Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988. LiíÆsstQI_____________________________________ Árleg páskaeggjaprófun neytendasíðu DV: Dýrasta eggið þótti best ~ Eins og undanfarin ár könnuðum við páskaeggjamarkaðinn nú. Könn- unin fór þannig fram að farið var í verslanir og keypt páskaegg af hverri tegund. Síðan var farið með eggin og þau vigtuð og skoöuð. Að síöustu smakkaði nefnd súkkulaðisérfræð- inga af ritstjóm DV eggin. Páskaeggjamarkaöurinn er óvenju fátæklegur þetta árið. Okkur tókst ekki að fmna egg frá nema þremur framleiðendum, en imdanfarin ár hefur yfirleitt verið hægt að finna mun meira úrval af páskaeggjum. Framleiðendumir eru Nói Síríus, Móna og eitt innflutt egg, merkt fyr- irtæki sem heitir íslensk dreifing. Innflutta eggið mun vera franskt að uppmna þó ekki sé hægt að greina það á umbúðum, eina merkið um uppmna er súkkulaðifrankar sem eru í eggjunum. Þetta egg hefur einn- ig nokkra sérstöðu því í því er málsháttur á íslensku og mun það vera í fyrsta skipti sem innflutt egg hefur málshátt. Þetta egg er líklegt til mikilla vinsælda því það er mun ódýrara en sambærilegt íslenskt egg. íslensku framleiðendumir mega því hafa sig alla við ef þeir eiga ekki að missa hlutdeild í markaðnum. Neytendur Eggfn vigtuð Við byrjuðum á þvi að vigta eggin. Þá kom í ljós að franska eggið er ekki 390 grömm, eins og stendur á umbúðunum, heldur aðeins 320 grömm. Umbúðir íslensku eggjanna höfðu enga þyngdarmerkingu, en eggiö frá Mónu var í stærðarflokkn- um 8 og reyndist vega 240 grömm, og egg í stærðarflokki 3 frá Nóa Sír- íusi vó 265 grömm. Verð var einnig mjög misjafnt. Þannig kostaöi eggið frá Nóa Síríusi kr. 847 og var langdýrast. Eggiö frá Mónu kostaði kr. 676, en franska egg- ið var langódýrast, kostaði aðeins kr. 390 og var samt þyngst. Skurn og innlhald Veigamesti hluti páskaeggs er súkkulaðiskumin. Við vigtuðum hana sér og reyndist franska skumin langþyngst enda eggið stærra en hin. Hún vó 220 grömm. Skumin frá ís- lensku framleiðendunum virðist steypt í sama mótið. Það kom því á óvart að nokkur munur reyndist vera á þyngd. Þannig vó skumin frá Mónu 190 grömm en skumin frá Nóa Síríusi vó 200 grömm. Innihald eggjanna var einnig vegið. Enn reyndist franska eggið hafa vinninginn, en innihald þess vó 100 grömm. Innihald íslensku eggjanna var mun minna, Móna setti aðeins 50 grömm af sælgæti í sitt egg og Nói Síríus aðeins 75 grömm. Eggin smökkuð Sérfræðingar DV réðust næst á eggin og smökkuðu þau vel og vand- lega. Gefnar voru einkunnir fyrir þrennt: Bragð skurnar, útht, og sæl- gæti. Það var eggið frá Nóa Síríusi sem reyndist standa sig best í öllum þessum liðum, en fyrir bragð fékk það einkunnina 25, fyrir útlit eink- unnina 17 og fyrir sælgæti einkunn- ina 18. Eggið frá Mónu kom lakast Þarna hafa eggin verið opnuð. Lengst til vinstri eggið frá Mónu, þá franska eggið, og síðast eggið frá Nóa Sfriusi. Íminsim. sSKwsS'®* w.W-.s Páskaeggin fyrir prófun. Talið frá vfnstri: Desertegg frá Mónu, egg frá Nóa Siriusi, franska eggið, og eggið frá Mónu. DV myndir GVA. Merkingar á páskaeggjum Merkingum á þeim páskaeggjum sem hér em á markaði er í ýmsu ábótavant. Þær þtjár tegundir sem við keyptum voru allar á einhvem hátt vanmerktar. Páskaeggið frá Mónu var merkt með innihaldslýsingu, en ekki var orð um þyngd né heldur var gefið upp heimilisfang framleiðanda. Páskaeggið frá Nóa Síríusi var ekki merkt innihaldslýsingu né heldur var um þaö að ræða að gef- ið væri upp heimilisfang framleið- anda. Franska eggið var að ýmsu leyti vel mérkt miöaö við aðrar innflutt- ar vörar. Allar merkingar vora á íslensku og fylgdi innihaldslýsing. Ekki var hins vegar eitt orð um framleiðanda eggsins, það var ein- ungis merkt nafni innilytjanda. Heimihsfang innflyljanda var svo á málshættinmn sem var inni í egg- inu sjálfu. Þetta egg var hið eina sem var merkt þyngdarmerkingu en hún reyndist röng á því eggi sem við höfðum undir höndum. Ekkert eggjanna var stimplað með síðasta söludegi en það er hið versta mál því þetta er vara sem selst aðeins í stuttan tíma á ári. Dæmin sanna að kaupmenn geta átt það til að geyma eggin frá ári til árs, a.m.k. fundum við eitt í fyrra sem var merkt síðasta söludegi Páskaegg H Verð pr.100 gr. út í bragðprófun skumar. Einkunnin sem það fékk var 16. Það stóð sig betur hvað sælgæti varðar, en í þeim hð fékk eggið einkunnina 18, eða þá sömu og eggið frá Nóa Síríusi. Úthts- einkunn Mónueggsins reyndist vera 14. Franska eggið þótti hafa betra súkkulaði en eggið frá Mónu. Það fékk einkunnina 19. Fyrir útht og sælgæti fékk það einkunnina 13. Heildareinkunn Ef reiknað er saman meðaltal eink- unnagjafa kemur í ljós að eggið frá Nóa Síríusi kemur langbest út með 20 í einkunn. Egg hinna reyndust lakari, Móna fékk 16 í einkunn og franska eggið 15. Öh eggin reyndust því nokkuð góð en greinilegt að gæði era í beinu sambandi við verð. -PLP Sérfræðingar DV íbyggnir viö smökkunarstörf Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar ijölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í febrúar 1988: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.