Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1988, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 23. MARS 1988.
31
LífsstQI
Fasteignamarkaðurinn:
Sverrir Kristinsson, löggiltur fast-
eignasali, sem starfað hefur við sölu
fasteigna í um 20 ár, segir miklar
breytingar hafa átt sér stað á fast-
eignamarkaðinum síðustu tvö
misseri.
Sverrir telur meginorsökina fyrst
og fremst vera þá að góðæri ríkti á
landinu árið 1987. Hann telur einnig
að lán frá Húsnæðisstofnun ríkisins
hafi breytt töluverðu í fasteignaverði
síðan ný lög um þau tóku gildi seinni-
part ársins 1986.
Gífurlegt fjármagn í umferð
„Nú er komiö svo mikiö fjármagn
í umferð af þessum lánum. Segja má
að töluverð spenna hafi skapast
vegna þessa á markaðnum. Verð
fasteigna er í hærri kantinum og
hlutfall útborgunar eða þess íjár-
magns, sem kaupandi greiðir á fyrstu
mánuðunum, hefur hækkað veru-
lega. Þetta má rekja til lánanna sem
komust í umferð 1986.
Þetta er í rauninni ekkert nýtt því
alltaf, þegar svo mikhr peningar
komast í umferð, þá hækkar verð
fasteigna í samræmi við það. Hins
vegar má við þetta bæta að þegar svo
mikil spenna ríkir á markaðnum þá
vill eftirspum vera meiri heldur en
framboð. Þá ríkja lögmál markaðar-
ins: Hækkað verö og það sem sýnt
hefur sig á fasteignamarkaði hér-
lendis að fólk reiðir af höndum meira
fé stráx fyrstu mánuðina.
Fjármagnið, sem er í umferð, er
gífurlegt, kvótinn er hreinlega upp-
urinn hjá Húsnæðisstofnun, í bili
a.m.k. Það er ekkert skrýtiö að kaup-
endur sækist eftir lánum frá þeirri
stofnun til 40 ára á meðan vextir af
almennum skuldabréfum eru 5%
hærri. Þetta eru hagstæð lán, það er
engin spurning.
Þó lán séu uppurin geta þeir
sem eru úti í kuldanum samt
notið þeirra
Talsvert hefur borið á því á fast-
1 eignamarkaðinum að kaupendur,
sem ekki vilja eða geta beðið eftir
Húsnæöislánum, sækist eftir því í
staðinn að kaupa íbúðir sem lán frá
Húsnæðisstofnun hvíla á. Helst sem
mest og sem næst lánsþörfum við-
komandi því sú einfalda regla gildir
ll\“ c
i r
„Þaö er engin spurning. Á stuttum
tíma árið 1987 hækkuðu vextir áhvíl-
andi lána eða eftirstöðvabréfa sem
venjulega eru til 4 ára úr 15% upp í
um 37% eins og gildir reyndar núna.
Þetta eru hinir svokölluðu hæstu lög-
leyfðu bankavextir sem Seðlabank-
inn skráir einu sinni í mánuði.
Kaupandi hugsar sig því tvisvar um
þegar hann gerir sér grein fyrir því
að í milljón króna dæmi, þar sem
vextir eru annars vegar 15% og hins
vegar 37%, þá munar á einu ári í
vöxtum einum 150.000 krónum! Það
er ekki svo lítið.
- Eru aðrar breytingar merkjan-
legar eftir að ’86 lánin gengu í gildi?
„Já, þaö er ekki spurning að ný
andht sáust inni á fasteignasölum
þegar nýju lánin komu. Þaö er yngra
fólkið sem hreinlega hugsaöi ekki
um það áður að kaupa sér íbúð strax
fyrr en vissum skilyrðum væri full-
nægt. Nú hefur þetta unga fólk hins
vegar átt kost á þessum lánum og er
aö byija að gera sér grein fyrir því í
alvöru að notfæra sér einnig áhvíl-
andi lán ef það þarf að bíða.“
-ÓTT
Heimilið
að kaupandi yfirtaki áhvílandi hús-
næðisstjórnarlán. Um önnur áhvíl-
andi lán gildir ekki sama regla því
um lífeyrissjóðalán og önnur lán s.s.
bankalán gilda aðrar vaxtaforsendur
sem ekki eru jafnhagstæðar. Þau lán
er reyndar hægt aö flytja á milli
eigna. Þaö er ekki hægt með hús-
næðisstjórnarlán.
8-9% afsláttur sé eign greidd
á árinu
Óskar Mikaelsson, sem einnig hef-
ur starfað við fasteignasölu í mörg
ár, segir að nú ríki nokkurt óvissu-
ástand vegna lána Húsnæðisstjórnar
sem virðist vera í biðstöðu. Óskar
segir fólk hikandi og vart um sig
vegna ástandsins.
„Það er eins og kaupendur bíði eða
þá stækki minna við sig heldur en
þeir ætluðu sér vegna lánanna sem
fáir vita nokkuð um núna. Sumir
gera sér grein fyrir því að þeir þurfa
kannske að bíða í 2-3 ár og enn aðrir
eru hreinlega í vafa um að þeir séu
lánshæfir. Ef þessi óvissa ríkti ekki
er öruggt að framboð eigna, sem nú
er reyndar nokkuð jafnt og gott, þá
vantaði eignir á markaöinn.
Vextir af eftirstöðvarbréfum
hafa hækkað úr 15 í 37%
- Hefur útborgunarhlutfah hækk-
aö?
KOREAN GINSENG
Útsölustaðir: Heilsubúðir, apótek, líkamsræktar-
stöðvar, sólbaðsstofur o.fl.
Líflínan,
Skemmuvegi 6, Kópavogi, sími 641490
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali, telur góðærið i fyrra hafa haft
mikil áhrif á fasteignamarkaðinn.
LYFSOLULEYFI
er forseti íslands veitir
Lyfsöluleyfi Vesturbæjar Apóteks í Reykjavík er aug-
lýst laust til umsóknar.
Fráfarandi lyfsala er heimilað að neyta ákvæða 11.
gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 varðandi hús-
næði lyfjabúðarinnar og íbúðar lyfsala (húseignin
Melhagi 20-22).
Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1.
janúar 1989.
Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi sendist heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 18. apríl
1988.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
17. mars 1988