannglmi í kennumm
Hjúkrunarkona skrifar:
Ég get ekki orða bundist út af kröf-
um kennara núna. Ég hafði samúð
með þeim i fyrsta verkfallinu og jafn-
vel síðast líka, en nú er mælirinn
fullur, Ætla þessir menn endalaust
að halda æsku landsins í gíshngu í
launadeilum? Er ekki hægt að láta
samninga kennara renna út á ein-
hveijum öðrum tíma en einmitt þeim
langviðkvæmasta fyrir nemendur?
Það er ekki að sjá aö kennarar beri
hag nemenda mikið fyrir bijósti. Þeir
fara hvað eftir annað í verkfall, án
tillits til þess að þeir geta hæglega
eyðilegt skólaáriö fyrir nemendum
og raskað að geðþótta öllum þeirra
framtíðaráformum. Og svo segja þeir
að ríkisvaldið beri sök á öllu saman!
Ríkisvaldið á að sjá svo um í næstu
samningum að næsta verkfall beri
upp á ríkulegt sumarfrí kennara. Þá
mega þeir vera í launalausu verk-
falli að ósekju. Og hvers vegna eru
kennarar að kvarta sivona mikið?
Þeir hafa htla vinnuskyldu, ótal
aukasporslur og laun sem flestum
þykja fullboðleg.
Mér þykir þetta hrein ósvífni og ég
hef enga samúð með þeim lengur.
Þeir hafa löggilt starfsheiti og kenn- ,
arastarfið er orðið eftirsótt en samt
er alltaf kvartað undan því að skól-
arnir útskrifi meira eða minna ólæsa
og málhalta nemendur.
Fáum við skattborgarar ekki betri
kennara fyrir hærri laun eöa er
kannski ekkert samhengi mhh hærri
launa og betri kennslu? Spyr sá sem
ekki veit. Kennarar eiga ekki að mis-
nota aöstöðu sína eins og þeir eru
famir að gera og þeir eiga enga
heimtingu lengur á meiri launa-
hækkunum en aðrir.
Frá mótmælafundi kennara fyrir nokkrum árum.
LAUS STAÐA
Staða gjaldkera við embætti sýslumanns Barða-
strandarsýslu er laus til umsóknar.
Umsaekjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf óskast sendar undirrituðum fyrir 10. apríl nk.
Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfs-
manna.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu,
10. mars 1988
\ / ISLENSKAR GETRAUNIR
V ■■■ Iþfóttamiöstöölnnl v/Sigtún • 104 Reyfcjavlk ■ lítand ■ Slmi 54590
GETRAUNAVINNINGAR!
29. LEIKVIKA 19. MARS 1988
VINNINGSRÖÐ X2X-X11-211-XX2
1. VINNINGUR, KR. 618.858,25, FLYST YFIR Á 30. LEIKVIKU
ÞAR SEM ENGIN RÖÐ KOM FRAM MED 12 RÉTTA.
2. VINNINGUR, 10 RÉTTIR, KR. 13.261,00
8226 47115 126503 237940+ 243291 T01661
42921 95780 126804 245001+* 246521 T01689
44850 125408 127454* 245199 247895 TO1707 * =2/11
Kærufrestur er til mánudagsins 11.04. '88 kl. 12.00 á hádegi.
RAFSUÐUVÉLAR
Mig 1 Mag 185E og 185 hálfsjálfvirk með
suðubyssu, jarðsambandi, rafkapli og gas-
slöngu.
MIG-185E: Hönnuð fyrir vinnslu á mjög þunnu bíla-
boddíi, niður í 0,4 mm. Gefur einstaklega
mjúka suðu.
Verð kr. 36.789,- án söluskatts.
MIG-185 : Hentug til vinnslu á bílaboddíi og þykkri
málmi.
Verð kr. 36.474,- án söluskatts.
ÞYRILL HF.
Skemmuvegi 6, 200 Kópavogi, sími 641266
á
YV\4>
Um næstu helgi er íslands-
meistaramót í vaxtarrækt og
erspáð harðri keppni. Norð-
anmenn hirtu titilinn síðast en
nú verður þeim veitt hörð
keppni.
DV fór á líkamsræktarstöðvar
og spurði keppendur, sem nu
eru við æfingar, um mataræði
og fleira.
Lesið um mataræði vaxtar-
ræktarfólks í Lífsstíl á morgun.
Islenskir fatahönnuðir hafa ekki verið mikið
til umræðu á undanförnum árum. En hér-
lendis eru margir sem hanna fallegan fatnað
sem erfyllilega samkeppnisfær við erlenda
framleiðslu.
DV mun fjalla um nokkra íslenska hönnuði
á hinum ýmsu sviðum fataframleiðslu á
næstu vikum. í DV á morgun verður rætt
við Guðrúnu Þorbergsdóttur sem hannar
og framleiðir handprjónaðar peysur.
Nánar um þetta í Lífsstíl á morgun.