Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988. Fréttir ^ Songvakeppnin: Islendingar mæta fyrstir í Dublin „íslenska lagiö Þú og þeir verður fyrsta lagiö' af tuttugu og tveimur sem flutt verða í Eurovisionkeppn- inni í Dublin en sá böggull fylgir skammrifi að við verðum að mæta fyrstir allra á staðinn," sagði Björn Emilsson, umsjónarmaöur söngva- keppninnar á Islandi, í samtali við DV. Bjöm bjóst við að íslenska sendi- sveitin þyrfti aö vera komin til Dublin laugardaginn 23. apríl en fyrsta æfrng er strax á mánudags- morgninum. Björn Emilsson fer fyrir hönd sjón- varpsins út með þeim Sverri Storm- sker og Stefáni Hilmarssyni en ekki er ákveðið hveijir aðrir eöa hversu margir verða í fóruneyti þeirra fé- laga. Björn sagði ákvörðun verða tekna um það mjög fljótlega. íslensk- ur hljómsveitarstjóri hefur ekki veriö valinn. Nýtt myndband vegna keppninnar verður ekki gert. „I fyrstu keppn- inni, sem íslendingar tóku þátt í, var kastað miklum peningum til að fram- leiða myndband - svo miklum að í fyrra var ákveðið að láta upphaflega myndbandið duga og verður það einnig gert í ár. Myndbandið, sem við öll höfum séð, verður sent út en hugsanlega mun ég fínpússa það ör- lítið áður,“ sagði Björn. Væntanleg er safnplata frá Stein- um hf. með 9 af 10 lögum sem tóku þátt í söngvakeppni sjónvarpsins. Bjarni Arason mun hafa sitt lag á eigin plötu sem væntanleg er á mark- aðinn. Samkvæmt reglum Eurovisi- onkeppninnar má ekki leika sigurlag þeirra Stormskers og Stefáns í út- varpi fyrr en eftir 31. mars en safnplatan verður fáanleg í verslun- um daginn áður. -JBj / Verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. Sýslumaður hefur látið rjúfa innsigli af kjötgeymslu fyrirtækisins. DV-mynd Júlíus Verslun Sigurðar Pálmasonar: Innsiglið rofið Búið er að ijúfa innsiglið sem sett var á kjötgeymslu í sláturhúsi Versl- unar Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. Það var Karl Sigur- geirsson verslunarstjóri sem fór fram á það við sýslumann að innsig- hð yrði rofið og hefur það nú verið gert. Karl hafði þá skilað inn til Bún- aðarbankans skýrslu um kjötbirgðir fyrsta mars. Það var að kröfu Búnaðarbankans sem innsighð var sétt. Bankinn taldi að selt hefði verið meira kjöt en gefið var upp. Karl Sigurgeirsson hefur sagt að birðgir séu í fuhu samræmi við Jiað sem upp hefur verið gefið. „Eg vona að Búnaðarhankinn láti af frekari aðgerðum gagnvart okkur og ég vona að þetta mál leysist á far- sælan hátt. Rekstrarvandi slátur- húsa er mikih. Það er erfitt að halda þessari starfsemi gangandi eins og kom fram í ályktun Sambandsslátur- húsa nú nýverið," sagöi Karl Sigur- geirsson, verslunarstjóri hjá Verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvamms- tanga. -sme Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins: Flytur úr Kjarvals- húsi í Kópavoginn Greiningar- og ráögjafarstöð ríkis- ins, sem m.a. hefur haft aðsetur í Kjarvalshúsinu við Sæhraut á Sel- tjarnarnesi, flytur í haust í Útvegs- bankahúsið við Digranesveg í Kópavogi. Að sögn Stefáns Hreiðars- sonar, forstöðumanns stöðvarinnar,; er nú verið að vinna að því að koma upp sérhönnuðum innréttingum fyr- ir starfsemina. „Greiningarstöðin hefur það hlut- verk að meta fótlun einstaklinga og segja til um hvaða meðferð eða þjálf- un er best í hveiju tilfelh. Stöðin verður á annarri, þriöju og fjórðu hæð Útvegsbankahússins og er hús- næðið um 1200 fermetrar að flatar- máh eöa um helmingi stærra en viö höfum nú th umráða í Kjarvalshús- inu og öðru húsi við sömu götu. Öll aðstaða mun því batna til muna eftir að greiningarstöðin verður flutt, bæði vegna þess aö innréttingar eru sérhannaðar fyrir okkar þarfir auk .þess sem ekki veitir af plássinu þar sem hér vinna um 30 manns og á síö- asta ári höfðum við afskipti af ríflega 200 börnum," sagöi Stefán. -JBj ' ----------- ------------------- ---------------------- Höfum fengið 2 nýjar gerðir af hinu vinsæla LEÐURLUX efni, sem vakið hefur mikla athygli. Okkar viðskiptavinir geta valið um 12 liti á sófasettum. Þau fást jafnt 3-2-1 og 3-1-1, einnig er hægt að fá staka sófa af mörgum gerðum, svo og hornsófa af þeirri stærð, sem hver og einn óskar. Við erum einu framleiðendur LEÐURLUX sófasetta á Islandi Barcelona er eitt, glæsilegasta sófasettið á markaðinum. Það fæst einnig sem hornsófi í mörgum stærðum, sömuleiðis stakir sófar og hinn frábæri hvíldastóll Comet fæsi í sama stíl • Við sýnum húsgögn okkar til kl. 17.00 bæði laugardag og sunnudag. TM-HUSGOGN Síðumúla 30 - Sími 68-68-22 t i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.